Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 32
40 DV. MÁNUDAGUR 28. MARS1983. Ferðalög Um helgina Um helgina TRÚAÐ Á BRETANN Eg beið með mikilli eftirvæntingu eftir fyrsta þættinum af hinu breska Ættaróðali. En satt best að segja varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum. Mér fannst þessi fyrsti þáttur allt of langdreginn. En ég er viss um að þeir næstu verða betri og ætla ekki aö gefast upp við svo búið. Eg er búin að sannfærast fyrir löngu um snilld Breta í gerð sjónvarpsþátta og er alveg viss um aö ekki gæti íslenska sjónvarpið gert einn þátt í líkingu viö þá bestu bresku þó það gerði aldrei annað. Breska sjónvarpið hefur einfaldlega náð einhverjum tökum á dagskrárgerð sem ekki eru á færi annarra. Fjölmiölarýni hófst tiltölulega snemma þessa helgina. Eg mundi nefnilega eftir því að hlusta á þáttinn hans Hermanns Ragnars Stefáns- sonar þar sem leikin eru lög fyrir eldra fólkið. Þó ég teljist ekki enn í þess hópi hef ég verulega gaman af þættinum. Þarna heyrast lög sem ég hef sum ekki heyrt síðan ég var lítil stúlka og þykir enn jafngaman að og mér þótti þá. Ekki spillir Hermann heldur fyrir meö sinni ljúfu fram- komu. Hugmyndin að þættinum er líka verðlauna verð. Föstudagsmynd sjónvarpsins var það eina í fjölmiðlum ríkisins það kvöldiö sem mér finnst eftir á að hafi verið þess virði að sjá og heyra. Agætis mynd. Laugardagurinn fór í ferðalög en á meðan var auðvitaö hlýtt á útvarp. Elísabet Guðbjörnsdóttir, fyrrum samstarfskona mín hér á DV, gerði sitt til að hrista aðeins upp í Helgar- vaktinni. Ekki tókst það. Þessi þáttur er alveg steingeldur og hefur verið frá byrjun. Allt of iangar kynn- ingar á því sem á að fara fram og daufar raddir Amþrúöar og Hróbjarts hafa líklega valdið þessu. Sama finnst mér um þáttinn f dæguriandi. Hann erskelfing þurr. I gær saknaði ég Þráins Bertels- sonar úr úrvarpinu eins og undan- fama sunnudaga. Það er mikill missir aö þættinum Þaö var og. Af hluta af þætti Páls Heiðars missti ég. Þetta hefur jafnan verið hinn ágæt- asti þáttur og var það sem ég heyrði af honum í gær í samræmi við fyrri þætti. En er ekki dálítiö leiðinlegt að spyrja alltaf alla sömu spuming- anna? Glugginn hennar Aslaugar var góður eins og venjulega. Það er gaman hversu ólíkir þættir hennar og Sveinbjörns eru og hvað þau glæða hin margvíslegustu áhugamál lífi. DóraStefánsdóttir. Andlát María Helgadóttir Knoop, ræðismaöur Santiago Chile, andaðist að heimili sínu 24. mars. Gísli Sigurðsson, Garöaflöt 37, lést fimmtudaginn 24. mars í Landspít- alanum. Helgi Kristjánsson, Austurbrún 2, lést 22. mars í London. Verður hann jarð- settur þriöjudaginn 29. mars kl. 10.30 í Fossvogskapellu. Torfi Guöbjörnsson skrifstofumaður, Barmahlíð 40, verður jarðsunginn þriðjudaginn 29. mars kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Bálför Heiðveigar Guðjónsdóttur, Garðastræti 13, fer fram frá minni Fossvogskapellunni þriöjudaginn 29. marskl. 15. Amór Kristján Diego Hjálmarsson, yfirflugumferðarstjóri, andaöist á Landspítalanumföstudaginn 25. mars. Sigríður Jóna Þorbergsdóttir frá Látmm í Aðalvík, Háaleitisbraut 26, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn29. marskl. 