Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Side 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MARS1983. 5 Ullarhúfur og sólarlandaauglýsing. Hvar annars staðar en á íslandi? Minna sæta- framboð í sólar- landaferðirnar — og bókanir koma hægar inn en oft áður „Ég held að það séu ekki færri bókanir í sólarlandaferðimar, þær koma bara hægar inn en áður,” sagði Steinn Lárusson, formaður Félags ferðaskrifstofa, er við spurðum hann að því í gær hvernig gengi með sölu í sólarlandaferöimar hjá ferðaskrif- stofunum fyrir sumarið. „Það er skynsemi í sætaframboði hjá ferðaskrifstofunum núna. Er það að minnsta kosti 15% minna en áður,” sagði Steinn. „Það lifnaði mikið yfir bókununum nú í þessum mánuöi, en það er samt enn ekki hægt að fullyrða eitt eða neitt um þetta fyrr en líður á sumarið.” Steinn sagði að enn erfiðara væri að gera sér grein fyrir bókunum í aðrar ferðir, eins og t.d. Mið-Evrópuferðir, ferð og bíl og aðrar slíkar. Fólk væri yfirleitt seinna til að bóka sig í slikar ferðir en ísólarlandaferðirnar. Aðspurður um hvort verð sem gefið væri upp í ferðabæklingum ferðaskrif- stofanna, sem út komu í janúar, stæðist enn, kvað hann svo ekki vera. Á það hefði komið fyrir nokkrum dögum 8% hækkun vegna gengissigsins. Það virtist þó ekki koma í veg fyrir að fólk léti bóka sig í sólarlandaferðimar né aðrar ferðir sem íslenskar ferðaskrif- stofurhefðuáboðstólumísumar. -klp- „Það er ekki búið að skella áokkur hurðinni" — segir Ólafur Guðmundsson um bréf dómsmálaráðuneytisins vegna „franska rallsins” „Ráðuneytið hefur ekki skellt á okkur með þessu bréfi sínu, það gerir hvorki aö játa né neita,” sagði Olafur Guömundsson, fulltrúi rallíþrótt- arinnar í akstursíþróttaráði, út af bréfi því sem dómsmálaráðuneytið sendi ráöinu í gær vegna „franska rallsins” svonefnda. Segir þar að áður en endanleg af- staða verði tekin telji ráðuneytið nauðsynlegt að fyrir liggi samþykki hlutaöeigandi lögreglustjóra að fullnægðum ákveðnum skilyrðum um keppnina. Ölafur Walter Stefánsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráöuneytinu, sagði að með þessu væri ekki verið að leggja bann við rallinu. Þama væri verið að fá umsagnir allra þeirra sem málið varðar áður en endanleg á- kvörðun verðitekin. I bréfinu segir að keppnin sé fyrir- huguð um viðkvæm gróðurlönd sem beri að hlífa út frá náttúruvemdar- sjónarmiðum. Keppni þessi verði mun stærri í sniðum en keppnir sem haldnar hafa verið hér á landi til þessa. Sé það ekki aöeins hvað varðar fjölda ökutækja, keppenda og sérleiða heldur einnig hvað varðar dagafjölda sem keppnin stendur yfir. „Það er englnn uppgjafartónn í okkur þrátt fyrir þetta bréf,” sagði Ólafur Guðmundsson. „Við höldum á- framaðsettu marki. Það er búið að leggjaíþetta óhemjuvinnuogkostnað og það yrði geysilegt áfall ef ekkert yrðiafþessarikeppni.” -klp- Vegna veðurs um helgina: Taf ir í innanlandsflugi Nokkur vandræði urðu í innanlands- flugi