Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 26
26 DV. LAUGARDAGUR 26. MARS1983. HJÚKRUNAR- FRÆÐINGAR Staöa hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Asparfelli 12, Reykjavík, er laus til umsóknar nú þegar. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri stöðvarinnar. Umsóknir um stööuna ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun skulu sendar heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 23. MARS 1983. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 76., 79. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigniuni Miðvangi 151 Hafnarfirði, þingi. eign Guðbjarts Jónssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 30. mars 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 39., 41. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Breiðvangi 12, 3.h. t.h., Hafnarfirði, þingi. eign Jóhanns Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Utvegsbanka íslands, Trygginga- miðstöðvarinnar hf. og Sveins H. Valdimarssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 29. mars 1983 ki. 14.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og siðasta á vb. Þórunni RE-189, þingl. eign Ólafs Inga Hrólfs- sonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 28. mars 1983 kl. 17.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Skúlaskeiði 40 Hafnarfirði, tal. eign Sigur- geirs Gíslasonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 30. mars 1983 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 88., 92. og 94. tölublaði Lögbirtingablaðsina 1982 á eigninni Sólbraut 7 Seltjarnarnesi, þingl. eign Gunnþórunnar Jóns- dóttur, fer fram eftir kröfu Sigurðar Helga Guðjónssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 28. mars 1983 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 88., 92. og 94. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Stórateigi 36 Mosfellshreppi, þingl. eign Þorláks Ásgeirs- sonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. og innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri mánudaginn 28. mars 1983 kl. 15.30. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., 108. og 112. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Borgartanga 4 Mosfellshreppi, þingl. eign Péturs Pálssonar, fer fram eftir kröfu Mosfellshrepps og Gjaldbeimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudaginn 29. mars 1983 kl. 16.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 88., 92. og 94. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á lóð úr landi Æsustaða Mosfellshreppi, þingl. eign Hlífar R. Heiðarsdóttur, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri mánudaginn 28. mars 1983 kl. 16 00 Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 88., 92. og 94. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Aratúni 38 Garðakaupstað, þingl. eign Benedikts Björns- sonar, fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 29. mars 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. „Heili þeirra er Á við háþrðnð* nstn tölvur” — segir dr. Igor Charkovsky sem hef ur hin sídari ár unnið að tilraunum með vatnsuppeldi barna — Þær haf a tekist framar vonum og skilað ðtrúlega greindiim. Iiugmyndaríkum og starfsfúsari einstaklinguni út ilífið en almennt jþekkist Athafnað sig i vatnsbúri í stað leikgrindar. Slíkt uppeldi þykir öllu „eðlflegra” en hið hefðbundna uppeldi sem börn hafa fengið til þessa. Tilraunir Rússa meö bamsfæð- ingar í vatni hafa tekist framar vonum. Eins og kunnugt er hófust þessar tilraunir fyrir fáeinum árum, þær vöktu þegar heimsathygli og þegar hefur þessi tækni.ef svo má nefna, verið tekin upp í fleiri þjóðlöndum en Sovétríkjunum. En óneitanlega em Rússar komnir fremst á þessu svið. Þeir hafa þróað þessa aðferð mjög á síðustu árum. Er nú svo komiö að fæðingin