Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MARS1983. Útlönd Utlönd Utlönd Utlönd El Salvador: Hernaöarjafnvægid breytist — en engin lausn ísjónmáli Moröið á Maríanellu García Villas í El Salvador í síöustu viku hefur vakið óhug og reiði víða um heim, og þó sérlega á Norðurlöndum þar sem hún kom oft til aö kynna ástandið í heimalandi sínu. Hún hafði undan- farin ár lengst af búið í útlegð, mest í Mexíkó, en þó gert sér tíðförult til heimalands síns, enda hafði hún valist til trúnaðarstarfa fyrir Mann- réttindanefnd El Salvador. Hún var aö þessu sinni stödd heimafyrir í þeim erindagerðum m.a. að safna gögnum vegna meintrar notkunar stjórnarhersins á eiturefnum gegn almennum borgurum. Hvern árangur hún hafði í þeirri ferð er ekki vitað. Hún var ásamt- tveim ferðafélögum á leið frá Chala- tenango-héraði til höfuðborgarinnar San Salvador en í Chalatenango haföi hún átt samtal við fjölskyldu sem grunur lék á að hefði orðið fyrir eitrun af völdum stjórnarhersins. Þegar aöstandendum hennar var skilað eigum hennar, hafði filman verið fjarlægð úr myndavél hennar og kassettan úr segulbandstækinu. skæruliðanna í áróðri einnig borið ríkulegan ávöxt. Þeim stjórnarher- mönnum, sem þeir handtaka, er nú skilaö innan nokkurra daga í hendur Rauða krossinum, liðsforingjum jafnt sem öðrum, og er liðsforingj- unum jafnvel skilað skambyssum sínum aftur. Þetta kemur illa við stjórnvöld, sem leitast við að halda þessum fyrrum föngum aðskildum frá öðrum hermönnum. Stjórnvöld óttast nefnilega að nærvera þeirra gæti haft slæm áhrif á aðra hermenn og kæmi niður á baráttuvilja þeirra. Afleiðingamar gætu orðið aukin lið- hlaup og uppgjafir hermanna á víg- vellinum. Þessi breytta afstaða skæru- liðanna kemur einnig f ram í útvarpi þeirra, Venceremos. Fréttir þess af átökunum þykja áreiðanlegar, og jafnvel bandarísku hernaðarráðgjaf- arnir taka meira mark á þeim en fréttaflutningi opinberu útvarps- stöðvarinnar. Að öðru leyti má nefna aí skemmdarverk skæruliða hafa nú breytt um eðli. Þeim er minna beitt frá bandaríska þinginu. Eflaust myndi yngri varnarmálaráöherra rækja starf sitt af meiri hörku og ná meiri árangri, en það gæti kostað stuöning bandaríska þingsins. Eftir ágreininginn,, sem kom upp innan stjórnarherjanna í janúar, var sett á laggirnar nef nd til að f inna leið út úr vandanum. Enn hefur sú nefnd ekki lokið störfum, en ekki er óhugs- andi að samkomulag náist sem allir getasættsigvið. Hin „nýja lína" ætti, samkvæmt bandarískum embættismanni í sendiráöinu í San Salvador, að fela í sér eftirfarandi atriði: Umbætur á samhæfingu og hreyfanleik sveita stjórnarhersins og hvatningu til almennra borgara til aö taka auk- inn þátt í vörnum gegn skæruliðum. Hvað varðar félagslegar umbætur, segir embættismaðurinn, að það sem skipti höfuðmáli sé hvaða áhrif þær hafi á almenning, ekki hvert innihald þeirra sé. Valdi stjórnarhersins felst í tvennu: I fyrsta lagi er of mikið sjálf- stæði einstakra hershöfðingja, sem og tölur gáf u til kynna. Eitt undirstöðuatriði í félagslegum umbótum í El Salvador, eins og víðar í Mið-Ameríku, er enduruppskipting lands i þágu landlausra leiguliöa. Þessar umbætur hófust undir þeirri samsteypustjórn hers og borgara- flokka, sem sat fyrir 1982, en gengu hægt. Nú hefur öllum aðgerðum veriö hætt í þessu máli. Og lagabók- stafurinn, sem stuðst var við, sem kvað á um heimild til upptöku lands í einkaeigu, án bóta og fyrirvaralaust, hefur verið felldur úr gildi. Nú má ekki gera eigur upptækar nema á undan gangi réttarrannsókn og komi fullar bætur fyrir. Slíkt