á sunnudag vegna veðurs. Áhafn- ir Flugleiða, sem verið hafa í þjálfun í Bandaríkjunum undanfarið, áttu að koma heim um helgina en töfðust vegna veðurs og varð því meira ■’lag en ella. Grípa þurfti til nokkurra lítilla véla, m.a. frá Amarflugi, Sverri Þór- oddssyni og Helga Jónssyni. Á Akureyri gerðist þaö óliapp að þegar verið var að afísa eina Fokker- vél Flugleiða rakst körfubíll í hæðar- stýri vélarinnar og varð hún óflugfær af þeim sökum.Viðgerð]auk strax um kvöldiö. I gær vom vélar Flugleiða þó full- mannaðar og var unnt að sinna innan- landsflugi án teljandi tafa. -PÁ „Veðrið varansi vont" — sagði Sigríður á Bústöðum eftir að hafa fætt dreng í sjúkrabíl „Þetta gekk allt saman mjög vel. Það gat ekki gengið betur,” sagði Sigriður B jömsdóttir frá Bústöðum í Skagafirði. Hún varð fyrir þeirri óvanalegu lífsreynslu aðfaranótt mánudags að fæða dreng i sjúkrabíl sem var á leiðinni með hana til Sauðárkróks. „Veðrið var ansi vont,” sagði Sig- ríður og em það engar ýkjur. Vart sá út úr augum og sjúkrabíllinn rétt komst áfram. Þegar á móts við bæinn Hafgrímsstaði kom fæddist svo drengurinn. Ljósmóðir var með í bílnum sem tók á móti honum. „Nei, ég var ekkert hrædd,” sagði Sigriður aðspurð. Þetta er þriöja barn hennar og Sigurbergs Kristjánssonar. Fyrir eiga þau tvo drengi. Yngsti drengur- inn var 12 merkur og 49 sentimetrar að sögn móðurinnar og heilsast hon- um vel. Ekki er búið að velja nafn á piltinn sem skaust í heiminn við svo óvanalegar aðstæður. DS AKUREYRI ALMENNUR STJÓRNMÁLAFUNDUR Sjálfstæðisf/okkurinn heldur a/mennan stjórnmá/afund á Akur- eyri fimmtudaginn 24. mars kl. 20.30íSjallanum. Ræða Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins: Frá upplausn tilábyrgðar. STUTTÁVÖRP: Gafr HattgHmsson. Lárui Jónsson afþm. HaHdór Btöndal alþm. BJöm Dagbjartsson fontjóri. AUir velkomnir meðart húsrúm ieyfir. Sjálfstæðisflokkurinn. VERÐLÆKKUN Vegna hagstæðra samninga við ATOMIC og CABER getum við boðið ótrúlega hagstætt verð á ATOMIC skíðum og CABER skíðaskóm. Hér er þó aöeins um mjög takmarkað magn að ræða. ATOMIC SKÍÐI ARC Carbon Bionic ARC Bionic Team SL ARC Bionic Team RS ARC Excellent Var Nú 6.640,00 t-650,- 6.450,00 4.515,- 6.450,00 4.515,- 3.790,00 2.653,- Var Nú Var Nú MID Bionic 5.950,00 4.165,- ARC Worldcup 140—175 2.350,00 1.645,- MID Dominator 5.277,00 3.695,- ARC Worldcup 120—130 2.285,00 1.599,- MID Supreme 3.550,00 2.485,- ARC Pro 160—170 1.997,00 1.397,- MID Sport 2.710,00 1.895,- ARC Pro 140—150 1.847,00 1.295,- ARC Pro 120—130 1,696,00 1.187,- CABER SKÍÐASKÖR Var Nú Gold 2 Sideral Equipe Impulse Equipe Jr. Targa Mirage Devil Alfetta Pioneer 4.470,00 4.265,00 3.678,00 3.115,00 2.355,00 2.030,00 1.641,00 1.405,00 1.245,00 1.065,00 2.680,- 2.560,- 2.250,- 1.865,- 1.415,- 1.215,- 985,- 845,- 745,- 640,- gengi03031983. Sportval ILAUGAVEGI 116, VIO HLEMMTORC- SÍMAR 14390 Et 26690

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.