Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 26. MARS1983. 9 Koml þeir sem koma viljja Ekki er því að neita, aö það er sjón- arsviptir að Gunnari Thoroddsen og skarð fyrir skildi þegar hann dregur sig í hlé úr vafstri stjómmálanna. Maðurinn hefur sannariega sett svip sinn á þjóðmálabaráttuna í heilan mannsaldur og síðustu árin staðið meiri styr um hann en nokkurn annan stjómmálamann. Hér verður engin minningargrein skrifuö um forsætisráðherra, hvað þá að úttekt verði gerö á stöðu hans og hlutverki í hinu pólitíska litrófi. Þaö hlýtur hinsvegar að vera Sjálfstæðis- flokknum nokkur léttir, að Gunnar leggur ekki upp með framboö, enda hefði það verið mjög á skjön við af- stöðu helstu f ylgismanna hans, þeirra sem mest mega sín, en þeir hafa allir gefið kost á sér á listum flokksins sjálfs. Með undirskriftasöfnun i Reykjavík var gerð tilraun til að fá Gunnar í sérstakt framboð, en ýmis- legt bendir þó til þess, aö sú tilraun hafi verið gerð til málamynda, enda fékk hún aldrei þann byr, sem nauösynlegur hefði verið. Liðintíð Oneitanlega hefði það verið skemmtilegra að heyra Gunnar Thoroddsen gefa afdráttarlausa yfir- lýsingu, í sjónvarpsviðtalinu á þriðju- daginn, um stuðning við sinn gamla flokk. Undanfærslur hans benda til þess, að ekki gangi hann sáttur til leiksloka. Oþarfi er þó að gera því skóna, að Gunnar sé með þessum vafningi að mælast til þess, að stuðningsmenn hans greiði öðrum framboðum ei. D-listanum atkvæöi, enda veit hann sem er, að sá hópur, sem dyggast hefur stutt hann, hefur aldrei og mun aldrei kjósa neitt annað en Sjálfstæðisflokkinn. Auk þess er liðin sú tíð, að stjórnmálamenn geti skipað mönnum eins og hverri annarri hjörð. Leiðbeiningar en ekki átrúnaðar Heyra má á Gunnari Thoroddsen, að hann kvíði því, að flokkurinn hverfi frá braut frjálslyndis og umburðarlyndis, láti markaðshyggjuna gleypa samhjálpina i stefnumörkun sinni. Þessi tónn er að einhverju leyti bergmál samskonar hræðsluáróöurs úr rööum andstæöinga flokksins, sem vilja gera leiftursóknina að kosninga- máli og endurtaka í síbylju, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé einhverskonar úti- bú fræðikenninga Friedmans og Hayeks. Stefna Verslunarráðs Islands er nefnd „almanak afturhaldsins” og hermd upp á Sjálfstæðisflokkinn, laun- þegum til aðvörunar og áminningar um hið „illa innræti íhaldsins.” 1 fyrsta lagi er því til að svara, að á- stæðulaust eraðafneita hagfræðingum á borð við Friedman og Hayek eöa gera lítið úr þeim, þegar rætt er um hugsanlegar lausnir á efnahags- vandanum. Til leiðbeiningar en ekki átrúnaðar Heyra má á Gunnari Thoroddsen, að hann kvíöi því að flokkurinn hverfi frá braut frjálslyndis og umburðarlyndis, láti markaðshyggjuna gleypa sam- hjálpina i stefnumörkun sinni. Þessi tónn er að einhverju leyti bergmál samskonar hræðsluáróðurs úr röðum andstæðinga flokksins, sem vilja gera leiftursóknina að kosningamáli og endurtaka í síbylju, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé einhverskonar útibú fræðikenninga Friedmans og Hayeks. Stefna Verslunarráös Islands er nefnd „almanak afturhaldsins” og hermd upp á Sjálfstæðisflokkinn, launþegum til aðvörunar og áminningar um hið „illa innræti íhaldsins.” I fyrsta lagi er því til að svara, að ástæðulaust er að afneita hagfræðing- um á borð við Friedman og Hayek eða gera lítið úr þeim, þegar rætt er um hugsanlegar lausnir á efnahags- vandanum. Allir þeir, sem aðhyllast blandað hagkerfi og lögmál markaðarins í borgarlegu stjórnkerfi, hljóta að meta margt í frjálshyggjustefnunni. En þær kenningar eiga auövitað að vera til leiðbeiningar en ekki átrúnaðar, og fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru þær nú sem áður til viðmiðunar, en ekki for- skriftar. I öðru lagi er það jafnfráleitt að kenna Sjálfstæðisflokknum ályktanir Verslunarráðs Islands eins og bendla ályktanir alalfundar KRON við stefnu Alþýðubandalagsins. I Þjóðviljanum á fimmtudaginn var sagt frá því, að Fylkingin lýsti yfir . stuðningi við Alþýðubandalagið í komandi kosningum. Þaö væri í sam- ræmi við málflutning Alþýðubanda- lagsins, ef andstæðingar þess flokks drægju þá ályktun, aö öfgamar í Fylk- ingunni væru allsráðandi hjá allaböll- um. Frjálslyndi og umburðarlyndi Ályktanir Verslunarráðsins standa fýrir sínu sem slíkar. I þeim er margt athyglisvert og svo sannarlega ekki vitlausara en ýmislegt það, sem blessaöir stjórnmálaflokkamir bjóða kjósendum upp á með loðnu orða- gjálf ri um ekld neitt. Laugardags- pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar En eitt er að hagsmunasamtök setji fram skoðanir, og annað