Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Síða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MARS1983. 15 Fæðingar- orlofið Ragnheiður Sigurgeirsdóttir á Akur- eyri spurði um hvenær að því komi að heimavinnandi húsmæður fái fullt fæðingarorlof? Svavar: „Fæðingarorlofið er greitt eftir ákveðnum reglum þannig að konur fá minnst einn mánuð, síðan tvo mánuði og svo þrjá mánuöi. Aðal hugsunin á bakvið fæðingarorlofið var að tryggja að útivinnandi konur gætu verið heima hjá bömum sínum að minnsta kosti þr já mánuði áður en þær þyrftu að fara út á vinnumarkaðinn aftur. Unnið er að endurbótum á fæðingarorlofinu og verður hægt að svara spumingunni um leið og fyrir liggur að alþingi sé tilbúið til að veita meira fé í þennan þátttrygginganna.” Marx,Engelog Leninarfurinn Ágúst Bjamason, Reykjavik. Ætlar Alþýðubandalagið að gera til- kall í dánarbú Sólveigar Jónsdóttur og Sigurjóns Jónssonar, sem ánafnað hef- ur verið þeim sem telja sig starfa í anda Marx, Engels og Lenins? „Það hefur nú ekki verið tekin ákvörðun um það í miðstjórninni. Málið hefur ekki verið rætt af okkar hálfu, en ég reikna nú ekki með því aö gert verði tilkall í þennan arf.” Kauprán og heildsalar Runólfur Gíslason i Vestmannaeyj- um spurði hvort reiknað hafi verið út af einhverjum ábyrgum aðilum hvort kaupránið væri stærra sem fram- kvæmt var af ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar í febrúar 1978 eöa „kaup- rán ykkar Gunnars í desember síöast- liðnum.” Svavar: „Þetta hefur ábyggilega ekki verið reiknaö út af ábyrgum aðil- um því þessi spurning er alveg óábyrg. Það er ekki hægt að leggja þetta neitt að jöfnu, staðreyndin er sú að 1978 höfðu þjóðartekjur hækkaö á síðustu þrem ámm um 17% en á þeim tíma sem við höfum búið viö síðustu tvö til þrjú árin hefur orðið skerðing á þjóðarframleiðslunnium 10—12%. Það em því allt aðrar félagslegar og efna- hagslegar aðstæöur. Þetta er því alls ekki sambærilegt. Því aðeins höldum við uppi fullu kaupi í landinu að þjóðar- framleiðslan gangi, að verðmætasköp- unin sé í lagi. Ef hún hrapar niður, get- um við ekki skipt því sem ekki er til. ’ ’ Runólfur spurði einnig hvernig standi á því, að þrátt fyrir marggefnar yfirlýsingar Alþýðubandalagsins hafi ekki tekist að fækka heildsölum í land- inu og einnig hvers vegna þessi „óþarfa innflutningur” tíökist. Svavar: „Það er hægt að draga verulega úr innflutningi með ákveðn- um og markvissum ráðstöfunum, hins vegar hefur því miður ekki verið unnt að ná um það samstöðu í núverandi spurði hvað yrði um samninga í því í hugsanlegri stjóm Alþýðubandalags « og Sjálfstæðisflokks? Svavar sagði að álmálið væri sjálfstæðis- og þjóðfrels- ismál. „Það verður að knýja þaðfram að raforkuverð hækki stórlega til ál- versins þannig að hægt verði að lækka raforkuverðið og húshitunarkostnað- inn á landsbyggðinni. Það er okkar meginstefna og krafa og við munum setja þá kröfu á oddinn í stjórnar- myndunarviðræöum við hvem sem er, ef tilþeirrakemur.” Vonlaust að taka í hnakka- drambið á heildsala- liðinu? Jón Eyjólfsson, Vestmannaeyjum, spurði hvort þaö væri alveg vonlaust að hreyfa við verslunarapparatinu og taka í hnakkadrambið á heildsalalið- inu: „Það á ekki að vera það,” sagði Svavar. „Eg held að þarna sé spurning um hvort menn beita sér fyrir því í því ráðuneyti sem með þau mál fer. Eg held að þarna sé hægt að ná miklum árangri og það verði aldrei nógu oft undirstrikað aö þetta einhliða krukk í vísitöluna til þess að vinna niður verð- bólguna er dauöadæmt. Það er þá tegund af einræði sem Vilmundur Gylfason er að boða með kenningum sínum um hið sjálfstæða og óháöa framkvæmdavald.” Hlutlaus þ jóð og her úr landi Hörður Backmann í Reykjavík sagðist vera einn þeirra sem væru orðnir hundleiðir á því hvernig Alþýðu- bandalagið klúðraði herstöðvarmál- inu. Þrátt fyrir kosningaloforðin væru umsvif hersins