Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 3
DV. MIÐ VIKUDAGUR 23. MARS1983. 3 Félag dráttarbrauta og skipasmiðja: Veruleg fækkun á starfs- fólki í skipasmíðaiðnaði —fleiri uppsagnir yf irvofandi vegna verkef naskorts Starfsfólki innlendra skipasmíöa- stööva hefur fækkað verulega aö undanfömu. Að sögn Sigmars Ár- mannssonar hjá Félagi dráttar- brauta og skipasmiðja hefur starfs- fólki hjá skipasmíðast'jðvumá Faxa- flóasvæðinu einu fæk að um tvö til þrjú hundruð og er á miöað við meðalfjölda starfsn. nna þessara fyrirtækja nokkur hin síðari ár. „Ofan á þetta bætist að vegna verk- efnaskorts eru fleiri uppsagnir í deiglunni,” segir Sigmar. „Við leggjum á það áherslu að það vantar ný skip. Það verður að vera hófleg endumýjun á flotanum. Það er enginn vandi að sýna fram á það að stór hluti flotans er orðinn gamall og úreltur og engan veginn forsvar- anleg atvinnutæki,” segir Sigmar. Hann bætir því við að skipasmíöa- stöðvarnar finni að það er eftir- spurn eftir skipum. Hins vegar vanti tilfinnanlega lán til þessara fram- kvæmda. Fyrir um tveimur árum sam- þykkti ríkisstjórnin sérstaka áætlun um innlenda endurnýjun bátaflotans og tengist sú endurnýjun raðsmíða- verkefni sem ráðist hafði verið í árið áður í samráði við stjómvöld. Lýsti ríkisstjórnin því yfir að hlutast yrði til um að tryggja fjármögnun ný- smiðinnar meðal annars í formi lána frá Fiskveiðasjóði og Byggðasjóði. „Þrátt fjrir þessar aðgerðir ríkis- ■stjómarinnar-hefur lítið sem ekkert gerst í þessum málum,” segir Sig- mar. Við gemm því kröfur um að við þessi fyrirheit verði staðið og að menn geri sér grein fyrir því að hér þrífist skipasmíðastöðvar með stöðug verkefni,” segir Sigmar Ármannsson. -SþS Sparisjóður Kópavogs: Nýtt útibú í austurbænum Sparisjóður Kópavogs opnaði í vik- er tekin í nýja útibúinu og er Bjöm unni nýtt útibú í Kaupgarðshúsinu að Magnússon útibússtjóri þama ásamt Engihjalla 8 í Kópavogi. Er þetta starfsfólki sínu þeim Maríu Einars- fyrsta útibú sparisjóðsins en hann dóttur, Brynju Stefnisdóttur og Ágústu hefur nú starfað í 28 ár og er elsta Bjömsdóttir. peningastofnunin í Kópavogi. Myndin FRAMBOÐSLISTIALÞÝÐU- FLOKKS Á AUSTURLANDI Gengið hefur verið frá framboðslista Alþýðuflokksins í Austurlandskjör- dæmi og er hann þannig skipaöur: 1. Guömundur Arni Stefánsson ritstjóri, Hafnarf., 2. Hallsteinn Friðþjófsson, formaður verkalýðs- félagsins Seyðisfirði, 3. Bjöm Björns- son bóndi, Norðfirði, 4. Egill Guðlaugs- son bóndi, Egilsstöðum, 5. Gunnar Skarphéöinsson rafveitustjóri, Fáskrúðsfiröi, 6. Stefanía Jónsdóttir húsmóðir, Neskaupstað, 7. Helgi Háifdánarson fulltrúi, Eskifirði, 8. Katrin Guömundsdóttir húsmóðir, Eskifirði, 9. Ormar Arnason, bóndi, Egilsstöðum og 10. Erling Garðar Jón- asson, tæknif ræðingur, Egilsstööum. FRAMBOÐSLISTIKRATA Á NORÐURLANDIEYSTRA