kerfi er sjálf- sagt á Islandi, en bókstaflega hættu- legt, eins og ástandið er í El Salva- dor. Nú þegar hafa sumir smábændur, sem fengu þó land í tíð fyrri stjórnar, verið neyddir til að yfirgefa jarðir sínar, kúgaðir til þess af fyrri land- eigendum. Hvað varðar ástandið í réttarfars- málum hefur það ekki batnað eins og sendimaður Sameinuöu þjóðanna, I bandaríska tímaritinu Newsweek er sagt frá fyrirhuguðum hernaðar- aðgerðum, umfangsmiklum og mið- stýrðum, sem stjórnvöld vilja beita sér fyrir. Hugmyndin er að um 10 þúsund hermenn stjórnarinnar ráðist gegn helstu bækistöövum skæruliða í austurhluta El Salvador. Hlutverk þeirra er áð reka skæruliða á brott og koma í veg fyrir að þeir geti endurskipulagt starfsemi sína á svæöinu. Hermönnunurh ínunu fylgja starfsflokkar á vegum hins opinbera, sem munu með aðstoð ráð- gjafa frá Bandarfkjunum endur- byggja vegi, brýr og hús, taka upp að nýju uppskiptingu lands og sjá svæð- inu fyrir rafmagni, vatni, skólum og spítölum. Að lokum mun löggæsla á svæðunum verða efld. Þessar aðgerðir eiga sér fyrirmynd frá Víetnam-stríðinu,hin svokallaða CORDS-aðgerð. Þá var einnig varið fjármunum til endur- uppbyggingar, matargjafa og stofn- setningar lögregluliðs á svæðinu. Samhliða þessu fylgdi, í Víetnam Maríanella García VUIas; myrt af s tjórnarhermönnum í El Sal vador. írústumBerlínareftfrátökvi&skæruliöa. Reagan Bandarikjaforseti: ráðgjaf- ar haus grafa upp giimul svör úr Víetnam-stríðinu. Það er þvi ekki vitaö hvaða árangur varðafferðinni. Breytt ástand Það hafði lengi verið augljóst að Marianella García Villas var í hættu i hvert sinn sem hún kom til EI Salva- dor. En þó héldu menn lengi að henni yrði vörn í frægðinni; að stjórnar- liðar þyrðu ekki að snerta hana af ótta við viðbrögðin erlendis frá. En á siðustu mánuðum hefur ástandið í El Salvador breyst mjög skæruliðum í hag og þótt Maríanella hafi ekki staðið í sambandi við FMLN eða FDR, má gera ráð fyrir að hún hafi nú goldið fyrir hrakfarir stjórnar- her janna síðustu mánuði. Einn bandarískur embættismaður í bandaríska sendiráðinu í San Salvador metur stöðuna nú svo, að „í október stóðu stjórnarherirnir betur en skæruliðar, en í f ebrúarmánuði er staðan umsnúin." Sveitir skæruliða eru snarari í snúningum er stjórnar- herirnir og betur agaðir. Hvað varðar búnaö hafa skæruliðar fengið það, er þeir þurfa, að mestu leyti að herfangi frá stjórnarhernum. Þannig nota nú báðir aðilar að mestu sömu skotfæri, riffla, sprengju- vörpur og jafnvel f allbyssur. Áróðursstríð skæruliða Þá hafa nýjar baráttuaðferðir og skotrnörk valin af mikilli kost- gæfni. Þá leggja skæruliðarnir mikla áherslu á að vinna almenning á sitt band. Sums staðar hafa þeir jafnvel gefið fyrirmæli um lágmarkslaun á þeim svæðum sem þeir ráða. Allt þetta dugir að sjálfsögðu ekki skæruUðum til þess að sigra stjórnarherina. En þetta hefur breytt valdajafnvæginu í landinu. Bandarískir hernaðarráðgjafar telja þó, að „hefðbundnar aðferðir gegn skæruhernaði muni nægja til þess að haldastjórn á hernaðinum." Tregða stjórnvalda Það, að ágreiningur ríkir milli helstu valdamanna stjórnarinnar, hefur létt skæruliðunum baráttuna. Deilan sem kom upp milli Ochoa ofursta og Garcia hershöföingja, varnarmálaráðherra, í janúar, veikti stjórnarherinn. Varnarmála- ráðherrann hefur verið skammaður fyrir það að fara meira eftir persónu- legum vináttuböndum en faglegum forsendum við embættisveitingar. Þetta hefur valdið ágreiningi, en Bandaríkjamenn styðja þó við bakið á García, vegna þess að hann gerir sér betur grein fyrir því en flestir