hvað er póli- tiskt mögulegt. Sjálfstæöisflokkurinn hefur sett fram sína eigin stefnuskrá, og þar er ekki að finna neina leiftur- sókn, heldur hófsamar og jafnvel var- fæmislegar tillögur um aðgerðir í efnahagsmálum. Megininnihald þess- arar kosningastefnuskrár er manneskjuleg viðleitni til að brúa bilið milli endurreisnar atvinnulífsins og áframhaldandi velferðar. Sá tónn er í anda þeirra ummæla for- sætisráðherra í sjónvarpsumræðunum á dögunum, þar sem hann hvatti til frjálslyndis og umburðarlyndis. Sú afstaða hefur einnig ráðið ferð- inni, að því er varðar afstöðuna til breytinga á kjördæmaskipuninni, þar sem reynt er að miðla málum milli þéttbýlis og dreifbýlis. Sú skipan mála hefur átt stærsta þáttinn í því, að stofnuð hafa verið ný stjómmálasamtök svokallaðra lýðræðissinna, sem flestir hafa fram aö þessu starfað innan vébanda Sjálf- stæðisflokksins. I viðtali við einn þeirra í Morgunblaðinu á miðvikudag- inn kemur fram, að hann hefur helstar áhyggjur af því, að „flokkurinn koðni niður í einhverri moðsuðu misskil- ins umburöariyndis”. Látum liggja milli hluta, hvað við er átt, enda verður hver og einn að gera það upp við sig, hvort hann eigi sam- leið með stj ómmálaflokki, frekar en aö flokkurinn beygi af gmndvallarstefnu sinni til að þóknast einstaklingnum. En skýtur það ekki skökku við, ef menn á borð við Gunnar Thoroddsen telji Sjálfstæðisflokkinn afvegaleiddan til hægri, þegar óánægjan þeim megin er svo mögnuð, að stofnuð eru sérstök stjórnmálasamtök manna sem helst aðhyllast frjálshyggjustefnuna ? Hreyfing fólksins Það er rétt, sem andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins halda iðulega fram, aö flokkurinn er ekki negldur niður með þrautskrúfaðri formúlu. I rauninni er Sjálfstæðisflokkurinn bandalag ólíkra hópa fólks, þar sem takast á viðhorf embættismanna og atvinnurekenda, bænda og neytenda, fyrirgreiðslupóli- tíkusa og hugmyndafræðinga, lands- byggðar og þéttbýlis. Miklu fremur mætti kalla Sjálfstæðisflokkinn hreyf- ingu fólks, sem sameinast undir merkjum hans vegna sameiginlegra lífsviðhorfa, semfelst ítvennu: andúð- inni á ríkisforsjánni og miðstýringunni annarsvegar og tillitinu til einstakl- ingsins hinsvegar. Flóknara er það ekki, þótt stjóm á slíkum flokki geti engu að síður orðið flókin, þegar til framkvæmdanna kemur. Fyrir slíkan flokk er óhjákvæmilegt, að gætt sé víðsýnis og umburðarlyndis, enda getur enginn kallað sig lýðræðis- sinna með réttu, hvað þá einstaklings- hyggjumann, ef hann vill svínbeygja viðhorf annarra manna að sínum eigin. Með því taka menn ekki tillit til einstaklingsins, meö því eru þeir í rauninni að hafna grundvallarkenn- ingu sjálfstæðisstefnunnar. Enginn er alvitur I þessu, sem að framan er sagt, felst bæði styrkleiki og veikleiki. Veikleiki að því leyti, að forskriftin verður aldrei absalút, og einstakir flokks- menn geta leyft sér vendingar og hliðarspor. I krafti slíks svigrúms tóku til að mynda nokkrir sjálfstæðismenn þátt í núverandi ríkisstjóm í blóra viö meiri- hlutann. Styrkleikinn er hinsvegar sá, að einstaklingar njóta sín og athafnir og atbeini flokksins er í snertingu viö þjóðlífið, eins og það er á hverjum tíma. Frjálsræðið laðar að og menn f inna að flokkurinn er köllun sinni trúr. Slíkur flokkur getur aldrei orðið annað en frjálslyndur og umburðar- lyndur, enda er það beinlínis tekiö fram í öllum stefnuyfirlýsingum, að flokkurinn styðji þjóðlega og víðsýna umbótastefnu. Enginn er alvitur, hvorki menn né flokkar. Við getum gagnrýnt margt í störfum og stefnu Sjálfstæðisflokks, jafnt sem annarra flokka. Pólitík verður aldrei öðruvísi. Því mega kjósendur og stuðningsmenn flokka ekki gleyma. Þeir hafa að sjálfsögðu sjálfdæmi um, hvar í flokk þeir skipa sér, komi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja. Við þaö veröur ekki ráðiö. Einstaklingshyggjan Gunnar Thoroddsen á öðmm vængn- um og samtök lýðræðissinna á hinum vængnum hafa sett út á Sjálfstæðis- flokkinn. Sjálfsagt er að bera virðingu fyrir sjónarmiðum beggja. En einmitt af því, að allt bendir til þess að fyrir báðum vaki einstaklingshyggjan, þótt meö mismunandi hætti sé, væri það misráðið að snúa bakinu við þeim flokki, sem hefur þá lífsskoðun að skapa einstaklingunum svigrúm til orða og athafna. Hvað þá að auka enn á glundroðann í íslenskum stjómmál- um með auknu sundurlyndi og fleiri framboðum. Þess er heldur ekki að vænta, þegar á reynir, að til slíks komi af hálfu þeirra góðu manna, sem Sjálf- stæðisflokkinn hafa stutt — og Sjálf- stæðisflokkurinn stutt. Ellert B. Schram,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.