13.30. Tónleikar Tónleikar í IMorræna húsinu Dóra Reyndal sópransöngkona og Guöríftur St. Sigurftardóttir píanóleikari halda tónleika í Norræna húsinu nk. mánudagskvöld, þ. 28. mars, kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Pál Isólfsson, Jór- unni Viftar, Haydn, Mozart, Richard Strauss og Moussorgsky. Dóra Reyndal starfar sem söngkennari vift Söngskólann i Reykjavík og Kennaraháskóla Islands. Hún hóf söngnám vift Tónlistar- skólann í Reykjavík, var um 3ja ára skeift vift nám í Konservatorium í Bremen í Þýskalandi og síftan vift Söngskólann í Reykjavík og út- skrifaöist þaftan meft kennarapróf 1980. Dóra hefur sótt ljófta- og óperunámskeift vífta erlendis og haldift sjálfstæfta tónleika í Reykjavík og víftar. Guftríftur St. Sigurftardóttir lauk píanó- kennara- og einleikaraprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík. Haustift 1978 hóf hún nám vift The University of Miehigan í Ann Arbor en þaftan lauk hún mastersprófi í pianóleik í ágústl980. Guftriftur hefur auk þess tekift þátt í fjöl- mörgum námskeiftum bæfti hér heima og erlendis. Síftan hún lauk námi hefur hún stundað kennsiustörf, auk þess sem hún hefur leikift kammermúsík og unnift meft söngv- urum. Sýningar Sýning í Gallery Lækjartorg Laugardaginn 26. mars sl. opnafti Skúli Olafsson myndlistarsýningu í Gallery Lækjartorgi. Skúli er fæddur í Vestmannaeyjum 12. sept. 1952. Hann stundaði nám vift Myndlista- og handíöaskóla Islands í fimm ár og lauk þar námiígrafíkáriftl977. , Skúli hefur tekift þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis, m.a. yfirlitssýningu á íslenskri grafík á Kjarvalsstöftum 1976, Islenskri grafík — farandssýningu í Noregi, 1977, NGU 1977 — samnorrænni grafík- sýningu í Helsingfors konstahall Helsinki o. fl. Tvær einkasýningar hefur Skúli haldift í Gallerí Landlyst, Vestmannaeyjum — 1981— 2, en Skúli býr nú og starfar aft Fífilgötu 10 í Vestmannaeyjum. Aft þessu sinni sýnir Skúli expressioniskar litblýantsmyndir og blekteikningar og fjaila sumar myndanna um mannslíkamann á surreaiískan hátt. Einnig verfta til sýnis nokkrar vatnslitamyndir — expressioniskar fantasíur. Sýningin stendur yfir til 4. apríi og verftur opift daglega frá kl. 14—18 nema fimmtud. og sunnud. til kl. 22. Ferðafélagið með margar ferðir um páskana Um bænadaga og páska býftur Ferftafélag Islands upp á þriggja, fjögurra og fimm daga ferftir auk hinna venjulegu dagsferfta, sem famar eru frá Umferftarmiftstöftinni, austan- megin, alla páskavikuna. Fimm daga skíftagönguferft verftur tii Hlöftuvalla, þá er ekift til Þingvalla og gengift þaftan á skíðum til Hlööuvaila, en þar er dvalift í þrjá daga og gist í sæluhúsi Ft. Skífta- gönguferft (5 dagar) er til Landmannalauga. Ekift er aft Sigöldu, en gengiö þaöan á skíftum í Landmannalaugar og gist þar í sæluhúsi félagsins. Tvær ferftir verfta famar í Þórs- mörk 31. mars (5 dagar) og 2. apríl (3dagar). Þar er gist í Skagfjörftsskála og farnar gönguferftir eftir aftstæftum. Fjögurra daga ferft er á Snæfellsnes. Gengift verftur á jökul- inn og farnar skoftunarferöir út fyrir Nes. Gist í húsi á Amarstapa, svo aft stutt er til þeirra svæfta, sem skofta á. Dagsferftir era alla daga frá 31. mars til 4. apríl frá Umferftarmiftstöftinni og verfta auglýstar aft venju í félagslífi blaftsins. 1 dags- ferftir þarf ekki aft kaupa farmifta fyrirfram, einungis mæta viö bílinn og taka sér far. Útivistarferðir Sími 14606, simsvari utan skrifstofutima. Páskafrí með Útivist 1. Þórsmörk 31. mars — 5 d. Fararstj. Ágúst Björnsson. 2. Þórsmörk 2. apríl. — 3 d. Fararstj. Áslaug Arridal og Berglind Káradóttir. Nýr, hlýr og notalegur skáli. Björgvin Björgvinsson, myndlistarkennari leiftbeinir þeim sem þess óska um teikningu. 3. Fimmvörftuháls 31. mars. — 5 d. Fararstj. Hermann Valsson. Obyggftaferft fyrir alla. Gist í skála á Hálsinum í 3—4 nætur. Farift á jökla á gönguskíftum. 4. öræfasveit 31. mars — 5. d. Fararstj. Ingi- björg Ásgeirsd. og StyrkárSveinbjamarson. 