Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 28. MARS1983. | Eríc Clapton—Money And Cigarettes: | SNILUNGUR LÆTUR í SÉR HEYRA Sprett úr spori Fjarlægöin gerir fjöllin blá og mennina mikla segir máltækið; þetta veit Bob Seger giska vel og skírir nýjustu plötu sína: The Distance (Fjarlægöin). Einhverjir gárungar höföu raunar spaugaö meö máltækið og sagt: fjarlægöin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur. Enn lengra er þó til Detroit þar sem Bob Seger sleit barnsskónum og puðaöi árum saman viö aö hasla sér völl í rokki og róli. Svo nafntogaöur er Bob Seger í dag að mönnum gleymist ef til vill að hann átti í mörg ár erfitt uppdráttar, haföi gefið út einar átta breiöskífur áöur en áhangendur rokksins utan Detroit höföu af honum spurnir. Live Bullet (1976) gerði gæfumuninn og allar götur síðan hefur Bob Seger veriö aö treysta sig í sessi sem einn besti rokkari Bandaríkjanna, nánast aöeins í samkeppni viö Bruce Springsteen. Hafi síðasta breiöskífa Segers, Against The Wind, sýnt einhver veikleikamerki er engum blööum um þaö aö fletta aö á þessari nýju plötu er kappinn kominn í sitt gamla form; hér eru rokksöngvar einsog þeir gerast bestir og ballöður í hæsta gæöaflokkL Ýmsir álíta aö Bob Seger sé ööru fremur gefinn fyrir baliööur — mörg NÝJAR PLÖTUR vinsæl lög hans á síðustu árum hafa veriö í rólegri kantinum — en Seger er þó fyrst og fremst rokkari og þessi plata færir okkur sönnur á því aö fáir standast honum snúning þegar hann er í essinu sínu. Eg nefni sérstaklega tvö afbragöslög: „HouseBehind AHouse” Hetjugítarleikarinn Eric Clapton hefur á sínum langa ferli átt aödáun mína sem tónlistarmaður. Hann hefur komist heill í gegnum allar þær tónlistarbreytingar í poppinu sem oröið hafa síðan hann tók sín fyrstu gítarsólómeðYardbirds 1963. Þótt gítarleikur hans hafi aö því er ég held náö hæst meö súpertríóinu Cream, þar sem villt og óhefluö sóló hans heilluðu alla heimsbyggö, er ekki síöur gaman að hlusta á hann i dag, þótt lítið fari fyrir löngum sólóum, heldur er fínpússaöur og agaður gítar- leikur í fyrirrúmi. Og enginn gítarleik- ari í poppinu hefur verið stældur eins og „Makin’ „Thunderbirds”, hressileg rokklög iðandi af stuöi og krafti og hljómsveitin eins og hugurmanns! The Distance er blanda af hröðum lögum og rólegum. Af vögguvísunum ber af iag Rodney Crowells, „Shame On the Moon”, sem hefur verið við topp bandaríska vinsældalistans uppá síökastiö. Það minnir óneitanlega tals- vert á „Fire Lake” af síðustu plötu Segers, en annars viröist hann endur- taka sig merkilega lítiö þegar tekið er tillit til þess aö hann fer mjög troönar slóöir. Hér er þaö ekki nýstárleikinn sem gildir heldur tilfinningin fyrir rokkinu og hæfileikinn til aö koma þeirri tilfinningu til hlustandans; Bob Seger fær hæstu einkunn fyrir hvort tveggja. Þó eru það helst ballöðurnar sem draga úr gæðum plötunnar, „Coming Home” er til að mynda óttalegt voi, ekkisatt? Engu aö síður er mikill fengur að The Distance og Bob Seger er ótvírætt í rokk&ról landsliði Bandaríkjanna meö Bruce Springsteen, J. Geils Band og John Cougar; þaö er jafnvel mikiö og meistari Clapton. En þrátt fyrir mikla velgengni tónlistarlega séð hefur líf hans ekki veriö neinn dans á rósum. Þaö er á allra vitoröi aö hann var á tímabili langt leiddur af heróínneyslu, en hafði sig upp úr þvi volæði af mikilli hörku með aðstoö góöra vina. Það má skipta ferli Eric Claptons í plötubransanum í tvennt. Sá fyrri endar þegar Clapton ásamt vinum sínum gaf út plötuna Eric Clapton’s Rainbow Concert sem átti aö vera endurreisnarplata fyrir hann, en sú sæla stóö stutt þvi aö hann sökkti sér strax afturí heróínneyslu. bob seger spurning hvort hann yröi ekki gerður að fyrirliða með soddan kjörgrip eins og Fjarlæögina. -Gsal Hiö raunverulega endurreisnartíma- bil byrjar svo meö plötunni 461 Ocean Boulevard sem kom út 1975. Hún hlaut strax frábærar viötökur og kom í ljós aö aðdáendur hans voru ekki búnir aö gleyma hetjunni sinni. Síöan hafa komið út nokkrar plötur meö honum, sem aö vísu eru misjafnar aö gæðum, síöast