Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Side 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MARS1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Þegar eggjabakkinn er opnaöur er ómögulegt að vita hvaða stærð af eggjum muni blasa við. Sá sem keypti þennan eggjabakka var heppinn og fékk öll egghi nokkurn veginn jafnstór. Mismunandi eggjastærðir Af hverju eru egg ekki dagstimpluð? — ofdýrt Haft var samband við neytendasíð- una og kvartað yfir því að egg væru seld saman, stór og smá. Víöa erlendis er hægt að kaupa bakka með mismun- andi eggjastærðum. Þá er merkt á bakkana hve eggin vegi mikiö og eru þau eftir því dýrari sem þau eru stærri. Fannst viðmælanda neytenda- síðunnar f ull þörf á sliku skipulagi hér. Gremjulegt væri að opna eggjabakk- ann og sjá 10 örsmá egg og tvö stór eða öfugt. Neytandinn gæti aldrei vitað fyrirfram um eggjastærðina. Einar Eiríksson, formaður Sam- bands eggjaframleiðenda, sagði að þetta mál hefði oft verið rætt í sam- bandinu. En e'.tki hefði þótt vinnandi vegur að taka upp svona f lokkun vegna þess hversu dýr hún væri. Þá þyrfti að kaupa sérstakar vélar, til dæmis ná- kvæmar vogir. En hver eggjaframleið- andi dreifði sínum eggjum þannig að margarvélarværunauðsynlegar. Þær væru dýrar og markaðurinn lítill. Því hefðu bændur metiö þetta sem ómögu- legt. Viðmælandi okkar vildi líka fá að vita af hverju varpdagur eggjanna væri ekki skrifaður á umbúðir. Reglur eru um það að framleiðsludag og síö- asta söludag matvæla skal skrá á um- búðir. Varðandi eggin er hins vegar ekki farið eftir þessum reglum. Einar sagði aö svarið við þessari at- hugasemd væri í rauninni það sama og við hinni fyrri. Dýrt væri að koma upp útbúnaði til slíkrar áletrunar og bænd- ur gætu ekki staðið undir þeim kostn- aði. Hitt gæti verið aö ef eggjasamlag kemst á, sem sér þá um alla dreifingu á eggjum, að svona kerfi yrði komið á. Herluf Eiríksson heildsali flytur inn merkibyssur sem hægt er að merkja með dagsetningu á matvæli. Við að þrýsta saman handfangi sérstakrar tangar stimplast tvær dagsetningar á hvern miða, framleiðsludagur og síð- asti söludagur. Framleiðendur á sam- lokum og hrásalati nota slíkar merki- byssur mikiö. Þær kosta 3400 krónur og 800 miða rúlla 14 krónur. Eg spurði Herluf hvort slíkar byssur gætu ekki hentaö eggjaframleiðendum. Ekki taldi hann þaö vera ef búin væru mjög stór. Það yrði seinlegt verk að stimpla alla eggjabakka á þennan hátt. Vélar sem sæju um verkið væru líka mjög dýrar. En þessi leið með miðana ætti að vera fær að minnsta kosti litlu eggjabúunum og þeim stærri líka ef mannskapur er nægur. Það er í raun- inni furðulegt að ekki skuli hafa ver- iö gengið harðar eftir því að egg væru stimpluð eins og önnur matvara. Öðrum framleiðendum matvöru, sem við höfum rætt við, gremst þetta mjög. Vitna þeir í að þeir eru margir með svipað magn framleiöslu og stærstu eggjabúin. Þetta verði þeir allt að stimpla hvort sem þeim líki betur eða verr. DS Elín Ólafsdóttir: Rannsókn á vítamínbúskap aldraðra og alkóhólista Elín Ölafsdóttir lífefnafræðingur hefur undanfarið verið að rannsaka þaö sem kallað er á fínu máli víta- mínbúskap manna. Hefur hún einkum verið aö kanna þennan búskap hjá áfengissjúklingum og öldruðu fólki. Erlendis hafa rann- sóknir bent til þess að þessir tveir hópar væru illa haldnir hvað þetta varðar. Elín rannsakaði 3 B vítamín og C vítamín í blóði þriggja hópa. I hópi eitt voru gestir Hjartaverndar, konur á aldrinum 33—72 ára. Þær virtust hafa nóg af B 1 vítamíni en um 30% þeirra skorti B 2 vítamín. En öllum að óvörum reyndust þær vera með of lítið af B 6 vítamíni í blóðinu í 46% tilfella. 