Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR 28. MARS1983. Kynbótagildi: Stóðhesta og hryssa Hestamannafélagið Gustur í Kópa- vogi heldur almennan fund hesta- manna á Hótel Sögu annaö kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan átta. Á fundinum mun Þorvaldur Áma- son flytja erindi sem nefnist kynbóta- einkunnir. Svarar hann meðal annars spurningunni hvernig meta megi kyn- bótagildi hrossa í ræktuninni bæði stóðhesta og hryssa. Er þetta efnislega hluti úr doktorsritgerð sem Þorvaldur hefur unnið að og er komin á lokastig. Að sögn þeirra Gustsmanna er hér tækifæri til að hlusta á kenningar fræöimannsins, spyrja hann í heyr- anda hljóði og koma á framfæri at- hugasemdum. En víst má telja, aö niðurstöður vísindamannsins falli ekki allar í sama farveg og skoðanir leik- manna á þessum viðkvæmu og umdeildu málum. Þá kemur Þorkell Bjarnason ráðunautur og rifjar upp í máli og myndum eitt og annaö frá lands- mótinu glæsilega á Vindheimamelum síðastliðiö sumar. Þeim sem þar voru gefst kostur á aö endurlifa ánægjulega viöburöi. „Hinir skynja í vissum mæli hvað gerðist á Melunum í Skagafiröi í fyrra og þeir misstu eilíflega af eins og þaö var, ” bæta þeir Gustsmenn viö. -JGH. Frá landsmóti hestamanna á Vind- heimamelum síðastliðið sumar. Á myndinni sjáum við Perlu frá Kaðals- stöðum. DV-mynd: Eiríkur Jónsson. LögregluþjónarnirHelgiFortescueogGuðniSigurbjamarsonmeðpeningakassana tvo sem fundust í Þverholtinu eftir að þeim hafði verið stolið af skrifstofu Smjörlíkisgerðarinnar í fyrrinótt. DV-mynd S. Peningakassamir fúndust úti á götu Brotist var inn í Smjörlíkisgerðina í Þverholti aðfaranótt sunnudagsins. Þjófnaðurinn uppgötvaðist þegar tveir peningakassar fundust úti á götu í gærmorgun og kom í ljós að þeir áttu aö vera inni á skrifstofu Smjörlíkisgerðarinnar en ekki þar. Þjófurinn, eða þjófarnir, hafa eitt- hvað þekkt til staöhátta á skrif- stofunni því gengiö hefur veriö beint að peningakössunum og farið snyrti- lega að því að taka þá. Uppskeran mun aftur á móti hafa verið heldur rýr því lítið fé var í þeim aö sögn starfsmanna Smjörlíkis- geröarinnar. Unnið var að rannsókn málsins í gær og var ekkert nýtt af því að frétta þegar við spurðumst fyrir um það hjá rannsóknarlögregl- unniímorgun. -klp- VEITUM 20% AFMÆLIS-AFSLÁTT TIL PÁSKA m—m > . * Leiðandifyrirtœki í tL/\/V SKÍÐI sportvörum í 25 ár. EEEI SKÍÐASKÖR Á GÖÐU VERÐI SÍMI13508 Landsþing Ökukennarafélags íslands: KOMIÐ VERÐIUPP ÆFINGASVÆÐUM FYRIR BYRJENDUR ökukennarafélag íslands hélt landsþing helgina 4.-6. mars. Þing þetta var fjölsótt af ökukennurum víðs vegar af landinu ásamt fjölda gesta. Á dagskrá þingsins voru mörg mál sem varöa ökukennslu og um- ferðarmál. Kom fram vilji fyrir því að sem víðtækust samvinna sé á milli hinna ýmsu aðila og stofnana sem um umferðarmál f jalla í því skyni að efla umferðaröryggi landsmanna. Einnig var mikið fjallað um samræmingu ökukennslu, menntun i'.kukennara og drög að nýrri reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna og fleira. Margar ályktanir voru samþykkt- ar á þinginu, meöal annars um að koma upp akstursæfingasvæðum eins og á hinum Noröurlöndunum. Skorað er á yfirvöld að taka upp skipulegri og betri umferðar- merkingar um land allt, samhliða varanlegri yfirborðsmerkingum á bundnu slitlagi. Einnig að framlag til umferðarslysavama og umferðar- fræöslu veröi stóraukiö. Landsþingið fagnaði því að kominn er skriður á endurskoðun á reglugerð um ökukennslu og próf ökumanna og minnir á nauösyn þess að leggja áherslu á hinn mannlega þátt í ökukennslunni, svo sem aksturshæfni, frekar en tæknilega þáttinn. Landsþing ökukennarafélagsins samþykkti hvatningu þess efnis að sektir við umferðarlagabrotum veröi stórhækkaöar og vísitölubundnar. Einnig að lögleidd veröi notkun ökuljósa allan sólarhringinn frá 15. október til 15. mars, til viðbótar ákvæöum sem fyrir eru í lögum. -JBH. Broadway „sprakk” á ítölsku helginni Ferðaskrifstofan Utsýn stóð um helgina fyrir svokaHaðri „ítaiskri helgi” í tilefni þess að í máí nk. eru tíu ár liðin frá því að farþegar frá Utsýn fóru í fyrstu ferðina til Lignano á Italíu. Hátíðin sem Utsýn stóð fyrir vegna þessara tímamóta fór fram í Broad- way og tókst hún í alla staði vel. Komust þar færri að en vildu, sér- staklega á fjölskylduskemmtunina á sunnudaginn en þá var í orðsins fyllstu merkingu fuilt út úr dyrum í Broad- way, eða um 1000 manns. Lignano ferðirnar hjá Útsýn hafa alla tíð notið mikiila vinsælda enda hundruð Islendinga notað sér þær á þessum tíu árum. Lignano hefur upp á allt það aö bjóða sem ferðamenn þyrstir í og þaðan er auövelt að komast til sögufrægra og fallegra staða eins og Feneyja, Rómar og fleiri slíkra. Kom hingað til lands hópur frammámanna í ferðamálum á Italíu gagngert á hátíðina um helgina. Létu þeir allir í ljósi mikla hrifningu og ánægju með undirbúning og fram- kvæmd hennar og áhugann sem fólk hér hafði á að kynnast Lignano og ítalíu. -kip-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.