Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUDAGUR 28. MARS1983. Menning Menning Menning Menning ÞAÐ VAR AUÐVITAD BOLU Leikfélag Reykjavíkur: GUÐRÚN Sjónleikur byggður á Laxdæla sögu Höfundur og leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir Tónlist: Jón Ásgeirsson Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir Lýsing: David Walters Satt er það, að Laxdæla saga lýsir kurteisi og höfðingsskap. En ekki er allt jafnmikilmannlegt sem fólk tekur sér fyrir héndur í sögunni. Það er í þvi að stela og spilla hvert fyrir öðru bæði vopnum og klæðum. Þegar Kjartani hetju ofbýður missir sinna góöu gripa hefnir hann þessa hnekkis meö því að. „dreita inni” þá fjandvini sína að Laugumí Sælingsdal. I Guðrúnu, leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur eftir sögunni, verður reyndar fleira til tíðinda í umsátrinu að Laugum. Guðrún sleppur út úr bænum og fer til fundar við Kjartan niöri við laug. Eftir nokkrar hrind- ingar fara þau að gera hitt inni í tjaldi. Auðvitað þarf Bolli aö reka nef í þetta og hefur þá líka komist út úr bænum. Það má skilja svo aö þetta atvik verði honum hugstæðast þegar hann um síðir vegur að fóstbróður sínum og rekurhanná hol. Efnið í leikgerðinni er eins og vænta mátti aðallega hin fræga ástarsaga Kjartans, Guðrúnar, Bolla. Og þá atburðarás skýrir Þórunn Sigurðar- dóttir í aðalatriðum kynferðislegri skýringu. Kjartani vex þaö í augum, þegar ástin stofnast með þeim Guðrúnu, hvað hann er miklu óreynd- ari í rekkjusökum en konuefnið. Ætla má aö það sé einkum þessvegna að hann tekur svo þvert fyrir að leyfa henni meö sér á konungsfund: Guðrún á að vita sinn stað. Sjálfur framast hann til jafns við hana í utanförinni, ekki bara viö hirð Ölafs Tryggvasonar heldur einnig og ekki síður í dyngju Ingibjargar konungssystur. Þegar Laugamenn hafa veriö dreittir inni hyggur hann gott til glóðarinnar að gera Guðrúnu að frillu sinni á laun og hefna svo á kynferðislegu sviði ófar- anna fyrir Bolla í tryggöamálunum. En Guðrún ðsvífursdóttir er ekki að slægjast eftir einum saman kynlífs- kappa. Hún vill eiga ástmann sinn heilan og óskiptan eins og hún er sjálf fús að gefast honum með sömu skil- málum. Hún vill halda til jafns viö hann í öllu. Það eru ekki bara óheilindi og tryggðarof Kjartans í utanförinni, hvaö þá yfirgangur eftir heimkomuna, sem hún þarf aö hefna: umfram allt er það sú lítilsvirðing sem hún finnur á sér brenna á fundi þeirra við laugina. Og það eru ekki einar saman brýn- ingar Guðrúnar sem knýja Bolla til að vega að fóstbróður sínum um síðir: hann þarf að sínu leyti að hefna sinna kynferðislegu ófara fyrir honum, eftir- bátur Kjartans í öllu sem gerir mann aö hetju. Þeir eru vaskir menn og vel - Leiklist ÓlafurJónsson greindir fóstbræður, eins og einhvers- staðar segir í leiknum. Þaö dugir bara svo skammt: kvenfólkið skapar þeim örlög, og þeir því. örlögum sínum ræður enginn sjálfur. I Guðrúnu leikur heldur enginn vafi á víðfrægum lokaorðum bæði sögu og leiks: þeim var ég verst er ég unni mest. Það var auðvitaö Bolli! Bolli sem unni Guðrúnu af heilum hug, virti hana til jafns við sjálfan sig, vildi hennar vilja í öllu. En þetta skilur góða frú Guörún ekki fyrr en undir ævilokin, orðin bæði blind og kristin. Hitt skýrir leikurinn hreint ekki af hverju hinn vaski drengur og væni jafnréttissinni er svona miklu ófýsilegri ástmaður en Kjartan karlrembuhetja. Þá er ekki annaö til ráða en skella skuld á örlögin. Ekki lítið fyrirtæki Það er ekki Iítið fyrirtæki sem Þórunn Sigurðardóttir tekur sér fyrir hendur í Guðrúnu. Það væri auðvitað fásinna í meira lagi að taka hér til við að jafna saman leiknum og sögunni