Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR23. MARS1983. 19 Menning Menning Menning Menning í minningu Kurt Weill, eða átti að svæfa minningu hans? þær i Hraunhreppi. Þær voru ein a£ aðalundirstöðum auðs Hítardals. Hraunhreppingar áttu ekki afrétt en Hítardalur átti heiðalöndin og hafði af þeim miklar og góðar tekjur fyrr á öldum. Auðlegð Hítardals var fest og tryggð í snæfellsku skipulagi jarðeigna á líkan hátt og sunnlenskra höfuðbóla. En réttur höfuðbóla og stórbýla í Borgarfjarðarhéraði á líka ríka og fræga sögu. Mörg dæmi eru þar fyrir hendi en ég ætla hér að þessu sinni að minnast tveggja viðkomandi jarðabók- inni. Höföingjasetrin frægu frá seinni öldum í neðanverðu Borgarfjarðar- héraðinu, annað í Borgarfjarðarsýslu en hitt í Mýrasýslu, eiga athyglisverða sögu í þessu sambandi, það eru jarðimar Hvítárvellir og Einarsnes. Hvorug jarðanna var höfuðból að fornumtíma, en frægasta höfðingjaætt síðari alda í Borgarfirði gerði þau að höfuöbólum aö fornu mati. Skal að þvi vikiðístuttumáli. Hvítárvellir í Andakil var fjörutíu hundraða jörð að fomu mati og mikið stórbýli og höfðingjasetur. Árið 1683 keypti Sigurður lögmaöur Bjömsson jörðina af Skálholtsstóli. Hann keypti og lagði til jarðarinnar landplássið Heggstaðanes er áður fylgdi jörðinni Heggstöðum og vom þá tíunduð fjörutíu hundrað forn, en nesið var tíundað á tuttugu hundruð fom. Þegar það hafði veriö lagt til Hvítárvalla urðu þeir tíundaðir höfuðbólstíund, 60 hundraðum fomum. Þannig varð á Hvítárvöllum höfuðbólsréttur og höfuðbólstíund og varð að ríkum örlög- um í héraði. Þegar jarðabókin er rituð býr í Einarsnesi í Borgarhreppi Jón Sigurðsson sýslumaður Mýramanna, mikill auðmaður og höfðingi. Svo háttar þar til að eitt besta engi Borgar- fjarðarhéraðsins liggur milli Gufár og Borgarfjarðar og Einarsnesslands á tvo vegu, Gufufit. Sigurður sýslumaður í Einarsnesi, faöir Jóns, átti átta fjórtándu hluta engisins og hafði hann keypt hluta þess af jarðeignum Henriks Bjelke hirðstjóra. Gufufit er ekki talin í mati Einarsness, en af jarðabókinni mó ráða að hún sé hluti Einarsness og meö því sé það orðið höfuðból að fornum lögum. Rök- réttar ályktanir eru hér fyrir hendi sem of langt mál er upp að telja hér. Þessi tvö dæmi sýna glöggt, hvað mikið höfðingjar lögöu upp úr þessum forna rétti. Búnaðarsaga aldanna á mörg merk minni I frásögn jarðabókarinnar um Kala- staði á Hvalfjarðarströnd segir svo: „Vatnsból í uppsprettubrunni segja menn aldrei bregðist fyrir kvikfé, ef til einskis annars er brúkað er en sé það til annars brúkað, segja menn það bregðist næsta mál eftir, og komi ei til nota fyrr en að komandi vetri. Þetta kalla ábúendur margreynt í 40 ár eður fremur. Neyzla og brúkunarvatn er haft í læk einum, og bregst hann í hörðum vetrum.” Það var mikið vandamál fyrri alda manna að velja sér bólstað með tilliti til neysluvatns. Gott vatnsból var mikils virði. Sums staðar í landinu er hægt að greina af fomum byggðaleifum að búseta hafi endað af þeim sökum að vatnsból þraut gersamlega í langvarandi þurrkum og harðindum. Borgfirðingar kunnu full skU á þessu í byrjun 18. aldar og kemur það fram á nokkrum stöðum í jarðabókinni. Landnytjar fjalla, sjávar og skipting lands Fleiri félagsleg sundurgreining er fyrir hendi í Borgarfjarðarhéraði eftir jarðabókinni. Til dæmis eru stór- jarðirnar HúsafeU og Kalmanstunga í Mýrasýslu og í Hvítársíðuhreppi. Reykholt í Reykholtsdal á aðskUiö afréttarland í Geitlandi og hefur af því tekjur. Við Hvalfjörð og á Skipaskaga koma fram