Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Page 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR23. MARS1983. Viltu koma á fund? Einkaréttur útvarps? Lífleglína tilSvavars Gestssonar ígærkvöldi Lesendur DV létu ekki á sér standa í gœrkvöldi þegar bein lína var til Svavars Gestssonar, formanns Alþýdubanda lagsins og félagsmálaráöherra. Bladamennirnir Jón G. Hauksson, Kristján Már Unnarsson, Ólafur E. Friðriksson, Sigurður Þór Salvarsson og Jón Baldvin Halldórsson þurftu að láta hendur standa fram úr ermum við að taka niður þœr spurningar og svör sem hér fara á eftir. -óm. Flokkur sem þorir, ekki sólskins- flokkur Örlygur Pétursson í Reykjavík sagðist hafa vænst mikilla breytinga þegar Alþýðubandalagiö komst í stjórn. En nú sé síst betra að láta enda ná saman og lítið eftir í launaumslaginu þegar opinber gjöld hafi verið greidd. Hann spurði Svavar hvort Alþýðubandalag- ið, flokkur launafólks, væri bnið að gleyma fólkinu sínu. Svavar: „Það er hann nú vonandi ekki, enda myndi ég nú seint viður- kenna það. En staðreyndin er nú sú að þetta hafa ekki verið neitt létt ár nú að undanförnu. En það sem við stöndum frammi fyrir núna er annars vegar það aö þú átt erfitt meö að láta endana ná saman og hins vegar að ef markaðshyggjuöfl-i in komast til valda hér á Islandi þá er ég hræddur um að það yrði ennþá erfiðara ef um yrði að ræða atvinnu- leysi hér meö svipuðum hætti og er í Bretlandi og Bandaríkjunum. Eg held að þetta sé ekki spuming um góðan kost og besta kost, heldur spum- ing um hvort við getum hindrað að þessi versti kostur verði hlutskipti launamanna á Islandi. Við emm reiðu- búnir til að leggja okkur fram um það eins og viö getum. Eg held að það sé betra fyrir íslenska launamenn að eiga flokk sem þorir að taka á vandamálun- um, því ég held að þeir hafi ekkert að gera með sólskinsflokk, sem bara get- ur verið til þegar sólin skín.” Félagsleg íbúðabygg- ingakerfi áfram Árni Baldursson, Hafnarfirði. Hver verður stefna Alþýðubandalagsins í húsnæðismálum? „Afstaða okkar í húsnæöismálum er kunn. En í stuttu máli leggjum við til aö halda við hinu félagslega íbúða- byggingarkerfi, þannig að það fái áfram að njóta sin. Þá leggjum við á það áherslu aö það verði aukin lán til þeirra sem eru að byggja og kaupa í fyrsta sinn. Þar er- um við með í huga meöal annars að stofna til sérstaks átaks fyrir ungt fólk og erum tilbúnir til að afla tekna í þessuskyni.” Síðan minntist Svavar á að komið hefði fram hjá Geir Hallgrímssyni á beinni línu hjá DV að lána allt aö 80% út á staðalíbúð svokallaða en Geir hefði ekki getið hvar ætti að ná í þessa viöbótarpeninga fyrir Byggingarsjóð ríkisins. „Við erum með þrjár leiðir í þessu efni. I fyrsta lagi að taka meira fé af lífeyrissjóöunum. Eg væri til í að skoða þar eins og 50% af ráöstöfunarfé lífeyrissjóðanna. I öðru lagi að taka bankakerfið inn í þetta, þannig að bankamir verði lögskyldaðir til að taka þátt í húsnæðislánakerfinu eins og gerist annars staöar. Og í þriðja lagi væri ég tilbúinn að leggja á skatta í því skyni að auðvelda fjármögnun húsnæðislánanna. ” En hefur Alþýðubandalagið ein- hverjar aðgerðir í huga til að létta greiðslubyrði þeirra sem standa í hús- byggingum eins og með vaxtakostnað og verðtryggingu frádráttarbæran til skatts? „Þetta er gífurleg byrði og þessu ástandi verður að linna. Eg vil koma meðal annars til móts við þetta fólk sem þú ert að tala um meö sérstöku skuldbreytingarátaki, þannig að þessi níðþungu lán verði lengd til nokkurra ára.” Mötuneytis- málfram- haldsskóla? Haraldur Jónsson, frá Landssam- bandi mennta- og fjölbrautarskóla. Hver yrðu viðbrögð Alþýðubanda- lagsins við tillögu frá Landssambandi mennta- og fjölbrautarskóla, ef við kæmum með tillögu um fjárveitingu 1984 til starfskrafta í mötuneytum framhaldsskóla? „Eg held að menn verði að reyna að átta sig á því hver kostnaðurinn yrði. En að öðru leyti held ég að þetta snúist um tvennt. I fyrsta lagi um raunveru- legt jafnræði til náms í