og ætlast þar með til þess af Þórunni að hún kæmi fram á sviðinu jafnoka sjón- leik við Laxdæla sögu sjálfa. Þórunn er að vísu ekki að yrkja nýja Laxdælu. Hún freistar þess sem algengt er í leik- húsum í seinni tíð: að koma saman í nothæfri leikgerð nokkrum aðal- atriðum efnisins í sögunni. Þetta tekst sumpart allvel og sumpart miður eins og gengur og gerist í leikgerðum skáld- sagna þótt yngri séu en Laxdæla saga. Þannig finnst mér Þórunni hafa tekist furðu vel að semja sér málfar viö hæfi, eðlilegt nútiðarmál í aðal- atriöum en fer þó furðu nærri orðfæri sögunnar sjálfrar, sumar setningar orðréttar, aðrar orðaðar upp á nýtt að efninu óbreyttu, og sum veigamestu atriðin frumsamin frá rótum. Sumt sem stingur í eyru á sýningunni kann að vera leikenda sök — sem fá sig ekki til að segja höfuðbani, mannfundir, til dæmis, heldur þarf það endilega að verða höfuðsbani, mannafundir og annað í þessum dúr. En svona nokkuð á auðvitað leikstjórinn að passa. Einnig að öðru leyti sem meira skiptir finnst mér að Þórunn höfundur leikgerðar hafi búið efnið betur í hendur leikenda en Þórunn leikstjóri megnar aö koma því fram á sviðinu, þótt örðugt sé aö styðja það með dæmum eftir að sjá sýninguna einu sinni. En leiktextinn er einatt knappur, leikatriðin stutt, og veltur mikið á ýtrustu nákvæmni í skiptingum, lýs- ingu og annarri sviðstækni, og umfram allt valdi leikenda á textanum og þar með efnivið frásagnar og mannlýsinga sem undir býr. Eins og gerist í leik- gerðum fer þetta misjafnlega úr hendi, einkum framan af sýningunni þar sem efnið verður yfirgripsmest. Þaö hygg ég að leikhúsgestir megi hafa Laxdælu sína fasta í minni ef þeim eiga að notast frásagnarefnin af Þuríði Ölafsdóttur og Geirmundi gný, til dæmis, eða viðskipti þeirra seið- skratta Kotkels og Grímu og Þórðar Ingunnarsonar, eöa nautið Harri í draumi Olafs pá. Og amböguleg verður rekistefna Kjartans út af motrinum góða, til dæmis, af því hann þarf í leiknum að takast á hendur bæði sitt eigiö hlutverk og Þorgerðar móður sinnar í sögunni. Og svo mætti sjálfsagt lengur telja. En að vísu kemst til muna meiri festa og skipan á frásögnina á sviðinu þegar liður á leikinn og hann einbeinist að viðskiptum þeirra fóstbræðra og Guðrúnar, seinni hluti hans, eftir hlé, mun fastari í formi og eftir því áhrifa- meiri en hinn fyrri sem fer meira og minna á dreif. Og bar ekki á öðru en áhorfandinn fylgdist af áhuga og vax- andi ánægju með sýningunni eftir því sem á hana leiö. Eins og aörar leikgerðir felur Guörún auövitað í sér bæði beina og óbeina „túlkun” á efnivið sögunnar sem á sviðið er sett. Það sem Þórunn Sigurðardóttir hefur til þeirra mála að leggja er einkum þrennt: sálskýring fóstbræðra og Guðrúnar sem fyrr var lýst, áhersla sem í sýningunni fellur á hlut annarra kvenna á sögunni, kristi- legt efni sem Þórunn eykur viö eða leggur út af efni sögunnar. Brugðið upp myndum af afdrifum annarra kvenna Til hliðsjónar við sögu Guörúnar er brugðið upp myndum af afdrifum annarra kvenna I sögunni, undir- seldum forræði feðra, bænda, bræöra sinna eins og hún, og skapa þeim þá væntanlega örlög eins og Guðrún fóst- bræðrum. Þetta á við Þuríöi systur Kjartans, Auði konu Þóröar Ingunnarssonar, Ingibjörgu konungs- systur, Hrefnu Ásgeirsdóttur, allt samkvæmt sögunni með hennar riku- lega athygli á ýmiskonar kvennaefni. En bágar á ég með að skilja kristin- fræði Þórunnar Sigurðardóttur. Ekki gott að skilja það af sýningunni af hverju Kjartani þykir guö koma til sín í og með kynnum þeirra Ingibjargar í Noregi. Né heldur af hverju hann afsegir guð sinn, rífur af sér kross þegar útistöður hefjast með þeim Guðrúnu og Bolla eftir