Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 26. MARS1983. „BEST AÐ VERA IIJIÍ WS A SEM ER - Á MÐEREEIÐ!” Spúttnikkinn í fatabransanum hefur hann verið kallaöur enda kannski ekki að ófyrirsynju. Nýlega opnaði hann verslun sem kollegar hans segja „fall- egustu og dýrustu verslun á landinu og þótt víðar væri leitað”. Verslunin sú er til húsa á „besta stað í bænum”, eins og þar stendur, eða í Bankastrætinu. Þetta er fjögurra hæða hús sem á örfáum mánuðum hefur tekiö miklum stakkaskiptum. Ekki aðeins hefur það allt verið gert upp heldur og stækkað. Og allt kostar þetta peninga. Á sama tíma tala allir um kreppu. Það er sagður samdráttur hér og sam- dráttur þar. Fataiðnaðurinn er kannski sá iðnaður sem fyrstur finnur fyrir slíkum samdrættL Menn kaupa sér ekki ný jakkaföt eða nýjan kjól ef þeir geta notast eitthvað lengur við það gamla skyldimaðurætla. En er þá ekki óðs manns æöi á þessum viösjárverðu tímum að ráðast í slíkt stórvirki sem Sævar Karl Olason er að gera meö þessari nýju verslun? Og hvernig er þaö eiginlega að vera atvinnurekandi í fataiön- aöinum í dag? Það er Sævar Karl Olason, klæðskeri meö meiru, sem er í helgarviðtali að þessu sinni. „Alltaf haft áhuga á fötum" Við hittum Sævar Karl að máli í annarri verslun hans. Þegar við komum var hann sjálfur við afgreiðslustörf og snerist í kringum kúnnann sem hann var að sinna. Þegar hann sá okkur kinkaði hann kolli til okkar til merkis um að hann vissi af okkur. En það var greinilegt að kúnn- inn kom fyrst. Eg hugsaði með mér að það væri greinilega orð aö sönnu sem koUega hans einn sagði mér: hann leikur engan forstjóra, hann er bara eins og einn af afgreiðslumönnunum, nema hvað hann vinnur myrkranna á mUU. Þegar við Sævar settumst niður baka til í versluninni spurði ég hann hvort þetta væri rétt: „Ja, ætU það ekki,” sagði hann og brosti. ,,Eg er vanur því að mæta fyrstur á morgnana og fara síðastur á kvöldin. öðruvísi gengur það ekki hjá þeim sem reka eitthvað sjálfstætt. Og svo hef ég mína kúnna og þeir vilja að ég sé aUtaf á staönum, vilja að ég afgreiði þá og sinni þeim, enda finnst mér þaö alveg sjálfsagt. Eg gæti aldrei sest inn á einhverja skrifstofu tU að vera í forstjóraleik. Það á bara hreint ekki við mig og svo get ég heldur ekki setiðkyrr!” Sævar er klæðskeri að mennt og lærði á sínum tíma hjá fyrirtæki Vigfúsar Guðbrandssonar klæðskera. Hvers vegna fórstu að læra til klæð- skera? „Eg hef aUtaf haft áhuga á fötum og gaman af að fást við Uti og stíl og þess háttar. Það var áriö 1970 aö ég hóf nám hjá Vigfúsi Guðbrandssyni og lauk því ’74 og þá byrjaði ég sjálfstætt.” „Ekki margar kynslóðir síðan við gengum í vaðmáli!" ,,Ég tók á leigu húsnæði í Smjörhús- inu gamla á Lækjartorgi, sem reyndar er búið aö rífa núna. Þarna seldi ég efni og saumaði eftir máh, rétt eins og klæðskeramir gömlu. En þetta gekk svo Ula, það var lífsins ómögulegt að vinna sig upp. Af hverju? Þá gengu aUir í gallabuxum og voru síðhærðir. Það var aUt á niðurleið, ég haföi nánast ekkert að gera og eftir eitt og hálft ár hætti ég... ” — Og hvað tók þá við? Ekki hefurðu gefistupp? | „Nei, nei. Um þetta leyti voru þeir ihjá Vigfúsi Guðbrandssyni að hætta, bæði gekk þeim Ula eins og öðrum, auk þess sem eUi kerhng var farin að sækja á þá. Þeir fundu engan rekstrargrund- vöU lengur. Nú, ég keypti af þeún saumastofuna, nafnið og aöstöðuna og flutti á gamla staðinn aftur. Þar tók ég upp klæðskurð en jafnframt byrjaði ég að flytja inn tUbúinn fatnað. Þeir voru með fín umboð, sem fylgdu í kaup- unum, sem nú eru undirstaðan í mínum rekstri. Það var svo árið 1978 sem ég tók á leigu húsnæðið aö Laugavegi 51 og hóf reksturinn þar. ! Innflutningurinn varð æ yfirgripsmeiri og nú sel ég nær eingöngu slíkan fatnað.” — Þú ert annálaður fyrir að vera með svokölluð „fín merki” og vera í dýrari kantinum. Var þaö meiningin hjáþéríupphafi? „Já, mér fannst það alltaf vanta. Mér þóttu menn ekki fylgjast með tískunni. AUir voru eins klæddir og of gamaldags. Mér fannst þurfa að breyta þessu.” Sævar er borinn