Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. 11 Junkaragerði á Reykjanesskaga. Hugleiðsla í Junkaragerði Samtök prátista hyggjast koma á fót andlegri orkumiðstöö í Junkaragerði í Höfnumá Reykjanesskaga. Þar er ætl- unin að leggja stund á andlega og þjóð- félagslega heimspeki, hugrækt og hug- leiöslu. Junkaragerði er í eigu samtaka prátista, sem er þjóðfélagsleg, andleg hreyfing og aðili að alþjóðlegri hreyf- ingu. I sumar er áætlað að halda námskeið og jafnframt vinna að frekari upp- byggingu á staönum, svo sem byggja vindrafstöð, gera við húsið og rækta grænmeti. Túngarðar verða hlaðnir, ræktað upp örfoka land og annað í þeim dúr. Fyrsta námskeiðiö í Junkaragerði verður haldið dagana 31. mars til 4. apríl næstkomandi. Hugleiöslukennari frá Filippseyjum, AC. Sarvabodhananda Atv., mun leiðbeina á námskeiðinu og verður hann jafiiframt til viðtals í Aðal- stræti 16 dagana á undan. AHir velkomnir. SBG/ÁÖ (starfskynning). LANGAR ÞIG Á NOR- RÆNA RÁÐSTEFNU? Höfuðborgadeildir Norréöiu félaganna halda ráðstefiiu um tengsl höfuðborga Noröurlanda við aðra landshluta 13. til 15.. maí næstkomandi. Ráðstefnan fer fram rétt utan við Osló, í Hótel Voksenásen. Þátttakendur mega vera allt aö 25 frá hverri höfuðborg. Þeir þurfa að greiða 880 norskar krónur fyrir þátt- töku gistingu og fullt fæði. Tilkynna þarf þátttöku f yrir 7. april. Slík höfuðborgaráðstefnaerhaldiná hverju ári í einhverri höfuðborg á Norðurlöndum. Jafnan er fjallað um efni sem snertir norræna samvinnu. Þetta er einn þáttur í ýmiss konar samvinnu sem höfuðborgadeildir Norrænu félaganna hafa meðsér. Um 90 manns frá hinum Noröurlönd- unum sóttu höfuðborgaráðstefnuna í Reykjavík fyrir þremur árum en þá var f jallað um listina og borgina. Á dagskrá Osló-ráðstefnunnar er meðal annars heimsókn í Akershús- höll, hádegisverður í ráðhúsinu í Osló, sýning á Leðurblökunni í norsku óper- unniogskoðunarferðumOsló. -KMU. GOLF • GOLFPOKAR kr. 1S60,- ogkr. 1860, • GOLFPOKA- statíf kr. 430,- • GOLFKERRUR kr. 1380,- • PETROIM golfkylfur, hagstætt verð. Póstsendum Glæsibæ Sími82922 Stjórn Landssambands stangveiðifélaga: Mótmælir enn lax- veiðum Færeyinga Landssamband stangveiöifélaga hefur ítrekað mótmæli sín varðandi laxveiðar Færeyinga austnorðaustur af Langanesi. Stjóm Landssambandsins skorar á stjórnvöld aö hefja viðræöur við Færeyinga þegar í stað um tak- markanir veiðanna. Stjómin telur að með undirskrift Reykjavíkursam- komulagsins um laxveiðar í Atlants- hafi hafi Færeyingar afsalað sér rétti til veiða utan 200 mílna fisk- veiöilögsögu sinnar. Einnig er bent á nauðsyn þess aö Landhelgisgæslan fylgist meö veið- um erlendra fiskiskipa á ofan- greindu hafsvæði, svo og að staðfest- ing fáist á því að Færeyingar veiði ekki meira en tilskilið aflamagn, sem er 625 tonn á yfirstandandi ver- tíö. Stjórn Landssambandsins vekur 'athygli á því aö forsenda þess að vitneskja liggi fyrir um fjölda ís- lenskra laxa í afla Færeyinga er sú að stórauknar merkingar fari fram á íslenska laxastofninum og fjölgað verði eftirlitsmönnum um borð í fær- eyskumveiðibátum. -PÁ Sjáifstæðisfíokkurmn he/dur almennan stjórnmálafund á Akur- eyrí fímmtudaginn 24. mars kl. 20.30 íSjallanum. Ræða Geirs Ha/lgrímssonar; formanns Sjá/fstæðisflokksins: Frá upplausn til ábyrgðar. STUTT Á VÖRP: Höfum tekið fram sumarvörurnar Verslunin opin daglega frd 9—12 og 1—6, laugardaga 10—12. / PRJÓNASTOFAN Uðuntu. Skerjabraut I — Seltjarnarnesi v/Nesveg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.