Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 8
DV. LAUGARDAGUR 26. MARS1983. 8 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaflur og útgáfustjdri: SVEINN R. EYJÓLFSSON'. Framkvæmdastjflriogútgáfustjflri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjörar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarrrtstjórí: HAUKUR HELGASON. Fréttastjdrar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjflrar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjdm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI U.SÍMI 27022. Sími ritstjflmar: 86611. Setning, umbrot, mynda-ogplötugerð: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 180kr. Verð.í lausasplu 15kr. Helgarblað 18 Rr. Stjömustríð I seinni tíö hafa kvikmyndir, leiktæki og persónu- gervingar í svokölluöu „star war”, stjörnustríði, rutt sér til rúms við miklar vinsældir barna og unglinga. Imynd- unaraflinu hefur verið gefinn laus taumurinn og ótrúleg- ustu fantasíur hafa fengið byr undir báða vængi í geim- skutlum og geimverum. Nú hefur þetta stjörnustríð borist inn á borð í Pentagon. Forseti Bandaríkjanna og varnarmálasérfræðingar mesta stórveldis veraldar hafa tekið leikinn alvarlega og sjá nú fyrir sér fljúgandi diska og örgeislatækni, sem mun granda óvininum og eyða kjarnorkuvopnum í sama dúr og James Bond leggur vondu mennina að velli. Þessum fantasíum er ekki fisjað saman. Engin tak- mörk virðast vera á hugmyndaflugi og útþenslu vígbúnaðar í heiminum, og nú er jarðkringlan ein ekki nægilega stór vígvöllur. Himingeimurinn allur er næsti vettvangur. Sovétríkin, hitt stórveldið, vilja ekki vera eftirbátar. Þau eiga einnig sitt Pentagon og færa þar leikbrúður og stríðshetjur til og frá í ímyndaðri heimsstyrjöld, þar sem spurningin er hvor verði fyrri til að kála mannkyninu sjö sinnum eða tíu sinnum. Forseti Bandaríkjanna hefur lagt fram sönnunargögn, sem sýna að hernaðarmáttur Sovétríkjanna er kominn langt fram úr því sem nemur landvörnum, og vinna þau skipulega að hernaðaruppbyggingu í Vesturheimi. Deilurnar um eldflaugarnar í Evrópu eru og sprottnar af stórfelldri hernaðaruppbyggingu Sovétmanna, sem ögra allri Vestur-Evrópu. Öll veröldin er þjökuð af ótta um gereyðingu kjarnorku- styrjaldar í skugga þess vígbúnaðarkapphlaups, sem stórveldin heyja. Eitt vopn kallar á annað, eitt kjarnorkumegavatt krefst tveggja, og nú er sem sagt vígamóðurinn orðinn slíkur, að ekki dugar minna en stjörnustríö í himingeimnum! Annars er kannski ábyrgðarlaust að hafa hugmyndir Reagan Bandaríkjaforseta um varnarkerfi í himinhvolf- inu að háði og spotti. Tilgangurinn er sagður sá að eyða kjarnorkueldflaugum, áður en þær hæfa skotmark sitt. Til nokkurs er unnið, ef núverandi kynslóð lifir það af, aö kjarnorkuvopn verði gerð óvirk, og víst er, að annað eins hafa tækni og vísindi áorkað, eins og það að nýta örgeisla til varnarviðbúnaðar. Þetta kunna að virðast fjarlægir draumórar í augnablikinu, en enginn skyldi vanmeta mátt vísindanna. Kraftaverkin gerast enn. Það skyldi þó aldrei fara svo, að hernaðarlist, fjár- magn og þróun vígbúnaðar komist á það stig, að vopnum veröi eytt án blóðsúthellinga. Ef svo fer er óþarfi að hlæja að stjörnustríði í Pentagon. Allt eru þetta spádómar um framtíðina, hlutir sem hugsanlega verða að veruleika einhvern tíma um næstu aldamót. Á meðan verða menn að huga að nútíð og