og bamfæddur Reykvíkingur. Eg spurði hann hvort klæðskurður eða handverk af ein- hverju tagi væri í ættinni? ] „Já, móðir min er í faginu, ef svomá segja. Bergljót Olafsdóttir heitir hún og kennir við Iðnskólann. Annars er iklæöskuröur svo ung iðngrein hér á 'landi. Þú veist að það eru ekki margar jkynslóðir síðan við gengum í vaðmáli. jVigfús Guðbrandsson, forveri minn, ' ætli hann sé ekki einn sá elsti í faginu hér á landi? Hann fékk skírteini sitt um aldamót og setti upp verslun 1922.” „Það sýnir að fólk hefur ákveðinn smekk" — Nú tala alUr um samdrátt hér og samdrátt þar. Og maður skyldi ætla að fatnaðurinn væri kannski það sem fólk fyrst léti á móti sér. Verður þú var við það? „Nei, síður en svo, ef eitthvað er þá eykst salan jafnt og þétt og fyrirtækið gengurmjög vel.” — Svo þú hefur ótrauöur ráðist í húsakaup tU að stækka enn við þig? „Já, ég keypti þetta hús á homi Bankastrætis og Ingólfsstrætis fyrir tveimur árum á tæpar tvær mUljónir. I september í haust byrjaöi ég svo á framkvæmdum. Eg byggði ofan á húsið og gróf innan úr kjallaranum svo ég get notaö f jórar hæðir í húsinu. TU að byrja með verð ég meö verslun í kjallaranum og á fyrstu hæð. Á þeirri þriðju verð ég með lager og skrifstofu en ég hef ekki enn ákveðið hvað ég geri viðaðrahæðina.” — Nú hefur þú orð á þér fyrir að vera sá dýrasti í bransanum . . . helmingi dýrari en sá næsti.... „Það er eins og hver annar þvætt- ingur. Eg sel föt á svipuðu verði og aðrir. Hins vegar hef ég á boðstólum þrjá verðflokka og svo getur fólk bara valiö hvað það viU kaupa dýrt.’ ’ — Þú selur þessa frægu Burberrys- frakka. Er góð fjárfesting aö kaupa slíkt? „Góð? Já, það er góð fjárfesting og rétt. Þá ertu að kaupa flík sem endist þér.” — Gerirðu þér sérstakt far um að vera í dýrari kantinum? „Ja, ég er klæðskeri og þekki muninn á góðum efnum og slæmum og ég kaupi ekki annað inn en þaö sem ég get mælt með við mína viðskiptavini. Þeir sem ég versla við erlendis vita að ég er fagmaður og sýna mér þess vegna ekki nema það besta, enda er ekkert nógu gottfyrir kúnnann, eins og þar stendur.” — En ertu ekki aö spila á hégóma- girnd fólks með því aö selja því vörur af þessu tagi? Þá á ég við að fólk borgi svo og svo mikið bara fyrir vöru- merkið? „Ef við höldum okkur viö Burberrys þá er það alþjóðlegur stíll. Þú ert vel klæddur í slíkum frakka. Hvar sem þú ferð erlendis innan um velklætt og efnað fólk sérðu þetta fólk með Bur- berrys frakka á handleggnum...” — En þú getur nú verið vel klæddur þótt þú sért ekki í slíkum frakka? „Já, vissulega, bara ekki eins.” — Er það þá nokkurs konar „status symbol” að klæðast slikum fatnaði? „Já, það má segja það. Þetta sýnir að fólk hefur ákveðinn smekk.” „Ekki nóg að vera heppínn" — Framan af verslaðirðu einungis með karlmannaföt en nú ertu kominn með kvenföt líka... „Já, þannig kom það til aö konan mín fékk aldrei föt hérlendis af þessu „kaliber”. Hún þurfti því að versla erlendis. Þá sá ég að þar gæti veriö markaður fyrir mig og ég sló til... ” — Þaö segja mér menn, kollegar þínir, að kvenfatamarkaðurinn sé mun erfiðari en hinn. Þar séu örari breytingar, meiri sveiflur ... Þér hrýs ekkihugurvið því? ,JMei, ég treysti á það að þeir sem ég versla við sjái um að vera alltaf með nýjasta nýtt, enda eru öll þau fyrirtæki einhver sú albestu í heiminum og gefa línuna í tískunni hverju sinni.” — Ef breytingarnar eru örar er þá ekki hætt við að sitja ætíð uppi meö vissan lager sem er kominn úr tísku og selst ekki? „Nei, ég kaupi lítið inn af hverju og fatnaður af þessum gæðaflokki er yfir- leitt mjög klassískur, svo ég óttast það ekki.” — Þetta fyrirtæki þitt virðist blómstra, aö minnsta kosti ef marka má af umsvifunum, enda segja mér kollegar þínir að þú hafir verið ótrúlega heppinn. Hvað viltu segja um það? „Ég byggði ofan á húsið og gróf innan iir kjaiiaranum svo ág get s: notað fjórar hæðir. Dýrt? Jú, vissu- lega, innróttingar í nýju búöina fákk ág frá Þýskalandi og þær einar kost- uðu 700 þúsund."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.