Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 26. MARS1983. 23 „Það ar svo morkllogt moð Islendinga: þoir keyra sumir hverjir á rosalega eyðslufrekum tryllitækjum og dýrum eftlrþvlen hafa svo ekki efni á að klæða sig istíl við bilinn og verða að fata sig upp á útsöluml" Texti: Kristín Þorsteinsdóttir Myndir: Gunnar V. Andrésson Sævar Karl Ólason, klæösUeri með meiru, íhelgarviðtali „Heppinn? Já, sennilega hef ég verið heppinn, en það þarf annað og meira en heppni. í>aö tók okkur hjónin fimm ár að vinna fyrirtækiö upp og á meðan vann konan úti til að hafa fyrir nauðþurftum heimilisins. Fimm ár er talinn eðilegur tími fyrir uppbyggingu fyrirtækis. Síðan ég byrjaði á þessu höfum við hjónin komist þrisvar sinnum í sumarfrí svo þetta er heilmikil vinna.” — Þú átt þá engar frístundir? „Nei, þæreru ekki margar.” — Og áttu engin áhugamál? „Jú, reyndar, en ég hef bara svo lítinn tíma til að sinna þeim. Mitt aðal- áhugamál er músík og ég hlusta á hana hvenær semfæri gefst.” — Og þá hvað helst? „Bæði klassík og jass. Mozart og Oscar Peterson eru mínir menn.” — Eg hef heyrt að þú sért að eðlis- fari hægur, rólegur, reglusamur, dug- legur og guö veit hvað, fullkomleikinn uppmálaður. Ertu það? Nú hlær Sævar: „Hver segir það? Nei, nei, ég get smakkaö það, eins og hinir, ef svo ber undir. Þótt ég vinni mikiö gef ég mér líka tíma til að setjast niður og spjalla við vini og kunningja.” „Ekki nóg að taka bara við aurunum af viðskiptavinunum" — Eg heyri sagt að þú sért kominn á nýjan glæsivagn, nýbúinn aö koma þér upp raðhúsi í Árbæ og við það bætist nýja húsið og verslunin. Ertu ekki að reisa þér hurðarás um öxl? „Nei, alls ekki.” — En þetta hlýtur þó allt að vera óhemju dýrt? „Já, vissulega. Eg fékk til að mynda fyrirtæki eitt þýskt, sem ég versla við, til aö smíða fyrir mig innréttingar í nýju verslunina. Og bara það eitt kostaði mig um 700 þúsund krónur.” — En er það ekki óþarflega mikiö fyrir innréttingar? „Nei, mér finnst hérlendar verslanir og fyrirtæki almennt ekki leggja nógu mikið upp úr því að gera viðskiptaferðina nógu skemmtilega fyrir viðskiptavininn. Þess vegna höfum við reynt, alveg frá upphafl, að gera eitthvað fyrir fólk annað en að taka við aurunum frá því. Þaö hlýtur að vera nauðsynlegt fyrir mann eins og mig að viðskiptavinimir séu ánægðir.” — En þú sagðir áðan — við skulum halda okkur við títtnefnda Burberrys- frakka, að þeir entust fólki upp á lífs- tíð. Missirðu þá ekki kúnnana ef þeir þurfa ekki að koma nema einu sinni til þín og fata sig upp? „Nei, alls ekki. Þeir koma hins veg- ar með löngu millibili, kannski á 4ra tU 5 ára fresti. En fólk sem einu sinni fer í fatnað af þessu tagi sér að hér eru faUeg og endingargóð föt og því kemur það aftur og veröur mínir kúnnar. Og fyrst sagt er aö fötin hjá mér séu helmingi dýrari en hjá öðrum þá hljóta þau að vera helmingi betri, ekki satt? Eg ferðast mikið erlendis og ég reyni að Ukja eftir því besta sem ég séþar.” „Flest keyrum við í forstjórabílum!" — Nú barma sér flestir atvinnu- rekendur, en þaö viröist annað hljóð í þér? „Já, ég er ekkert banginn. Mér var sagt, þegar ég byrjaði í bransanum, að þetta væri óðs manns æði. Bransinn væri á niðurleið. Og enn er hann sagður á niðurleið. Eg held þá bara aö best sé að vera í bransa sem er á niöurleið! Annars skal ég segja þér að þessi stíU sem ég er meö, held ég að sé akkúrat sá stíU sem hæfir íslendingum. Viö búum í best byggðu og dýrustu húsum í Evrópu og flestir