Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. Guðrún Kolbrún Signrðardöttir lést 8. mars sl. Hún var fædd í Reykjavík 15. júní 1943. Foreldrar hennar eru Sig- urður M. Helgason og Þorbjörg Gísla- dóttir. Guðrún lauk prófi úr Kennara- háskóla Islands áriö 1969, kenndi fyrst um nokkurra ára skeið við Langholts- skólann , síðan eitt ár í Melaskóla og annað í Mýrarhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi. Guðrún stundaði einnig nám viö Myndlista- og handíðaskólann um fjögurra ára skeiö og lauk þaöan prófi úr keramikdeild. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Þorsteinn Geirs- son. Þau eignuðust 3 börn. Utför Guðrúnar verður gerð frá Fossvogs- kapellu í dag kl. 13. Þórður Gunnar Jónsson lést 16. mars sl. Hann var fæddur 27. ágúst 1905 að Norðurkoti á Kjalarnesi. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Andersdóttir og Jón Jónsson. Eftirlifandi eiginkona Þóröar er Guðrún Elísabet Björnsdótt- ir. Þau eignuðust 3 börn en misstu eitt skömmu eftir fæðingu. Lengst af starf- aði Þórður sem lagermaður hjá Fálkanum. Utför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Haukur og Ólafur raftækjaverslun AUGLÝSIR Raflagnir í úrvali t.d. ELCO rofar, tenglar, fjöltengi og fatningar bæði á loft og veggi, einnig höfum við rofa, vegg og loftdósír. SIEMFNS rofa, tengla. töflurofa, tnflutengla, varrofa og lekaliða. TICINO rofar, tenglar og klær. BJARG rofadósir og veggdósir. Plaströr, hólkar beygjur, töflustútar, loftplötustútar o.fl. o.R. TONGSRAM 'jnsaperur, yfir 200 gerðir. SYLVANIA flúrperur frá 8 til 65 vött. FAM ryksugur og fylgihlutir. H0BART rafsuðuvélar og rafsuðuvír í úrvali. M0T0R0LA ahernatorar i bíla, báta og vinnuvélar, 6-32 V, 30-120 amper. PARIS - RH0NE startarar í franska bila. NOACK rafgeymar í flestar bifreiðir. VACO verkfæri. STANLEY verkfæri. METABO rafmagnsverkfæri. DAV hleðslutæki i ýmsum stærðum. RULE dráttarspil á bfla og einnig til að draga með báta á vagna. ÖNNUMST EINNIG ALLAR ALMENNAR RAFMAGNSVIÐGERÐIR OG NÝLAGNIR Í HÚS OG VERKSMIÐJUR. Haukur og Ólafur raftækjaverslun Ármúla 32 -Sími 37700 - Reykjavík Vigfús Árnason hárskeri, Álfhólsvegi 109, lést í Borgarspítalanum þriöju- daginn 22. mars. Heiðveig Guðjónsdóttir, Garðastræti 13, andaðist 22. mars. Þorkell Gunnarsson bryti er látinn. Sveingerður Egilsdóttir, Reykjamörk 8 Hveragerði, er lést föstudaginn 18. mars, verður jarðsungin frá Kot- strandarkirkju Ölfusi, laugardaginn 26. mars kl. 14. Vilhelmina Ólafsdóttir, Hraunhólum 4, Garðabæ, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 25. marskl. 14. Minningarathöfn um Hólmfríði Sóley Hjartardóttur frá Hlíð, Langanesi, sem andaðist 20. þ.m., verður í Foss- vogskapellu föstudaginn 25. mars kl. 15. Jarðarförin fer fram frá Sauðanes- kirkju þriðjudaginn 29. mars kl. 14. Lúðvík Jónsson bakarameistari, Ártúni 3 Selfossi, sem andaðist að morgni 21. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 26. mars kl. 14. Guðbjörg Kristín Bárðardóttir kenn- ari, Austurvegi 13 tsafirði, verður jarð- sett frá Isafjarðarkirkju laugardaginn 26. mars kl. 14. í gærkvöldi í gærkvöldi Smáborgaraleg siðferðisvella Sjónvarpið skildi við einn heimils- vina þjóðarinnar, J.R., liggjandi í blóði sínu í gærkvöldi. Hvort sem mönnum er það ljúft eða leitt, má ganga út frá því sem vísu að ekki sé hann dauður, enda meiri viðskipta- hagsmunir í húfi en svo fyrir fram- leiðendur þáttanna. Efnisþráðurinn í þessari smá- borgaralegu siðferðisvellu er fáfengilegri en tárum taki. Samt segja kannanir að stór hluti þjóðar- innar liggi yfir þessu og þá hlutfalls- lega mest táningar og