hershöfðingjanna, að halda verður öfgamönnum innan hersins í skefjum, eigi fjárveitingar að fást kemur niður á yfirstjórn í baráttunni gegn skæruliðum einmitt á þeim tima, sem skæruliðar sýna mun betri skipulagningu en áður. í ööru lagi eru vandkvæði með úrvalssveitir stjórnarinnar. Þær eru betur þjálf- aðar og skila meiri árángri en aðrar sveitir hersins, en fá um leið bróður- partinn af öllurn birgðum hersins. Þetta leiðir til þess að aðrar hersveitir standa sig illa, og til forystu þeirra veljast eldri herfor- ingjar, sem ekki hafa kunnáttu eða vilja til að breyta baráttuaðferðum sínum. Skæruliðarnir eiga einnig við sin vandamál að etja. Meðal annars eru þeir fylgissnauðir í borgum og bæjum, einkumí höfuðborginni. Pólitískt ástand óbreytt Þótt hið hernaðarlega jafnvægi hafi breyst á síðustu mánuðum, hefur hið pólitíska ástand lítið sem ekkert breyst. Allt frá kosningunumí mars 1982, en framkvæmdþeirra var harðlega gagnrýnd, hefur nánast ríkt óbreytt ástand í félagsmálum. I skýrslu frá Mið-Ameríkuháskól- anum var því haldið fram að með einföldum reikningi sæist að miðað við fjölda atkvæðakassa og þann tíma, sem það tók að kjósa, hefði verið ómögulegt fyrir 1,5 milljónir manna aö kjósa i kosningunum, eins Jose Antonio Pastor Ridruejo pró- fessor, segir í skýrslu sinni. Enn er brotum á almennum mannréttindum sýnt áhugaleysi af dómurum. Sam- viskufangar í fangelsum landsins eru fjölmargir. Og flestir þeirra hafa verið pyntaðir. Og enn halda stjórn- völd El Salvador uppteknum hætti og láta hörðustu andstæðinga sína „hverfa". Þá eru fjölmörg vitni að því að herir stjórnarinnar ráðast af fullri hörku gegn óbreyttum, saklausum borgurum, sem fyrir þeim kunna að verða meðan á hernaðaraðgerðum stendur. Þetta viðurkenna foringjar stjórnarhersins einnig en segja aö þar sé yfirleitt um konur og börn skæruliðanna að ræða og að slíkt sé óhjákvæmilegt. Að snúa taf linu Eins og öllum mun kunnugt hefur Reagan Bandaríkjaforseti farið fram á 110 milljón dollara fjárveit- ingu til stuðnings við El Salvador. Það virðist ljóst að hluti þessa fjár, 60 milljónir dollara, fáist en aftur er óljósara um 50 milljónir, sem þingið þarf að greiða atkvæði um. Nýjar hugmyndir um hernaðaraðgerðir í El Salvador virðast staðfesta það, að bandarísku ráðgjafarnirtelja stjórn- völd ekki geta unnið hernaðarlegan sigur. miskunnarlaus útrýmingarherferð gegn Víetcong skæruliðum og hjálparmönnum þeirra. I Víetnam þótti CORDS hafa tekist veL Þegar Suður-Víetnam féll, var það fyrir herjum N-Víetnam, ekki fyrir sveitum Víetcong skæruliöa. En lausn á vandamálum El Salva- dor verður ekki fengin með vopna- valdi, eins og Reagan Bandarfkjafor- seti hefur viðurkennt. Framkvæmd umbóta verður þó óhjákvæmilega á höndum stjórnvalda í El Salvador, og ekki fyrirsjáanlegt að þau muni beita sér fyrir því að uppræta einmitt þær meinsemdir, sem mest er um vert, svo sem landrýmisskort smá- bænda. Stjórnvöldin styðjast nefni- lega við stétt stórlandeigenda sem ekki mega heyra á slíkt minnst. Nú vilja yngri hershöfðingjar losna við Garcia varnarmálaráð- herra, sem þeim finnst of hófsamur, (þótt sumir vilji kalla hann latan), og allar líkur til þess að þeim takist það fyrr eða síðar. Þá má reikna með meiri hörku í viðskiptum við stjórnarandstæðinga almennt, en aftur óvíst hvort bandari.sk stjórn- völd leggi áherslu á að þjóðfélags- umbætur nái fram að ganga. Þá mun eftir standa hernaðaraðstoð Banda- ríkjamanna og enn harkalegri átök innanlands en endalokin ófyrirsjáan- leg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.