landinu, þannig aö þeir sem eru í heimavistarskólum þurfi ekki að bera mikiö hærri kostnað en þeir sem eru á heimilum sínum og fáókeypis aðboröa. I öðru lagi er þetta svo spuming um peninga.” Launabætur öryrkja skertar? Hjördís Oddgeirsdóttir, Reykjavík: Verða nokkuð skertar launabætur okkar öryrkjanna? „Nei, þaðstendurekkitil.” Verður stefnt að því að hækka þær? „Já, að sjálfsögðu hlýtur að veröa stefntaðþví.” Bara miðað við vísitölu? „Ja, staðreyndin er nú sú að þær hafa hækkaö mun meira en laun í land- inu á síðustu þremur árum. En spurningin hvað verður ræðst nú senni- lega mest af kosningaúrslitunum.” Viltu koma á fund á Neskaupstað? Pétur Öskarsson, Neskaupstað. Eg vil skora á þig að koma austur til Nes- kaupstaðar á opinn fund um fyrirtækin hér. Fannst þú nefnilega til skammar i þættinum Á hraðbergi um daginn. Ætlarðuaökoma? „Ég skal reyna að finna tíma til þess, Pétur, þó það sé orðið ansi bókaö fram að kosningum. En þú safnar vonandi púðriámeðan.” Skattur og skyndilegur tekjumissir? Andrés Jónsson, Reykjavík. Koma skattar á tekjur manna ef þeir verða skyndilega sjúklingar og verða fyrir tekjumissi? „Skatturinn tekur tillit til þess ef menn veröa skyndilega alvariega veik- ir og það hefur tekjumissi í för meö sér. Fólk sem svona er ástatt fyrir ætti að hafa samband við Tryggingastofn- un og heimilislækninn sinn og afla sér frekari upplýsingaumþessimál.” Málefni fatlaðra Hjalti Kristjánsson í Reykjavík vís- aði til að í tilefni alþjóðaárs fatlaðra hefði farið fram rannsókn á slysum, sem tilkynnt voru Tryggingastofnun ríkisins 1976 til 1980.1 framhaldi af því spurði hann hvort til stæði að kynna al- menningi niðurstöðurnar og þá hvem- ig og hvenær og hvort gera ætti eitthvað í framhaldi þessarar rann- sóknar. Svavar: „Já, það stendur til að kynna niðurstöðurnar og það verður tekin ákvörðun um framhaldiö þegar þær liggja fyrir. Við höfum ekki enn farið yfir niðurstööurnar í ráðuneyt- inu, enda hef ég ekki fengið þær til mín með formlegum hætti. En nú þegar lögin um málefni fatl- aðra hafa verið samþykkt sýnist mér sjálfsagt að samstarfsnefndin um mál- efni fatlaðra taki þessar niðurstöður slysaskýrslunnar til meðferðar og geri tillögur til ráðuneytisins á þeim grund- velli.” Skattlagning a gróða fyrirtækja Helgi Bjömsson, Eskifirði, ræddi um háa skattlagningu á hagnaö fyrirtækja og spurði hvort hún gæti ekki verið verðbólguhvetjandi. „Fara fyrirtækin þá ekki frekar með þennan gróða í upp- byggingu á fyrirtækinu heldur en að láta ríkiö taka af sér? ” spurði Helgi. „Hvað er ríkið? Þaö er spítalinn, til dæmis, og vegurinn og skólinn. Hvern- ig á að borga þann kostnað? Það er spurningin,” sagði Svavar. „Eg veit þaö alveg. En þaö em ekki allir á því að vilja borga í ríkiskass- ann,”sagðiHelgi. „Vilja menn reka sjúkrahúsið? Vilja menn reka skólann?Vilja menn reka og leggja vegina? Ef svo er þá verða menn að borga. Og það er ekki verið að borga í ríkiskassann þannig að það liggi þar og skemmist heldur er þvíeyttí annað,” sagðiSvavar. „Já. Eg veit það. En þaö er ekki þaö sem ég er að fiska eftir. Það er þaö að svo hafa fyrirtækin ekki nóg til að f jár- magna meira og þá þurfa þau viðbót- arlán. Og þaö er undantekningarlaust sem þessi fyrirtæki fá þessi lán. Eg hef fjögur dæmi hérna fyrir augunum,” sagði Helgi. „Já. Þetta er alveg sama og með ein- staklingana. Þegar þeir þurfa til dæm- is að byggja íbúð þá þurfa þeir að taka lán, jafnvel þó að þeir borgi skatta á sama tíma. Og menn borga skatt svo að segja í hvert skipti sem þeir fara í verslun vegna þess að menn borga söluskatt og vörugjald og svo framveg- is. Nema söluskattur hefur verið felld- ur niður af matvælum, eins og þú veist. Þannig að þetta er spurningin um það hvernig peningar eru teknir til sam- neyslunnar í landinu,” sagði Svavar. „En er þetta ekki veröbólguhvetj- andi þegar þetta er svona?”, spurði Helgi. „Nei. Þetta er ekki ástæðan fyrir verðbólgunni,” svaraði Svavar. Banna innflutning áfengis? Guðmundur