Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Side 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Fundur varnarmála- ráðherra NATO: Vilja fækka eldflaugum en trúa ekki á 0-lausn Varnarmálaráðherrar NATO-ríkj- anna ljúka í dag fundi sínum í Portúgal um kjamorkumál. Virðist einhugur um að leggja að Bandaríkjastjórn að gera Rússum nýtt málamiðlunartilboð um fækkun meöaldrægra kj arnaflauga íEvrópu. Það mun vera samdóma álit fundar- manna að næsti áfangi í Genfarviö- ræöunum um takmarkanir kjarnorku- vopna ætti að vera málamiðlun eöa betrumbót á núlltillögu Reagans for- seta. Reagan mun ekki enn hafa ráöið við sig hvort hann breyti afstöðu sinni frá núll-lausninni, en líklegt þykir þó að hann muni gera Moskvustjóminni eitt- hvert málamiðlunartilboö. f lok fundarins í dag verður gefin út yfirlýsing og er búist við að hún spegli þann vilja Evrópumanna að fyrst og fremst veröi stefnt að fækkun meðal- drægra kjarnaeldflauga. Þó er búist við því að jafnramt veröi áréttaður vilji NATO-stjórnanna til þess að sett- ar verði upp 572 bandarískar eldflaug- ar í V-Evrópu, ef enginn árangur næst í Genfarviðræðunum. Fundarmenn munu litla trú hafa á því að Sovétmenn fáist til þess að hluta sundur 600 meðaldrægar eldflaugar sínar í samkomulagi um að NATO hætti við eldflaugáætlun sína í V- Evrópu. Því munu þeir fylgjandi því að reyndar verði aðrar leiöir. Sænsk skip og hcrþyrlur við kafbátaleit í Horsfirði. Kafbátur enn á sveimi í sænska skerjagarðinum Leit að óþekktum kafbáti stóð í allan gærdag og í nótt við Málsten í syðri skerjagarðinum við Stokkhólm, skammt frá Horsfirðinum fræga, þar sem leit stóð vikum saman í haust að óþekktum kafbátum. Þaö var um sjöleytiö í gærmorgun að tveir byggingaverkamenn á Málsten töldu sig sjá efsta hluta kafbáts úti á firðinum. Sjóhemum var gert viðvart. Enginn sérstakur kafbátur var á þessu svæði og var því leit haf in. Um hádegisbil kom kafbátur fram á leitartækjum hersins en hvarf strax aftur. Þar sem hans varð ekki síðan vart þótti í morgun líklegast að hann væri sloppinn út úr skerjagarðinum. Olof Palme forsætisráðherra hefur nýverið boðað hörkulegri aðgerðir gegn óþekktum kafbátum í sænskri landhelgi. Sagði hann aö eftirleiðis megi búast við því að þeir verði sprengdir í loft upp. -GAJ. Lundi. Mauroy áfram forsæt isráðherra Frakka Francois Mitterrand Frakklandsfor- stjóm með aðeins 15 ráðherrum í stað seti fól Pierre Mauroy forsætisráð- 34áður. herra að sitja áfram og mynda nýja Breytingar á ríkisstjórninni hafa Sat FBI um Lennon? handtekið hann fyrir einhverjar sakir, hefur leitað til dómstóla til þess að fá birtar opinberar skýrslur um bítilinn fyrrverandi. Jonathan Wiener prófessor vinnur að bók um Lennon og stjórnmál í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum. Geðsjúklingur skaut Lennon til bana í New Y ork 8. desember 1980. Prófessorinn segist þegar hafa kom- ist yfir opinber skjöl þar sem fram komi að erindrekar FBI hafi talið að Lennon ætlaöi að standa fyrir mót- mælaaðgerðum gegn Nixon, þáverandi forseta. Þeir hafi njósnað um Lennon mánuðina fyrir landsþing repúblíkana 1972 (þegar flokkurinn útnefndi for- setaframbjóðanda sinn). Skjölin segir hann að sýni að FBI hafi vonast til að geta handtekið Lennon fyrir brot á fíkniefnalögum eða á annan máta komiö þvi þannig fyrir að honum yrði vísað úr landi. Söguprófessor, sem segir að erindrekar FBI hafi mánuðum saman hundelt John Lennon í von um aö geta John Lennon og Yoko Ono voru litin homauga af FBI í Bandaríkjunum. Pólverjarnir fá hæli í Svíþjóð Svíar hafa ákveðið aö veita hæli sem pólitísku flóttafólki þrem pólskum fjölskyldum, tólf manns, sem flúðu yfir Eystrasaltið á eins hreyfils áburðarflugvél. Villtist fólkið í þoku og rigningu og lenti í S-Svíþjóð á síðasta bensín- dropanum. Vélinni flaug maður sem ekki hefur flugmannspróf. legið í loftinu eftir