Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 5
DV. MIDVIKUDAGUR23. MARS1983. ::;¦:¦:-¦:,:,/¦ ÍiKZxrt. ¦¦-¦-¦ ¦ ¦"!"'. — «**-*¦* %™™ **°™"« :« ~/ -tf í Ullarhúf ur og sólarlandaauglýsing. Hvar annars staðar en á íslandi? Minnasæta- f ramboð í sólar- landaferðírnar — og bókanir koma hægar inn en oft áður „Ég held aö það séu ekki færri bókanir í sólarlandaferðirnar, þær koma bara hægar inn en áður," sagði Steinn Lárusson, formaður Félags ferðaskrifstofa, er við spurðum hann að því í gær hvernig gengi með sölu í sólarlandaferðirnar hjá ferðaskrif- stof unum fyrir sumarið. „Það er skynsemi í sætaframboði hjá ferðaskrifstofunum núna. Er það að minnsta kosti 15% minna en áður," sagði Steinn. „Það lifnaði mikið yfir bókununum nú í þessum mánuði, en það er samt enn ekki hægt að fullyrða eitt eða neitt um þetta fyrr en líður á sumarið." Steinn sagði að enn erfiðara væri að gera sér grein fyrir bókunum í aörar ferðir, eins og t.d. Mið-Evrópuferðir, ferð og bíl og aðrar slikar. Fólk væri yfirleitt seinna til að bóka sig í slikar ferðir en ísðlarlandaferðirnar. Aðspurður um hvort verð sem gefið væri upp í f erðabæklingum f erðaskrif- stofanna, sem út komu í janúar, stæðist enn, kvað hann svo ekki vera. Á það hefði komið fyrir nokkrum dögum 8% hækkun vegna gengissigsins. Það virtist þó ekki koma í veg fyrir að fólk léti bóka sig i sólarlandaferðirnar né aðrar ferðir sem islenskar ferðaskrif- stofurhefðuáboðstólumísumar. -klp- „Það er ekki búið að skella áokkur hurðinni" — segir Ólaf ur Guðmundsson um bréf dómsmálaráðuneytisins vegna „f ranska rallsins" „Ráðuneytið hefur ekki skellt á okkur með þessu bréfi sínu, það gerir hvorki að játa né neita," sagði Olafur Guðmundsson, fulltrúi rallíþrótt- arinnar í akstursiþróttaráði, út af bréfi því sem dómsmálaráðuneytið sendi ráðinu í gær vegna „franska rallsins" svonefnda. Segir þar að áður en endanleg af- staða verði tekin telji ráðuneytið nauðsynlegt að fyrir liggi samþykki hlutaöeigandi lögreglustjóra að fullnægðum ákveðnum skilyrðum um keppnina. Olafur Walter Stefánsson, skrif- stofustjóri i dómsmálaráðuneytinu, sagði að með þessu væri ekki verið að leggja bann við rallinu. Þarna væri verið að fá umsagnir allra þeirra sem málið varðar áður en endanleg á- kvörðunverðitekin. I bréfinu segir að keppnin sé fyrir- huguð um viðkvæm gróðurlönd sem beri að hlífa út frá náttúruverndar- sjónarmiðum. Keppni þessi verði mun stærri í sniðum en keppnir sem haldnar hafa verið hér á landi til þessa. Sé það ekki aðeins hvað varðar f jölda ökutækja, keppenda og sérleiða heldur einnig hvað varðar dagafjölda sem keppnin stendur yfir. „Það er enginn uppgjafartðnn í okkur þrátt fyrir þetta bréf," sagði Ölafur Guðmundsson. „Við höldum á- framaðsettu marki. Það er búið að leggjaiþetta óhemjuvinnuogkostnað og það yrði geysilegt áfall ef ekkert yrðiaf þessarikeppnL" -klp- Vegna veðurs um helgina: Taf ir í innanlandsf lugi Nokkur vandræði urðu í