Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR 28. MARS1983. 15 „Ráðamenn flokkanna eiga ekki þjóðina og hafa engan siðferðilegan rétt til að versla með sameiginleg mál hennar sem væru þau séreign þeirra.” — Frá Þlngvöllum. mál” — svo dæmi séu tekin. Hún er ekki einkamál þingmanna og á aldrei að vera tilefni hagsmunatog- streitu stjómmálaflokka. Ráðamenn flokkanna eiga ekki þjóðina og hafa engan siðferðilegan rétt tilaðversla með sameiginleg mál hennar sem væru þau séreign þeirra. Þegar rætt er um breytingar eða nýsmíði stjóm- arskrár, verður að huga að efnisat- riðum og spyrja spurninga um eðli þeirra og tilgang. Og auk spurninga um eðli stjómarskrár ber að gaumgæfa fjölmörg tengd atriöi sem beinlínis leiðir af svörum við þeim spumingum. Ihuga verður hvað ríki er og síðan hvers konar riki það er sem viö viljum búa okkur. Hvaða á- stæður liggja að baki endurskoðun Stjórnarskrárinnar 1944? Hvert er eðli þeirra galla er menn þykjast finna á henni? Og hverjar eru nýjungarnar? Og hvað býr að baki nýjungum og breytingum? Stjómarskráin 1944 og það sem viö getum kallað uppkastið 1983, greinast efnislega í svipaða þætti: Fyrst kemur yfirlýsing um að Island sé lýðveldi meö þingbundinni stjórn og að valdið sé þrískipt. Þetta er for- sendan sem byggt er á; efni beggja skránna er aö öðru leyti nánari út- færsla forsendunnar. I öðrum kafla em ákvæði um hlutverk forseta og kjör. 1 hinum þriðja og fjórða reglur sem lúta að hlutverki Alþingis og kjöri til þess. Þá koma í fimmta kafla ákvæði um dómsvaldið og í hin- um sjötta um þjóðkirkjuna og sveit- arfélög. Loks eru kaflar um friðhelgi einkalífs, borgaraleg réttindi, mannréttindi og siöaboðýmis. Það sem einkum ber - á milli Stjómarskrárinnar 1944 og uppkastsins 1983 eru ólíkar áherslur á einstök atriði og verður rætt um þær síðar í þessum greinum. Hins vegar er vert að geta þess þegar að stjómmálastarfsemi ber keim af þeirri stjómarskrá sem um hana er sett og að því leyti hefur vaxið mis- ræmi á milli stjórnhátta og stjórn- mála. En það sem vekur athygli er að þeir ágallar sem birtast í stjóm- málastarfinu og í stjórnsýslunni — og eiga sér rætur í Stjórnarskránni 1944 — em að miklu leyti látnir óá- reittir í uppkastinu 1983. Ríkið á villigötum I þessu sambandi ber meðal annars að huga aö réttmæti gildandi verkaskiptingar á milli hinna ýmsu valdsþátta ríkisins, en hún virðist einmitt mjög á reiki. Eru t.d. þeir er fara með löggjafar- og fram- kvæmdavald á réttri braut í starfs- háttum? í*. Hafa þeir reynst vel? Ljóst er að umsvif rfldsins eru gífurleg og hljóta því að krefjast réttlætingar, einkum þar eð sú stjórnskipan sem myndar ramma um stjómmálastarfsemina hefur leitt til þess aö ríkið birtist í senn sem ágengt og vanmáttugt ferlíki. Og þaö hefur gert villur sem enginn er kallaður til ábyrgðar á. Af þeim sökum gerirþjóðin sér óljósari grein fyrir eiginlegu eðli og hlutverki ríkisins. Hinn svonefndi almenni borgari lítur þaö einatt sem óvin sem beri aö klekkja á eða komast undan; stjórnmálamenn líta það hins vegar tíðum sem eins konar tæki til að vas- ast með hvers kyns hagsmuni í nafni heildarinnar — og með því að skýla sér á bakvið það drepa þeir allri á- byrgð á dreif. Þessar ranghug- myndir um rikið virðast jafnvel ganga svo langt að það birtist nánast sem útlendingur gagnvart þjóðinni. En þessu verður trauðla breytt nema með breyttum stjórnháttum og hugsunarhætti. Sú stjómskipan sem nú er við lýði er ekkert náttúmlögmál, langt í frá. Stundlegir hagsmunir og þrætur mega ekki ráöa ferð okkar í þessu máli né öðrum. Það sem hér er um að tefla er framtíð þjóðarinnar — og leiðarljósið verður að felast í svari við spurningunni um það hvað sé besti kosturinn fyrir þjóöina. Hvaða stjórnhættir eru mögulegir og æskilegir? Og öllu öðm fremur: Hver em tengsl þjóðar og ríkis? Um þessa síðari spurningu verður fjallað í næstu grein. Lýður. ðunarfer ■ Rimini á Ítalíu er einhver vinsœlasti sumarleyíisstaður sem völ er á. Þangað flykkjast íslendingar í stórum stíl, slaka á í langþráðu sumarleyíi við hreina og fallega ströndina og njóta þess á milli íjölbreytts skemmtanalífs, íróðlegra skoðunarferða og stuttra verslunarleióangra um nágrennió. Fyrir fjölskyldufólk er Rimini hrein gullnáma. Börn 'ög fullorðnir finna þar endalaus viðfangseíni við sitt hcefi og auðvitað sameinast fjölskyldan í leikjum, skemmtun- um og fjörlegum uppátœkjum sem einmitt einkenna svo mjög mannlíf þessara hressilegu sólarstrandar. Og nú býður Samvinnuíerðir- Landsýn að auki upp á sérstakan barnaíar- arstjóra sem sér um að yngstu ferðalang- arnir hafi alltaf nóg við að vera. Adriatfc Riviera of Emilia - Romagna (Italy ) Rimini Riccione Cattolica Cesenatico Gatteo a Mare San Mauro a Mare Misano Adriatico Lidi di Comacchio Savignano a Mare Bellaría - Igea Marína Cervia - Milano Marittima Ravenna e le Sue Marine ...... Mro-Wntorna^morgbo, San Manno - Wim ___ .n. o.ti veitingahús skemmtistaðir næturklúbbar diskótek leikvellir sundlaugar hjólaskautavellir minigolfvellir skemmtigarðar Tívoli útimarkaður stórmarkaðir þúsundir verslana o.fl. o.fl. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 ein af þeim aOra bestu *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.