Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 34
34 DV. MIÐVKUDAGUR 23. MARS1983. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVOL Mynd frá höfninni i Eyjum, tekin fyrir rúmum sex áratugum. Til þess að átta sig á einstökum atriöum myndarinnar er gott að stækka hluta úr henni og skoða þá sérstaklega. v. Ljósmyndin dagbók nútímans <»m^É Og s vona lítur hann út, báturinn lengst til hægri á uppha i'legu mynd- inni, þegar búið er að stækka hann sérstaklega. Eftir miklar vanga- veltur minnugra öldunga í Eyjum varð uppvist að þarna er kominn Ceres, sem fórst svo ekki löngu eftir að myndin var tekin. Nýlega hefur alda ljósmynda- sýninga riðið yfir Reykjavík og er það'vel, því að þess háttar tilstand er líklegt til þess að örva skilning manna og áhuga á þessari list- grein og dægradvöl. En þessar sýningar gefa líka tilefni til þess að árétta, að ljósmyndun er miklu meira en list hinna útvöldu. Hún er sú tómstundaiðja sem flestir geta lagt stund á sjálfum sér til óblandinnar ánægju, og það má nærri geta hvort allur sá urmull ljósmynda sem þjóðin tekur nú um stundir verði ekki stórkostleg heimild um lífið í landinu þegar f ram líða ár og dagar. Nú er ekki lengur til siðs, eins og oft var áður, að ferðalangar hafi með sér dagbækur í farteski sínu og skrái niður ýmislegt for- vitnilegt sem fyrir sjónirnar rekur. Ferðamenn nútímans hafa dinglandi framan á bringunni hentuga Ijósmyndavél, og meö henni skrá þeir atburði f erðalags- ins og slíkar myndir eru öðrum þræði heimild um ævi þeirra sjálfra og samtímans. Við leggjum í dág leið okkar til tveggja manna, sem báðum er afar annt um ljósmyndir og þó hvorum á sinn sérstaka hátt. Eiður Guðnason hefur tekið myndir allt frá því að fyrsta Kodakkassavélin komst í eigu hans á barnsaldri; á fullorðíns- árum varð myndsköpun atvinnu- grein hans og æ síðan hefur myndavélin fylgt honum hvort sem ferðinni er heítið austur til Dacca eða vestur á Hellissand. Jón Björnsson er maður nefndur og býr í Breiðholtínu. Hann hefur lítt gefið sig að ljósmyndun, en fyrir örfáura árum tókst hann á hendur það merka menningar- starf að bjarga frá glöturi ómetan- legum heimildum sjósóknar á Islandi. Alls hefur hann nú safnað um 6000 myndum hvaöanæva af landinu, myndum af bátum, mannlifinu á bryggjunum og kringum hafnirnar. Þar sem eiginkonurnar bíða manna sinna, verkafólkiö stússast með aflann og krakkar fylgjast spenntir með bllu sem gerist. Myndirnar sem þessari grein fylgja sýna betur en þúsund orð hvað laginn maður getur fundið út úr gamalli Ijós- mynd. Báturinn lengst til vinstri er Gullfoss í Vestmannaeyjum, óljóst er um þann í miðið, en eftir ítarlega könnun og vangaveltur minnugra öldunga í Eyjum varð uppvíst að báturinn til hægri er gamli Ceres. Á annarri mynd er sýnt, hvernig Jón hefur stækkað þennan bát út úr upphaflegu myndinni og kemur þá margt í ljós sem áður var hulið. Fegurð fjarðarins og spjallaö við Eið Guðnason „Ljósmyndavélin kennir eiganda sínum að taka betur eftir umhverfi sínu. Sá sem hefur lengi fengist við að taka myndir og unnið með myndir fer að skynja hlutina kringum sig á annan hátt, bæði fólk og náttúruna. Hann sér falleg og áhugaverð mótíf þar sem hann fer, og þó að ljósmyndarinn hafi enga myndavél meðferðis, þá er hann samt alltaf að taka myndir," sagði Eiður Guðnason í stuttu spjalli á sálin í fóikinu Ljosmyndir Baldur Hermannsson dögunum. Átta ára gamall