okkar keyra í forstjórabíium. Ef ég man rétt þá voru seldir hér á landi í fyrra 500 BMW, sem eru forstjórabílar í Þýskalandi, og það fer enginn Þjóð- verji iila klæddur upp í sUkan bíi? En það er svo merkUegt með Islendinga: þeir keyra sumir hverjir á rosalega eyðslufrekum trylUtækjum og dýrum eftir því en hafa svo ekki efni á að klæða sig í stU viö bíUnn og verða að fata sig upp á útsölum! ” — Finnst þér íslendingar yfirleitt iUa klæddir? „Það hefur breyst mikiö tU batnaðar síðustu ár. Götumyndin, ef svo má segja, er orðin snöggt um skárri en mætti vera mun betri. Það hlýtur að vera betra, sé til lengri tíma litið, ef iUa árar, eins og nú, að kaupa föt semendast.” — Hver er galdurinn við að reka verslun svo vel fari? „Þar er númer eitt að kaupa rétt inn. Það þýðir ekki aö kaupa og kaupa eitthvað sem selst ekki og maður verður að liggja með og setja svo á endanumá útsölu.” — Er hægt að selja Islendingum hvað sem er, bara ef það er nógu dýrt og vörumerkið nógu fínt? „Nei, aUs ekki, við leggjum áherslu á að fólk fái hér það sem það vantar. Við pröngum engu inn á fólk. Aðalat- riðið er að fatnaðurinn passi við- komandi viðskiptavini. Vel klæddur viðskiptavinur er besta auglýsingin.” — Nú sagði mér einn koUega þinna: Hann höfðar tU einhverrar yfirstéttar, en við hinir til hins almenna borgara. Erþettarétt? „Mínir viðskiptavinir eru af öUum stéttum og ég hef fatnað fyrir aUa. Hins vegar höfum viö orð á okkur fyrir að vera dýrari en aðrir, og vissulega hef ég á boðstólum dýr föt, en líka svo margt, margt fleira. Við erum ekki að byggja upp neinn ákveðinn status fyrir ákveöna stétt manna, þvert á móti, en við erum með annan stU hér en aðrir, einkum hvað varðar þjónustu. Þegar viðskiptavinur kemur hingaö kemur afgreiðslumaðurinn brosandi á móti honum og býður honum aðstoð sína. Hér líðst ekki aö afgreiðslufólkið hangi í símanum eða slíkt og láti kúnnann bíða eins og víða er. Hér er kúnninn númereitt.” í sandölum og ermalausum bol! — Hér stendur uppi á vegg: góður sölumaður á aö vera opinn, ræðinn og umframaUtskemmtilegur. Ertu það? „Egveitþaðekki.” — Gerirðu strangar kröfur til þíns starfsfólks? „Já, ég geri það. Það þarf að vera stabflt, helst fjölskyldufólk, frjáls- mannlegt og tilbúið að þjóna rið- skiptavininum.” — Þarf afgreiðsiufólkið að klæðast fötumfráþér? „Nei, ekki endflega, það þarf þó að klæöa sig í sama stU.” — Ég hef heyrt að þú haldir skrá yfir alla viðskiptavini þína? í „Já, ég hef tölvuútskrift yfir svona 3—4 þúsund nöfn svo kúnnahópurinn er stór. Eg gef þér engin nöfn því það erleyndarmál.” — TU hvers heldurðu þessa skrá? „Eg sendi viðskiptavinum mínum jólakortogsUkt.” — Ef ég ætlaði aö opna verslun af þessu tagi, hvað myndirðu ráðleggja mér? „Það er mikU kúnst að reka verslun á Islandi vegna verðbólgunnar. En þú yrðir að hafa áhuga á fötum, kynna þér bransann vel og hafa sans fyrir 'góðum efnum. Svo þyrftiröu að hafa einhvern sem bakkaöi þig upp fjár- hagslega.” I — Hverbakkaðiþigupp? 1 „Enginn, ég vann mig upp smátt og smátt. Vann við og kynntist brans- anum fyrst og eins og ég sagði þér hafði ég ekkert upp úr mér í mörg, mörg ár, ekki nema vinnuna frá 7 á morgnana til 11 á kvöldin.” — Att þúmikiðaffötumsjálfur? „Ja, hvað er mikið? Jú, ætli ég eigi ekki f rekar mikið. ” — Færir þú ekki út á götu, segjum Laugaveginn, í gallabuxum, sandölum og ermalausum bol? „Jú, jú, ég er nú ekki svo fínn með mig.” -KÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.