eignarréttarákvæði mjög forn og minnandi á þau sömu í ámeskum lág- og sjávarsveitum. Réttur jarðeiganda á landi náði Uka til miðanna skammt undan landi og búseta verbúðarmanna og fiskimanna var eftir þeim rétti. Fyrstu tímar fiski- manna tU atvinnu voru fyrst og fremst markaðir af fæðuöfluninni einni, en markaðssjónarmiö komu langtum síðar tU sögunnar. RUddómur höfð- ingja var ekki reistur á sölu fram- leiðsluvöra, heldur á því að hafa sem flesta hjáleigubændur og búðsetumenn í kringum höfuðból sín.Með því öðluðust þeir valdaaöstöðu eins og bersýnilega kemur fram í Sturlungu. Skattamál presta í Borgarf irði voru sérstæð Af jarðabókinni og fleiri heimUdum má ráða að tíundarmál Borgfirðinga vora mörkuð mikiUi sérstöðu. Prestar urðu þar að gjalda tíund eins og bændur, það er fátækratíund. Hún var líka goldin af kirkju- og stólsjörðum, öllum jörðum nema stöðunum. Þetta kemur greinilega fram í jarðabókinni og eru jarðimar í ákveðnu mati og sumir staöir líka, en það fyrirfinnst ekki á Suðurlandi. Af þessum sökum er jaröabókin í Borgarfjarðarhéraði langtum ítarlegri og fyllri heimild en á Suöurlandi. Vandvirkni og kunnátta Páls Vídalíns er auðsæ í gerð bókarinnar, þekking hans á héruðum og yfirsýn hans á jarðeignum almennt. Hann átti jarðir í Borgarfirði og hafði áhuga á búskap þar. Þorsteinn Sigurösson var kunnugur á Mýrum og kemur það greinilega fram í starfi hans við gerð jarðabókarinnar. Hlutverk Árna Magnússonar var mikilsvert Ámi Magnússon var nokkurs konar ritstjóri jarðabókarinnar. Hann fór yfir verk félaga sinna og bætti inn í og leiðrétti. Athyglisverð er viðbót hans á lausum miöa i bókinni um Stafholts- tungur. En hann er þannig: „Syðsta tunga milli Þverár og Hvítár. Miötunga milli Þverár og Norðurár. Ysta tunga milli Noröurár og Gljúfurár. Hjarðarholt er þingstaöur í öllum Stafholtstungum.” Eitt af aðaláhugamálum Áma Magnússonar var könnun hinnar fomu hreppaskipunar í landinu. Hann vissi manna best að hún átti upprana sinn í fornum minnum, ævafornum. Sum þeirra vora fyrir hendi í Borgar- fjarðarhéraðinu en honum vannst ekki aldur né timi til að skilgreina þaö eins og hann ætlaði. Jarðabókin veitir mikið innsýni í búskap landsins Jarðabókin er þýðingarmikil heimild fyrir marga hluti. Það er líkt og fara í heimsókn á hvert heimili í landinu aö lesa hana. Þar sér hver og einn fyrir sér búskap, bústærð og ástand jarðanna, skipulag margs konar og viðhorf til efnahags og margt fleira. Þegar jarðabökin var rituð voru mikil tímamót í landinu. Stórabóla gekk, ein mesta drepsótt er her jað hefur á landiö um alla sögu að svartadauða frátöld- um. öll skattheimta var erfið sökum fá- tæktar þjóðarinnar. Menn óttuðust framkvæmdina á jarðamatinu, héldu að það boðaði nýja og aukna skatt- heimtu, nýtt og hærra jarðamat. En hvorugt varð raunin. Nýtt jarðamat komst ekki á fyrr en eftir miðbik 19. aldar og skattalög breyttust lítt í landinu fyrr en löngu síðar. En ritun jarðabókarinnar hafði litil áhrif á búskap eöa búnaðarframfarir í land- inu. Hún lokaðist inni í stjórnarhirslun- um í Kaupmannahöfn. En fyrir nútíma sagnfræðinga og fræðimenn er hún þýðingarmikið sögulegt gagn sem þeir ausa af þekkingu og upplýsingum um þjóðfélagið á 17. og 18. öld. Jarðabókin úr Borgarf jarðar- og Mýrasýslu er þar ekki síst eins og ég hef hér fæit rök fyrir. Tónleikar íslensku hljómsveitarinnar í Gamla bíói 17. mars. Stjórnandi: Guðmundur Emilsson. Einsöngvarar Guflmundur Jónsson og ólöf Kolbrún Harðardóttir. Efnisskrá: Atli Heimir Sveinsson: Kurt, hvar