Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 32
32 DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MARS1983. Andlát Þóroddur Guðmundsson skáld frá Sandi lést 13. mars. Hann fæddist 18. ágúst 1904. Yfir þrjátíu ára skeið " stundaði Þóroddur kennslustörf. Hann var einn af stofnendum Félags islenskra rithöfunda og hefur hann gefið út átta ljóðabækur. Áriö 1936 kvæntist Þóroddur Hólmfríði Jóns- dóttur, þau eignuðust tvær dætur. Útför hans verður gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag kl. 15. Valtýr Bjarnason yfirlæknir lést 10. mars. Hann fæddist 6. mars 1920 í Meiri-Tungu í Holtum. Foreldrar hans voru hjónin Þórdís Þórðardóttir og Bjarni Jónsson. Valtýr fór til Banda- ríkjanna árið 1955 til sérnáms í svæfingalæknisfræði og kom aftur hingað til lands með nýtt svæfingalyf. Hann var kosinn heiðursfélagi Svæfingalæknafélags Islands áriö 1974. Árið 1956 kvæntist Valtýr eftirlifandi konu sinni, Sigríöi Jóhannsdóttur, þau eignuðust fjögur börn. Utför Valtýs verður gerð i dag klukkan 13.30 frá Dómkirkjunni í Reykjavfk. Njáll Guðmundsson, fyrrv. skólastjóri, Klapparstíg 2, lést 18. mars. Jarðar- förin fer fram fimmtudaginn 24. mars kl. 10.30 frá Bústaðakirkju. Þórður Gunnar Jónsson, Samtúni 22, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkjufimrntudaginn 24. marskl. 15. Guðbjörn Guðmundsson prentari, Hagamel 18, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 25.marskl.13.30. Spilakvöld Borgfirðingafélagið í Reykjavík Spilakvöld verður haldiö a5 Síðumúla 35, föstudaginn 25. mars kl. 20.30. Heildar- verðlaun afhent. Mætið vel og stundvíslega. Tilkynningar Foreldra- og vinafélag Kópavogshælis minnir á giróreikninginn 72700-8 vegna fjár- söfnunar til að fullgera sundlaug við Kópa- vogshæli. í gærkvöldi í gærkvöldi GEÐHJÁLP Fyrirspurn hjá Geðhjálp Geðhjálp, félag geðsjúkra, aðstandenda þeirra og velunnara gengst í vetur fyrir fyrir- lestrum um geðheilbrigðismál og skyld efni. Fyrirlestrarnir verða haldnir á geðdeild Landspítalans, í kennslustofu á 3. hæð. Þeir verða mánaðarlega. Næsti fyrirlestur verður fimmtudaginn 24. mars 1983 kl. 20. Jónas Gústafsson sál- fræðingur talar um nýjar aöferðir í geðlækn- ingum. Fyrirlestrarnir eru bæði fyrir félags- menn svo og alla aðra sem áhuga kynnu að hafa. Aðgangur er ókeypis. Fyrirspurnir og umræður verða eftir fyrirlestrana. Listasöfn NORRÆNA HÚSIÐ:! sýningarsal Norræna hússins sýnir Jóhanna Bogadóttir málverk, teikningar og grafík. Á sýningunni eru um 70 myndir sem unnar eru á sl. 3 árum. Jóhanna hefur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum grafíksýningum og haldið margar einkasýn- ingar, bæði hér heima og erlendis. Sýningin stendur til 20. mars og er opin daglega frá kl. 15-22. ASMUNDARSALUR FREYJUGÖTU: Þar stendur yfir myndlistarsýning Erlu B. Axels- dóttur. Á sýningunni er eingöngu pastelmynd- ir, tæplega 50 að tölu alls og eru þær allar unnar á síðustu tveimur til þremur árum. Erla hefur stundað nám við myndlistar- skólann undanfarin 6 ár. Hún hefur haldið eina sýningu á verkum sinum. Sýningin er opin virka daga frá kl. 16-22 en frá kl. 14—22 um helgar. Sýningunni lýkur 13. mars. LISTASAFN ASÍ: A morgun, laugardag, kl. 14 opna Ölafur Lárusson og Kristinn Guðmundsson sýningu á teikningum, mál- verkum skúlptúr og ljósmyndum. Rúm 50 verk eru á sýningunni. Sýningin verður opin alladagafrákl. 