innanlands- flugi á sunnudag vegna veðurs. Ahafn- ir Flugleiða, sem verið hafa í þjálfun í Bandaríkjunum undanfarið, áttu að koma heim um helgina en töfðust vegna veðurs og varð því meira nla? en ella. Grípa þurfti til nokkurra lítilla véla, m.a. frá Arnarflugi, Sverri Þór- oddssyni og Helga Jónssyni. „ Veðrid var ansi vont" — sagði Sigríður á Bústöðum eftir að hafa fætt dreng í sjúkrabíl „Þetta gekk allt saman mjög vel. Það gat ekki gengið betur," sagði Sigríður Björnsdóttir frá Bústöðum í Skagafirði. Hún varð fyrir þeirri óvanalegu lífsreynslu aðfaranótt mánudags að fæða dreng í sjúkrabíl sem var á leiðinni með hana til Sauðárkróks. „Veðrið var ansi vont," sagði Sig- ríður og eru það engar ýkjur. Vart sá út úr augum og sjúkrabillinn rétt komst áfram. Þegar á móts við bæinn Hafgrimsstaði kom fæddist svo drengurinn. Ljósmóðir var með í bilnum sem tók á móti lionum., ,Nei, 'ég var ekkerthrædd," sagði Sigríður aðspurð. Þetta er þriðja barn hennar og Sigurbergs Kristjánssonar. Fyrir eiga þau tvo drengi. Yngsti drengur- inn var 12 merkur og 49 sentímetrar að sögn móðurinnar og heilsast hon- um vel. Ekki er búið að velja nafn á piltinn sem skaust í heiminn við svo óvanalegar aðstæður. DS AKUREYRI ALMENNUR STJÚRNMÁLAFUNDUR Sjálfstæðisflokkurinn heldur almennan stjórnmálafund á Akur- eynfimmtudaginn 24. marskl. 20.30 í Sjallanum. Ræða Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins: Frá upplausn tílábyrgðar. STUTTÁVÖRP: Lwftn JónMMon Btþntm Hatldór Blöndal alþm. Bjöm Oagbjartsson forstjári. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sjálfstæðisflokkurinn. VERÐLÆKKUN Vegna hagstæðra samninga við ATOMIC og CABER getum við boðið ótrúlega hagstætt verð á ATOMIC skíðum og CABER skíðaskóm. Hér er þó aðeins um mjög takmarkað magn að ræða. ATOMIC SKIÐI ^< MID Bionic MID Dominator MID Supreme MIDSport ^-^— Var 5.950,00 5.277,00 3.550,00 2.710,00 Nú 4.165,- 3.695,- 2.485,- 1.895,- ARC Carbon Bionic ARCBionicTeamSL ARC Bionic Team RS ARC Excellent ARC Worldcup 140—175 ARCWorldcupl20—130 ARCProl60—170 ARCProl40—150 ARCProl20—130 Var Nú 6.640,00 4-650." 6.450,00 4-515,- 6.450,00 4-515,- 3.790,00 2.653,- Var 2.350,00 2.285,00 1.997,00 1.847,00 1,696,00 Nú 1.645,- 1.599,- 1.397,- 1.295,- 1.187,- CABER SKÍÐASKÖR A Akureyri gerðist það óliapp að þegar verið var að afísa eina Fokker- vél Flugleiða rakst körfubill í hæðar- stýri vélarinnar og varð hún óflugfær af þeim sökum.Viðgerð]auk strax um kvöldiö. I gær voru vélar Flugleiða þó full- mannaöar og var unnt að sinna innan- landsf lugi án teljandi taf a. -PÁ Gold2 Sideral Equipe Impulse Equipe Jr. Targa Mirage Devil Alfetta Pioneer Var 4.470,00 4.265,00 3.678,00 3.115,00 2.355,00 2.030,00 1.641,00 1.405,00 1.245,00 1.065,00 Nú 2.680,- 2.560,- 2.250,- 1.865,- 1.415,- 1.215,- 985,- 845,- 745,- 640,- gengi03031983. SPORTVAL ILAUGAVEGI116, VIÐ HLEMMTORC- SÍMAR 14390 tf 26690

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.