Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 24
24 DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. SPURNINGAR DUNDU A RAGNARIARNALDS — á fundi með íslenskum námsmönnum í Kaupmannahöfn „I Morgunblaöinu kom nýlega fram að Islendingar væru orönir ein skuldugasta þjóö heims. Ertu sam- mála?” „Ég get ekki alltaf hrósaö Morgun- blaöinu fyrir að segja sannleikann, en þetta var alveg rétt.’r „Getum viö vitaö hvort kjarnorku- vopneruálslandi?” „Því miöur höfum viö ekkert í höndunum og ég er hræddur um aö ekki einu sinni Oli Jó hafi hugmynd umþaö.” „Hvaö ætliö þiö aö kyrja álsöng- innlengi?” „Þangað til hann er orðinn þjóö- kór.” Spurningarnar dundu á Ragnari Arnalds á þriggja tíma fundi sem hann hélt meö fjörutíu námsmönn- um í Kaupmannahöfn á þriðjudags- kvöld. „Aðalstef okkaralþýöubanda- lagsmanna,” sagöi hann, „eru aö kjörin rými ekki meira en þjóöar- tekjumar (um 8% á síðasta ári), aö halda fullri atvinnu, skeröa ekki fé- lagslega þjónustu, standa gegn auknum framkvæmdum á Kefla- víkurflugvelli og síöast en ekki síst álmálið. Það er stórkostlegt hags- munamál að fá orkuveröiö tvöfald- að. Ef aðrir flokkar vilja ekki ljá því fylgi, þá mun Alþýöubandalagiö setja fram kröfu um það einhliöa. ” Ragnar vefengdi ekki nýlega frétt í Politiken um að verðbólga á Islandi væri nú nálægt 75%. Var á honum aö skilja aö verðbólgan væri allt að því nauðsynleg til þess aö allir heföu at- vinnu. „Væri ekki hægt aö mæta minnk- andi atvinnu með því aö stytta óhóf- lega langan vinnudag, stefna að 40 stunda vinnuviku?” spurðu náms- menn og sumir gagnrýndu Alþýöu- bandalagiö fyrir aö ganga of langt í samvinnu viö borgaraflokkana. Við ætlum að kyrja álsönginn þangað til hann verður orðinn þjóðkór, sagði Ragnar Arualds. Umræöumar vom hinar fróðleg- ustu og nú er aö heyra hvað þeir Birgir Isleifur Gunnarsson og Geir Haarde segja er þeir birtast hér á fimmtudagskvöld. ihh/PÁ Viöeyingaf élagið varar við f ramkvæmdum í Viðey. x ■ • Í ' '1' lárir ippar Viðeyingafélagið: VARAR VIÐ FRAM- KVÆMDUM í VIÐEY Viðeyingafélagið hefur sent Davíö Oddssyni borgarstjóra skeyti þar sem þaö varar viö því aö skipuleggja i Viðey íbúða- eöa athafnasvæöi að ööru leyti en því sem nauðsynlegt er úti- vistaraðstööu. Jafnframt því sem Viðeyingafélagiö óskar borgaryfirvöldum til hamingju með kaupin, bendir þaö á aö eyjan myndi missa gildi sitt sem kjörið úti- vistarsvæöi og óviöjafnanlegur griða- staður ef hrapaö yrði þar aö fram- kvæmdum. Er sérstaklega tekiðframí skeytinu aö fjörur eyjaripfiar eigi engan sinn líka í nágrenni höfuö- borgarsvæðisins. Vill félagið meö þessu benda yfirvöldum og almenningi á mikilvægi þess að náttúm eyjarinnar veröi haldiö ósnortinni. -OEF. Samvinnubankinn: SAMDRÁTTUR í INN- OG ÚTLANUM Hreinn rekstrarafgangur Samvinnu- bankans á árinu 1982 var tæpar 8,8 milljónir króna og er það aðeins 29,8% árshækkun miðað viö fyrra ár, að því er fram kemur í ársskýrslu Samvinnu- bankans sem lögð var fram á síðasta aðalfundi. Heildarinnlán í Samvinnubankanum jukust um 55,9% á árinu, en hins vegar um 72,6% á árinu 1981. Innlánsaukning viöskiptabankanna nam hins vegar um 60,6% á árinu 1982 og lækkaði því hlut- deild Samvinnubankans í innlánum þeirra úr 9,1% í 8,9%. Heildarinnlán í Samvinnubankanum vom tæpar 774 milljónir í árslok 1982. Aukning heildarútlána bankans var á síðasta ári 59,1% samanboriö viö 85,4% árið 1981. Útlánsaukning við- skiptabankanna í heild var hins vegar 91,6% þannigaöhluturSamvinnubank- ans í útlánum þeirra lækkaöi úr 7,3% í 6,1%. Heildarútlán Samvinnubankans námu rúmum 610 milljónum á árinu 1982. A rekstrarreikningi bankans voru gjaldfærðar 1,7 milljónir króna sem framlag á afskriftareikning útlána. A árinu 1982 vom gjaldfæröar á þennan reikning tæpar 2,2 milljónir króna vegna útlána sem talin vom töpuö. Gefin vom út jöfnunarhlutabréf að upphæð tæpar 6,6 milljónir og hækkaöi hlutafé bankans þar með um 87,5%. ÖEF Frá aðalfundi Samvinnubankans. Tommaralli frestað Hinu árlega Tommaralli, semfyrir- hugaö var aö halda dagana 26. og 27. mars 1983, hefur verið frestaö og verður haldið dagana 9. og 10. apríl ’83. Tommarall 1983 er fyrsta rall- keppnin á árinu. Eknar verða hefö- bundnar leiöir í nágrenni Reykjavíkur, alls um 300 km. Er Tommarall 1983 ekið í tveimur áföngum þannig aö ekn- ir verða u.þ.b. 150 km á dag. Sérleiðir em um 30% af keppninni. Skráning keppenda er hafin og hafa 17 keppendur skráð sig nú þegar. öðrum skráningarfresti lýkur þann 31. mars og em væntanlegir keppendur sem ekki hafa skráð sig hvattir til aö gera þaðnúþegar. Allarnánari upplýsingar um Tommarall 1983 er hægt að fá alla fimmtudaga milli kl. 20 og 23 á skrifstofu Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykja- vikur aö Hafnarstræti 18 Rvík, sími 12501, svo og í stjórnstöð og upplýsingamiðstöð Tommaralls 1983 í félagsmiðstöðinni Þróttheimum viö Holtaveg dagana 9. og 10. apríl. SBG/ÁÓ (starfskynning)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.