Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. 13 góður. Ég held aö enda þótt menn minnist Gunnars Thoroddsen sem einhvers gáfaöasta og glæsilegasta stjómmálamanns sem viö höfum átt hin síöari ár þá sé þaö ekki sigurvegari sem gengur af sviöinu heldur maöur sem finnur og veit aö margt hefur mis- tekist. Puðað í rústunum Þótt stórleikari gangi af sviði er sviöið sjálft þó eftir. Og hvernig lítur sviðið út, nú þegar hetja leiksins gengur út? Satt best aö segja hafa mörg leiktjöld hrunið í þeim darraðar- dansi sem þar hefur verið stiginn. Önnur hafa skekkst, þannig aö áhorfendur hafa séö bakhliö þeirra og gert sér grein fyrir því aö þaö sem þeir héldu trausta byggingu voru bara málaöir pappírsveggir. Eftir á sviöinu standa stuöningsmenn hetjunnar og andstæðingar sem hingað til haf a veriö iðnastir allra við að brjóta niður og eyðileggja. I sameiningu verða einhverjir þeirra nú aö fara að taka saman höndum. The Show Must Go On, sýningin verður að halda áfram, er æðsta boðorö allra leiksýninga. Því er hætt við að ýmsir horfi döprum augum yfir sviðið og kvíöi þeirri tiltekt sem nú bíðurmanna. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen hafði einkum tvennt að leiðarljósi, þegar hún var mynduð. 1 fyrsta lagi að ráðast gegn verðbólgunni og í öðru lagi aðtryggja fulla atvinnu. Allir vita hvernig hefur farið meö verðbólguna. Hún hefur stórlega vaxið. Auðvitað má ýmsu kenna um hvernig þar hefur til tekist og víst hafa þar margar utanaðkomandi aöstæöur orðið til að þyngja róðurinn. En eftir sem áður blasir viö aö ríkisstjóminni hefur mistekist í þeim málum. Þó sýndi þaö sig aö þá sjaldan ríkisstjórnin tók á sig rögg var fólk tilbúið að fylgja henni. Þaö vildi stjórn en ekki stjóm- leysi. Því var það hugleysi sem hún sýndi lengst af í stjóm efnahagsmála lítt skiljanlegt. Hún beið allt of lengi með að gera nauðsynlegar ráðstafanir og þá loks er hún náði samstööu um aðgerðir var það of seint, kosninga- skjálftinn hafði heltekið menn sem ekki þorðu að horfa framan í kjósendur sína og segja þeim óþægilegar staðreyndir. I oröi kveðnu hefur tekist aö tryggja fulla atvinnu. En einnig á því horni sviðsins em leiktjöldin völt og farin að „Ég held aö enda þótt menn minnist Gunnars Thoroddsen sem einhvers gáfaðasta og giæsiiegasta stjórn málamanns sem viö höfum átt hin siðari árþá sé það ekki sigurvegari sem gengur af sviðinu.." riða. Goðsögnin um aö verðbólgan haldi atvinnu uppi er að renna sitt skeið á enda. Það er ekki verðbólgan, sem það hefur gert, heldur geigvænleg skuldasöfnun. Og hún hlýtur að taka enda ef ekki á fórna efnahagslegu sjálfstæði landsins fyrir brauð og leiki. Þannig hafa tvö höfuðmarkmið ríkisstjórnarinnar oröið fögur orð án efnda. Þetta veit fólk. Næstu kosningar munu sýna viðbrögð þess. Upplausn fyrír opnum tjöldum Aldrei fyrr hefur ríkt önnur eins upp- lausn í íslenskum stjórnmálum. Menn hafa horft á stjómarsinna jafnt sem stjórnarandstæðinga ganga þvert á gefin fyrirheit. Loddaraleikurinn á alþingi síöustu mánuðina hefur sann- fært fólk þúsundum saman um að eitt- hvað svo mikið sé að í íslenskum stjómmálum að ekkert annaö en rót- tækur uppskuröur geti komiö lagi þar á að nýju. Lítill vafi er á því að þeir flokkar sem aðild áttu að ríkisstjórn- inni, og er þá átt viö Alþýðubandalag og Framsóknarflokk, munu heyja haröa varnarbaráttu í komandi kosningum. En það skringilega við það allt saman er að þaö verður enginn sóknarþungi í baráttu stjórnarand- stööuflokkanna og er þá átt viö Alþýðu- flokk og Sjálfstæðisflokk. Vamarbar- átta Alþýöuflokksins verður jafnvel enn örvæntingarfyllri en stjórnarflokk- anna því hann mun hreinlega berjast fyrir tilveru sinni. Og Sjálfstæöis- flokkurinn hefur glutrað niður gullvægasta tækifærinu til sigurs, sem hann hefur nokkum tímann fengiö, með ábyrgðarlausri og fáránlegri afstöðu til mála þar sem hann hefur í raun gengið þvert á orð sín. Það er því hnípin sveit sem eftir stendur á sviðinu. Þó er þar hreyfing því senn kemur hinn nýi lukkuriddari islenskra stjómmála inn á sviðið og þeysir þar um á fáki sínum innan um rústirnar. Hann þarf ekki vindmyllur til þess að berjast viö, hvert sprek mun verða honum hinn versti fjandi og svo mun orðgnótt hans og hamagangur verða, að áhorfendur munu margir hverjir trúa því að þegar hann lemur kústskafti sínu um rústirnar þá sé sá kominn sem beðið var eftir og muni frelsa þetta land. En hvemig dróg hans verður útlits að loknu einu kjör- tímabili er önnur Ella. Magnús Bjarnfreðsson. Ákveðinn hluti hagnaðar af sölu á Keflavíkurflugvelli á að renna ti! Ferðemálaráðs en hefur