Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 29
DV. LAUGARDAGUR 26. MARS1983. 29 Kasparov — Beljavsky 6—3 Einvígi Kasparovs og Beljavsky í Moskvu var einna athyglisverðast áskorendaeinvígjanna því að almennt var álitið að þar væru á f erð tveir sterkustu skákmenn keppn- innar. Framan af var tvísýnt um úrslit en Kasparov seig á og náði kverkataki á andstæðingnum í lok einvígisins. Tvær síðustu skákirnar vann hann og lokatölur uröu því 6—3, Kasparov í vil. Nú telja margir aö hann hafi rutt erfiöustu hindruninni úr vegi og að hann verði næsti áskor- andi Karpovs heimsmeistara. Beljavsky lagði allt í sölumar í 9. skákinni því aö jafntefli hefði nægt Kasparov til sigurs í einvíginu. Hann reyndi því aö flækja taflið en sóknar- tilraunir hans á kóngsvæng voru dæmdar til aö mistakast. Kasparov var ekki í vandræðum með að bægja hættunni frá og vann nánast fyrir- hafnarlausan sigur. Áður hefur Kasparov ekki teflt ein- vígi opinberlega en nú sýndi hann að hann er ekkert lamb að leika við. Nokkurs óstyrks gætti aö vísu hjá pilti í fyrstu skákunum en í síðari hluta einvígisins tefldi hann hratt og örugglega og óvæntir og „erfiðir” leikir hans komu Beljavsky ósjálf- rátt í tímaþröng. Kasparov var einnig kænn að velja Tarrasch-vörn- ina með svörtu mönnunum, en á henni átti Beljavsky ekki von, enda hafði andstæðingur hans aldrei áður. beitt henni á sínum skákferli. Fischer beitti þessari aðferð gegn Spassky í „einvígi aldarinnar” og gafst vel. En hér kemur 9. skákin: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Alexander Beljavsky Drottningarpeðsbyrjun. 1. d4 Rf6 2. Rf3 c5 3. d5 d6 4. Rc3 g6 5. e4 Bg7 6. Bb5+ Bd7 7. a4 0-0 8. 0-0 Ra6 9. Hel Rb4 10. h3 e611. Bf4 e512. Bg5 Bc8 13. Rd2 h6 14. Bh4 g5 15. Bg3 g4 abcdefgh 16. hxg4 Rxg4 17. f3 Rf6 18. Bh4 Kh8 19. Re2 Hg8 20. c3 Ra6 21. Rg3 Df8 22. Rdf 1! Rh7 23. Re3 Bf6 24. Bxf6+ Rxf6 25. Rgf5 Rh5 26. Kf2 Rf4 27. g3 Rh3+ 28. Ke2 Bxf5 29. Rxf5 Hxg3 30. Rxg3 Dg7 31. Hgl Hg8 32. Dd2 og Beljavsky gafstupp. mOtstöfuk VfRU ESDAKÍIIISUTÍSLAKDSNÓTS í SVEnMEPPin A-HIÐIIX SVEITIR; l. 2. 3. 4. 5. 6: Röð 1. Sigtr, Sigurósson • /ö 19 9 9 20 67 5 2, Sig. Vilhjðlmsson /0 • 0 /? J /0 VZ 9- 3, Jón Hjaltason / 20 m 20 2 20 é>9 / 4. Pðll Pðlsson // / 0 • 7 9 zs 5. Þðröur Ellasson // /7 /z /3 • /4 67 2 6. Bemh. Guðmundsson 0 /O 0 // 6 • 17 6 B-RIÐIIX SVEITIR: 1. 2. 3. 4. 5. 6. Stig Röð 1. Aöalst. Jörgensen • 10 // 20 // 20 7Z 1 2. Gunnar Þóröarson /0 • rZ la 2 /z (o 3. Þórarinn Sigþ.son 9 10 • u tí 20 7S / 4. Gestur Jónsson 0 2o 7 m 20 /5 3 5, Oddur Hjaltason n é 0 m /6 V3 h- 6. Eyjólfur. Magnósson rl /2 ó 5 9 • /9 5~ C-RIÐIIX Sveitir: l. 2. 3. 4. 3. 6. Stíg Röð 1. Armann J. Lðrusson • 20 rV /0 70 3 55* 3 2. Gunnar Jóh. son f5 é r 3 s io f 5 6 3. Karl Sigurhjartarsor lo 10 m /9 20 7 56 / 4. Jón Þ. BJflinsson 9 /s / 20 9 9 5. Leif Österby rS n v 0 i / 6 r 3. Olafur Lðrusson n 20 /3 /é /9 • ZS 2. II-RIIIIIX SVEITIR: 1. 2. 3. 4. 5. 6. Stig Röð 1. Egill Guöjohnsen • 20 5 z /5 0 32. 5- 2. Aöalsteinn Jónsson rZ é 5 -5 5 0 / /o 3,' Sœvar Þorbjömsson 20 /7 m Ko /7 /7 37 / 4. Bragi Hauksson 12 20 0 m O 20 éZ 2 5. Asgrlmur Sigurb.son 5 15 3 20 m /2 G l 3 6. Jón Stefðnsson 20 20 3 “3 2 m 42 9- Shíði ogpáskaegg Páskar eru famir að nálgast og þá taka menn fram skíöin sín og páska- eggin því að nú stendur yfir keppni um þaö hver geti farið oftast á skiði á Norðurlöndunum en hins vegar gleymdist að stofna til keppni í páskaeggjaáti og er það bagalegt fyrir íslensku þjóðina en þó sér- staklega Nóa sem hefur stundað hér sælgætisframleiöslu síðan hann strandaði á Ararat forðum daga. Eg er mjög hrifinn af alls konar keppnum og þeim mun betri finnast mér þær sem ég hef minni tök á að taka þátt í þeim og hef ég því vermt varamannabekkinn, eins og