ertu? (frumflutningur); Kurt Weill: Vom Tod im Wald, svíta úr Túskildingsóperunni, fjögur brot úr Magagonny og Sinfónia nr. 2. Fimmtu tónleikar Islenskuhljóm- sveitarinnar og þeir fyrstu á vor- misseri voru helgaðir minningu Kurts Weill. Sé Weill nefndur flýgur mönnum jafnan í hug Brecht. Vill það verða til að draga úr athyglinni sem hvoram listamanninum um sig ber að lenda í tvístimi, líkt og henti Brecht og Weill og marga fleiri góða listamenn. Þeir era meira að segja til sem halda að Weill hafi ekkert samið án samvinnu við Brecht. Þó hafa verk eins og Lindbergkantatan verið flutt hér, í útvarp að minnsta kosti og fór Guðmundur Guðjónsson með einsöngshlutverkið, að mig minnir. En því er heldur ekki að neita að samvinna þeirra félaga gaf af sér magnaðar afurðir. 1 verki sínu, Kurt, hvar ertu? not- ar Atli Heimir Makka Hníf sem rauöan þráð. Fyrsta hending slagar- ans verður að þrástefi, einhvers konar síendurtekinni j spumingu. Verki Atla lýkur ekki með neinu svari heldur er spurt áfram, Kurt, hvar ertu? Verk án endapunkts eru flest neikvasð (samanber Tristan) og skilja áheyrandann eftir í vonleysi, en „endaleysa” Atla Heimis er ögrandi og eggjandi til frekari leitar, rétt einsogmúsíkWeills. Þegar frekjuna vantar Þessir tveir frumþættir í músík Weills, ögrun og eggjun, urðu hins vegar algjöriega útundan í verkun- um sem á eftir fylgdu. Maöur tók ekki svo glöggt eftir því í Tod im Wald vegna dapurlegs innihalds textans. Lokahendingarnar, ósam- taka leiknar, innsigluðu samt dapur- leikann á fremur dapurlegan hátt. Og enn daprara átti það eftir að verða. Svítan úr Túskildings- óperanni (hún ætti reyndar að Tónlist Eyjólfur Melsted kallast Þríeyringsóperan) var rúin þeirri ísmeygilegu frekju, sem nauðsynleg er í Weill-flutningi, og þannig varð hún eins og syrpa af vögguvísum. Sem sagt, heldur bragðdaufur Weill. Og varla lyftist brúnin við brotin úr Mahagonny. Leidd til söngsins af fölskum og lin- um trompetablæstri megnaði Olöf Kolbrún ekki að gera neitt krassandi úr söng gleðikonunnar. Enn ríkti sama drottins dýrðar koppalognið — ekki einu sinni stormur í vatnsglasi. Hlekkir keðjunnar Ohjákvæmilega veltir maður vöngum yf ir því hvað valdi að leikur eins blásaraliðs geti dottið ofan í slíka ládeyðu. Nærtækasta skýring- armynd er keðjan og hennar veikasti hlekkur. En sú skýring er ekki einhlit. Stjórnandanum hafa orðið á þau mistök að berja ekki í brestina og leyfa einstökum blásuram að komast upp með að láta eins og þaö sé ekkert mál að spila Weill. En hér fengu menn líka sönnun þess að Weill er einn vandleiknasti tónsmiður tuttugustu aldar og aö vinsældir einstakra laga heimila ekkert slugs viðflutning verka hans. önnur sinfónían hefur víst ekki verið leikin fyrr hér á landi og ekki hef ég heyrt hana fyrr en nú. — Andinn gjörbreyttist þegar hljóm- sveitin lék fullskipuð. Frískleikinn, eitt aða'.einkenni Islensku hljóm- sveitarinnar, var nú aftur til staðar. Nú lyftist hún í leik sínum upp úr lognmollunnj og drunganum og sá til þess að maður fór ekki vonsvikinn heim. -EM. AUKABLAÐ UM FERÐALÖG TIL ÚTLANDA SU MARLEYFISFERÐIR - M.A. TIL SÓLARLANDA kemur út 16. aprfl nk. Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa vörur sínar og þjónustu í FERÐABLAÐINU vinsamlega hafi samband við auglýsingadeild Síðumúla 33 eða í síma 27022 milli kl. 9 og 17.30 virka daga fyrir 7. apríl nk. -auglýsingadeild. Síðumúla 33 — Rvík. Sími 27022. GLUGGAÞVOTTUR ÞRIFILL SF. Sími 82205

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.