ekki fengist. þess sem hæst gerist í heiminum og verður að lækka verulega eða hverfa meðöllu. Landkynning . Landkynning er eitt af aðalverkefn- um Ferðamálaráðs en til hennar þarf fé. Ákveðinn hluti hagnaðar af sölu á Keflavíkurflugvelli á að renna til Ferðamálaráðs en hefur ekki fengist. Þessu verður sem snarast að kippa í lag. Framkvæmd kynningarinnar er svo annað mál og ætti að vera í fullri sam- vinnu við kynningu afurða okkar. Sólskinsmyndir af landinu eru fallegar en segja verður sannleikann um veðurfar landsins og aðdráttar- linsur má alls ekki nota við töku land- kynningarmynda, nema að það komi fram í myndatexta. Gengisskráning Tvöfalt gengi er ömurlegt og afkára- legt fyrir okkur Islendinga en það verkar einnig mjög illa á útlendinga sem hingað koma og verða að skipta fé sínu á lægra genginu í bönkum. Þetta tvöfalda gengi stuðlar að svörtum mr rkaði. Eitt gengifyriralla. Verðlag og hótel Island er dýrt ferðamannaland. Það er ekki aöeins að dýrt sé að komast hingað vegna fjarlægðar, heldur er þjónusta ýmiskonar einnig dýr. Þjónusta leiösögumanna t.d. er meðal þess, sem hæst gerist í heiminum, en auövelt er fyrir ferðamenn á eigin vegum að spara sér þau útgjöld. Ut- lendir hópar í eigin bílum, sem væntanlega koma i auknum mæli með tilkomu ferjunnar Eddu, geta einnig komist hjá þeim útgjöldum, en þeir hópar sem koma hingað á vegum innlendra ferðaskrifstofa sitja í netinu. Þetta getur leitt til þess að erlendir hópar sneiði í auknum mæli hjá þjónustu íslenskra ferðaskrifstofa og komi í eigin farartækjum eða leigi hópferðabíla án leiðsögumanns. Þetta er slæm þróun, æskilegast er aö allir erlendir ferðahópar hafi íslenska leiðsögumenn. Hótelverð hér er yfirleitt gefið upp í dollurum og er mjög óhagstætt fyrir innlent ferðafólk sem fara vill um landiö og búa sæmilega. Víðast hvar í heiminum er hótelverð gefið upp í doll- urum og er ærið misjafnt eftir löndum. Okkar verðlag er með því hæsta sem gerist en þó eru hér engin hótel í „lúxus” flokki. I nóvember sl. bjó ég í viku á „lúxus” hóteli í Manila, Phillippine Plaza sem er eitt af Westin hótelunum. Dollaraverð þar er svipað og á f yrsta f lokks hótelunum okkar. Á undanförnum árum hefur gisting í heimahúsum stóraukist hér í Reykja- vik, enda þótt hótelin hafi ekki verið fullbókuð á sama tíma. Mér virðist þetta benda til að gæta verði hófs í verðlagningu. Þetta miðast við skráð verð sem einstaklingar á eigin vegum greiða. Hópar fá hagstæöari gistikjör sem samið er um í hverju tilfelli. En okkur vantar alveg „lúxus” hótél og þar átti Krísuvík að koma inn í myndina samkvæmt Checchi- áætluninni. Það er fjöldi fólks í heimin- um sem á næga peninga og feröast á milli „lúxus” hótela, safnar þeim ef svo má að orði komast. Þessi hópur ferðamanna kemur ekki til Islands við núverandi aðstæður. En þurfum við þessa tegund ferðamanna? Auðvitað þurfum við allar tegundir ferðamanna og ekki síst þá sem hafa fjárráð og eyðslugleöi. Hér kemur samvinna við fjölþjóða hótelhringa til greina. Verkföll I fyrri grein nefndi ég verkföll og verkfallshótanir sem ár eftir ár eyðileggja feröamannavertíð að ein- hverju leyti, enda ferðamanna- þjónusta ákaflega viðkvæm fyrir slíku. Ef upp koma hótanir um verkföll í einu landi, hætta menn umsvifalaust og í stórum stíl við ferðir sínar til þess lands það árið og snúa sér að næsta landi. Það er ekki hægt að safna saman „afurðunum” eins og mjólk eða fiski um viku skeið eða svo, túristarnir tapast alveg það árið á tímabili verk- fallsins og næst þar á eftir. I mínum huga eru verkföll og verk- fallshótanir stríðsyfirlýsingar. Viö ættum að útiloka alveg slíkar innanlandsstyrjaldir. Að sjálfsögðu eiga menn og hópar manna rétt til samninga um kaup og kjör en þeim rétti fylgja einnig skyldur. Réttur hvers manns endar þar sem réttur næsta manns byrjar. Hinn svokallaði verkfallsréttur gengur alltaf á rétt ein- hverra annarra þjóðfélagsþegna sem einnig eiga sinn rétt samkvæmt stjórnarskrá og landslögum. Þegar ekki er hægt að semja um hlutina verður að dæma í málinu. Hvers vegna ekki breyta sátta- semjaraembættinu í vinnudómstól tengdan Hæstarétti. Hvorki semjandi aðilar né stjórnvöld mega hafa bein áhrif á þann dómstól. Slíkt fyrir- komulag mundi sæma okkar siðmennt- aða þjóðfélagi. Verkföll og verkbönn leysa aldrei neinn vanda, þau búa til ný vandamál og allir tapa á aðgerðunum. Umfram allt sjálf þjóðin, samheiti okkar allra. Við berjumst við sjálfskaparvíti hér norður á Islandi. Við gætum lifað hér best allra þjóða í heiminum. EinarÞ. Guðjohnsen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.