miðaldra húsmæður í dreifbýli. Hvaö þessir ólíku hópar finna sameiginlegt í þessum þáttum er mér hulin ráð- gáta. Ris hvers þáttar virðist ná há- marki með einhverju óþverrabragði þessa J. R. Honum er sífellt stillt upp sem óþokkanum gegn góða gæjanum Bobby, bróður sínum, sem kjamyrt fólk myndi kalla súkkulaöidreng. Samt er ekki annað að sjá en J. R. sé fullkomlega samkvæmur sjálfum sér og því umhverfi sem verið er að skapa í þessum þáttum. Hann viður- kennir og skilur að bisniss er bisniss. Svo þegar hann hefur verið verulega útsjónarsamur í viðskiptunum og firrt sig og sina stórtapi með snörum handtökum er dæminu snúið þannig að áhorfandinn á að fá samúö með þeim sem ekki voru nógu kænir í kaupsýslunni. Ég var ósnortinn. Ef einhver sannleiksglæta væri í þessum þáttum þá væri viðurkennt að í olíubisniss eins og öðrum stór- bisniss er almennt siðferði álitið kerlingavæl. Þess vegna er þessi siðferöisslepja hlægileg. Þættimir um skoðanir Desmond Morris á mannkyninu eru mér hins vegar að skapi. Vísindalegt gildi kenninga hans hefur löngum verið dregið stórlega í efa. En hvað sem því líður þá er ómótmælt að hann kann að setja hugmyndir sínar fram á aðgengilegan hátt. Ölafur E. Friðriksson Tónleikar Burtfararprófstónleikar frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur burt- fararprófstónleika föstudaginn 25. mars kl. 20.30 síðdegis í sal skólans, Skipholti 33. Atli Ingólfsson, nemandi Snorra Snorrasonar, leikur einleik á gítar. Á efnisskrá eru verk eftir Scarlatti, J.S. Bach, M. de Falla, Villa Lobos og Albeniz. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Sinfóníutónleikar í Háskólabíói Nicholaus Braithwaite, sem hefur undanfarið verið aðalstjórnandi óperunnar í Gautaborg, mun stjórna næstu sinfóníutónleikum í Há- skólabíói í kvöld fimmtudag, kl. 20.30. Braithwaite vakti heimsathygli fyrir nokkrum árum þegar hann stjómaði, að sögn gagnrýnenda, frábærri uppfærslu á Niflunga- hringnum eftir Wagner við English National Opera í London. Hann hefur einnig verið gestastjórnandi við margar bestu hljóm- sveitir heims, svo sem Royal Philharmonic, London Philharmonic og Halie. Fyrir utan forleikinn að Don Giovanni eftir Mozart og Pólóvetsdansana sívinsælu eftir Borodin (þaðan sem Sinatralagið Stranger in Paradise er ættað) eru á efnisskránni tvö verk eftir mesta tónskáld Bretlands á þessari öld, Benjamin Britten, sem hér á landi er liklega best þekktur fyrir óperuna Litli sótarinn sem islenska óperan hefur verið með á efnisskránni í vetur. Þá ættu margir óperu- unnendur að muna eftir þegar Skoska óperan kom hingað og flutti eftir hann tvær óperur í Þjóðleikhúsinu: Turning of the Screw og Albert Herring. Verk Brittens, sem flutt verða að þessu sinni, eru líka söngverk; Les Illumonations, lagaflokkur fyrir tenór og hljómsveit, og Serenade fyrir tenór, horn og strengi. Einsöngvari i báðum þessum verkum verður skoski tenórinn Alexander Oliver, sem hefur starfað mikið við óperu í Bretlandi og verið fastráðinn við Skosku óperuna og English National en einnig komið fram sem einsöngvari á sinfóníutónleikum, t.d. með Concertgebouw í Amsterdam, Houston og Chicago hljómsveitunum og mörgum helstu hljómsveitum Bretlands. Hornhlutverkið í Serenöðu Brittens er fullkomið sólóhlutverk, enda samið sérstaklega fyrir einn mesta hornleikara sem uppi hefur verið, Englendinginn Dennis Brain. Það verður Joseph Ognibene, fyrsti hornleikari Sl, sem leikur það að þessu sinni. Hann er frá Los Angeles í Bandaríkjunum, en hefur starfað hér undanfarin tvö ár við sívaxandi aðdáun og vinsældir. Basarar Kökubasar Framkonur verða með