Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1983, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 23. MARS1983. 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVOL DÆGRADVÓL Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð á vinnustofu sinni, umkringdur tólum þeim sem þarf til að vinna með gamlar ljósmyndir. Jón hefur haldið tvær sýningar á Eyjabátum aldar- innar, aðra í Vestmannaeyjum og hina í Reykjavík. Mynd BH. Hjartsláttur- inn í Eyjum „Þaö var bátaflotinn”, segir Jón Björnsson, sem safnar Ijósmyndum af hverskyns bátum, hvaðanæva af landinu Fyrir réttum fjórum árum skruppu hjónin Jón Björnsson og Bryndís Jóns- dóttir suður til Vestmannaeyja. Það var í janúarmánuði, á þrettándanum, og þau voru að heimsækja dóttur sína og tengda- son, sem þar búa, en Jón er fæddur og uppalinn í Eyjum og áttu þau hjónin heima þar sjálf allt til ársins 1965. En þessi þrettándaför varð öllu afdrifaríkari en nokkum hafði órað fyrir. Á heimili for- eldra tengdasonarins lágu frammi albúm með gömlum myndum og nýjum, eins og enn er víða til siðs, og rak þá Jón augun í ævagamlar ljósmyndir af bátum, sem hann þóttist bera kennsl á. Þetta voru bátar sem voru í Eyjum þegar hann var þar lítill drengur, og svo heillaöur varð hann af þessum gömlu myndum aö hann afréð á stundinni að safna slíkum heimild- um liðinnar tíðar, hvar og hvenær sem hann gæti komið því við. Söfnunin tókst afburða vel, því að Eyja- menn skildu vel hvílíka nauðsyn bar til aö foröamyndunumfrá glötun. Fyrr envarði hafði Jón komist yfir ljósmyndir af all- flestum Eyjabátum frá upphafi og nú á hann nærri 500 myndir af 400 bátum. En bátar taka stundum hamskiptum á ævi- ferli sínum og allarslíkarbreytingarhefur J ón skráð og tekið með í reikninginn. „Mig vantar ennþá myndir af einum 50 bátum, sem illmögulegt er að fá,” segir Jón, „en þaö er allt tilbúið fyrir þessar myndir, ef þær skyldu einhverntíma ber- ast. Eg hef þá skráða og allar tiltækar upplýsingar um þá og svo er bara að sjá hvaðsetur.” — En hvar seturðu mörkin aftur í tímann? „Eg miða viö vélbáta meö dekki og þeir fóru að koma til Eyja laust upp úr alda- mótunum. Því miður á ég ekki þann fyrsta, „K-nörinn”, sem Sigurður Sigfinns- son, átti, pabbi Einars ríka. Hann var VE ?3, kom til Eyja 1905 og var 14 tonn.” óhappafleytan „ísland" 1 júnímánuöi 1981 hélt Jón Bjömsson aftur til Vestmannaeyja og í þetta sinn hlyfjaður myndum af bátum af öllum stærðum og gerðum, og allir voru þeir merktir VE, einkennisstöfum Vestmanna- eyjaflotans. Sýningin var fima vel sótt, og Þarf víst engan að undra það sem eitthvað bekkir tilí Eyjum. „Auðvitað átti þessi sýning alveg sér- stakan hljómgrunn meðal sjómanna og barfnast það engra skýringa við,” segir Jón. „En það kom mér svolítið á óvart hve áhuginn var aimennur og ekki síst vom það konurnar sem komu til að skoða þess- armyndir.” En það er mikil saga og löng á bak við hvern þann bát sem myndimar sýna. Hver umsig var örlagavaldur á sinn hátt, sumir voru happafleytur og færðu sjómennina heila á húfi til eiginkvenna eða foreldra, en sumum tengjast aðrar minningar og myrkari. „Islandið” var talið alveg sérstök óhappafleyta. 10. janúar 1912 fórust 5 menn á leið út í bátinn, þar sem hann lá í höfn í Eyjum, og aðeins þremur mánuðum síðar, þann 11. apríl þennan sama vetur, fórst svo „Island” með allri áhöfn. Þannig hafði þessi eini bátur grandað tveimur skipshöfnum, beint og óbeint, samtals 11 manns, á skömmum tíma. En þegar ég var drengur í Eyjum snerist allt í kringum bátana og sjósóknina. Hjartslátturinn í Eyjum — það var bátaflotinn, og hugurinn var allur bundinn við hann. ” Góðar viðtökur En svo dró aö hinu óhjákvæmilega — Jón hafði komist yfir flestar þær myndir sem fyrir hendi voru af Eyjabátum, allt frá Knerrinum til togara vorra tíma, og hvað átti hann þá aö taka til bragðs? Átti hann að láta gott heita og þar viö sitja, eða færa út kvíamar. Jón brá á hið síðasttalda ráðið, fór að safna bátamyndum hvaðanæva af landinu og varö þegar geysi- lega velágengt. „Mér hefur alls staðar verið frábærlega vel tekið. Ég krefst ekki mynda, ég bið og ég legg á þaö ríka áherslu að senda frum- gerðina strax aftur til eigandans þegar ég hef tekið eftir henni, hvort sem það er filma eða ljósmynd. Eg vil alveg sér- staklega þakka öllu því fólki sem hefur stutt mig og veitt mér drengilega aðstoð í þessu starfi og mér þætti vænt um að sem flestir vildu senda mér gamlar báta- og at- vinnulífsmyndir, og þó að fólk átti sig ekki á því hvað það er sem þær sýna, þá er mér fengur að fá þær til skoöunar, því að oft er hægt að ráða fram úr þeim gátum, sem þessar gömlu myndir leggja fyrir okkur. Þetta eru dýrmætar heimildir um sögu okkar allra og mikilsvert að halda þeimtil haga,” sagði JónBjömsson. Og öllum þeim til upplýsingar, sem luma á slíkum myndum, skal þess að lok- um getið að heimili Jóns er að Gauks- hólum 2 i Reykjavík. Þessa mund tók Eiður Guðnason á sögufrægri stund — það er að morgni 1. september 1972, þegar Islendingar færðu landhelgi sína út í 50 sjómflur. Myndin er tekin úti á Hala í birtingu. Málað er yfir nafn og númer breska tog- arans. H ifW f c xíiÍcf "Zn&J&to* ' ... .• 'Tf: ... . ... •//.. . —.... —................ ... •• Báturinn næst okkur cr Gullfoss VE184,11 tonn, með 22 hestafla Alfa-vél, smíðaður úr cik og furu af Jens Andersen í Vestmannaeyjum. Til hægri sést varðskipið Þór, hið fyrsta með þvi nafni, en til vinstri er uppskipunarbátur. 1 baksýn eru Miðklettur og Ysti-klettur. Þessi urðu afdrif margra báta í Eyjum og annars staðar. Það er enski togarinn Black prince, sem þarna liggur og liðast í sundur f flæðarmálinu með Klifið og Stóra-örn i baksýn. Það kom leki að togaranum og var honum siglt upp í f jöruna. Mannbjörg varð. Myndin er tekin á 3. áratugnum. Bryggjulífsmynd úr Eyjum, trúiega tekin rétt fyrir 1930. Stóri báturinn til hægri er Lundinn, sem kom til Eyja 1926. Lengst til vinstri er fiskur fluttur á handvagni, síðan má greina einn af fyrstu kassabflunum, sem til Eyja komu, og einnig er þarna stúlka í hvitum kjóli með hestvagn — sem sagt, á myndinni mætast farartæki þriggja timaskeiða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.