alltaf að aukast. Svavar: „Á síðustu árum hafa um- svif hersins heldur verið minni, eða að minnsta kosti ekki meiri en áður. En afstaða okkar er ennþá sú aö herinn eigi að fara úr landinu og Islendingar eigi að segja sig úr Atlantshafsbanda- laginu og að við eigum að vera hér hlutlaus þjóð með samningum til dæm- is viö Sameinuðu þjóðirnar og jafnvel Norðurlandaþjóðirnar líka um að tryggja okkar öryggi. En í þessum efn- um höfum við ekki fengið mikinn stuðning við okkar siónarmiö á alþingi. Við höfum verið tiltölulega einir meðþaö. Þess vegna höfum við lagt á það áherslu að fylkja fólki saman um ein- hverjar aðrar lausnir sem þoka okkur nær markinu, eins og til dæmis að lýsa því yfir að landhelgin verði kjarnorku- vopnalaus, landið veröi kjarnorku- vopnalaust. Þessi stefna er í heiðri höfð af okkur og við munum berjast fyrir henni áfram þótt það gangi ekki vel um þessar mundir. En við teljum Allt klárt er beina lína hefst. Síðan linnti ekki símhringingum i þá einu og hálfu klukkustund sem lesendum DV gafst kostur á að leggja spurningar fyrir Svavar Gestsson. DV-mynd:Bj.Bj Kvennalisti í íhaldsstjórn? Jóhann Þórhallsson í Reykjavík vildi vita hvaða stjórnarmynstur Svavar teldi líklegast að kosningum loknum. Svavar: ,Ja, nú skal ég ekki um segja. En ég óttast mest að hægri öflin í Framsóknarflokknum og Sjálfstæöis- flokknum nái saman og það verði mynduð hér ný heimingaskiptastjórn, svipuö og var hér 1951 til ’56, þegar menn voru reknir í hernámsvinnuna í stórum stíl, og svo aftur 1974 til ’78. Það er það stjómarmynstur sem ég vildisístaföllusjá. Jóhann spurði þá hvort ekki væri lík- legt að Kvennalistinn myndaði stjórn með íhaldinu, þar sem á þeim listum væri mikið af íhaldskonum. Svavar: „Það er alveg greinilegt að það eru ýmsir pólitískir hópar þar, þar á meðal hægri hópar. En það er svo aftur annað mál hvort þær komast inn.” ríkisstjórn. Þar hefur Framsóknar- flokkurinn verið höfuðvemdari inn- flutningsins og ekki verið reiðubúinn til að styðja við bakið á ábyrgri efna- hagsstefnu sem dregur úr viðskipta- halla.” í stjórn með Sjálfstæðis- flokknum? Hörður Jónsson, Kópavogi spurði hvort Alþýðubandalagið væri tilbúiö að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum? Svavar: „Eg hef enga trú á að Sjálf- stæðisflokkurinn sé tilbúinn til að fara i stjóm með Alþýöubandalaginu. Ég held að þeir leggi ekki í þaö, jafnvel þó unnt væri að f inna einhvem samstarfs- grundvöll fyrir slíka ríkisstjórn. Mér er mjög til efs að sjálfstæðismenn séu búnir að brjóta svo af sér viðjar kalda stríðsins að þeir þyrðu að efna til ríkis- stjórnar með okkur. ” Hörður kom einnig inn á álmálið og útilokaö annað í baráttunni við verð- bólguna en taka á öllum þáttum efna- hagslifsins svo að segja samtímis. I okkar kosningastefnuskrá, sem við samþykktum um síðustu helgi, leggj- um við höfuðáherslu á það að fram fari skipulagsuppgjör á öllum þáttum efna- hagslífsins, þar sem allir þættir verði teknir fyrir í einu. En þetta er mál sem við þekkjum báðir. Það hefur alltaf verið strekkt i þessa vísitölu,” sagði Svavar. Úreít stjórnkerfi? Sigurður Ragnarsson á Akranesi spurði Svavar hvort honum fyndist stjómkerfið ekki vera úrelt? Svavar: „Við búum við lýðræði. Fólkið kýs alþingismenn og þeir ákveða hvernig landinu er stjórnað á hverjum tíma. Viö viljum hafa lýð- ræði. Það tekur stundum langan tíma og gerir skyssur en við viljum frekar hafa lýðræði en nokkurt annað stjómarfar. Til dæmis vil ég ekki hafa það mikinn árangur að geta stöðvað út- þenslu hernámsins og það höfum við gert til dæmis með okkar afstööu til flugstöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli.” Hörður spurði síöan hvort flokkurinn myndi setja brottför hersins aftur á oddinn ef hann tæki þátt í næstu ríkis- stjórn, þannig að aðrir flokkar yrðu að ganga að skilmálum Alþýöubanda- lagsins. „Já, við munum