Bjarnason, Garðabæ, spyr: Finnst heilbrigðismálaráðherra það forsvaranlegt að auðmenn lands- ins fái að flytja inn sjúkdóma í formi alkóhóls, óáreittir? Svavar: Það má margt um það segja en ég efast um að við leystum málið með því að hætta að flytja það inn. Eg held að áfengi sé orðinn þáttur í þjóö- lífinu, sem út af fyrir sig hefur mörg vandamál í för með sér, en við getum ekki leyst þau vandamál með því að banna það. Sama má segja um síga- rettur, sem ég tel ekki minni skaövald en áfengi. Aðalatriöiö er að koma á framfæri við fólk upplýsingum um það hve þetta er háskalegt. Barnabætur? Guðmunda Snorradóttir, Vest- mannaeyjum, spyr: Er nokkur leið aö barnabætur verði eingöngu greiddar til þeirra foreldra þar sem húsmóðirin vinnur heima? Svavar: Barnabætur eru í raun og veru hluti af skattakerfinu en ekki tryggingakerfinu, þannig að ég efast um að hægt sé að sameina þetta. Um kontaktinn við öreigana Hermann Kristjánsson í Garðabæ vildi vita hvort ráðherrann, sem full- trúi öreiganna, væri ekki búinn að missa kontakt við umbjóðendur sína, sérstaklega eftir síðustu kauphækkun hans. Svavar: „Það sem þú ert að tala um eru vísitölubæturnar, eins og þær eru greiddar núna. Okkar afstaða hefur verið sú aö vísitölubætur eigi að greiða á krónutölu, þannig að allir fái sömu krónutölu en þær séu ekki greiddar hlutfallslega upp úr öllum launaskal- anum eins og nú er. Eg tel að þetta sé jöfnuður og í þessu hef ég sömu afstöðu og Verkamannasamband Islands. Varöandi það hvort ég hafi f jarlægst mína umbjóðendur og láglaunafólk í landinu, þá vona ég að svo sé ekki. Ég reyndi að leggja mig fram við að tryggja þau tengls, en vissulega er rétt að hafa þá hættu alltaf í huga fyrir mann í mínu starfi.” Hermann spurði síðan hvemig á því stæði að Alþýðubandalagið kæmist í stjórn með slagorðinu um samningana í gildi, en samþykkti síðan vísitölu- skerðingu á laun. Svavar: „Alþýðubandalagið setti samningana í gildi með lögum sem sett voru 1. september 1978. Síðan hefur margt gerst hér í þjóðarbúinu. Við fengum yfir okkur geysilegar olíu- hækkanir, síðan skerðingu á þjóðar- framleiöslu og minnkandi hagvöxt, þannig að spurningin hefur verið um það hvemig ætti að deila þessum vandamálum niður á þjóðina. Ef við hefðum ekki skert kaupmátt launa að einhverju leyti, þá hefði það haft í för með sér enn meiri erlenda skuldasöfnun og ég held að það sé það háskalegasta sem þjóðin stendur frammi fyrir núna. Þarna er spurning- in um að velja á milli tveggja vondra kosta.” Menntunar- málefni sjúkraliða? Guðrún Guðmundsdóttir, Reykjavík, spyr: Hvað líður menntunarmálum sjúkraliða? Svavar: Það hefur verið unnið í þessum málum í ákveðinni nefnd á mínum vegum, þar sem sjúkraliðar hafa haft sinn fulltrúa. Eg hef verið að reka á eftir niðurstöðu í þessum efnum að undanförnu og ég á von á aö hún getikomiðfljótlega. Stefnan í vaxtamálum? Ómar Kristinsson, Hafnarfirði, spyr: Hver er stefna Alþýðubanda- lagsins í vaxtamálum? Svavar: Við erum þeirrar skoðunar að úr því sem komið er sé erfitt að hverfa aftur af þessari verðtrygginga- braut. Til þess hins vegar að gera fólki lífið bærilegt þá verður að lengja og hækka húsnæöislán og þess vegna höf- um við verið með tiUögur um það í ríkisstjóminni, sem ganga út á veru- lega hækkun húsnæðislána. Við gerum þar ráð fyrir að lífeyrissjóðimir komi þar inn í auknum mæli, einnig bankamir og síðan verði lagðir á almennir skattar ef nauðsyn krefur. Það verður að knýja mjög fast á að hér verði tekið upp skynsamlegt og þolan- legt húsnæðislánakerfi. Omar spyr: Er hægt að láta láns- kjaravísitölu og kaupgjaldsvísitölu spila meira saman í þessum málum? Svavar: I framvarpi um húsnæðis- lán, sem ég lagði fyrir þingið í fyrra- haust, var gert ráð fyrir því aö ef lánskjaravísitalan væri hærri en kaup- gjaldsvísitalan ætti að færa mismun- inn afturfyrirþannigaðlániðlengdist sem því næmi. Ég mun flytja þessa til- lögu aftur í þinginu þegar þar að kemur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.