Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 11
DV. MIDVIKUDAGUR 23. MARS1983. Æskan gefur í söf nun SÁÁ Fyrsti vinnustaður landsins sem gefið hefur til söfnunar SÁÁ er áhöfn Samtökin Valfrelsi mótmæla Samtökin Valfrelsi héldu nýlega fund á Hótel Borg og var samþykkt samhljóða ályktun um stjórnarskrár- málið. Þar segir að stjórnvöldum beri skylda til að legg ja st jórnarskrármálið lið fyrir lið í dóm þjóðarinnar í þjóöar- atkvæðagreiðslu. Nú þegar nær 40 ár væru liðin frá því núverandi stjórnar- skrá var lögð fyrir þjóðina og endur- skoðun hennar loks lokið, ákveði Al- þingi að hún varði ekki almenning. Líkja Valfrelsismenn slíkum yinnu- brögðum við þau sem iðkuð eru í van- þróuðum löndum. Hvatt er til þess að fólk vakni og komi í veg fyrir að mis- vitrir atvinnupólitíkusar virði vilja fólksaðvettugi. -PA Flugleiðirog Ernir semja um afgreiðslu Flugleiðir og Flugfélagið Ernir á Isafirði hafa gert með sér samning um að Flugieiðir taki að sér afgreiðslu Ernis á Isafjarðarflugvelli. Munu Flugleiðir annast afgreiðslu farþega og farangurs vegna áætlunarflugs, póstflugs og leiguflugs Ernis. Samkvæmt samningunum mun Flugfélagið Ernir sjá um daglegar far- bókanir i póstflug og áætlunarflug sitt innan Vestfjarða þegar starfsmaður þess er til staðar. Þegar starfsmaður Ernis er ekki á staðnum munu starfs- menn Flugleiða sjá um farbókanir, símsvörun og almenna upplýsingagjöf í símum Ernis. Flugleiðir taka að sér móttöku, geymslu og afhendingu á pósti og frakt fytir Erni. Ef breytingar verða á brottfarartíma í flug Ernis áður en farþegar eiga að mæta, sér starfsmaöur Ernis að jafnaði um að láta farþega vita þar um. JBH Námskeið f yrir svif- flugmenn Svifflugfélag Islands hélt nýlega námskeið í bóklegum fræðum fyrir svifflugsnemendur og svifdrekamenn. Námskeiðið er árlega og hefur jafnan tekist vel. Á námskeiðinu var kennt í flugeðlis- fræðí, flugreglum, veöurfræði, loftsigl- ingafræði og sérreglum fyrir Sand- skeiðið. Níu svifflugsnemendur sóttu nám- skeiðið ásamt ellefu svifdrekamönn- A annað hundrað félagar eru i Svif- flugfélagi Islands, en talið er að um fjörutíu stundi svifflug reglulega hjá Svifflugfélaginu. Kennarar á námskeiðinu voru Sig- urður Benediktsson verkfræðingur, Kári Guðbjörnsson flugumferðar- stjóri, Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur, Þorsteinn Jónsson flugmaður og Þorgeir Arnarsson, for- maðurSvifflugfélags Islands. -JGH Æskunnar frá Höfn í Hornafirði. Kváð- ust skipverjar gera þetta „fyrir æsk- una með stórum eða litlum staf". Voru bréfin afhent fólki frá SAA sem var á Hornafirði á kynningarf undi. Björn Eymundsson, skipstjóri og út- gerðarmaður Æskunnar, viðraði hug- myndina við menn sína og tóku allir vel í hana. Sá eini skipverjanna sem ekki samþykkti bréfið var fjarstaddur erfundurinn varhaldinn. Björn á Æskunni (krjúpandi til viustri) og áhöfuin með bréfin sem hún sam- þykkti. 11 ^ W ¦ >i í> KYNNINGABVERÐ 20% ÓDÝRARA Sanitas Toyota HI-ACE bensin '80, ak. 47.000, gulur. Varð kr. 180.000. I, Toyota Carlna, 4-dyra, 5-gira, "82, ak. Toyota Mark II 77, 4-dyra, ak. 80.000, Subaru FWO 78 (1000 cc.l, rauður, 11.000, drapplit. Verð kr. 210.000. grár. Varð kr. 80.000. ak. 70.000. Varð kr. 80.000. ¦I W - * t f Toyota Hl-tUX (styttrl gsrð), 80, ak. Toyota Tarcl, .larfsk.. 81, ak. Toyota C.rln., .J.lf.k., 80, .tation, Toyota Land Crul«r (ben.ln) 76.'.k 49.000, rauður. Verö mað álhúsi kr. 24.000, hvítur. Verð kr. 160.000. ek. 30.000, rauður. Verð kr. 170.000. «0.000, Ijósblár. Verð kr. 250.000 M)ög fallegur og vel með farinn bill. Toyota Carlna, 4-dyra, '80, ek. 37.000, Toyota Crown Super saloon, "82, ek. Toyota Carma XE 5-gira, '82, brúnn. Verð kr. 155.000. Útvarp-segulband, sumar- og vstrar- dekk. SilsaKstar, grind, skoðaður '83. 6.000, dökkgrœnn. Varð kr. 400.000. ek. 12.000, Ijðsgrænn. Verð kr. 250.000. (Skipti möguleg á odýrari Toyota.) Opið á laugardögum frákl. 1-5. (JJÍ TOYOTA SALURINN NýbýSavegi 8 Sími: 44144.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.