14-22. KJARVALSSTAÐIR: Engin sýning um þessa helgi. Tónleikar Konsert á Borginni Á morgun, fimmtudagskvöld, verður konsert á Borginni með Tappa tíkarrassi. Husið verður opnað kl. 21.00 Þolinmóð könguló Af ýmsum ástæðum nýtti ég mér ekki þjónustu ríkisfjölmiðlanna í gærkveldi, utan hvað ég fylgdist með ferðum hins aldna njósnara, George Smiley, þar sem hann spann, eins og þolinmóö könguló, net umhverfis Svefnálfinn. Eg hef lengi verið þeirrar skoðunar að Alec Guinnes sé besti leikari í heimi og ekki verða þættirnir um George Smiley til þess að brey ta þeirri skoöun minni. Eg held ég megi segja að fyrsta kvikmyndin sem ég sá, þar sem Guinnes lék stórt hlutverk, hafi verið The Lavender Hill Mob. Það var á þeim árum sem íslenska sjónvarpiö sendi út í svarthvítu og skömmuöust forráðamennirnir sín þá ekkert fyrir að sýna gamlar kvikmyndir, sem nú sjást varla eftir litvæðingu. I þeirri kvikmynd lék Guinnes ósennilegan glæpaforingja, sem stjórnar ráni á nokkrum tonnum af gulli. Frábær mynd. Síðan þá hefur maöur séð þennan meistara leika í mörgum kvikmyndum, allt frá Brúnni yfir Kwaifljót að Star Wars. Og hvort sem textinn er léttmeti, svo sem í Star Wars, eða ljóöaleikir Shake- speares, vinnur Guinnes sitt verk af sömu nákvæmninni og sannfærir áhorfandann um það aö hér er stór- leikari á ferð. Það er furðulegt hvað blessuöum Bretunum tekst alltaf að koma fram með stórkostlega leikara. Að lokum vildi ég geta þess að ég er ekki alveg sáttur við handritið að Endataflsþáttunum. Bók le Carrés er ekki fylgt af fullri nákvæmni og ýmislegt sem í henni er laglega gef ið í skyn er sett of hrátt fram í handriti. En þetta eru frábærir þættir engu að síður. Ólafur B. Guðnason. ÍÍH'. M- Ipfe^fel ¦ tf§*? Afmæli 80 ára er í dag, 23. mars, Ólafur Frimann Sigurðsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri, Vesturgötu 45 Akra- nesi. Kona hans er Olína Asa Þórðar- dóttir. Pennavinir SMÁAUGLÝSIIMGADEILD sem s'mnir smáauglýsingum, myndasmáauglýsingum og þ/ónustuauglýsingum er i ÞVERHOLT111 Smáauglýsingaþjónustan er opin frá kl. 12—22 virka daga og laugar- TekiÖ eré mótí venjulegum smáauglýsingum þar og Isima 27022: daga kl. 9~ 14. Vírkadagakl.9- 22, laugardaga kl. 9-14, sunnudaga kl. 18 — 22. TekiÓ er á móti myndasmáauglýsingum og þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9-17. ATHUGIÐ! Ef Sináauglýsing á að birtast i helgarblaði þarf hún að hafa borist f/rirkl. 17 föstudaga. Hallgrímskirkja opið hús Opið hús fyrir aldraða er á morgun fimmtu- dag kl. 15. Safnaðarsystir. Hallgrímskirkja Föstumessa verður í kvöld miðvikudag kl. 20.30. Jóhanna Mb'ller syngur einsöng. Munið sýninguna á passíumyndum Barböru Árna- son sem opin er alla daga frá kl. 16—22, nema mánudaga, fram að páskum. Karl Sigur- björnsson. Aðalfundir Kvenfélag Kópavogs Aðalfundur félagsins verður í félagsheimili Kðpavogs fimmtudaginn 24. mars kl. 20.30. Stjórnin. Young-Hee Jeong, sem er kennari í Kóreu, ðskar fyrir hönd nemenda sinna eftir islenskum pennavinum. Kórönsku nemendurnir eru á aldrinum 13—19 ára. Young-Hee Jeong vonar að þessi bréfaskipti geti orðið báðum til gagns og gamans. Þá sem áhuga hafa biður hann um aö senda stuttorðar lupplýsingar á ensku um sjálfa sig ásamtheimilisfangi til Young-Hee Jeong C.P.O.Box9149 Seoul, Korea. Ýmislegt Ályktun stjórnar Leik- listarsambands íslands Stjðrn Leiklistarsambands Islands lýsir þungum áhyggjum yfir því aðstöðuleysi sem frjálsir leikhópar á tslandi búa við. Frjálsir leikhópar hafa þegar slegið hér rðtum og aukið á fjölbreytni íslensks leiklist- arlifs, þannig það væri skaði ef þeir þyrftu að hætta starf semi sinni vegna húsnæðiseklu. Stjórn Leiklistarsambands Islands skorar á opinber yfirvöld að gefa þessu máli gaum, þar eð með hugkvæmni og góðum vilja mætti koma í veg fyrir að þessi mikilvægi þáttur í leiklistarlífinu legðist af. Fyrirlestrar Laugardaginn 9. apríl flytur Kristján Árna- son, stundakennari í almennri bókmennta- fræði, fyrirlestur, sem nefnist Heimspekl og skáldskapur. Laugardaginn 16. apríl flytur Ingi Sigurðsson, lektor í sagnfræði, fyrirlestur sem hann kallar lslcii.sk sagnfræði frá miftri 19. öld til samtímans í erlendu samhengi. Laugardaginn 23. april flytja Höskuldur Þráinsson prófessor og Kristján Arnason lektor, báðir í íslenskri málfræði, fyrirlestur um málfar Vestur-Skaftfellinga. BELLA Geturðu fundið tíkallinn, sem ég lagði í bankann í gær? Ég skrifaði mjög þýðingarmikið símanúmer á hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.