borgarstjómarkosn- ingarnar en dregist í tíu daga, eða þar til ákveðiö hafði veriö nýtt gengi frank- ans, sem var lækkaöur um 8% gagn- vart þýska markinu. Þegar Mauroy lagði fram ráðherra- lista sinn í gærkvöldi hafði helmingur ráðherra kommúnista fallið úr henni. Þeir eru nú aðeins tveir. Framundan hjá hinni nýju stjóm Frakklands er að hrinda í framkvæmd nýjum efnahagsráðstöfunum og hafa Jacques Delors fjármálaráðherra verið falin aukin völd. Meðal þeirra ráðherra sem ekki halda áfram í nýju stjóminni er Jean- Pierre Chevenement iðnaðarráðherra, sem er leiðtogi Ceres, vinstri arms sósíalistaflokksins, en hann var talinn ein af skærari stjömum ríkisstjómar- innar þegar hann. var skipaöur ráð- herra. Forsetafram- bjóðandi- Begins tapaði Samsteypustjóm Begins, forsætis- ráðherra í ísrael, mun ráðin í að sitja áfram, þrátt fyrir mikinn ósigur sem hún beiö í þinginu í gær þegar fram- bjóðandi stjórnarandstöðunnar var kosinn forseti Israels. Chaim Herzog, fyrmm hershöfðingi og diplómat, var kosinn 6. forseti ísraels með 61 atkvæði gegn 57. — Fimm stjómarliðar hlupust undan merk jum og tveir sátu h já. 1 framboöi fyrir stjómarsinna var Menachem Elon hæstaréttardómari. Ronni Milo, formaðm- þingflokks stjómarsamsteypunnar, sagði af sér þegar niðurstöður atkvæðagreiðslunn- arlágufyrir. Fjöídamoró íÚganda Menn, klæddir einkennisbúning- um Ugandahers, myrtu um 30 manns í tveim þorpum austan Kampala fyrr í vikunni. Vitni að atburðunum segja að mennimir hafi komið til Ssonde og Jinja þorpanna í rútum og gengið þar um götur og dregið fólk út úr húsum sínum. Svæðið umhverfis þorpin hefur til þessa verið laust við skæmliða- sveitir, andvígar stjóminni í Kampala, en nýlega bárust fréttír af því að sveit skæruliða hefði farið um héraðiö. Slík morð gerast nú æ tíðariíúganda. Lögreglustjóri í Texaskæröur Lögreglustjóri í San Jacintosýslu í Texas, James Parker, hefur viðurkennt að hafa beitt ólöglegum aðferöum við að grípa og yfirheyra' siðhærða menn, negra og menn sem keyrðu bíla meö limmiðum út- varpsstöðva sem útvarpa rokktón- list. Allir vom mennimir teknir fyrir of hraðan akstur en lögreglu- stjórinn beitti síðan pyntingum til aðfá þá tilaöjáta. Parker er itærður fyrir að hafa brotið gegn þegnréttindum þeirra sem hann handtók og á yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsi og sektir allt aö 30 þúsund dollumm. Búlgörsk biblía Ný búlgörsk útgáfa á biblíunni kemurá markaðinn innan skamms. Þetta er í fyrsta sinn sem biblían er gefin út þar í landi síðan 1925. 27,500 eintök verða prentuð og er útgáfansú sama og frá 1925, en sett að nýju. Undirbúningur var unninn af kennurum við Guðfræðistofnun Búlgaríu. Eins og önnur kommúnistaríki er opinber stefna Búlgara guðleysi og ríkisvaldið hefur strangt eftirlit meö málefnum kirkjunnar. „Keli”áferö José Moma, Brasilíubúi, þekktur í heimalandi sínu sem „Keli” vegna þeirrar áráttu hans að kyssa frægt fólk, komst enn einu sinni í sviðsljósið þegar hann reyndi að kyssa hinn nýkjöma ríkisstjóra í Rio de Janeiro, Leonel Brizola, þegar hann sór embættiseiðinn. Eftir nokkur átök náði „Keli” aö kyssa ríkisstjórann. „Keli” hefur áður kysst Frank Sinatra og fót Jóhannesar Páls páfa. Breskhergögn tilArgentínu Á mánudag var argentínska flot- anum afhent fyrsta freigátan af fjórum sem þýskar skipasmiðiur hafa smíðað fyrir Argentínu. Skip- in eru búin frönskum Exocet- flugskeytum, loftvamarflaugum og stórri radarstýrðri ítalskri fall- byssu af Otto-Melara gerð. Þau eru knúin tveim Rolls-Royce túrbínu- vélum og geta náð allt að 30 hnúta hraða. Utflutningsleyfi fyrir vélun- um fékkst eftir að Falklandseyja- stríðinulauk. Sáifræðingur Hinckleys kærður Sálfræðingurinn, sem hafði John Hinckley til meðferðar áður en Hinckley reyndi að myrða Reagan Bandarikjaforseta, hefur nú verið kærður af mönnunum þrem sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.