Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1983, Blaðsíða 22
DV. MÁNUDAGUR 21. MARS1983. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Kirkjuvegi 11 í Keflavík, þingl. eign Ölafs Georgssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl., Ólafs Gústafssonar hdl., Veðdeildar Landsbanka íslands, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og Vilhjálms Þórhallssonar hrl. fimmtudaginn 24. mars 1983 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á mb. Guðfinni KE-19, þingl. eign Sigurðar Friðrikssonar o.fl., fer fram við bátinn sjálfan í Keflavíkur- höfn að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins fimmtudaginn 24.3.1983 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Hátúni 6, efri hæð, í Keflavík, þingl. eign Kristins S. Pálmasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og Hafsteins Sigurðssonar hrl. fimmtu- daginn 24.3.1983 kl. 10.45. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á fasteigninni Birkiteigi 5 í Keflavík, þingl. eign Sigurðar S. Pálssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar bdl. og Vilhjálms Þórhallssonar hrl. fimmtudaginn 24. 3.1983 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Álsvöllum 6 í Keflavík, þingl. eign Helga Guðleifssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Tryggingastofnunar rikisins miðvikudaginn 23.3.1983 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Faxabraut 30, neðri hæð, í Keflavík, tal. eign Friðbjörns Björnssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. miðvikudaginn 23.3.1983 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Háteigi 14, ibúð merkt 0101, í Keflavík, þingl. eign Skúla Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Veðdeildar Landsbanka íslands og Vil- hjálms H. Vilhjálmssonar hdl. miðvikudaginn 23.3.1983 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteignínni Austurgötu 20, efri hæð, í Keflavik, þingl. eign Gunnars Jóhannessonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Tryggingastofnunar rikisins o.fl. miðvikudaginn 23. 3. 1983 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Baldursgötu 14, norður- hluta, i Keflavík , þingl. eign Verktakafélags pípulagningamanna hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl. miðvikudaginn 23.3.1983 kl. 10.45. Bæjarfógetinn i Keflavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Sóltúni 7, neðri hæð, i Keflavík, tal. eign Halldóru Sigvarðadóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Iðnlánasjóðs, Hafsteins Sigurðssonar hrl., Veðdeildar Landsbanka íslands og Brunabótafélags íslands fimmtudaginn 24.3.1983 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á fasteigninni Brekkustíg 45 i Njarðvík (beinamjöls- verksmiðju), þingl. eign Fiskiðjunnar hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Bæjarsjóðs Njarðvíkur, miðvikudaginn 23.3.1983 kl. 11.00. Bæjarf ógetinn í Njarðvík. Menning Menning Menning „Eyjólfr hét maðr” Laugardaginn 12. mars var opnuð í Listasafni ASI sýning á verkum eftir myndlistarmennina Kristján Guömundsson og Olaf Lárusson. Eins og fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá sýningunni er hér um að ræöa listamenn sem sýnt hafa víða hér heima og erlendis. Kristján Guðmundsson tók þátt í opnunarhátíð Pompidou-safnsins í París og var ann- ar tveggja fulltrúa Islendinga í Biennalnum í Fenyjum síöastliðið sumar. Finna má málverk eftir Kristján í öllum helstu söfnum Evrópu, m.a. Moderna Museet í Stokk- hólmi, Stedelijk Museum í Amsterdam, Nútímalistasafninu í París, Listasafni Islands og Listasafni Húsavíkur. Þó svo að Olafur Lárusson eigi ekki verk í stærstu listasöfnum í Evrópu hefur hann veriö iðinn viö sýningar víös vegar um heim. Hann tók m.a. þátt í stofnun og rekstri gallerie LOA, sem á sínum tíma sýndi helstu strauma og stefnur í E vrópu. Conceptlist Það hefur vart farið fram hjá list- unnendum að conceptlistin hefur verið mjög fyrirferðamikil hér á landi síöastliöin ár. Kristján Guömundsson er einn fyrsti íslenski listamaðurinn, sem nýtir sér þetta tjáningarform, og er nú vafalaust sá sem náð hefur hvað athyglisverðustum árangri. Hann vinnur ávallt af mikilli nákvæmni og þá gjarnan með bókmenntalegar eða vísindalegar tilvísanir. Verkin eftir Kristján hér á sýning- unni skiptast í skúlptúra og tvívíddar myndverk á striga og pappír. I þeim Ólafur Lárusson: „Þau eru nýfarin hjá”, ’83. Ólafur Lárus- son: „Einu sinni var”, ’83. Ljósm. GBK „Eyjólfr hét maðr”, 1982- 83. síðamefndu kemur vel fram harðlínu- conceptlistamaðurinn, þar sem hann gerir nákvæma „vísindalega” úttekt á fyrirbærum eins og „Once around the sun” (Einu sinni kringum sólina) og .Jjengsta nótt á Islandi ”, þar sem lista- maöurinn dregur svartar línur yfir blað. Sérhver lína stendur fyrir eina mínútu. I þessum verkum er conceptlistin afar skýr. Ein afgerandi hugmynd og listaverkið sem vísar í ákveðiö náttúrulegt fyrirbæri. Lista- verkið er hér ekki lengur vettvangur fyrir tilfinningalega upplifun (þó svo að áhorfandinn geti leyft sér að horfa aðeins í formin) heldur rökhugsaö, lok- að ferli meö fullkomlega skýranlegu inntaki. Concept-skúlptúr Eins og fyrr segir sýnir Kristján Kristján við hlið verksins „Kaldi”, 1982—83.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.