setja þetta mál á oddinn aö sjálfsögðu eins og önnur okkar stefnumál og reyna að knýja fram þá niðurstöðu sem er okkur skap- felld,” svaraði Svavar. „Þetta er geysilega mikilvægt og þýðingarmikið mál. Þetta er eitt stærsta þjóöfrelsis- mál Islendinga að mínu mati.” Frjáls fjölmiðlun? Pétur Haraldsson, Reykjavik. Hvers vegna kom enginn frá Alþýðubanda- laginu á borgarafundinn í Broadway um f rjálsa f jölmiðlun og kapalkerfin? „Eg veit ekki ástæðuna. Sjálfur fékk ég ekki neitt beint boð.” En hver er ykkar afstaða til frjálsr- arfjölmiðlunar? „Eg er þeirrar skoðunar að það þurfi að skerða nokkuð einkarétt útvarps, en þó ekki þannig að hægri öflin leggi und- ir sig þessa tegund fjölmiðlunar, eins og virðist vera að gerast á dagblaða- markaöinum.” Sundlaug við Grensásveg Bjarni Veturliðason í Reykjavik spurði hvað Uöi framkvæmdum við sundlaug endurhæfingadeildar Borg- arspítalans við Grensásveg. Svavar: „I síðustu viku var sam- þykkt að bjóða út nýjan áfanga henn- ar, þannig að þaö ætti að komast aftur kraftur á þær framkvæmdir.” íslensk eða innflutt? Ingvar Þorsteinsson húsgagna- smiður, Reykjavík. Veröur stefnubreyting hjá Alþýðu- bandalaginu vegna iðnaðar, en nú hafa um 26 fyrirtæki í húsgagnaiðnaðinum hætt á síðustu tveimur árum? „Okkar stefna í þessum málum er sú að íslenskur iðnaður eigi að þjóna sem mestum hluta markaðarins. Við erum hins vegar ekki andvígir innflutningi alfariö, teljum aö það eigi að vera eitt- hvert hóf á honum, þannig að um það séu settar tilteknar reglur.” Svavar minnist síðan á nefnd á veg- um ríkisstjórnarinnar, innflutnings- nefnd um gjaldeyrismál, og að sú nefnd hefði lagt fram álit, þar sem gert væri ráð fyrir takmörkun á innflutn- ingi. Vandinn hafi verið sá að viö- skiptaráðuneytiö hafi ekki treyst sér til að standa að þessu áliti, og þar af leið- andi hafi þetta strandað, tilraunir meðal annars til aö takmarka innflutn- ing á húsgögnum. Skerðing kaupmáttar og verðbólgan Magnús Jónsson, Reykjavik, sagöi að Alþýðubandalagið hefði margoft lýst því yfir að kaup hins almenna launþega væri ekki veröbólguvaldur- inn í þessu þjóðfélagi. Alþýðubanda- lagið heföi tekið þátt í að skerða kaup- máttinn oftar en einu sinni en lítið sem ekkert áunnist með því í baráttunni við verðbólguna. „Getur ráöherra bent mér á einhverjar aðrar leiðir til að ná niður verðbólgunni?” spurði Magnús. „Jú. Við höfum bent á fjölmargar aðrar leiöir en okkar aðaltillaga snýst um þaö að framkvæmt verði það sem viö köllum skipulagsuppgjör hér í efnahagslífinu þar sem allar verð- hækkanir séu settar á sömu dagsetn- inguna, verðlag, fiskverð, búvöruverð, gengisbreytingar hugsanlegar og annað þess háttar verði sett á sömu dagsetningarnar og reynt að skera hækkanirnar niður eins og kostur er til þess að draga úr þessari hringferð verð- bólgunnar. Mín afstaða hefur alltaf verið sú að þaö ætti ekki að krukka í kaupiö eitt, eins og þaö hefur verið kallað, heldur eigi að reyna að taka heildina þegar ráðist er að verðbólg- unni. Nú eru margir mælikvarðar til á kaupið og einn er sá að spyrja: Hvað er kaupið hátt hlutfall af hreinum þjóðar- tekjum? Það er að segja: Hvað fá launamenn í sinn hlut af hreinum þjóðartekjum? Fyrir 3—4 vikum fékk ég útreikninga um það frá Fram- kvæmdastofnuninni að kaupið væri núna hærra hlutfall af hreinum þjóðar- tekjum en það hefur áður verið. Þaö stafar af því að þó að kaupið sé lágt hjá okkur þá hefur orðið svo mikið fall í þjóðarframleiðslunni, þannig að hlut- fall launamanna af þjóðarverðmætun- um hefur ekki lækkað heldur hækkað. Þannig hafa menn staðið dálitið á verðinum en ástæðan til þess að það hefur ekki gengið betur er meöal ann- ars sú aö okkur hefur skort þar sakar- afl á við samstarfsmenn okkar iðulega og stjórnarandstaðan hefur auövitað sína skoðun í þessu efni,” sagði Svav- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.