alvöru augnabliksins. Á meðan standa fylkingar gráar fyrir járnum og ófriðarbál getur blossað af minnsta tilefni. Allra augu munu beinast að Genfarviðræðunum, þar sem Bandaríkin halda fast við núll-stefnu sína, sem Sovétríkin hafa hafnað, og vaxandi efasemdir eru um hjá bandamönnum Bandaríkjanna. Stríð eða friður getur hangið á þeim bláþræði, að árang- ur náist og lausnir finnist, sem báðir aðilar geti unað við. Og það sem meira er, lausnir, sem stefna að raunhæfri og gagnkvæmri afvopnun. Við skulum vona að Sovétmenn sjái að sér og leggi meiri áherslu á afvopnun en áróður. Við skulum vona að Bandaríkjaforseti sé ekki að slá ryki í augu almennings meðtaliumstjörnustríð. ebs. inga, verð ég að skýra í fáum orðum forsendumar fyrir því. Það er ljóst, að þingmennska er orðin svo eftir- sótt starf, aö menn vilja mikið til vinna að ná sæti, og halda því. Til þess að vinna sér fylgi, hafa þing- menn því hneigst til þess að beina al- mannafé í framkvæmdir í sínum kjördæmum. Hér er þó ekki hægt að tala um atkvæðakaup, því þingmenn hafa enga leið til þess að trygg ja það, að kjósendur, (hvikull hópur sérvitr- inga, svo ekki sé meira sagt) kjósi í samræmi við þá fjárfestingu sem viðkomandi þingmaður hefur beint inn í byggöarlagiö. Fengju þingmenn hinsvegar möguleika á því að fylgj- ast með því, hvemig hver einstakl- ingur kýs, er hætt við því, að viðkvæmar sálir færu að nöldra. Þessvegna legg ég til að fram- Að spara aurimi... „Stundum finnst manni þó, að verið sé að spara aurinn en kasta krónunni”. Þetta las ég í ágætu blaði um daginn, og varð hugsi við. „.. .spara aurinn en kasta krón- unni”! I greininni, þar sem þessi tilvitnaða setning birtist, var ekki verið að f jalla um komandi kosning- ar. Það var reyndar alveg ljóst af samhenginu aö þar átti að standa „spara eyrinn en kasta krónunni”. En ef greinin hefði f jallað um pólitik hefði setningin aldeilis ágætlega passað. Hér í gamla daga var aurinn ekki sparaður í pólitík. Menn buðu sig fram til þingsætis, og alltaf voru mun fleiri frambjóðendur en þing- sæti. Og í hita keppninnar, kölluðu menn hver annan landráðamenn, Úr ritvélinni Olafur B. Guðnason þjófa, morðingja, ættsmáa kotkarla og fleira og fleira. Nú er öldin önnur. Nú þykir við hæfi að viðhafa þinglegt orð’oragö, (alls staðar nema á þingi). Blöö eru skrifuð á einskonar gerviíslensku, orðaval hóflega kurteislegt, og verður venjulega óskiljanlegt, þegar menn færast nær kjarna málsins. Nú kalla frambjóðendur aldrei hver annan landráðamenn eða erlent leiguþý. Það er ekki nema í afskekkt- ustu byggðarlögum, að fram- bjóðendur, rjóðir og feimnir, eins og gagnfræðaskólastrákar meö fyrstu sígarettuna, líkja hvor öðrum við hrúta. Aurinn er sem sagt sparaður nú. Sumir segja að það sé gott, og það má vera. En hvernig var það með seinni helming talsháttarins? „.. .kasta krónunni”. Þaðvitavíst allir hvað er. Þaö finnst varla sá Is- að hver einasti maður, sem bæði Framkvæmdastofnun um togara, væri látinn bíöa frammi, meöan stjórnin kastar upp krónu. Ef þorskurinn kæmi upp, fengi maður togara. Ef bergþursinn kæmi upp, fengi hann styrk til að byggja stein- ullarverksmiðju ). Það er semsagt ljóst, af ofansögöu, að fyrr á dögum þótti það sjálfsagt, að stjórnmálamenn spöruðu krón- una, en ekki aurinn. Andstæöingar voru til þess eins að ata auri. Nú á dögum hafa þingmenn lagt niður ósiði