heimkomu til Islands. Krossinn tekur Bolli til handargagns og hengir upp á nýtt á Kjartan dauöan. Og Guðrún er samkvæmt sögunni orðin sannkristin kona að sögulokum þegar hún loks er tekin að botna eitthvað í örlögum sínum. Af áherslu sem á þessi efnisatriði falla í leiknum finnst mér líklegt að Þórunn Sigurðardóttir vildi eitthvað sagt hafa með þeim umfram það sem hún kemur í raun fram á sviðinu. Þar eru það hins vegar hinar kynferðislegu skýringar efnisins sem eftir standa. Af þessum ástæðum verður líka hlutverk Kjartans býsna óskýrt í leiknum — eflaust á hann að hafa fleira til brunns að bera en karlrembu, sjálfselsku sína. Þótt Jóhann Sigurðarson sé gervilegur maður megnaði hann ekki að auka því sem til þurfti við efni hlutverksins. Ragnheiður Arnardóttir, Harald G. Haraldsson gerðu á hinn bóginn sínum hlutverkum, Guðrúnar og Bolla, elsk- endanna sem aldrei ná saman, falleg og sannfærandi skil. Um Harald mátti vel vita það fyrir aö hann er mikil- hæfur leikari, en Bolli hygg ég að sé með hans veigamestu verkum. Ragn- heiður sýndi það svo skýrt sem á varð kosið og hugboð vaknaði um á Fröken Júlíu á dögunum, aö þar er komin efni- leg leikkona. Það er ekki því að neita að leikhópur Leikfélags Reyk javíkur er misvel á sig kominn í Guörúnu, leikendur misvel til þess fallnir sem á þá er lagt í sýning- unni. Verður að segjast eins og er að Jón Júlíusson, Jón Hjartarson eru ekki til þess lagaöir að halda uppi, sérkenna mörg litil hlut- verk í leiknum. Jón Hjartarson lýsti að vísu Olafi konungi skilmerkilega. En furðu mikið bakkabræðralag var á ýmsum sögufrægum höfðingjum í Dölum í sýningunni, Gesti Oddleifs- syni, Olafi pá, Osvífri spaka. Frekar var að Aðalsteini Bergdal tækist að sérkenna að minnsta kosti sum af sínum hlutverkum, mörgum og smám. Undarlegur misskilningur aö skipa Valgerði Dan í hlutverk Hrefnu sem Kjartan átti og sprakk um síðir af stríði, segir sagan, en bar þó harm sinn af kurteisi. Aftur á móti sýndu Soffía Jakobsdóttir, Hanna María Karls- dóttir skýrt til hvers er að vinna í hlut- verkum leiksins þegar vel tekst. Sem er að endingu lof um leikinn og sýninguna. Þrátt fyrir misfellur sem á henni eru tekst í aðalatriðum að semja virka leikgerð hinnar fomfrægu sögu, setja nokkur aöalatriöi hennar fyrir sjónir manns á leiksviði. Sviðiö í Iðnó er þröngt til þessara nota, en leikmynd Messíönu Tómasdóttur var svipmikið verk og hæfilega einfalt. I svip er ég efasamari um búninga hennar, en finn jafnharðan að mér þóttu þeir sístir þar sem mest molbúalag varð á leiknum. Allt bendir þetta til þess aö það sé í raun og vem gerlegt sem Þórunn Sigurðardóttir tekur sér hér fýrir hendur: að semja upp úr fomsögu sjónleik við hæfi nútíðar, sem áhorf- endur em til með að láta sig varða. Enda var Guðrúnu vel og hlýlega tekiö á frumsýningu og ætti eins og aðrar leikgerðir að geta átt velgengni fram- undan. Ogá það skilið. Þaðermargt semmá ekki alatast! I útibúi okkar aö Suðurlandsbraut 30 bjóöum við öllum viðskiptavinum okkar upp á margar gerðir eldtraustra geymsluhólfa gegn vægu gjaldi. Hvort sem um er að ræða verðmæta skartgripi, verðbréf, afsöl, fágæta bók, persónulegt bréf eða annað sem er bér mikils virði og má ekki glatast, bá er geymsluhólfið örugg og ódýr lausn. Pú barft aðeins að sækja um hólf við þitt hæfi, útfyila tilheyrandi pappíra og bú hefur eignast trausta hirsiu sem enginn hefur aðgang að, - nema bú. Kynntu þér þessa þjónustu hún er einmitt fyrir þig Munið næturhólfin þau eru nauðsynleg öryggisþjónusta líka Alþýóubankínn hf. Laugavegi 3t-sími 28700 - Útibú Suðurlandsbraut 30 - sími 82911

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.