Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 21
20 DV. FÍMMTUDAGUR 24. MARS1983. Hrólfur Jónsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins í Reykjavík. „Arlega um þrjú þúsund bráðaflutningar í Reykjavík.” DV-mynd S. Hver er reynslan af neyðarbfínum? Tilraunin með rekstur full- komins neyðarsjúkrabíls frá slysadeild Borgarspítalans virðist ætla að gefa góða raun. Eins og kunnugt er hófst þessi tilraun í lok september á síðasta ári og mun hún standa fram til 1. júh' á þessu ári. í fyrstu var bíllinn til taks á Borgarspítalanum frá klukkan 7.30 á morgnana til klukkan 19.30 á kvöldin. En nýlega var timinn lengdur þannig að bíllinn er við slysadeildina til klukkan 23.30 á kvöldin. Auk þess er hann þar nú líka á laugardögum en svo var ekki í upphafi. Þegar bíllinn fer í útkall fara læknir og hjúkrunarfræðingur, ásamt tveimur sjúkra- flutningamönnum, ávallt með bílnum og hefur þetta aukið öryggi sjúklinganna mikið. Þá er það athyglisvert aö sjúkraflutningamenn hafa veriö á námskeiöum hjá læknum á Borgarspítalanum vegna neyðarbílsins og eru námskeiðin um ýmiss konar bráðatilfelli. Er ætlunin að þeir taki próf í lok námskeiðs. Þar sem talsverð reynsla er komin á notkun neyðarbílsins ræddum við nýlega við þá Hrólf Jónsson varaslökkvjliðs- stjóra og Guðmund Þór Axels- son, lækni á lyfjadeild, um reynsluna af bílnum. -JGH. „Legg áherslu á að bíllinn verði áfram" segir Hrólfur Jónsson varaslökkviliðsstjóri „Ég tel reynsluna af bílnum vera mjög góða og legg því áherslu á að bíllinn verði áfram við slysadeild Borgarspítalans,” sagði Hrólfur Jónsson varaslökkviliðsstjóri. „Það er aö mínu mati mikil bót aö læknir og hjúkrunarfræðingur fari meö bílnum á slysstað og hefur það nú þegar skilað árangri,” sagði Hrólfur. „Við lögðum strax mikla áherslu á að auka fræöslu sjúkraflutninga- manna og því hafa þrettán læknar á Borgarspítalanum veriö með námskeið fyrir þá. Eru allir starfs- menn stöðvarinnar á námskeiðinu.” Hrólfur sagði ennfremur að um tólf þúsund sjúkraflutningar væru á ári í Reykjavík og þar af væru um þrjú þúsund bráöaflutningar en neyðarbíliinn sinnti þeim eingöngu. -JGH. Hríngja á Slökkvistöðina — en ekki Borgarspítalann Athygli skal vakin á því, að gefnu tiiefni, að þegar fólk biður um neyðarbílinn er nauðsynlegt að hringja á Slökkvistöðina en ekki Borgarspítalann. Við minnum á símanúmerið á Slökkvistöðinni. Það er 11100. -JGH Hún er oft ljót aðkoman á slysstað. Hér sést Guðmundur Þór Axelsson að störfum eftir árekstur sem varð nýlega á Artúnshöfða DV-mynd:S. Námskeið vegna neyðarbifreiðar Læknar af Borgarspítalanum hafa neyðarbílsins. Sjúkraflutningamönn- námskeiðinu. Að undanförnu hefur Eftirtaldirfyrirlestrarerufluttirá haldið námskeið fyrir sjúkra- unum hefur verið skipt í tvo hópa og seinni hópurinn verið á námskeiðinu námskeiðinu, 1) Heilaáfóll, áverkar, flutningamenn vegna tilkomu fyrir nokkru lauk fyrri hópurinn semmunljúkaílokþessamánaðar. heilaáföll, sjúkdómar (Guðmundur Sjúkraflutningamenn í fyrfrlestri fyrir stuttu. Fyrirlesarf áð þessu sinni var | Jón Ingvar Ragnarsson og sést hann lengst til vinstri á myndinni. DV-mynd: S. Þór Axelsson). 2) Sykursýki-áhættu- þættir æðakölkunar og hjartasjúk- dóma (Gunnar Sigurðsson). 