Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR26. MARS1983. 5 Daufur byltingarandi hjá náms- mönnum erlendis: FROST í BRASIUU, HÆRRILAUN HÉR Birgir ísleifur og Geir Haarde á kosningaf undi í Kaupmannahöfn Byltingarandinn hefur dofnaö hjá íslenskum stúdentum á Noröurlönd- um. Þaö kom greinilega í ljós á fundi íslenskra námsmanna í Kaupmanna- höfn í fyrrakvöld meö þeim Birgi Isleifi Gunnarssyni og Geir Haarde. Um 35 manns (á móti um 40 manns hjá Ragnari Amalds stuttu áöur) sátu fram yfir miönætti og spjölluðu við þá í léttum dúr um kosningamál Sjálf- stæöisflokksins. Slíkt heföi veriö óhugsandi fyrir fáum árum. Þetta var áttundi fundur þeirra félaga á sjö dögum og var byrjaö í Þrándheimi. Aöeins í Gautaborg lifir enn sá eldmóöur sem sóttur er í kenningar Marx og Lenín. Sjálfstæðis- mennimir uröu þar fyrir grimmilegri gagnrýni en vom aö lokum huggaöir meö því aö ekki myndi Guörún Helga- dóttir fá betri útreiö, en. hún var væntanleg á sama staö kveldið eftir. Annars mun Stefán Jónsson, þing- maöur Alþýðubandalagsins, hafa slegiö met í yfirferö í kosningabar- áttunni á Noröuriöndum. Hann hitti námsmenn í þremur borgum á sama degi, í Álaborg, Árósum og Oðins- véum. „Viö höfum ekki patentlausnir á efnahagsvandanum, en ég get nefnt nokkrar vörður á veginum,” sagði Birgir ísleifur. ,4 fyrsta lagi viljum við stöðva erlenda skuldasöfnun, en við skuldum nú 50% af þjóðar- framleiöslu. I ööm lagi verður ríkið aö ganga á undan í sparsemi. I þriöja lagi verður aö breyta vísitölunnL Þaö Mezzoforte íradíóLúx Það er ekki á hverjum degi aö menn heyra mælt á íslenska tungu í útvarps- stöðinni radíó Lúxemborg. Höröur Gestsson á Akureyri varö þessa þó aönjótandi á miövikudagskvöldiö en þá var hin margfræga íslenska hljóm- sveit Mezzoforte kynnt í Lúxem- borgarstöðinni. Að sögn Harðar hefur hann hlustaö á Lúxemborg í ellefu ár og er þetta í fyrsta sinn, sem hann heyrir íslensku talaða þar. Kynningin á Mezzoforte í gær stóð yfir í hálfa klukkustund og voru meðal annars viötöl viö hljómsveitarmeölimi. -SþS Nýjar reglur um tollf rjáls- an farangur Ný reglugerð um tollfrjálsan farangur feröamanna viö komu frá út- löndum tók gildi 15. mars 1983. I reglugerðinni segir aö feröamönnum, búsettum hér á landi, sé heimilt að hafa með sér viö komu til landsins, án þess aö greiða aöflutningsgjöld, föt og feröabúnaö sem þeir hafa haftmeð sér héöan tii útianda. Einnig varning fenginn erlendis í ferðinni, um borö í flutningsfari eöa í tollfrjálsri verslun hér á landi, annan en öl eöa tóbak, fyrir allt að 2400 kr. að smásöluverði á innkaupsstað. Andviröi matvæla má þó ekki nema hærri f járhæð en 600 kr. Börn yngri en 12 ára njóta þessara réttinda til hálfs. Skipverjar og flugliöar innlendra farartækja mega hafa meö sér, án greiöslu aöflutningsgjalda, sama vaming og almenningur fyrir allt aö 600 kr. við hverja komu til landsins, hafi þeir verið 20 daga eöa skemur í ferö. Undanþága er 1800 kr. fyrir lengri ferð en 20 daga og 2400 kr. fyrir lengri ferö en 40 daga. Andviröi mat- væla má ekki nema hærri fjárhæö en 600 kr. J.G.I., starfskynning. gengur ekki lengur aö þegar frost í Brasilíu gerir kaffiö dýrara hækki launin á Islandi sjálfkrafa. Raunar er vaxandi skilningur hjá launþega- hreyfingunni aö þessu þurfi aö breyta, enda græöa hálaunamenn eins og ráðherrar mest á því kerfi sem nú er. I fjóröa lagi þarf aö lagfæra vexti og stjóm í peningamálum. Veröbólgan stafar af því aö viö eyðum meira en við öflum.” Geir Haarde sagði aö tvö ár í röð heföu verið tekin erlend lán til aö greiða útflutningsuppbætur. Eins væri bæöi einka- og ríkisfyrirtækjum haldiö uppi meö erlendum lánum. Fundar- menn vom honum sammála um aö slíkt væri mesta firra. Þaö mætti meiri gagnrýni aö hann vildi leggja niður tekjuskatt. Tekjuskattur er tekjujöfnun, sögðu fundarmenn. Em þiö sjálfstæöismenn á móti því, var spurt. „Viö viljum ekki jafnar tekjur, heldur jöfn tækifæri,” sagöiGeir. „Viö viljum aö allir leggi af staö um leið en þeir þurfa ekki að koma jafnt í mark.” ,,Sumir eiga rika pabba,” sagöi þá rödd í salnum. Þaö var deilt um kosti og galla erlendrar eignaraöildar aö stóriöju en allir fundarmenn klöppuöu þegar bæöi Geir og Birgir Isleifur sögðust vera fylgjandi bjór á Islandi. Kosningafundum hér er ekki lokið. Á þriöjudag kemur Kristín Ástgeirs- dóttir fyrir hönd K vennalistans. -ÓEF/IHH Kaupmannahöfn. Vortískan í prjónagarni - Nýjar uppskriftir Nýjar sendingar af bómullargarni og mohairgarni - Sjón er sögu ríkari Póstsendum daglega HOF Ingólfsstrœti 1 (gegnt Gamla bíói) Sími16764

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.