Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 12
DV. MIDVKUDAGUR 23. MARS1983. Úlgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstiórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstooarritstjori: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSONoglNGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstiórn: SÍDUMÚLA12—14. SÍMI86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI27022. Afgreiosla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning,umbrot, mynda-ogplölugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. .Áskriftarveröá mánuði 180 kr. Verðílausasölu 15 kr. Helgarblaðl8kr. Höföingieraö hætta Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra hefur á þessu kjörtímabili borið höfuö og herðar yfir aðra þingmenn. Þar hefur margt farið saman, reynsla, ræðusnilld, æðru- leysi og taflfléttulist, sem aðra stjórnmálamenn skortir. Það er í samræmi við aðra skynsemi Gunnars, að hann hefur nú ákveðið að verða við óskum f jölskyldu sinnar og eigin vilja, — að hætta leik, þá hæst fram fer. Hann gefur ekki kost á endurkjöri til alþingis í næstu kosningum. Gunnar er oröinn 72 ára og hefur setið 43 þing. Hann hefur því unnið fyrir hvíld frá amstri hversdagsins, þótt í raun sé hann hressari og skjótráðari en margir þeir þing- menn, sem sækjast eftir nýju umboði kjósenda. Með því að draga sig í hlé stuðlar Gunnar að friði í flokki sínum. Til langs tíma litið er það meira virði en skammtímaáhyggjur sumra stuðningsmanna hans af því, sem þeir kalla vaxandi þröngsýni og flokksræði í flokknum. Skoðanabræðrum Gunnars og þeim, sem vildu draga úr ofsafenginni andstöðu gegn honum, hefur vegnað vel í prófkjörum flokksins. Stuðningur við hann eða hlutleysi gagnvart honum hefur ekki orðið mönnum að fótakefli í prófkjörunum. Gunnar hefur því ágæta aðstöðu til að draga sig í hlé og ljúka ferli sínum með því að sigla stjórnarskútunni fram hjá næstu skerjum, meðan nýtt þing nær meirihlutasam- komulagi um nýjan skipstjóra og nýja áhöfn. Hinu er ekki að leyna, að alþingi verður smærra við brottför Gunnars. Þar verða að vísu eftir nokkrir góðir fagmenn, en fáir skörungar. Meðalmennskan verður meira áberandi, nema nýrri þingmenn megni að fylla skörðin. Ekki bætir úr skák, að ýmsir forustumenn á þingi hafa færzt niður á listum eða eru af öðrum ástæðum taldir standa tæpt í kosningunum. Því gæti reynsluhrunið orðið mun meira en vegna fráhvarfs Gunnars eins, Reynslan hefur samt ekki komið mörgum þingmönnum að nægu gagni. Hvað eftir annað hafa ráðamenn þar klúðrað málum sínum með því að einblína á slagsmál dagsins í stað þess að líta víðar og hugsa í mánuðum og árum. Ráðamenn flokkanna á þingi mættu temja sér rósemi og æðruleysi Gunnars og átta sig á, að ósigur í einni orrustu er oft nauðsynlegur til að styrjöldin vinnist. Þar skilur á milli meðalmenna og stjórnvitringa. Ráðamenn flokkanna á þingi mættu einnig temja sér kurteisa ræðusnilld Gunnars og átta sig á, að pólitískar ræður innan þings og utan eru annað en þras og illindi á málfundum í skólum. Þar skilur á milli meðalmenna og ræðuskörunga. Margir eru þeir, sem efast um einlægni Gunnars og telja hann kaldrifjaðan eiginhyggjumann. Hinir sömu efast um árangur hans í starfi forsætisráðherra og telja ríkisstjórn hans vera með hinum verstu í manna minnum. En hvar eru arftakarnir? Hvar eru mennirnir, sem kunna að tala við fólk, svo að það treystir þeim? Hvar eru mennirnir, sem lyfta sér yfir smásmugulegt dægurþras og tala eins og sönnum landsfeðrum sæmir? Það verður verkefni þeirra þingmanna, sem endur- kjörnir verða, og hinna, sem nýir bætast við, að endur- reisa virðingu alþingis, meðal annars með því að rækta þar fagmennsku, ræðusnilld, æðruleysi og taflfléttulist stjórnskörunganna. Jónas Kristjánsson fifc* s***5 Athygli mín var vakin á grein í Dagblaöinu - Vísi þriðjudaginn 15. mars, sem rituö er af þeim ágæta listamanni Jónasi Guðmundssyni. Greinin er mjög læsileg eins og flest, sem frá Jónasi kemur en þó eru á henni hnökrar þegar kemur í þriðja dálkinn enda hefur nóttin þá sennilega verið farin að volgna full mikið og blekið að þynnast í penna skáldsins. Búseta Ólafs Ragnars Það skal strax tekið f ram að lág út- svör og fasteignagjöld hér á Sel- tjarnanesi hafa ekki til þessa ver- ið áhugamál Olafs Ragnars, svo vitað sé, þvert á móti má færa að því sterk rök að hið gagnstæða sé honum hugleiknara þar sem bæjarfulltrúi Alþýöubandalagsins hefur ítrekað (aö vísu ekki á þessu ári) flutt til- lögur í bæjarstjórn um hækkun út- Kjallarinn Sigurgeir Sigurðsson svara og fasteignagjalda, en eins og flestir vita eru bæjarfulltrúinn og þingmaðurinn alltengdir. Góðir, skynsamir grannar Sem betur fer hafa stjórnendur Reykjavíkurborgar alltaf haft auga fyrir viðskiptum og því aö nýta stofnanir sínar sem best þannig að kostnaður borgarbúa af rekstri þeirra væri í lágmarki. Þetta skilja flestir, þó ekki allir. Það hefur því þótt skynsamleg stjórnun aö selja nágrönnum sínum þjónustu frekar en greiða ennþá meira með þessum stofnunum en þurft hefði. Mér er það mjög til efst er þess raunar fullviss að Jónas hefur ekki lesið reikninga bæjanna þvi þá hefði þessi umrædda grein sennilega ekki verið skrifuð. K jarninn í grein Jónasar ersáaðþað sé hagur Seltjarnarnesbæjar að Reykjavfkurborg fái ekki umbeðnar gjaldskrárhækkanir t.d. vegna SVR. Hér kemur enn í ljós vanþekking á umfjöllunarefninu. Seltjarnarnesbæ er hagur í að þessi þjónusta sé sem Framsókn vill íhaldsstjórn — afturÓlafogGeir Á síðustu vikum hefur komið skýrt í Ijós, að ,Framsóknarflokkurinn ætlar sér að loknum kosningum að mynda samstjórn með Sjálfstæðis- flokknum. Ráðherrar Framsóknar- flokksins hafa krafist þess, að ríkis- stjórn Gunnars segði strax af sér að loknum kosningum. Síðan yrði hafist lianda umaðmynda „sterka stjórn", en slík namgift hefur í Framsóknar- herbúðunum löngum verið notuö yfir samstjórn þeirra og ihaldsins. Á Alþingi hafa þingmenn Fram- sóknarflokksins hvað eftir annað reynt að mynda meirihluta með Geirs-liðinu í mikilvægum málum. Tómas Árnason sagði það skýrt á síðustu dögum þingsins, að mynda yrði nýja ríkisstjórn, án Alþýðu- bandalagsins. Hin opinbera og augljósa bónorðs- för framsóknarleiðtoganna til Geirs- ihaldsins eru merkustu tíðindin í stjórnmálaþróuninni á síðustu vikum. Það hefur aldrei fyrr gerst á undanförnum áratugum aö Fram- sóknarflokkurinn hafi opinberlega boðað ihaldsstjórn af þessu tagi fyrir kosningar. Olafur Jóhannesson reyndi 1974 að fela fyrirætlanirnar en gekk svo hreint til verks að kosn- ingum loknum og myndaði ríkis- stjórnina fyrir Geir. Nú telja fram- sóknarleiðtogarnir hins vegar við hæfi að tilkynna fyrir kosningar áform sín um nýja ihaldsstjórn. Og vissulega má virða þá hreinskilni. Það er hins vegar mikil spurning, hvort félagshyggjufólk og vinstri menn, unnendur efnahagslegs sjálf- stæðis og þjóðlegrar reisnar, sem stutt hafa Framsóknarflokkinn á undanförnum árum, vilja veita forystunni liðsinni í þessari bónorðs- för. Kjallarinn ÓíafurRagnar Grímsson og vísitölugrundvöllur, sem miðaður væri við aðra neysluhætti, væri tekinnínotkun. Það kom formlega fram í um- ræðum, að Framsóknarflokkurinn vænti liðsinnis Geirs-íhaldsins við meðferð málsins í þinginu. Halldór Ásgrimsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hamaöist við að halda nefndarfundi um málið, áður en fyrstu umræðu var formlega lokið I neðri deild. Naut hann til þess dyggilegs stuðnings nafnanna Matthíasar Bjarnasonar og Matthí- asar Mathiesen, sem báðir voru ráðherrarí ríkisstjórn Ölafs og Geirs 1974—1975. Það var því við hæfi að þessir tveir heiðursmenn gengju fyrstu sporin til mðts við Fram- sóknarflokkinn. Hins vegar kom fljótlega í ljós, að ^k „Það hefur aldrei fyrr gerst á undanförn- um árum, að Framsóknarflokkurinn hafi opinberlega boðað íhaldsstjórn af þessu tagi fyrirkosningar." Fyrsta tilboð: Kjara- skerðingarfrumvarpið Þessi nýja opinbera bónorðsför Framsóknarflokksins til Geirs- íhaldsins hófst á Alþingi fyrir rúmum mánuði, þegar Framsóknar- ráðherrarnir ásamt Gunnari lögðu fram vísitölufrumvarpið. I þessu frumvarpi fólust tillögur um nýjar kjaraskerðingar í tengslum við lög- leiðingu á breyttum vísitölugrund- velli. Krafa Framsóknar var að nota tækifæriö til að lögleiða nýja frá- dráttarliði á kaup launafólks um leið tilhugalifiö við Framsóknarflokkinn virtist enn um sinn vera nokkurt feimnismál í Geirs-herbúðunum. Matthíasarnir voru því kallaðir frá nefndarstörfum eftir fáeina daga. Morgunblaðið tilkynnti framsóknar- ráðherrunum, að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins væru að sinni ekki reiðubúnir til að hjálpa þeim með frumvarpið. Það væri betra að bíða með slíkt þar til eftir kosningar. Ákafi Framsóknar var hins vegar slíkur, að hún taldi nauösynlegt, að sýna samstarfsvilja sinn við Geirs- íhaldið enn frekar í verki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.