eignaðist hann sína fyrstu ljósmyndavél, Kodak- kassamyndavél af þeirri gerð sem nú er víðast liðin undir lok en svo margir eiga hjartnæmar minningar um; en síðar varö það hlutskipti hans að starfa við „myndrænan miðil", eins og við köllum stundum sjónvarpið í virðu- legrí umræðu. Fegurð fjarðarins — Nú tek ég eftir því, Eiður, þegar ég blaða gegnum þessi albúm þín, að langflestar myndirnar eru af fólki; tekurðu lítið af náttúrumyndum? „Ég held að flestir komist að þeirri niöurstöðu fyrr eða síðar að fólk er skemmtilegasta myndefnið. Auðvitað eru til menn sem sérhæfa sig í list- rænni myndatöku í náttúrunní, en það eru undantekningarnar. En fólk á myndum gefur þeim allt annað gildi, þær verða líflegri og litríkari og þess vegna finnst mér skemmtilegast að taka slíkar myndir. Þó kemur það nú oft fyrir að ég dreg upp Olympusinn þegar ég er á ferð um Hvalfjöröinn. Þaö finnst mér einstaklega falleg ökuleið, hvað sem hver segir. Fjörður- inn er aldrei eins í nokkur tvö skipti — birtan á f jöllunum til dæmis á vetrar- morgni, stundum eru vogarnir ísi lagðir með vökum, en stundum er hann úfinn og grár: Stundum er hann sann- kallað veðravíti en á fallegum sumar- nóttum eru fáir staðir yndislegri." — Þú tekur sýnilega mikið af ljós- myndum af f jölskyldunni. „1 gamla daga héldu menn dag- bækur, nútímamaðurinn tekur myndir, ljósmyndir eöa kvikmyndir. Eg hugsa að ég hafi tekiö þúsund myndir af krökkunum ef allt er talið, og ég vona að þær verði þeim fjár- sjóður þegar tímar liða og þeirra afkomendum. Ljósmyndun er skrá- setning samtíðarinnar, og þess vegna er svo mikilvægt að menn varðveiti myndirnar vel og skrifi niður upplýsingar um hvar þær eru teknar og hvenær og hverjir þaö eru sem þær sýna. Það var skemmtilegur siður á flestum heimilum í gamla daga að hafa fjölskyldumyndir og aðrar ljósmyndir f rammi til sýnis, of tast nær í skál á stofuborðinu. En nú er þessi siðuraðmestu aflagður." Sálinífólkinu Sem betur fer er sá gamli góði siður enn í heiðri hafður að láta fjölskyldual- búmið liggja frammi, gestum til afþreyingar og fróöleiks, en víða um heimsbyggðina er ljósmyndun álitin alvarlegri iðja en svo. Þegar Eiður fór á vegum sjónvarpsins austur til Bangladesh, bar það oft við að heima- menn ömuðust við ljósmynda- og kvikmyndatökuvélunum, „enda er það hjátrú þar í landi og víðar að ljósmynd taki sálina með sér úr fólkinu — og ég vildi náttúrlega síst af öllu taka sálina úr þessu f ólki," sagði Eiður. — Hér eru þó nokkrar svarthvítar myndir innan um, sé ég. „Þær eru flestar frá fyrri tíð. Nú orðið tek ég langmest í lit og aðeins á pappir — ekki skyggnur." — Hversvegna? „Mér finnst miklu handhægara og aðgengilegra að hafa myndirnar í albúmi. Það reynist flestum of mikiö fyrirtæki að setja upp tjald og sýningarvél og fyrir vikið skoða menn skyggnur miklu sjaldnar og njóta þeirra þá síður en hinna. Eg hef heldur aldrei verið gripinn af þessari tækja- dellu sem sækir á suma. Eg á Pentax Spotmatic með einni gieiðlinsu og einni miðlungssterkri aðdráttarlinsu, og þessi búnaður hefur lengst af dugað mér vel. En nú í seinni tíð hefur mér áskotnast Olympus XA vasamyndavél, og hana nota ég mikið núorðið. Þetta er ótrúlega handhæg og þægileg vél, það fer lítið fyrir henni og auðvelt að koma henni fyrir í tösku eða jafnvel vasa og hafa hana með sér hvert sem maður fer."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.