glæsilegar tertur beint á páskaborðið laugardaginn 26. mars kl. 13 í Framheimilinu við Safamýri. Sjáumst. Tilkynningar Guðsþjónusta Föstuguðsþjónusta verður í kvöld, fimmtu- dag.kl. 20.00. Séra Frank M. Halldórsson. Kaupmálar Hinn 1. febrúar sl. var skrásettur viö bæjarfógetaembættið á Húsavík viö- bótarkaupmáli milli hjónanna Bjöms H. Jónssonar, Höfðabrekku 21 Húsa- vík og Ástu S. Valdimarsdóttur, sama stað. Hinn 9. febrúar sl. var skrásettur við bæjarfógetaembættiö í Kópavogi við- bótarkaupmáli milli hjónanna Bjama Gunnarsson Engihjalla 1 Kópavogi og KristínarB. Hjaltadóttur sama stað. Hinn 24. janúar sl. var skrásettur við bæjarfógetaembættið á Akureyri kaupmáli milli Sigurðar Hreins Jóns- sonar, Þórunnarstræti 91, Akureyri og Ellenar Más Pétursdóttur sama stað. LeikrK um Guflrúnu Ósvífursdóttur frumsýnt hjá LR I kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur nýtt íslenskt leikrit, Guðrúnu, eftir Þórunni Sigurðardóttur. Leikritið byggir á Laxdæla- sögu og fjallar einkum um Guðrúnu Osvífurs- dóttur, ævi hennar og ástir. Það gerist á Islandi og í Noregi um og skömmu eftir kristnitöku. Hin fræga ástar- og harmsaga Guðrúnar og þeirra fóstbræðra Kjartans Olafssonar og Bolla Þorleikssonar er að sjálf- sögðu meginhluti verksins en milli 20 og 30 persónur koma við sögu. Með hlutverk Guðrúnar fer Ragnheiður Arnardóttir, sem leikur nú í fyrsta skipti hjá Leikfélaginu en hefur áður leikið ýmis hlut- verk í Þjóðleikhúsinu, hjá Alþýðuleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og Gránufjelaginu. Hún lauk prófi frá Leiklistarskóla Islands 1978. I hlutverki Kjartans er Jóhann Sigurðarson, hann lauk prófi frá Leiklistarskólanum 1981 og hefur leikið hjá Leikfélaginu m.a. titilhlut- verkið í Jóa og Arnald í Sölku Völku. Bolli Þorleiksson er leikinn af Harald G. Haralds- syni, sem hefur verið í hópi yngri leikara LR um árabil og farið með ýmis veigamikil hlut- verk, meðalþeirra titilhlutverkið I Hemma og Natan Ketilsson í Skáld-Rósu. Sex aðrir leikarar leika önnur hlutverk. Þeir eru: Jón Hjartarson (m.a. Olafur konungur Tryggvason), Soffía Jakobsdóttir (m.a. Ingibjörg konungssystir), Valgerður Dan (m.a. Hrefna, kona Kjartans), Jón Júlíusson (m.a. Olafur pái, faðir Kjartans), Aðalsteinn Bergdal (m.a. Þorvaldur, fyrsti eiginmaður Guðrúnar) og Hanna María Karlsdóttir (m.a. Bróka-Auður). Guðrún er fyrsta leikrit Þórunnar Sigurðar- dóttur, sem f ram að þessu hefur einkum verið þekkt sem leikari og leikstjóri. Hún hefur þó iðjulega tekið þátt í samningu leiksýninga hjá Litla leikfélaginu, Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Þórunn lauk prófi frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1%7 og tók fljótlega að leika hjá félaginu. Hefur hún leikið þar ýmis hlutverk svo og í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur á síðari árum snúið sér í æ ríkara mæli að leikstjórn og er Guðrún 10. leikstjórnarverkefni hennar. Hún hefur áður sviðsett hjá LR Söguna um litla krítarhringinn, einnig sýningar hjá Leikfélagi Akureyrar, Alþýöuleikhúsinu, Leiklistarskóla Islands og í sjónvarpi. Messíana Tómasdóttir gerir leikmynd og búninga. Hún hefur áður unnið nokkur verkefni fyrir LR, en hefur gert leikmynd og búninga við fjölmörg verkefni í Þjóðleikhús- inu, hjá Alþýðuleikhúsinu og viðar. Má þar nefna Don Kíkóta, Við borgum ekki, söngleik- inn Gust, Oliver Twist og Súkkulaði handa Silju. Höfundur tónlistar í Guörúnu er Jón Asgeirsson. Hann er löngu landskunnur fyrir tónsmíðar sínar og má þar m.a. nefna óperuna Þrymskviðu og ballettinn Blindis- leik, hvort tveggja flutt í Þjóðleikhúsinu. Lýsing