það er kallað, fram að þessu. Einu sinni reyndi ég að vísu að synda 200 metrana en varð að hætta eftir 20 metra, þar sem ég náði ekki lengurtil botns. Benedikt Axelsson r Þegar ég var ungur var ég á skiðum á hverjum degi í þrjá daga en þá braut ég annað skíðiö og týndi hinu og var þar með sjálfhætt í því á- gæta sporti, því miður vegna þess að ég var að æfa undir 50 km göngu sem var skíðakeppni af svipuðum toga og nú er haldin á Norðurlöndunum. A þessum tíma voru skíði ekki eins fullkomin og í dag og bindingar voru úr leöri með lausum hæl og þeg- ar maður ætlaði að halla sér fram svo að stíllinn yrði sem glæsilegastur stakkst maður á nefið og meiddi sig. Þaö stungust margir oft á nefið á þessum árum því að enginn vildi láta kenna sig við klósettstílinn marg-: umtalaða sem skynsamir menn notuöu þegar enginn sá til. Þegar strákar höfðu verið á hausnum eða nefinu meira og minna í nokkur ár fóru góðir menn að reyna að finna ráð við þessu þvi að það kom stundum fyrir að þeir hrufluðu sig óþægilega og á sumum heimilum voru heftiplásturskaup orðinn fastur liöur í helgarinnkaupunum. Og þá var fundinn upp fasti hællinn svokallaöi, leðuról sem var negld á skíðin og spennt yfir rist skiðamannsins. Þetta var gríðarmikil framför í skíðaútbúnaði sem kostaði að sjálf- sögðu peninga og þess vegna nutu ekki allir góðs af þessu þegar í stað. Þeir sem voru oftast á hausnum urðu að bíða lengur en hinir þar sem búið var að eyða öllum peningunum í kaup á heftiplástri. En nú er öldin önnur í þessu efni sem öörum. Allir sem vettlingi geta valdið eiga skíði og skíðagalla, skíða- skó og hjálm og þegar menn eru komnir í allt þetta er engu líkara en 'að þeir séu að fara til tunglsins en ekki upp í Bláfjöll að verja heiður okkar í norrænu skíðakeppninni. Minnisleysi Þaö er svo undarlegt að þegar maður lítur til baka man maður ekki alla skapaða hluti sem gerst hafa. Ég man t.d. ekki hvort búið var að finna upp páskaeggiö þegar ég var að stingast á nefið forðum. Það var búið að finna upp bollurnar og jóla- gjafirnar, ég man vel eftir því, og flúrperurnar því að okkur var sagt að ef flúrpera brotnaði væri inni í henni duft sem dræpi alla sam- stundis sem nálægt henni væru. Viö þorðum aldrei að sanna kenninguna en trúðum henni samt ekki því að á þessum árum var stjórnvöldum treyst til flests annars en að flytja inn banvænar 1 jósaperur. Á þessum árum skipti aftur á móti ekki svo ýkja miklu máli hvort páskaegg voru til eða ekki því að fólk hafði annað við peningana að gera en kaupa fyrir þá súkkulaöi en nú munar okkur ekkert um aö kaupa egg fyrir 30.000 krónur gamlar, jafnvel þótt innan í þeim sé ekkert nema loft og málsháttur sem á stendur græddur er geymdur ey rir. Bönn Okkur hefur alla tíð verið illa við boð og bönn og það var einmitt þess vegna sem Ingólfur sigldi hingaö með öndvegissúlumar sínar og kastaði þeim í sjóinn. Samt sem áður setja menn bönn þegar þeim sýnist af því aö viö erum frjáls og fullvalda þjóð og eigum elsta þing i heimi og þar að auki elstu þingmennina þótt það standi ekki í Islandssögunni. Þessum mönnum hefur tekist frá því árið 930 að banna hér um bil alla skapaöa hluti enda er það þeirra starf ásamt því að taka erlend lán og malbika spottakorn hér ogþarumlandið. Ekki má þó skilja mál mitt svo að ég sé á móti öllum boðum og bönn- um. Eg hef til dæmis ekkert á móti því að sett sé bann við þorskveiðum á hinum og þessum stöðum og bíð meira að segja eftir því að tilkynnt verði bann við þeim í Kirkjustræti. Kannski verður það gert 24. apríl nk. Kveðja Ben. Ax. PILLIVUYT Franska postulínið faest hjá okkur. Ath. Pantanir óskast sóttar. Opið í dag kl. 9—5. átftrið Hamraborg 12, Kópai'ogi Sími46460 Scnditm í póstkröfu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.