Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 26. MARS1983. 7 Sveit Flugleiöa sem varð Evrópumeistari í skák um síðustu helgi. Talið frá vinstri: Hörður Jónsson, Hálfdán Hermannsson, Bjöm Theódórsson, Andri Hrólfsson, Þröstur Bergmann, Elvar Guðmundsson, Stefán Þórisson og Ólafur Ingason. Evróputitillinn til Flugleiða Flugleiðir bættu enn einni skraut- fjöður í hattinn sinn um síðustu helgi þegar starfsmenn fyrirtækisins komu heim frá Frankfurt í Vestur-Þýska- landi sem sigurvegarar í Evrópu- keppni f lugf élaga í skák. Orslitaleikur Evrópukeppninnar, sem staðið hefur yfir undanfarin tvö ár, fór fram í Frankfurt um helgina og var hann á milli Flugleiða og vestur- þýska flugfélagsins Lufthansa. Flugleiðamenn sigruðu örugglega í þessum úrslitaleik, eöa með 4 1/2 vinningigegn 11/2. I þessari Evrópukeppni í skák tóku þátt stóru flugfélögin utan þess sovéska. Flugleiðir slógu þar út í fyrri umferðum Svissair, E1A1 frá Israel og Iberia frá Spáni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Flugleiðamenn vekja á sér athygli í skákkeppnum. Flugleiðir sigruðu í fimmta heimsmóti flugfélaga í skák sem fram fór í Florida í haust og í janúar sl. sigraði sveit Flugleiða á miklu alþjóðamóti fyrirtækja og stofnana semhaldið var íSviss. -klp- Kvenstúdentafélag Reykjavíkur: Fundur um kvennaathvarf SUÐURVERI - SÍMI 3 Víkulöiu' Fianldurtamveída 8,-M.maí. Veíshistjorí Friðrík Hamldsson. Þátttökugjald er aðeins 8.900 krónur. [ fyrrasumar voru Flugleiða „Frankfúrtararnir" með ódýrustu og bestu ferðatilboðum sem íslendingum buðust. Friðrik Haraldsson stjórnaði líka frábærlega velheppnaðri „siglingu" um Kölnarvatnið fræga. Nú sameinum við Friðrik og Frankfúrtarana og bjóðum vikulanga Frankfúrtaraveislu, með Friðrik sem veislustjóra, fyrir aðeins 8.900 krónur. Lagt verður upp frá Keflavík kl. 10 að morgni, 8. maí n.k. og flogið til Frankfúrt. Þaðan verður svo ferðast vikuna út í glæsilegum hópferðabíl með viðkomu á flestöllum fallegustu og skemmtilegustu stöðum suður Þýskalands. Friðrik þekkir Þýskaland eins og lófann á sér og mun m.a. fara „Rómantísku leiðina" milli Wurzburg og Munchen, líta inná stúdentakrána í Heidelberg, svipast um í Svartaskógi, fara einn hring á Ólympíuleikvanginum í Munchen og sigla um Rín. Gist verður á góðum hótelum í Wúrzburg, Húbertal, Oberammergau (2 nætur), Lindau og Heidelberg. Þann 14. er flogið aftur heim frá Frankfúrt. Brottför: 8. maí. Heimkoma: 14. maí. Verð: 8.900 krónur. Innifalið: flugfargjald, akstur, gisting, morgunverður og fararstjórn. Ekki innifalið: Flugvallarskattur og frankfúrtarar. Við bjóðum líka venjulega vikulanga Frankfúrtara eins og í fyrra: Flug og bíll, verð frá 5.863,- krónum á mann. Flug, bíll og sumarhús, verð frá 6.960,- krónum á mann. Flug og húsbíll, verð frá 8.516,- krónum á mann. Miðað er við að fimm ferðist saman. Barnaafsláttur: 2-11 ára fá 2.500 kr. afslátt. Yngri en 2ja ára greiða 800 kr. Allar nánari upplýsingar gefa skrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar. Sölusími Flugleiða er (91)-25100. Miðað er við gengi 1. apríl. Kvenstúdentafélag Islands heldur hádegisverðarfund í Amarhóli í dag, kl. 12.30. Gestur fundarins verður Steinunn Bjarnadóttir, starfsmaður Kvennaathvarfsins, og mun hún greina frá störfum þess. Félagskonur eru hvattar til að mæta. Nýlega var aðalfundur félagsins haldinn, fór þar meðal annars fram kjör formanns og varaformanns. Núverandi formaður er Arndís Bjömsdóttir en varafor- maður Hildur Bjamadóttir. Starfsemi félagsins miöar að því aö efla sam- vinnu íslenskra kvenstúdenta, vinna aö hagsmunum þeirra og auka sam- band þeirra við umheiminn. Kvenstúdentum gefst kostur á að sækja ýmsar ráðstefnur og fundi erlendis sem háskólakonur í hinum ýmsu löndum gangast fyrir. Að venju veröur efnt til árshátíðar í maí, hún veröur aö þessu sinni haldin í Lækjar- hvammi Hótel Sögu hinn 5. maí 1983. Arndfs Bjömsdóttir, formaður Kven- stúdentafélags íslands. Þar munu 25 ára stúdínur sjá um skemmtiatriði og margt annað verður til hátíöabrigða. Skrifstofa félagsins er að Hallveigarstöðum. OKKAR VINSÆLA HRÁSALAT fyrir veisluna Opið alla páska- helgina Munið rétt dagsins virka FLUGLEIDIR Ferdaþjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.