Another Ticket fyrir rúmum tveimárum. Nýjasta afkvæmi Eric Claptons hefur nú litið dagsins ljós og nefnist platan Money and Cigarettes og er þar um aö ræöa virkilega góða plötu þar sem Clapton leikur viö hvern sinn fingur, allt í senn söngvari, lagasmiöur og ekki síst gítarleikari. Þaö er nokkur munur á Another Ticket og Money And Cigarettes, þótt ekki liggi þaö í gæðamati að minum dómi heldur í gerð laganna. Another Ticket hefur rólegra yfirbragð og er blúsaðri. Hélt ég eftir hlustun á henni aö hann væri á bakaleið til þess tíma þegar hann lék með John Mayalls Bluesbreakers og var í raun alveg sáttur viö þaö þvi aö betri bluesgítarieikari en Eric Clapton er vandfundinn. En svo var ekki því að á Money And Cigarettes er að finna rokkaðri tónlist og í heild er hún jafn- betri en Another Ticket. Þaö er valinn maöur á hverju hljóöfæri sem aöstoöar Clapton á plöt- unni. Ber þar fyrst aö nefna gítarleikarann Albert Lee sem þrátt fyrir litla frægð er meöal bestu og virtustu gítarleikaranna. Einnig aöstoöar á gítar Ry Cooder ásamt Donald „Duck” Dunn á bassa og Roger Hawkins á trommur. Það er erfitt aö gera upp á milli laga á Money And Cigarettes. Allt eru þetta fyrsta klassa lög og úrvinnslan á þeim frábær og hefur Eric Clapton samið sex lög af tíu. Money And Cigarettes er léttrokkuð plata eins og þær gerast bestar og ættu allir unnendur þess konar tónlistar að verða sér úti um eintak. HK. AMPLIFIER: A-08 TUNER: T-08/T-08L TURNTABLE: CP-1027FT Super Servo and quartz synthesized tuning add extra value to this selection of components CASSETTE DECK: TA-2025 SPEAKER SYSTEM: S-660 RACK: CB-88A GRAPHIC EQUALIZER: EO-08 |BelleStars: | Stuðplata útígegn Þaö telst víst ekki lengur til sér- stakra tiðinda er kvennahljómsveit sendir frá sér hljómplötu. Er þaö aö sjálfsögöu vel. BelleStars heitir breskt kvennaband, skipaö sjö stúlkum. Hafa þær nú sent frá sér sína fyrstu breiðskífu sem heitir einfaldlega Belle Stars. Stúlkurnar sjö eru Jenny McKeown, söngur, Sarah-Jane Owen, sólógítar,. Stella Barker, ryþmagítar, Clare Hirst, saxófónn og hljómborð, Miranda Joyce, saxófónn, Lesley Shone, bassi, og J udy Parsons, trommur. Á þessari fyrstu breiöskifu Belle Stars eru 12 lög, þar af helmingur eftir liðskonur hljómsveitarinnar. Meöal þeirra er dægurflugan Sign Of The Times. önnur lög eru úr ýmsum áttum. Má nefna gamla hitlagið (frá 1963) Mockingbird og The Snake sem er eftir Oscar Brown Jr. er löngum hefur veriö kenndur viö djass og fönk. Og þaö er einmitt nýja fönklínan, sem Mezzoforte styöst við í Bretlandi þessa dagana, sem Belle Stars fylgja. Þó ber aö varast að bera saman Mezzo og stúikumar sem hér er fjailað um. Músík stúlknanna er miklum mun létt- ari á allan máta. Þar er danstakturinn ávallt í fyrirrúmi. Þaö sem kom mér mest á óvart er hve þær eru fundvísar á skemmtilegar melódíur sem þær út- færa oft á sérstaklega skemmtilegan máta. Aö mínu mati em mörg laganna vel fallin til að slá í gegn engu síður en SOTT eöa Clap Song sem aliir muna eftir. Lögin eru sannast sagna jöfn og góð. Otsetningamar em hins vegar einkar heföbundnar. Mikið er lagt upp úr söngnum, enda McKeown góö sem slík. Bakraddir koma mikiö viö sögu, kannski einum of mikiö fyrir minn smekk og ásláttarhljóðfæri einnig. Hljóöfærin em því aðeins til undirleiks og sólóar koma lítt viö sögu. Belle Stars er auðsjánlega góð heild þar sem engin sker sig vemlega úr. Þaö heföi óneitanlega verið gaman að heyra eins og einn saxsóló þar sem tveir slíkir blásarar eru meöal stúlknanna sjö. En því er ekki aö heilsa. Belle Stars er plata/hljómsveit sem vel er fallin til aö halda uppi fjöri á dansgólfum. Danstaktur fylgir hverju lagi. Yfirleitt fönkaöur en stundum bregður fyrir þessu vinsæla „tropical sound”, svosem í upphafi b-hliöar, og nýrómantíkin er aldrei langt undan. Semsagt — þetta er góö stuöplata sem kemur mönnum áreiðanlega í gott skap séu þeir á annaö borö fyrir hressa og melódiska danstónlist. En varast ber að láta plötuna liggja of lengi á fóninumíeinu. -TT.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.