Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Side 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MARS1983. Ofsaveður gekk yfir Norðurland: Tjón Bflaleigu A kureyrar tvær til þrjár milljónir Hvers vegna þetta þak? Ofsaveður gekk yfir Norðurland á laugardagskvöldið. Á Akureyri mældist vindhraði mestur 63 hnútar um kl. 22.00 sem jafngildir um 115 km hraða á klukkustund. Gekk á með mjög snörpum hviöum fram yfir kl. 23, en um miönætti hafði dregiö verulega úr vindi. Þá mældist meöalvindhraði sl. 10 mínútna 40 hnútar. I einni hviöunni fauk helm- ingurinn af þaki bifreiðaverkstæðis Bílaleigu Akureyrar við Fjölnisgötu. Sviptist þakhlutinn af í heilu lagi og stöövaðist ekki fyrr en á næsta húsi sunnan viö. I leiðinni eyöilagði þakiö 2 bíla, stórskemmdi aöra 5 og laskaði 5 til viðbótar. Allir bílarnir eru í eigu Bílaleigu Akureyrar, en einnig olli þakið tjóni á skurðgröfu á ferðalagi sínu. Slíkt flökkueöli í þök- um er að sjálfsögðu lífshættulegt fólki og fénaði, auk þess sem ferða- lögin valda stórkostlegu eignatjóni, að þessu sinni fyrir 2—3 m. kr. En hvers vegna fauk þetta eina þak af öllum þeim húsaþökum sem Akurey ringar eiga ? „Eg hef aldrei séð svona frágang á þakfestingum og eitt er víst, ég hefði ekki sofið rólegur ef ég hefði vitað hversu illa þakið var fest niður,” sagði Birgir Ágústsson, byggingaverkfræðingur og einn af eigendum Bílaleigu Akureyrar, í samtali við DV. Loft bifreiðaverkstæðisins er gert úr strengjasteypubitum, en þakið lausbeislaöa kom þar ofan á tré- grind með þakpappa og bárujárni. Grindin var fest ofan á strengjusteypubitana með múrbolt- um sem boraðir voru í bitana. Síðan gengu þeir upp í gegnum tré- grindina. Eflaust hafa múrboltarnir verið vel hertir í upphafi, enda þarf þess til að þeir fái festu í steininum. En með tímanum hefur timbrið í grindinni rýmað og um leið hefur slaknað á boltunum og þeir losnað í bitunum, að sögn Birgis. Þar meö var þakið svo gott sem laust. „Eg hef annan hátt á þak- festingum í þeim húsum sem ég sé umaðbyggja,” sagöiBirgir. „Annað hvort læt ég bora boltana í gegnum strengjasteypubitana, þannig aö þeir séu gegnum gangandi og með aðhaldi í báöa enda. Þá kemur ekki svo mikið aö sök þótt slakni ögn á þeim. Ellegar ég læt setja þak- festingar í bitana um leiö og þeir eru steyptir. Raunar voru eyru á þessum bitum sem notuö voru þegar þeir voru híföir á sinn stað. Þessi eyru voru hins vegar skorin af þegar þakið var sett á, í stað þess að nota þau til að festa þakiö niður,” sagði Birgir. Samkvæmt upplýsingum Jóns Geirs Ágústssonar, byggingafulltrúa á Akureyri, er ekkert í bygginga- reglugeröum sem bannar notkun múrbolta í tilvikum sem þessum. Taldi Jón að þeir ættu aö geta gagnað undir öllum eölilegum kring- umstæðum. „Það er hins vegar ljóst að í þaki bifreiðaverkstæðisins hefur eitthvað bilað, jafnvel fleira en eitt atriði sem samverkandi hefur valdið því að þakið fauk. Reynslan sýnir okkur líka að veðurhæðin í þessu hverfi getur orðið talsvert meiri heldur en vindmælir við lög- reglustöðina við Þórunnarstræti segirtil um,” sagði JónGeir. Bifreiðaverkstæði Bílaleigu Akureyrar er í sambyggingu þriggja bifreiðaverkstæða, sem byggð var í jafnmörgum einingum. Bifreiða- verkstæði leigunnar er í miðjunni en þökin sitt hvorum megin við sátu kyrr á sinum staö. Þrátt f jrir þaö er ljóst að festingar þeirra hafa gefið sig. -GS/Akureyri. Þeir Reynir G. Karlsson, íþróttafulltrúi ríkisins, og Hjalti Jónasson, skólastjóri Seljaskóla, fylgjast með, ásamt nemendum, fyrsta leiknum í nýju íþróttahöllinni. DV-mynd: Bjarnleifur. Fyrsti leikurinn í Seljahöllinni Nýja íþróttahöllin við Seljaskóla í Breiðholti var tekin í notkun í fyrra- dag. Þá héldu skólanemendur íþrótta- hátíð, sem hófst með leik piltaliða 7. og 9. bekkjar í handknattleik. Opinber opnunarathöfn verður samt líklega ekki fyrr en um næstu helgi. Seljaskóli og ölduselsskóli, sem koma til með að nota húsið í sameiningu, hefja leikfimikennslu eftir páskafrí nemenda. Ekki er að efa að íþróttafélögin í Reykjavík hyggja gott til glóöarinnar því Seljahöllin hentar vel til æfinga og keppni. Handknattleiksmenn hafa sér- staka ástæöu tU að fagna. Þeir fá nýtt keppnishús. Seljahöllin ætti að létta verulega á