Framboðslisti Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir komandi alþingiskosningar hefur verið ákveðinn. Þrjú efstu sætin voru skipuð samkvæmt prófkjöri en í heild er list- inn þannig skipaður: 1. Árni Gunnarsson alþingismaður, 2. Hreinn Pálsson lögmaður, Akureyri, 3. Arnljótur Sigurjónsson rafvirkja- meistari, Húsavík, 4. Jónína Oskars- dóttir aðstoðarráðskona, Oiafsfirði, 5. Stefán Matthíass., læknanemi, Akur- ey ri, 6. Alf reð Gíslason sagnf ræðinemi, Akureyri, 7. Hermann Grétar Guðmundsson bóndi, Akurbakka, 8. Hallsteinn Guðmundsson fiskiðnaðar- maður, Raufarhöfn, 9. Konráð Eggertsson bifreiðarstjóri, Húsavík, 10. Jóhann Sigurösson sjómaður, Hrísey, 11. Guðrún Sigbjörnsdóttir tryggingafulltrúi, Akureyri og 12. Jón Helgason, formaður Einingar, Akur- eyri. SEX PRÓSENT FLEIRIKIÓSA Rúmlega 150 þúsund Islendingar aði fleiri en í desemberkosningunum dæmi. Minnst hefur þeim hlutfallslega munu hafa rétt til að kjósa í alþingis- 1979. Þá voru þeir 142 þúsund talsins. fjölgaðíNorðuriandskjördæmi vestra. kosningunum 23. apríl næstkomandi. Milli kosninganna hefur kjósendum Kjósendur verða þá um sex af hundr- fjölgað langmest í Reykjaneskjör- -KMU. Bulbvorker X5 Skjót og örugg leið til að byggja upp vöðvastæltan líkama. - Aðeins 5 mínútna markviss þjálfun á dag og árangurinn er tryggður með BULLWORKER-þjálfun! Auglýsingar & hönnun Líkamsþjálfunartækið Bullworker hefur náð*almennings í öllum aldurs- flokkum. Það telst til aðalkosta tækis- ins að það hentar fólki sem hefur lít- inn tíma til íþrótta- og leikfimisiðkana og það hefur jafnframt vakið mikla hrifningu þeirra, sem gefist höfðu upp á öllu öðru en að láta reka á reið- anum og héldu sig óhæfa til að ná nokkrum árangri í líkamsrækt. Það sem Bullworker æfingar hafa til leið- ar komið hjá öðrum geta þær líka á- orkað hjá þér. í hverri æfingu njóta slakir vöðvar góðs af auknu blóð- streymi, sem flytur með sér súrefni og sópar burt eiturefnum. Líkaminn allur hlýtur ábata af að aukakílóin brenna upp og líðanin stórbatnar. Litprentað veggspjald og æfingakerfi á íslensku, ásamt 96 blaðsíðna æfingabók fylgja með hverju Bullworker tæki. Þið getið sjálf fylgst gaumgæfilega með árangri ykkar frá degi til dags þvl innbyggð- ur afmælir sýnir svo ekki verður um villst að ykkur vex afl og þróttur með hverjum deginum sem líður við Bullworker þjálfun. Bullworker tækið getur þú fengið j með skilatryggingu. Ef þú vilt ekki | halda tækinu einhverra hluta vegna I getur þú skilað því ásamt veggspjald-jHEiMiLi: Pöntunarsími 44440 Póstverzlunin Heimaval, box 39, Kópavogi. stk. Bullworker á kr. 1.090.- + póstkostn. NAFN:_ inu og bókinni innan 14 daga frá móttöku þess. I I STAÐUR:- I -POSTNR:— fdMkXSöfui* fertvfryfffligin’V'01 ,<1rtbereA am AViíte #v GRÁFELDUR ÞINGHOLTSSTRÆTI 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.