Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. Vilmundur Gylfason: Stormur í tebolla — um ágreininginn í Reykjaneskjördæmi „Þetta er fullkomlega stormur í tebolla,” segir Vilmundur Gylfason, formaöur miðstjórnar Bandalags jafnaöarmanna, er hann er spurður um ágreining þann sem upp er kominn í Reykjaneskjördæmi um skipan lista Bandalagsins þar í komandi kosningum. ,,I fyrsta lagi er þetta félag á Suðumesjum ekki aðili að Bandalagi jafnaöarmanna og hefur ekki viljað gerast það þótt það hafi vissuloga staðið því til boða. Ástæðan er, að mér skilst, sú krafa að fámennur hópur, sem að baki þessu félagi stendur, fái að ráða framboðslistanum. Þessu gátum við engan veginn gengiö að, það hefur verið vaninn hjá okkur að mið- stjómin, ásamt tveimur fulltrúum frá viðkomandi aðildarfélögum, ákveði framboðslistana,” segir Vilmundur. Hann segir að þaö geti vissulega komið fyrir hjá Bandalagi jafnaðarmanna eins og öörum að fleiri séu í framboði en sætin séu á listanum. Hann viti hins vegar ekki betur en aö framboðslistinn hafi verið afgreiddur í algjörri eindrægni. „Ég er þess fullviss að þeir sem eru óánægðir þarna em örfáir einstaklingar,” segir Vilmundur. Hvað varðar Kópavogsfélagið segist Vilmundur ekki vita til þess að þar hafi veriö haldinn fundur um list- ann sem lagöur hef ur verið f ram. „Þessi miskh'ð er að mínu áliti mjög smá og við skynjum ekki neina fjölda- hreyfingu á bak við þetta,” segir Vilmundur. -SþS. Heimir Bergmann, Bandalagi Kópavogs: Strax I jóst að hunsa átti okkarvilja — miðst jórnin búin að ákveða listann áður „Þrátt fyrir fögur fyrirheit og fagra málefnaskrá reyndist miöstjóm Bandalags jafnaðarmanna ekki tilbúin að vinna eftir því lýðræðislega skipulagi sem kveöið er á um í stefnuskrá þess,” segir Heimir Berg- mann, einn þeirra fjögurra sem skipuöu uppstillingarnefnd banda- laganna í Kópavogi og á Suðurnesjum. „Við uröum strax varir við þaö að miðstjórnin hafði ekki hugsað sér að hafa okkur með í ráðum, heldur eingöngu stilla upp sinum lista sjálf. Hún var greinilega ekki tilbúin í neitt samstarf og þegar okkur varð ljóst að það ætti að hunsa okkar vilja sögðum við henni að ekki yrði um frekara sam- starf að ræða,” segir Heimir. Heimir telur að þorri félagsmanna í Kópavogsfélaginu sé andvígur þeim lista sem nú hafi verið stillt upp þrátt fyrir að efsti maður þess lista sé meðlimur í félaginu. ,,Ég á ekki von á því að Guðmundur starfi meira í okkar félagi, ” segir Heimir. -SþS. Sakadómur lót fara fram vettvangsrannsókn ó irelóanhfHca lögregluradars. Myndin var tekin 6 Suður- landsvegi við afleggjarann að SHungapolli i septemberlok í fyrra. Sjá má sakadómarana, annan ökumannanna og lögmann þeirra. DV-m ynd: S. Verra að aka stórum jeppa en litlum bíl — á ólöglegum hraða í radargeisla — lögregluradar talinn mjög nákvæmt tæki Ef þú átt stóran jeppa eru meiri líkur á því að þú verðir tekinn og dæmdur fyrir akstur á ólöglegum hraöa en ef þú átt lítinn, japanskan bíl. Dómar í máli tveggja ökumanna, sem lögreglan stöðvaði á Suðurlandsvegi við Silungapoll haustiö 1980 eftir að hafa mælt þá báða á 131 kílómetra hraða á klukku- stund, voru fyrir nokkru kveðnir upp í Sakadómi Reykjavíkur. Mál þessara manna vakti nokkra athygli á sinum tíma, bæði vegna þess að þeir voru kunnir fyrir rallakstur, og eins vegna þess að því var haldið fram sem möguleika að lögregluradarinnhefði mælt flugvél. Málavextir voru þeir að öku- mennirnir komu akandi niður Lækjarbotnsbrekkuna. Lögreglubíll var þá við radarmælingar við af- leggjarann aö SilungapolU. Magnús Jónasson ók Mazda-bU en Eggert Þór Sveinbjömsson kom á eftir á Range Rover-jeppa. I Sakadómi var Magnús sýknaður en Eggert sakfeUdur. Eggert var sviptur ökuleyfi í einn mánuð og dæmdur tU að greiða fjögur þúsund króna sekt. Talið var að radarinn hefði aöeins getað mælt hraða annars bílsins og þá þess stærri, jeppans, þrátt fyrir að hann væri fyrir aftan minni bílinn. Hjörtur Aðalsteinsson dæmdi mál Magnúsar en Agúst Jónsson mál Eggerts. I réttarhaldinu kom ekkert fram sem benti til að flugvél hefði getað haft áhrif á lögregluradarinn. Rannsókn sem Sakadómur lét gera á áreiðanleika radarsins benti tU þess að hann væri mjög nákvæmt tæki. -KMU. í PÁSKAMATlN^ STÆRRI MATVÖRUMARKAÐUR (Höfum fjölgað afgreiðsiukössum) JL-PORTIÐ • NYR INNGANGUR Fjöldi nýrra bílastæða í JL-portinu. MIKIÐ OG GOTT ÚRVALAF PÁSKAEGGJUM Á MARKAÐSVERÐI RAFTÆKJADEILD AUGLÝSIR LAMPA OG FLEIRA TIL FERMIIMGARGJAFA Husgögn í úrvali til fermingargjafa iJP|g fj Ea H C 0 E 3 e. m E2 ls c m Opið til kl. 8 í kvöld í öllum deildum Jon Loftsson hf. I IH lnl'ln111 llllIUI Hringbraut 121 Sími 10600 Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.