5. Snæfellsnes 31. mars — 5 d. Fararstj. Kristján M. Baldursson. Utivistarferflir eru öllum opnar. Otivera er öllum holl. Fjöragar kvöldvökur meft söng og glensi i öllum ferftum. Frítt f. börn til 7 ára, hálft f. 7—15 ára. Sjáumst. T unglskinsganga Mánudagskvöld 28. mars kl. 20.00. Göngum í Bessastaftanes, skoflum Skansinn, heilsum upp á Oia og Völu og tökum sporift vift fjörubál undir stjórn Kristjáns M. Baldurssonar. Sjá- umst. Ferðir Ferðafélagsins um páskana 1. 31.3.—4.4. kl. 08 Skíftagönguferft aft Hlöftu- völlum (5dagar). 2. 31.3.—4.4. kl. 08 Landmannalaugar—skífta- gönguferft (5dagar). 3. 31.3.—3.4. kl. 08. Snæfellsnes— Snæfellsjökull (4 dagar). Gist á Arnarstapa. Fararstjórar: Jóhannes I. Jónsson og Ölafur, Sigurgeirsson. 4.31.3.—4.4. kl. 08. Þórsmörk (5 dagar). 5.2.4.—4.4. kl. 08. Þórsmörk (3 dagar). Farar- stjórar: Magnús Guftmundsson og Hilmar Sigurftsson. Tryggift ykkur far í ferftirnar tímanlega. Farmiftasala og allar upplýsingar á skrif- stofunni, öldugötu 3. Ferðafélag Islands. Skíðanámskeið Fram Fimm daga námskeift fyrir böm, byrjendur og lengra komna frá 31. mars til 4. apríl kl. 14.00—16.00 alla dagana. Verft: Böm 350. Unglingar 450. Fullorftnir 750. Lyfta er innifalin. Vanir kennarar. Upplýsingar og innritun frá kl. 18.00—20.00 í símum 36076, Guftmundur og 72166, Jón. Skíftadeild Fram. Badminton- samband íslands Meistaramót Islands í badminton 1983 verftur haldift í Laugardalshöliinni dagana 9. og 10. apríl nk. og hefst laugardaginn 9. apríl kl. 10.00 f.h. Keppt verftur í meistaraflokki, A-flokki, öftbngaflokki (40—50 ára) og æftstaflokki (50 ára og eldri) í Öllum greinum karla og kvenna ef næg þátttaka fæst. Þátttökugjöld verfta kr. 150 í einliftaleik og kr. 120 í tvílifta- og tvenndarleik. Þátttökutil- kynningar þurfa aft hafa borist B.S.I. fyrir 28. mars nk. Afmæli 80 ára er í dag 28. mars, frú Borghild Hernes Einarsson, Jórufelli 10 Rvik. Hún er norsk að ætt og uppruna og fædd í Eggesbönes á Herö. Voru for- eldrar hennar frá Bergen. Hún kom til Islands um tvítugt og giftist Krist- mundi Eggert Einarssyni bryta, ættuðum úr Skagafirði. Þau bjuggu lengst af á Siglufirði. Eiginmann sinn missti hún árið 1961 og flutti þá til Reykjavíkur. Hefur hún búið síðan hjá börnum sinum. Borghild er á sjúkra- húsi um þessar mundir. 60 ára er i dag, Ingvar Oddsson starfs- maður í Fríhöfninni á Keflavíkurflug- velli, Elliðavöllum 6 í Keflavík. Afmælisbarnið ætlar að taka á móti gestum á heimili sínu á afmælis- daginn, eftir kl. 19. Eiginkona Ingvars er Soffía Axelsdóttir. Tilkynningar Unglingaleiðtoga- námskeið í Noregi 24.-30. júlí 1983 Iþróttasamband Noregs hefur boftift Iþrótta- sambandi Islands aft senda átta fulltrúa á námskeift fyrir unglingaleifttoga sem haldift veröur dagana 24.—30. júlí 1983 í Dombásun sem er þjálfunar- og íþróttamiðstöft norska íþróttasambandsins. Iþróttasamband Noregs greiftir uppihalds- kostnaft og ferftakostnaft vegna námskeiösins innan Noregs. Þátttakendur greifta kostnaft vift ferftir tii og frá Noregi en munu njóta afsláttar á fargjaldi samkv. samningi ISI og Flugleifta. Héraftssamböndin eru beftin aft láta skrifstofu ISt vita fyrir 15. apríl nk. ef einhverjir innan þeirra íþróttahérafta vilja nota boft þetta. Styrkir til að sækja námskeið erlendis á sviði unglinga- þjálfunar Framkvæmdastjórn Iþróttasambands Is- lands hefur ákveftift aft tillögu Unglinganefnd- ar ISI aft veita þremur þjálfurum efta leiftbeinendum á svifti unglingaþjálfunar styrki til að sækja námskeið erlendis á þessu ári aft upphæö kr. 7000 til hvers. Væntanlegir