Laugardalshöll. Breiöholtshúsiö er ekki alveg full- búið. Enn vantar til dæmis körfur á þvervelli, tjöld til að skipta salnum í þrjá hluta, útdraganlega palla fyrir 800 áhorfendur, afgreiðsluborð í and- dyri, net á veggina fyrir aftan hand- boltamörkin og gufuböð við búnings- klefana. Allt þetta verður þó komið fyrir næsta haust, þegar íþróttafélög fá aðgang að húsinu. -KMU Svo mælir Svarthöfði 0 Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Breytist stjórnmálatískan? Eitt af því sem skilur frjáls dag- blöð frá flokksblööunum er að þau gera ekki upp á milli stjórnmála- foringja í f réttaskrifum og gefa þeim jöfn tækifæri til þess aö setja fram sín sjónarmið. Þetta á hins vegar ekkert skylt við að viðkomandi blað hefur ákveðna stefnu í stjórnmála- skrifum. Gleggsta dæmið um þennan mun er annars vegar flokkskynning Þjóðviljans á foringjum sínum, en þeir svara nú á beinni linu i Þjóðviljanum og hins vegar kynning DV á stjórnmálaleiðtogunum. í gær var Geir Hallgrímsson á beinni línu í DV. Svör hans bera giöggt vitni þeirri varfærni í yfir- lýsingum sem hafa einkennt stjórn- málaferil hans og kannski verður best lýst með hans orðum, er hann var spurður af hverju hann hefði ekki getað myndað stjórn haustið 1979. „Ég kæri mig ekki um að mynda stjórn ef hún gerir ekki gagn,” var svar Geirs og sagði hann að enginn vandi hefði í sjálfu sér verið þetta haust að mynda samstöðu um ráðherrastóla, miklu frekar hefði vandinn veriö fólginn í því að fá menn til þess að vera samstiga fyrir- fram um efnahagsaðgerðir. Sama stefnan kom raunar fram vorið 1978, þegar hann beitti sér fyrir efnahags- aðgerðum sem augljóst var að myndu skapa pólitíska óánægju en Geir taldi þær nauðsynlegar og því var gripið til þeirra. Stjórnmálamenn eins og Geir Hallgrimsson hafa ekki verið í tísku upp á síðkastið, hvorki hér á landi eða erlendis. Þeir hafa verið taldir litlausir og óklókir við að koma fram sjónarmiðum sínum. Og hver man ekki eftir því að hafa heyrt um Geir: Hann er allt of heiðarlegur til þess að standa í pólitík — tU þess þarf refi. Þessi skoðun á stjórnmálamönn- um byggist að visu á dapurlegri reynslu almennings af stjórnmála- mönnum hin síðari ár og e.t.v. einnig á þeim eiginleikum manna að vilja ekki hlusta á dapran sannleika en kjósa í þess stað lygi, hjúpaða í fagr- an búning. En þó er eins og Geirstýpan sé að komast i tisku aftur — a.m.k. verður ekki annað séð en Kohl, uúverandi kanslari Þýska sambands- lýðveldisins, sé nokkuð áþekkur stjórnmálamaður og Geir. Kohl tapaði á sínum tima mikilvægum kosningum og það voru uppi háværar raddir um að nauðsynlegt væri að hann viki úr forustu flokksins. En hann stóð af sér þá orrahrið og er nú kanslari Þýskalands. í beinni línu sagði Geir að hann værí ails ekki á þeim buxum að hætta i stjórnmálum, jafnvei þótt hann félli i 7da sætinu. Hins vegar væri ' \ m hann alls ekkert að hugsa um það núna, hann ætlaði sér að vinna þess- ar kosningar. Stjóramálaferill Geirs Hallgríms- sonar er hins vegar i mikilli hættu. Það er alveg ljóst að nái hann ekki kjöri sem þingmaður verður hann tæpast í kjöri framar sem leiðtogi ilokksins eða forsætisráðherraefni. Raunar telja margir að erfið staða Geirs valdi þvi að sjálfstæðismenn muni sætta sig við stjórnarforustu annars flokks og þá vitanlega helst Ólafs Jóhannessonar. Átök Gunnars og Geirs hafa sett mikinn svip á stjórnmálabaráttu síðustu ára. Þeim er nú væntanlega lokið. Margir fylgismenn dr. Gunn- ars höfðu vonað að Gunnar færi fram nú í þetta sinn, m.a. til þess að fella Geir Hallgrímsson. Ákvörðun Gunnars er því styrkur við framboð Geirs, enda veit forsætisráðherra að falli formaður Sjálfstæðisflokksins í kosningum yrði það þó fyrst og fremst áfall fyrir fiokkinn sjálfan. En menn rísa gjarna upp aftur. Gunnar féll og reis aftur af vígveUi. EmU Jónsson féU þegar hann var forsætisráðherra en varð formaður Alþýðuflokksins eftir sem áður svo ekki sé talað um Eystein, sem féll á sínum tíma og var eftir það ráðherra ítólfár. Það getur vel farið svo að Geir IlaUgrímsson njóti aftur trausts og fylgis þjóðarinnar. Slíkt fer þó fyrst og fremst eftir því hvort menn eins og hann komast í tísku á nýjan leik. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.