Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. LÖGMENN Munið aðalfund Lögmannafélags íslands að Hótel Sögu, hliðarsal 2. hæð, á morgun föstudaginn 25. mars kl. 13.30. Árshóf félagsins að kvöldi sama dags að Hótel Sögu, Átthagasal, og hefst kl. 19. stjOrnin. Sumarbústaður Til sölu mjög skemmtilegur 40 ferm sumarbú- staður sem stendur á fögrum útsýnisstað í landi Vatnsenda á einum ha. lands. Verönd á þrjá vegu. Nýlegt og gott innbú og áhöld fyigja. Verð kr. 450.000 en 400.000 staðgreiðsla. Verður sýndur um helgina. Upplýsingar hjá Eignamiðluninni í síma 27711. PANTANIR Sími 13010 HÁRGREIÐSLU- STOFAIM KLAPPARSTÍG 29 Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarum- dæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grinda- víkur og Gullbringusýslu fyrir árið 1983. Aðalskoðun bifreiða í Grindavík fer fram dagana 28., 29. og 30. mars nk. kl. 9—12 og 13—16 við lög- reglustöðina aö Víkurbraut 42, Grindavík. Aðalskoðun í Keflavík hefst síðan 5. apríl nk. sem hér segir: Þriðjudaginn 5. apríl Ö- 1—Ö- 100 miðvikudaginn 6. apríl Ö- 101—Ö- 200 fimmtudaginn 7. apríl Ö- 201—Ö- 300 föstudaginn 8. apríl Ö- 301—Ö- 400 mánudaginn 11. apríl Ö- 401—Ö- 500 þriðjudaginn 12. apríl Ö- 501—Ö- 600 miðvikudaginn 13. apríl Ö- 601—Ö- 700 fimmtudaginn 14. apríl Ö- 701—Ö- 800 föstudaginn 15. apríl Ö- 801—Ö- 900 mánudaginn 18. apríl Ö- 901—Ö-1000 þriðjudaginn 19. apríl 0-1001—0-1100 miðvikudaginn 20. apríl 0-1101—Ö-1200 föstudaginn 22. apríl 0-1201—Ö-1300 mánudaginn 25. apríl 0-1301—Ö-1400 þriðjudaginn 26. apríl 0-1401—0-1500 miðvikudaginn 27. apríl 0-1501—Ö-1600 fimmtudaginn 28. apríl 0-1601—Ö-1700 föstudaginn 29. apríl 0-1701—Ö-1800 Skoöjnin fer fram að Iðavöllum 4, Keflavík, frá kl. 8-12 og 13-16. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja, s.s. bifhjóla, og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og gildri ábyrgðartryggingu. í skráningarskírteini bifreiðarinnar skal vera áritun um að aðalljós hennar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1982. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. 21. mars 1983 Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu. Sjónstöö að Hamrahlíð 17 stof nkostnaður er 4,6 milljónir króna 1 viðbótarbyggingu Blindrafélags- ins í Hamrahlíð 17, Reykjavík, er gert ráð fyrir húsnæði undir fyrir- hugaöa sjónstöð. Sjónstöð er stofnun sem sjónskertir geta leitað til. Þar fá þeir fyrst skoðun augnlæknis, gler- augnafræðingur finnur viöeigandi sjónhjálpartæki og síðan tekur augn- þjálfi við og þjálfar viðkomandi einstakling í notkun sjónhjálpar- tækja viö lestur og jafnvel vinnu. Einnig starfa á sjónstöö félagsráð- gjafi og ritari. Á sjónstöð er haldin skrá yfir sjón- skerta einstaklinga, í samvinnu við landlækni. Einnig annast stofnunin úthlutun sérhæfðra hjálpartækja, svo sem sjónglerja, lessjónvarps- tækja og fleira. Mikill kostnaöur er því samfara að stofnsetja sjónstöð eða 4,6 milljónir á núverandi verðlagi. Unniö er að undirbúningi lagafrumvarps þar sem gert er ráð fyrir að hið opinbera annist rekstur sjónstöðvarinnar. Þó er ljóst að seint gengur að gera sjón- stöð að veruleika nema með aðstoö hinna ýmsu félagasamtaka í landinu. Kiwanishreyfingin á Islandi vinnur á þessu starfsári að mál- efnum blindra. Til dæmis verður Kiwanisklúbburinn Esja í Reykjavík með fjölskylduskemmtun í Laugar- dalshöllinni 4. apríl næstkomandi. Allur ágóði af henni rennur til tækja- kaupa fyrir sjónstööina. -JBH. Tónlistarhátíð ungra einleikara — verður haldin í Osló í haust Tónlistarhátíö ungra einleikara á Norðurlöndum (Biennale for unge nordiske solister) veröur haldin í Osló dagana 13.