Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Side 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MARS1983. Spurningin Finnst þér dýrt í strætisvagnana? Gerfta Jónsdóttlr húsmóðlr: Egfernú aldrei með þeim, ég er á bíl. En það er! dýrt bensiniö á þá líka. Jón Ingvar Jónasson garðyrkju- maður: Eg veit það ekki, ég nota þá ekki. Trúlega er þetta þó ekki dýrt. Jón Björgólfsson bOstjóri, Stöðvar- firði: Eg nota ekki strætó, ég er utan aflandi Jón Ásgeirsson vélstjóri, Ólafsfirði: Eg veit bara ekki hvaö það kostar. Björn Þórlsson sendill: Já, það er dálítið dýrt. Ingólfur Haraldsson nemi: Það er dýrt fyrir þá eldri. Við krakkamir' borgum bara tvær og fimmtíu. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „GRUNNKAUP OG VERÐBÆWR, TVEIR AÐSKILDIR UÐIR" 6931—3256 skrifar: Kompásinn er vitlaus. Allt tal um jafnvægi atkvæöa, lækkun kosninga- aldurs, fjölgun þingmanna og breyt- ingu á kosningaskipan er smámál meöan skútunni er stýrt eftir vitlaus- um áttavita. Kompásskekkjan er meðal annars fólgin í þvi að greiða dýrtíðarbætur í prósentum miðað við hvaö menn hafa hátt kaup. Þetta er hugsanavilla og verðbólguvaldur. Grunnkaup launþega og verðbætur eiga að vera tveir aðskildir liðir. Grunnkaup á að vera eitt og dýrtiðar- bætur annað. Grunnkaup milli launa- flokka raskast ekki þó að dýrtíðarbæt- ur séu greiddar í sömu krónutölu á ÖD laun, há sem lág. Þaö er mikilvægt að þessir tveir liðir, kaup og dýrtíðar- uppbót, séu aðskildir ef menn viljá stöðva kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags. Ýmsir vitibomir menn hafa látið í ljós hvílík reginfirra fram- kvæmd vísitölukerfisins er. Hugsa sér. Þegar verðlag hækkar um 1600 kr. eða meira fær láglaunamaður 1200 krónur til að mæta þessari hækkun en maður i háum launaflokki fær meira en þessar 1600 krónur. Jafnvel 7000—8000 á mán- uði. Þetta er að stela frá þeim fátæku og gefa hinum ríku allt að 90.000 kr. á ári. Það munar um minna. Hvenær ætla verkalýðsforingjar að rísa úr híð- inu, vakna af dvalanum, og sjá aö kaup er eitt og dýrtíðarbætur annað og að dýrtiöarbætur eigi að greiöast öllum með þeirri krónutölu sem dýrtíð hefur aukist. Það ber að leggja prósentu- galdurinn niður hvað þetta snertir. „Kompásinn er vitíaus. Allt tal um jafnvmgi atkvæða, lækkun kosningaaldurs, fjölgun þíngmanna og breytíngu é kosningaskipan er smémál meðan skútunni er stýrt eftir vitíausum éttavita,"segir 6931—3256 meðai annars i bréfi sinu. Dönsk síld á markaði: Flytjum im danskt vatn líka Erlingur Þorsteinsson skrifar: Eg snaraði mér niður í Tómas á Laugaveginum um daginn. Þá sá ég danska sfld á boðstólum. Brá mér nú dálítið í brún, en geng síöan að búðar- dömunni og spyr: selst eitthvað af þessari dönsku síld? „Já, já, blessaður vertu, hún þykir alveg sérstaklega góð.” Auðvitað sá ég að þetta hlyti að vera rétt því að síldin í Danmörku á ekki í neinum vandræðum með æti allt í kringum landið á meðan síldin okkar horrenglast hérna kringum Frón. Auk þess syndir sú danska miklu fallegar. Ég vil því beina orðum mínum til allra þeirra fjölmörgu sem flytja inn alls konar varning til landsins að sjá sér nú leik á boröi og flytja inn danskt vatn. Því að eins og hver og einn getur séð er alveg ófært að drekka þetta íslenska' vatn sem lekur svo letilega úr krönun- um. Auk þess er þaö danska miklu þjálfaðra og liprara að ganga gegnum meltingarveginn. Ef innflytjendur eru svo þröngsýnir að sjá sér ekki hag í þessum auöfengna gróöa vil ég skora á alia landsmenn að taka höndum saman um þetta brýna hagsmunamál vort. Mín tillaga er sú að setja á stofn þrýstihóp til að koma þessu sjálfsagða máli í örugga höfn. Framb jóðendur Alþýðubandalagsins á Vestf jörðum: „Ummæli Sighvats sérkennilegff Finnbogi Hermannsson, ísafirði, hringdi: Okkur frambjóðendum Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðumþykja um- mæli Sighvats Björgvinssonar í okkar garð mjög sérkennileg. Hann sagði í blaðaviðtali að fjölskylda eins fram- bjóðandans hefði tekiö þátt i prófkjörí Alþýðuflokksins á Vestfjörðum. Virðist svo sem hinn fyrrverandi al- þingismaður ætlist til þess að við höf- um ráð eiginkvenna okkar, bama og annarra útarfa í hendi okkar hvað við- víkur pólitískri afstöðu. Má ef til viíl skilja orð Sighvats þannig að við séum að ráða fyrir skoðanamyndun hjá skyldmennum og venslafólki og virðist sannast hið fomkveðna að margur heldurmig sig. Sighvatur Björgvinsson. „Ég vil því beina orðum mínum til allra þeirra fjölmörgu sem flytja alls konar vaming til landsins að sjá sér nú leik á borði og flytja inn danskt vatn," segir Eriingur Þorsteinsson meðal annars i bráfisínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.