er í höndum David Walters, sem starfar nú í fyrsta sinn hjá Leikfélagi Reykja- víkur en hefur á undanfömum árum getið sér gott orð sem ljósahönnuður í ýmsum sýningum í Þjóðleikhúsinu, hjá Leikfélagi Akureyrar, Nemendaleikhúsinu og víðar. Sem fyrr segir er frumsýningin á Guðrúnu í kvöld, önnur sýning er á föstudagskvöld og þriðja sýning á sunnudagskvöld. Lögfræflingafólag íslands, fundarboð Fundur verður í félaginu fimmtudaginn 24. mars nk. kl. 20.30 i stofu 101 í Lögbergi. Eiríkur Tómasson héraðsdómslögmaður ræðir um: Takmarkanir á úrskurðarvaldi dómenda samkv. 60. gr. stjórnarskrárinnar. Framsögumaöur mun gera grein fyrir þeim takmörkunum sem til þessa hafa verið taldar á úrskurðarvaldi dómstóla um ákvarðanir stjórnvalda. Takmarkanir þessar eru: 1. Réttarfarsskilyrði. 2. Fullnaðaraúrskurðarvald stjórnvalda. 3. Frjálst mat stjórnvalda. Lýst verður skoðunum fræðimanna og reifaðir allmargir nýlegir hæstaréttardómar til skýringar á umræðuefninu. Á grundvelli þessa verður leitast við að gera grein fyrir því hverjar séu í raun takmarkanir á fyrrgreindu úrskurðarvaldi dómstóla. Stangast þær niður- stöður a.m.k. að einhverju leyti á við hinar hefðbundnu kenningar fræðimanna á þessu sviði. Fyrirlestur framsögumanns, að niður- stöðum undanskildum, liggur fyrir og geta félagsmenn vitjað ljósrita af honum hjá eftir- töldum stjórnarmönnum: Þorgeiri Örlygs- syni Hæstarétti, Olöfu Pétursdóttur dóms- málaráðuneyti og Guðrúnu Erlendsdóttur Hæstarétti. Stjórnin. Ath. Unnið er að endurskoðun félagaskrár Lög- fræðingafélagsins og áskrifendaskrár Tíma- rits lögfræðinga. Vinsamlegast látið vita um ný heimilisföng. Tilkynningar óskast sendar til gjaldkera Lögfræðingafélagsins, Valgeirs Pálssonar, c/o Trygging h/f, Laugavegi 178, 105 Reykjavík. Ferðalög Útivistarferðir Lækjargötu 6, sími 14606, símsvari utan skrifstofutima. Útivistarkvöld í kvöld, fimmtud. 24. mars, kl. 20.30 í Borgartúni 18, kjallara. Myndir úr dags- ferðum og Eldgjá/Þórsmörk í fyrrasumar o.fl. Kynning á páskaferðum. Komið og feröist með okkur í huganum eina kvöldstund. Kaffi og með því í hléinu. Dagsferðir sunnud. 27. mars Upplýsingar á skriístofu og í símsvara 14606 allan sólarhringinn Páskaferðir brottför 31. mars — 5 dagar: 1. öræfasveit. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli, tindar, jöklar og heitir lækir. Fararstj. Ingi- björg Ásgeirsd. og Styrkár Sveinbjarnarson. 2. Snæfellsnes. Ovenju margir sérkennilegir staðir, gengið á jökidinn. Fararstj. Kristján M. Baldursson. 3. Þórsmörk. Mörkin skartar oft sínu fegursta að vetrarlagi. Fararstj. Ágúst Björnsson. 4. Fimmvörðuháls. Fyrir áhugasama fjalla- menn, reynda eða óreynda, gönguskíði með. Farastj. HermannValsson. Brottför 2. apríl — 3 dagar: — Þórsmörk. Velkomin í hópinn sem fyrir er. Með í þessari ferð verður Björgvin Björgvinsson, mynd- listarkennari, sem mun leiðbeina þeim sem þess óska um teikningu og/eða málun. Skemmtum hvert öðru á kvöldvökum í öllum ferðum. Enn er timi til að rifja upp gömlu góðulögin.Sjáumst! Ferðafélag Islands Dagsferðir sunnudaginn 27. mars: 1. kl. 10: Skíðagönguferð um Kjósarskarð. Fararstjóri: Sigurður Kristjánsson. Verð kr. 150,- 2. kl. 13: Meðalfell (363 m) — gönguferð. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. Verð kr. 150,- Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag Islands Aðalfundir Kvenfélag Kópavogs Aðalf undur félagsins verður haldinn í Félags- heimili Kópavogs í kvöld, fimmtudaginn 24. mars, kl. 20.30. Stjórnin. Ég var búin að vara þig við að fara að tala um pólitík við hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.