umsækjendur um þessa styrki skulu vera starfandi fyrir íþrótta- og ung- mennafélög, héraössambönd efta sérsambönd innan ISI. Sérstök umsóknareyftublöft liggja frammi á skrifstofu ISl og hafa verift send öllum hér- afts- og sérsamböndum ISl. Umsóknum skal skila til skrifstofu ISI fyrir 15. apríi 1983. Sérstök athygli skal vakin á því aft umræddir styrkir era ekki veittir til unglinganámskeifts þess sem ISI hefur verift boöift aft senda hóp unglingaleiftbeinenda á í Noregi í sumar. Fuglaverndar- félag íslands Næsti fræftslufundur Fuglaverndarfélags Is- lands verður í Norræna húsinu þriftjudaginn 29. mars ’83 kl. 8.30. Magnús Magnússon sýnir þar nýja kvikmynd sem hann nefnir: Fuglar í dag — menn á morgun. Myndin er tekin í samráfti vift lif- fræöideild háskólans af fuglalífi á Mývatns- svæftinu. Aft lokinni sýningu verftur aftalfundur félags- ins. ölium heimill aftgangur. Stjórnin. Styrktarsjóður aldraðra tekur meft þökkum á móti framlögum í sjóft- inn (minningargjöfum, áheitum, dánargjöf- um). Tilgangur hans er aft styrkja eftir þörf- um og getu hvers konar gagnlegar fram- kvæmdir, starfsemi og þjónustu í þágu aldr- aftra meft beinum styrkjum og hagkvæmum lánum. Gefanda er heimilt aft ráftstafa gjöf sinni í samráfti vift stjórn sjóftsins til vissra staft- bundinna framkvæmda efta starfsemi. Gefendur snúi sér til Samtaka aldraðra, Laugavegi 116, sími 26410, klukkan 10—12 og 13-15. Námsstefna um samhæfingu (integrering) í almennum skólum. Landssamtökin Þroskahjálp gangast fyrir námsstefnu (symposium) í umbofti Norrænu samtakanna NFPU (Nordiska Förbundet Psykisk Utvecklingshamning) um efnift „En skola för alla” dagana 18.—22. apríl nk. aft Hótel Loftleiftum. Sérfræftingar í kennslumál- um þroskaheftra á öllum Norfturlöndunum munu sækja þessa námsstefnu en þar verftur fjallaft um samhæfingu á námi þroskaheftra í hinum almenna skóla og samræmdar aftgeröir í þeim málum á Norfturlöndum. Fjöldi þátttakenda er takmarkaftur vift 40—50 manns. Þarf aft sækja um þátttöku fyrir 7. apríl nk. á skrifstofu Þroskahjálpar í Nóatúni 17,105 Reykjavík, sími 29901. NFPU-samtökin eru 20 ára á þessu ári. Bæfti einstaklingar og félagasamtök á öllum Norfturlöndunum eiga aftild aft þeim. Þau hafa frá upphafi haft 6—8 námsstefnur um málefni vangefinna á hverju ári, gefa út vandað tímarit, Psykisk Utvecklingshamn- ing — og halda Noröurlandaþing 4. hvert ár, síðasta þing í Reykjavík 1979. Þaft næsta verftur í Stavanger, Noregi, í ágúst nk. Spilakvöld Kvenfélag Kópavogs verftur meft félagsvist þriftjudaginn 29. mars ki. 20.30 í félagsheimilinu. Aðalfundir Frá Giktarfélagi íslands Aftalfundur Giktarfélags Islands var nýlega haldinn. Á fundinum kom fram aft aftalverk- efni félagsins síftastliftift ár var innrétting giktlækningastöftvarinnar í Ármúla 5. Þaft verkefni er nú svo vel á veg komift aft ef ekkert óvænt tefur mun stöftin taka til starfa meft haustinu. Fjölmörg félög, fyrirtæki og einstaklingar hafa stutt þetta verkefni meft myndarlegum fjárframlögum. Erfftafjársjóftur hefur síftan fjármagnaft þetta verkefni og fleiri opinberir aftilar. öllum þessum aftilum voru færftar þakkir á fundinum. I skýrslu stjórnar kom fram aft skuldir eru fé- laginu þungur baggi og einnig mun innbú allt kosta mikift fé. I tilefni þessa vill félagift minna alla stuftningsmenn á gíróreikning fé- lagsins, nr. 304050. I giktlækningastöftinni sannast málshátturinn aft margt smátt gerir eitt stórt. BELLA Veistu hvað svona peysa myndi kosta ef þú færir og keyptir hana í búð?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.