sjálf er ekki aðeins látin gerast í vatni, heldur eru þessi vatnaböm látin verja nokkrum tíma á hverjum degi í vatni fyrstu ár ævinnar. Þykir þetta hafa gefið mjög góða raun sem sést kannski best á því að fyrstu bömin sem sættu þessari vatnsmeöferð í Sovétrík junum hafa nú veriö útnefnd sem komandi geimfarar. Þau hafa verið tekin til kennslu og þjálfunar hjá geimferðarstofnun Rússa sakir þess að þau þykja skara fram úr jafnöldrum sínum sem fengu heföbundiö uppeldi; að greind, starfsgetu og þreki. „Þessi börn, sem hlotið hafa vatnsuppeldið, eru að öllum líkindurn greindustu einstaklingar — miöaö við aldur — sem komið hafa fram í Sovétríkjunum. Eg gæti trúað að þau stæðu jafnöldrum sínum tæpum tveimur árum framar hvað greind og skynsemi áhrærir,” segir Dr. Igor Charkovsky sem er upphafsmaður vatnsmeðferðarinnar í Rússlandi og jafnframt heiminum öllum. „Þau skara fram úr í skólum sinum, eru ákaflega hugmyndarík og starfsfús, taka skjótari og skynsam- legri ákvarðanir en önnur börn á sama aldri. Heila og hugsun þessara bama má í raun líkja viö háþró- uðustu tölvur,” segir Charkovsky ennfremur. Um þrjátíu böm hafa þegar fengið vatnsuppeldi í Sovétrík junum, þaö er að segja, þau hafa verið sett í „bleyti” um klukkustund hvern dag frá fæðingu. Elstu krakkarnir, sem nú eru á ellefta ári, hafa tekið mestan sinn þroska út í vatnsbúri i, líku þvi sem sést á myndinni hér á síðunni. Sýnt þykir að þessir krakkar hafi náð mun skjótari líkamlegum þroska en almennt gerist, svo og betra valdi yfir hreyfingum sínum. A meðan flest ungbörn verja fyrstu árum sínum liggjandi í rúmum, næsta hreyfingarlaus, gefst vatnsbömunum mun meira svigrúm til athafna. Þau synda, kafa og ærslast sem þau vilja án nokkurra ytri hafta og öðlast þannig tilfinn- ingalegt næmi mun fyrr en þau börn sem liggja í rúmum sínum eða leika sér handan rimla í grind. I vatninu fá bömin strax á fyrstu lífdögum sínum mjög alhliða hreyfingu, þar gefst þtím strax tækifæri til að nota svo fil alla vöðva likamans sem er mjög mikilvægt hvað líkamlegum þroska viðkemur. Þannig fá þau líka þjálfun í stjómun hins meðvitaða taugakerfis, sem ella kemur mun seinna hjá börnum sem fá hefð- bundið uppeldi. „Helsta ástæðan fyrir.því að vatns- bömin hafa veriö fengin til náms sem verðandi geimfarar er, fyrir utan mikla greind þeirra og vísdóms- gáfu, sú staðreynd að þau þekkja miöe bá tilfinninen frá sínn nnnelrti að lifa í þyngdarleysi. Vatnslífiö hefur kennt þeim að athafna sig við ámóta aðstæður og þekkist í þyngdarleysi geimsins. Að þessu leyti standa þau öðrum nemendum geimferðarstofnunarinnar langtum framar,” segir dr. Charkovsky þegar hann er inntur eftir því hvaða eiginleikar vatnsbörnin hafa fram yfir aðra geimferðamemendur. Af framangreindu er augljóst að vatnsuppeldið á bjarta framtíð fyrir sér. Otvíræðir eru kostir þess, og vel aö merkja, engir ókostir eða óhent- ugar hliöarverkanir hafa komið fram á þessu einstaka uppeldis- formi. Þannig má ljóst vera að vatnsuppeldi verði tekið upp í ein- hverri mynd meðal flestra þjóða heims á næstu árum eða áratugum. I stað grindar í bamaherbergjum almennings má búast við vatnsbúri þar sem komandi einstaklingar fá að athafna sig aö vild um eina klukku- stund á dag, öll sin ungdómsár. Þannig ætti skjótur likamlegur og andlegur þroski þeirra að vera tryggður eða hver vill ekki greint og skvnsamt bam semsitt afkvæmL. ? Elstu börnln aem hlotið hafa vatnsuppeldl i Sovétrikjunum, en þau eru nú á ellefta ári, hafa verið valin tll kennsln og þjálfunar i geimferðarstofnun landsins, sakir þess hversu þau skara fram úr öörum jafnöldrum sínum, að greind, skynsemi, starfsorku og hugmyndaauðgi. Og ekki sist vegna þvngdarley sisins sem þau hafa lifað við í vatn- inu sem samsvarar þyngdarleysi geimsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.