Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1983, Blaðsíða 44
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Fengu son sinn eftir fjögurra ára aðskilnað „Viö erum búin aö vera að bíöa eftir því aö fá drenginn til okkar í nær fjögur ár og erum því ólýsanlega glöö aö hann skuli vera kominn til Islands. Viö erum ekki síöur glöö yfir aö fá tengdapabba og mágkonu mína hingað líka,” sagði víetnamski flótta- maöurinn Ari De Huynh er viö töluöum viö hann í gær. Hann og eiginkona hans, sem komu hingað meö flóttafólkinu frá Víetnam fyrir nær fjórum árum, fengu loks á Stjörnumessan: Miðasalan hefstfdag Sala aögöngumiða á Stjömumess- una 7. apríl næstkomandi hefst í dag kl. 15. Selt verður í þr já tíma í Broad- way og kosta r miöinn 500 krónur. Greinilegt er aö mikill áhugi er á messunni. Undirbúningur hennar er nú aö komast á lokastig. Æfingar Stjörnubandsins undir stjóm Björg- vins Gíslasonar hafa staðið undan- fama daga og miðar vel. Örstutt hlé verður nú gert á þeim æfingum á meðan hljómsveitin Mezzoforte skreppur til Englands í nokkra daga til aö koma þar fram í sjónvarpi — m.a. aftur í BBC-þættin- um Top of the Pops — og einnig hjá ITV-sjónvarpsstööinni. Tveir liðs- menn Mezzoforte em í Stjörnuband- inu og Mezzoforte verður í hlutverki heiöursgests á Stjömumessunni ’83. Miðasölu veröur haldiö áfram á morgun, sunnudag, kl. 16—18. Fólki er ráðlagt að tryggja sér miöa í tíma. Helgarveðrið Spáö er fremur hlýju veöri í dag, laugardag, jafnt sunnanlands sem norðan. I kvöld má búast við slyddu á suðvesturhorninu. Hiti veröur viö frostmark. Bjart veöur verður á Noröur- og Austurlandi. Á morgun fer hins vegar hægt kólnandi og tekur viö norðan- og norðaustanátt. Birtir þá uppsunnan- lands. miðvikudaginn aö sjá aftur son sinn sem þau urðu aö skilja eftir í Víetnam þegar þau flúöu þaöan fyrir rúmum fjórum árum. Kom hann hingað frá Ho Chi Minh borg, sem áöur hét Saigon, á miövikudaginn. Meö honum komu tengdafaðir Ara og dóttir hans en þeim tókst ekki aö flýja eins og Ara og öðrum úr fjöldskyldu hans þegar kommúnistastjórnin komst þar til valda. „Strákurinn var fjögurra ára gamall þegar viö flúöum en nú er hann orðinn átta ára og við ætluðum varla að þekkja hann aftur,” sagöi Ari. Hann og kona hans áttu f jögur börn þegar þau bjuggu í Saigon en þegar þau flúöu gátu þau ekki tekiö Kim Ba, eins og drengurinn heitir, meö sér. Varö hann eftir hjá afa sínum og kom hann meö honum hingað. Gamli maöurinn, sem heitir Lam Duc, er á áttræöisaldri. Hann var mjög þreyttur eftir ferðalagið til Islands og var hann lagður inn á Landspítalann skömmu eftir komuna hingaö. Var hann enn mjög veikur í gær, en Ari sagðist vona aö hann ætti eftir aö jafna sig og eiga mörg ánægjuleg ár á Islandi. -klp- Víetnamski drengurinn Kim Ba var ánægður að vera loksins kominn til foreldra sinna aftur. Það er margt að tala og margt nýtt að sjá fyrir Kim litla sem kunni sér ekki læti i snjónum en snjó hafði hann aldrei séð áður. DV-mynd S. SIGLFIRÐINGUR KAUPIR DC-8 ÞOTU 42 ára gamall Siglf iröingur, Birkir Baldvinsson, hefur keypt sér stóra farþegaþotu. Er hann þar meö fyrsti íslenski einstaklingurinn sem eign- asteiginþotu. Birkir keypti þotu af gerðinni DC—8—62 af Japan Airlines í síðustu viku. Þotan er aðeins styttri en DC— 8 þotur Flugleiöa. Hún var smíöuö í Bandaríkjunum áriö 1968 og getur borið um 190 farþega. Hún hefur verið skrásett hérlendis sem TF— BBA. I samtaii við DV í gær kvaðst Birkir ekki vilja gefa upp kaupverö þotunnar. „Þetta var gott verö og þeir hjá Japan Airlines báöu mig um aö halda því bara á milli okkar. Annars gætí þetta kannski skemmt fyrir þeim markaösverð á öörum vélum,”sagðihann. „Eg tek mikla áhættu þegar ég geri þetta. Og ég þarf góöan skilning frá öllum,” sagöi Birkir ennfremur. En hvaö hyggst hann gera viö þotuna? „Eg býst við að ég leigi þotuna, kannski einn eða tvo túra til Cargolux til aö byrja með, og vonandi til Flugleiða. Eg mun annars reyna aö leigja hana í þau verkefni sem gefast. Núna vilja sjö eða átta flugfélög fá hana leigöa,” sagðiBirkir. Birkir er enginn nýgræöingur í fluginu. Hann er flugvirki að mennt og hóf störf hjá Loftleiðum fyrir ald- arfjóröungi. Um tíu ára skeið var hann fulltrúi l/)ftleiöa í Glasgow en réðst til Cargolux þegar það félag var stofnaö. Þar var hann yfirmaður viöhaldsdeildar. Hann hætti hjá Cargolux fyrir fjórum árum og sneri sér að rekstri eigin fyrirtækis í Lúxemborg, Loch Ness, sem hann stofnaði fyrir sex árum. „Síðastliðin f jögur ár hef ég veriö í því aö kaupa flugvélamótora og varahluti og reyna aö hagnast á þeim,”sagðiBirkir. „Ég kaupi þotuna einn og leigi hana til Loch Ness. Hún er komin til Lúxemborgar og þaö er veriö aö mála hana í litum Loch Ness hjá Cargolux. Ég er með samning viö Cargolux um aö þaö annist viöhald og útvegi áhafnir sem veröa eingöngu Islendingar. En aöalatriðið er að finna verkefni fyrir vélina og vini mína hér i Lúxemborg,” sagöi BirkirBaldvinsson. „Til þess aö fá vélina skrásetta í Lúxemborg þarf ég að breyta um þjóöerni og á því hef ég engan áhuga. Ég er íslenskur ríkisborgari og mun aldrei breyta því,” sagöi hann. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.