30% af þessum hópi virt- ust einnig vera með of lítið C vítamín íblóðplasma. Elín rakti þessar niðurstööur á aðalfundi Manneldisfélagsins og gat þess þá að konurnar hefðu almennt verið allt of feitar. Einnig taldi hún þurfa að rannsaka fæðu almennings í landinu betur. I hópi 2 voru vistmenn SÁÁ á Silungapolli. Þetta voru karlar og konur á aldrinum 18—58 ára. Meðal- aldur var 38 ár. Þessir menn virtust hafa svipað af B 1 og B 2 vítamíni og konurnar í hópi 1. Þeir höfðu hins vegar nægt B 6 vítamín í 80% tilfella. En C vítamin skorti þá illa. Um 81% hópsins var með C vítamín undir eðlilegum mörkum. I hópi 3 var gamalt fólk á dagspít- alanum í Hátúni. Þetta var fólk af báöum kynjum á aldrinum 65—89 ára. Meðalaldur var 79 ár. Konur voru í meirihluta. Gamla fólkiö virt- ist hafa svipað af B1 og alkó- hólistamir en mun meira af B 2. Aðeins 12% af gamla fólkinu skorti B 2 vítamín. B 6 vítamín var svipað og hjá alkóhólistunum en C vítamínið mun meira. Þó vantaði 43% meira C vítamín. Fólkið fær daglega fjölvíta- míntöflur. Elín mældi einnig C vítamín í blóð- plasma sjúklinga á Landspítalanum. Mælt var á tvoim deildum, skurð- deild og lyflækningadeild.79% þeirra sem mælt var hjá á skurödeildinni vantaði C vítamín og 73% manna á lyflækningadeildinni. C vítamín í plasma hrapar niður við álag og er það líklega ástæðan fyrir lélegri út- komu á skurösjúklingunum. Erindi Elínar vakti mikla athygli á fundi Manneldisfélagsins og ræddu menn þessar niðurstöður fram og aftur. Þessar niðurstöður eru aðeins í stórum könnunum í Sviss og Hollandi hefur komið í ljós að aldrað fólk skortir oft vítamín. En sam- kvæmt niðurstöðum Elínar virðast hinir öldruðu íbúar við Hátún vera betur settir. bráðabirgðaniðurstöður því rann- sóknum verður haldið áfram. ns Thermoclear plastgler kemur mörgum að notum... 1) Sterkt og höggþolið, 2) Létt, öruggt og auðvelt meira en 200 sinnum aðmeðhöndla. sterkara en gler. 5) Frábær hitaeinangrun, orkusparandi fyrir verksmiðjuþök og gróðurhús. 6) Hefur yfirburði yfir mörg hliðstæð efni með góðum birtueigin leikum. (■ ZUHk Éo ¥ LDIDL - "T,h ) 9) Auðvelt að nota í hurðir, glugga og sól- svalir/skýli . . . 10) . . . í biðskýli. síma- klefa, söluskála og alla þá staði sem verða fyrir slæmum umgangi. er fjölhæft efni 3) Auðvelt að saga til og sníða. 7) Auðvelt að sniða til og nota við margvíslegar aðstæður. 11) Hentar vel í verk- smiðju- og vöru- skemmuþök og glugga, eða sem skermar á vinnu- stöðum. 4) Þykktir frá 3,5 mm—16 mm. Fullnægja marg- víslegum þörfum. 8) Þolir sterkar hita- sveiflur. skúrsglugga og ótal fleira, eftir útsjónar- semi og hugarflugi hvers og eins. SÖLUSTAÐIR SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA REYKJANESBRAUT 6 — SlMI 24366 KONRÁÐ AXELSSON ÁRMÚLA 36 — SÍMI 82420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.