bændamenningarinnar að mestu, (þó er því hvíslað, aö þing- menn komi saman árlega og drekki brennivín, og yrki þá vísur, stundum meira af harðfylgi en kunnáttu. Ljótt er ef satt er.) Andstæðingareru ekki ataðir auri. En krónunni er kastaö, svikalaust. Og eyrinumlíka. Það erum svo viö aumir k jósendur, kvæmdinni á vali fulltrúa til setu á Alþingi verði brey tt! Breytingin, sem ég legg til, er í sjálfu sér einföld, og frekar breyting á formi en innihaldi. Enn fremur er hugmyndin mjög í frjálshyggju- andanum. I stystu máli sagt, legg ég til að í stað þess að kjósendur velji sína fulltrúa á þing, geri þeir ein- staklingar, sem áhuga hafa á því að ná þingsæti, tilboð í það. Tilboðin yrðu auðvitað að uppfylla ákveöin skilyrði, svo sem það, að ekki má bjóða fram beint f járframlag, til ein- stakra þegna, þar sem siíkt myndi kosta verðbólguöldu í lok hvers kjör- tímabils, þegar peningamagn í um- ferð myndi margfaldast. Tilboð yrðu því að vera í togurum, frystihúsum eða þess háttar og síðan yröu öll til- boð opnuð á kjördag, og þeir sem ættu sextíu hæstu tilboðin, fengju þingsæti! Engar kosningar. Engin ættingja, sem hefur fengið skuttog- ara gefins: Það er auðvitað það, sem átt er við, með því að „kasta krón- unni”. I gamla daga voru stjórnmála- menn ákaflega sparsamir. Það þótti hin mesta ósvinna í þá daga, að leggja til að ríkið tæki sér eitthvað það fyrir hendur, sem kostaö gæti peninga. Það gekk svo langt, með sparsemina, að þingmaður nokkur lagðist gegn því, að vinstrihandar- umferð yröi lögboðín, af því að þá myndu allir ferðast sömu megin á veginum, og þar með slíta öðrum vegarhelmingi meir en hinum! (Reyndar hélt hagfræðingur nokkur því fram í mín eyru, að tals- háttinn „að kasta krónunni” ætti að skilja bókstaflegar um þessar mundir en venjan hefur verið hingað til. Hagfræðingurinn hélt því fram, Kjósendur eru nefnilega ekki kjósendur nema f jórða hvert ár. En þeir eru skattborgarar allt árið, öll ár, frá sextán ára aldri. En, þrátt fyrir allt, verður það að viðurkennast, aö atkvæöakaupa- kerfið, eins og það er, er harla ófull- komið. Þingmaður getur lagt hart aö sér við atkvæðaveiðamar, gefið tog- ara, frystihús, refaræktarbú, og guð- veithvað, og samt fallið í kosningum. Kjósendur geta þegið gjafir hans, en fellt hann síðan. Þetta er auðvitað óþolandi og ekki sæmandi siðmennt- uðu fólki. En meðan hið fornfálega atkvæðagreiðslukerfi er enn notað við val til þings, er ekki við ööru að búast. Auðvitað eru fleiri kerfi hugsanleg,þó! Áður en hér verður útlistað það kerfi sem ég vildi gjarna að reynt yrði við val fulltrúa á Alþingi Islend- Að sjálfsögöu yrði að breyta stjórnarskránni til að þessi háttur mætti verða tekinn upp. Einnig yrði að kveða á um refsingar, ef kemur í ljós að þingmaður getur ekki staöið við kosningatilboð sitt. I slíkum tilfellum yrði auðvitað að svipta manninn þingsæti, auk þess sem hann væri skaðabótaskyldur gagn- vart kjósendum í kjördæminu sem hannbauðí. Auðvitað er hugmyndin ekki full- komin eins og hún er hér lögð fram! Yms útfærsluatriði eru enn óútkljáð, og vafalaust mætti bæta hugmynd- ina að ýmsu leyti. En ég er sann- færður um það, að hér er kominn sá kínalífselexír, sem vesöl byggöarlög úti á landi geta treyst til þess að halda í sér lífinu. Þingmenn græða! Kjósendur græöa! Enginn tapar! Útópía!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.