—20. október 1984. Þetta er þriöja hátíöin af þessu tagi en áður hefur hún farið fram í Kaupmannahöfn 1980 og Stokkhólmi 1982. Hátíðin er haldin á vegum Tónlistarháskólaráðs Norðurlanda en fulltrúi Islands í ráðinu er Jón Nordal skólastjóri. Markmiðið með hátíðinni er aö gefa ungum einleikurum, einsöngvurum og samleiksflokkum tækifæri til aö koma fram á einleikstónleikum og með bestu hljómsveitum. Þeir eru kynntir fyrir aðilum sem skipuleggja tónleikahald og koma fram í fjölmiölum. Samnorræn nefnd velur endanlega úr umsóknum en forval fer áður fram í hverju landi fyrir sig. Þátttakendur mega ekki vera yfir þrítugt. Umsóknareyðublöð verða afhent og allar nánari upplýsingar gefnar í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 1. júní 1983. -JBH. Manuela Wiesler er einn þeirra íslend- inga sem tekið hafa þátt í tónlistar- hátíð ungra einleikara. Prófessor f f élagsráðgjöf í heimsókn — flytur fyrirlestra um félags- og kennslumál Stéttarfélag íslenskra félagsráð- gjafa og félagsvísindadeild Háskóla Islands hafa fengið hingað til lands prófessor Bengt Börjeson. Börjeson er vel þekktur á Norðuriöndum á sviði félags- og kennslumála. Hann var um margra ára skeið rektor viö Social Högskolan í Stokkhólmi, hefur veitt forstöðu hinu vel þekkta meðferðar- heimili Bamby Ská í nágrenni Stokk- hólms og er nú prófessor í félagsráð- gjöf við háskólann í Umeá. Prófessor Bengt Börjeson mun halda endurmenntunamámskeið fyrir félagsráögjafa um efnið: „Félags- legar og persónuiegar forsendur félagsráðgjafastarfsins”. Hann mun ennfremur halda námskeiö fyrir starfsfólk fjölskyldudeildar Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar um efnið „Börn í kreppu — hið erfiða bamaverndarstarf”. Auk þess heldur hann tvo opinbera fyrirlestra. -JBH. Athugasemdir um gullskipið frá Félagi íslenskra safnmanna Stjóm Félags íslenskra safn- manna hefur lýst yfir áhyggjum sín- um vegna þeirrar samþykýtar Al- þingis að veita ríkisábyrgð fy rir töku 50 milljón króna láns til að fjár- magna uppgröft á flaki „Het Wapen van Amsterdam” á Skeiðarársandi. Bendir stjórnin m.a. á eftirtalin atriði máli sínu til stuönings. Það er ábyrgðarleysi aö ætla aö grafa upp skipið án þess að fyrir liggi ákvörðun um hvað gera skuli við það. Nauðsynleg eftirmeðferð getur orðið allt að helmingi dýrari en upp- gröfturinn sjálfur, og enginn bún- aður er tiltækur hér til slíkrar meö- ferðar og fæst ekki fyrirvaralitið er- lendis. Kaupfarið hefur iitið gildi fyrir ís- lenska menningarsögu, heldur eink- um fyrir hollenska. Því er ekki meiri hætta búin af að liggja í sandinum í nokkur ár enn, meðan gengið er frá framtíðaráætlun um vörslu þess. Þaö er skylda yfirvalda að hafa fullt samráö við hollensk þjóðminjayfir- völdumskipið. Bent er á að upphæðin sem verja skal til uppgraftar skipsins er tíu sinnum hærri en allt framlag ríkisins til Þjóðminjasafns Islands á þessu ári. Til uppbyggingar Sjóminjasafns Islendinga sjálfra veitir Aiþingi á þessu ári 1,2 milljónir króna eða einn fertugasta af því sem eyða skal í uppgröftinneystra. Loks er þess getið að síöastliðin fimm sumur hafi staðiö yfir einn umfangsmesti'fomleifauppgröftur á landinu á Stóm-Borg. Þar hafa þegar fundist 3500 fomgripir, eða fleiri en á nokkrum öðrum stað á landinu. Flestra þeirra bíöur senni- lega eyöilegging vegna skorts á fé til að varðveita þá fyrir eyöingu andrúmsloftsins. Þjóðminjasafnið hefur ekki haft bolmagn til að kosta þennan uppgröft af f járveitingu sinni frá Alþingi. Það hefur verið gert fyrir fé úr Þjóðhátíðarsjóði, sem á síöasta sumri nam 350 þúsundum króna, eða einu prósenti af því sem í sumar skal renna út í Skeiðarársand. -PÁ. Árleg veiting ríkisborgararéttar á Alþingi: Þrjátíuogsex nýir landsmenn Veiting íslensks ríkisborgara- réttar til handa þeim sem hafa áður erlent ríkisfang er í höndum Alþingis. Á hverju alþingi eru samþykkt ný og ný lög um 30—40 nýja ríkisborgara, eftir minnst sex umræður í báðum þingdcild- um til samans. Raunar er þessi athöfn næstum sjálfvirk og sjaldnast tekur nokkur þingmað- ur til máls. Söm er þó gerðin. Og að þessu sinni voru 36 nýir lands- menn teknir í tölu íslenskra ríkis- borgara, svo vítt og breitt úr heiminum aö fyrri ríkisföng þeirra voru y fir 20 talsins. -HERB. LakktilSovét Nýlega hefur verið gerður samningur við Sovétmenn fyrir milligöngu Boris L. Radivilov, viðskiptafulltrúa þeirra hér, um sölu á eitt þúsund tonnum af hvítu lakki. Afhending skal fara fram á næstu þrem mánuð- um. Málningarverksmiöjurnar Harpa h/f og Sjöfn skipta þessum samningi á miUi sín að jöfnu. -SBG/ÁO, starfskynning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.