3) Hjartaafrit og hjartalifeðlisfræði. Hjartakveisa, kransæðastífla. (Pálmi V. Jónsson). 4) Hjartsláttartruflanir. Hjartalyf. Endurlífgun Haukur Valdimars- son). 5) Mæði. Hjartabilun og astmi. Lungnalyf með súrefnismeðferö (Helgi Sigurðsson). 6) Brunar (Hrafnkell Oskarsson). 7) Reykeitr- un, köfnun, drukknun, öndunarhjálp. Shock, blóð- og vökvameðferð (Olaf- ur Z. Olafsson). 8) Bráðar geð- truflanir (Hannes Pétursson). 9) Brot-almennt. Utlimabrot, hrygg- brot, mjaömargrindarbrot (Ragn- ar Jónsson) 10) Kviðarhols- og brjóstholsáverkar. Bráðir kviðverk- ir (Jón Ingvar Ragnarsson). 11) Að- svif. Hitakrampar, flogaveiki, alkóhólfráhvarf (Guðmundur Þór Axelsson). 12) Eitranir (Pálmi V. Jónsson). 13) Fæðingar (Tryggvi Þorsteinsson). 14) Hópslysaáætlun. Skipulag á slysstað (Kristinn Guðmundsson). 21 DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. NeyðarbflUim er mjög vel búinn tækjum. Hér sýnir Guðmundur okkur tosku sem í er súrefniskútur svo og fleira sem nota má við öndunarstopp. Með Guðmundi á myndinni er Kristján Ólafsson sjúkraflutningamaður. „Ótvírætt gagnerað bílnum” — segir Guðmundur Þór Axelsson læknir „Það er ótvírætt gagn aö bílnum og með tilkomu hans hefur mörgum mannslífum verið bjargað,” sagði Guðmundur Þór Axelsson, læknir á lyfjadeild Borgarspítalans, en hann er einn af fjórum læknum, sem hafa skipst á að fara með neyðarbílnum. Guðmundur sagði að neyðarbíllinn væri mest notaður í bráðatilfellum eins og hjarta- og kransæðatilfellum, þannig að hann væri ekki eingöngu notaður þegar slys bæri að höndum einsogsumir héldu. Neyðarbíllinn er mjög vel útbúinn og með sams konar útbúnað og notaður er við bráðaþjónustu á slysa- deildinni sjálfri. Má þar nefna að í bílnum er lyfjataska sem í eru öll lyf sem á þarf að halda í bráðatilvikum. Einnig er í bílnum mjög fullkomiö tæki sem sýnir hjartalínurit og nota má til að gefa hjartarafstuð. „Með því að fara með bílnum og vera jafnvel útbúnir og raun ber vitni höfum við getað komiö það snemma tii hjálpar að það hefur bjargað lífi sjúklinga. En í slikum tilfellum skiptir hver mínúta, sem sjúklingur kemst fyrr undir læknis- hendur, miklu máli,” sagði Guö- mundur. Aðspuröur sagði hann að lokum að notkun sérstakra neyðarbíla frá sjúkrahúsum þekktist á flestum stærri stöðum erlendis. -JGH. 1 bflnum er lyf jataska sem i eru öll Iyf sem á þarf að halda í bráðatilvikum. „Með tilkomu bflsins hefur mörgum mannslífum verið bjargað.” Nýkomnar ,,SCOTCH"-diskettur frá 3M ýmsar stærðir og gerðir — Úrvais vara. HAFiÐ SAMBAND G. ÞORSTEIIMSSOIM & JOHNSON H/F ÁRMÚLA 1 - REYKJAVÍK - SÍMI 85533. 1ARSAFMÆU old<ar, höfum við afmadisveró áeftiyi umréttmwídag. 1/4 pönnukjúklingur kr. 30.- Pönnuborgari - 25.- Pönnufiskur - 10.- Franskar kartöflur - 10.- Salat - 7.- Sósur - 7.- Gos (með mat) - 0.- ís (eftir mat) - 0.- (Zse&út encc emt wím&i eétt Viö kaupum hráefnið frá eftirtöldum aöilum: Bakarameistarinn, Fiskbúðin Sæbjörg, ísfugl, Kaupfélag Svalbaröseyrar, Kjörís, Sanitas. SvARTA PAINNAIN Hraðrétta veitingastaður í hjarta borgarinnar O á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis Sími 16480

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.