Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 34
42 DV. MÁNUDAGUR 28. MARS1983. ----VIDEO OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 23 Jw KVI KVIKMYNDAMARKADURINN Skólavörðustis 19 Rvik. Kirfcjuvsgi 19 Vestm. I Vestmeyjum er opið kl. 14- VIDEOKLÚBBURINN Stórhokl 1. 8.364SB. 20 en um helgar kl. 14—18. .VIDEO, RYÐVÖRN sf. SMIÐSHOFÐA 1, S 30945 BÍLARYÐVÖRN UNDIRÞVOTTUR MÓTORÞVOTTUR Utankjörstaðakosning Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Valhöll, Háaleitisbraut 1 — símar 30866, 30734 og 30962. Sjálfstæðisfólk: Vinsamlega látiö skrifstofuna vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram í Mið- bæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12,14—18 og 20—22, sunnudaga kl. 14—18. / Elegans, Skólavörðustig 42, færðu fermingargjöfina fyrir vand- látustu dömurnar, til dæmis þennan fallega ítalska lampa. Lampar eru i miklu úrvali i Elegans og kosta frá 1176 krónum Postulínsstyttur í mörgum gerðum kosta frá 270 krónum og vinsœiu og fallegu skartgripaskrínin, sem hægt er að læsa, frá 897 krónum. / Elegans er einnig hægt að fá skartgripaskrin úr silfri. Þú færð elegant vörur íElegans á Skólavörðustíg 42. ELEGANT í ELEGANS SAMVIIMNUTRYGGINGAR Ármúla 3 - Reykjavík - Sími 38500 TILBOÐ ÖSKAST í eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa í umf erðaróhöppum: Ford Escort X—R3.............................árg. ’82 B.M.W. 315...................................árg. ’81 Volvo 244 ...................................árg. ’77 Datsunl40Y...................................árg. ’79 Fiat 128.....................................árg. ’78 FordEscort...................................árg. ’73 FordCortina..................................árg. ’74 AustinMini...................................árg. ’77 Peugeot 304................................. árg ’74 VW1300.......................................árg. ’72 Fiat Polonez.................................árg. ’80 Lada.........................................árg. ’75 FordEscort...................................árg. ’74 Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmuvegi 26, mánudaginn 28.03.’83, kl. 12-17. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Ármúla 3, fyrir kl. 17 þriðjudaginn 29.03.’83. Þorlákshafnarbátur aflahæstur á vertíð- inni það sem af er — Friðrik Sigurðsson ÁR kominn með 648 lestir að landi Þorlákshafnarbáturinn Friörik Sigurösson, sem áöur hét Andvari, er aflahæsti netabáturinn yfir landiö þaö sem af er þessari vertíö. Er Friörik Sigurðsson kominn meö 648 tonn aö landi eöa 46 tonnum meira en næsti bátur sem er Heimaey frá Vestmanna- eyjum. Netavertíöin fyrir Suöurlandi hefur gengið illa í vetur og þó sérstaklega í Grindavík og Höfn í Homafirði, en þar hefur borist mun minni afli á land en á sama tíma í fyrra. Sjómenn vonast þó til að úr rætist á lokasprettinum á verðtíðinni sem hefst ef tir páska. Aflahæstu bátarnir á vertíðinni og á einstökum verstöðum, eru nú þessir: Tonn Friörik Sigurðsson ÁR 648 HeimaeyVE 602 Suöurey VE 592 Sighvatur Bjarnason VE 550 Aflahæstu bátarnir á stærstu ver- stöðvunum fyrir utan Vestmannaeyjar og Þorlákshöfn eru: Hamrasvanur, Rifi meö 519 tonn, Gunnar Bjarnason SH, Olafsvík 494, Arney KE, Sandgerði455, Gaukur GK, Grindavík 470, Happasæll KE, Keflavík 390, Haraldur AK, Akranesi 293 tonn og á Patreksfiröi eru þeir jafnir Þrymur BA og Pálmi BA meö rétt y fir 400 tonn. Flestir þessir bátar — nema þeir aflahæstu f rá Eyjum og Þorlákshöfn — hafa bæði veriö á línu og netum í vetur, og er því erfitt aö gera sér grein fyrir hver sé aflahæsti línubáturinn. Af þeim bátum, sem eru á trolli, er einn í nokkrum sérflokki það sem af er vertíðinni. Er þaö Stokksey ÁR, sem var komin meö 501 tonn aö landi fyrir helgi. -klp- Hveragerði, elnn f jölsóttasti ferðamannabær landsins. Vilja hefja rekstur Hótel Hveragerðis Áhugamenn í Hveragerði hafa aö undanförnu veriö aö kanna möguleika á því aö koma Hótel Hveragerði í rekstur á ný. Hóteliö hefur verið lokaö frá því síöastliöiö haust og liggur húsiö undirskemmdum. Nefnd þriggja Hvergeröinga hefur unnið aö þessu máli. Þegar hefur verið haldinn almennur fundur um hótelið sem milli 40 og 50 manns sóttu. Þar var samþykkt aö stefna aö stofnun hluta- félags um rekstur hótelsins. Söfnun hlutafjárloforða stendur einmitt yfir núna. Lokun hótelsins hefur valdiö ýmsum vandræðum. Sérleyfisbílar Selfoss höfðu þar afgreiöslu en nú veröa viðskiptavinirnir aö bíöa undir beru lofti. Skólaböm úr ölfusi höföu athvarf og fæði á hótelinu í hádeginu. Félags- samtök í Hverageröi hafa átt erfitt uppdráttar því hóteliö var stærsti sam- komustaöur þorpsins. Skiptar skoöanir eru um hvernig beri að haga rekstrinum. Sumir vilja eingöngu aö þaö veröi rekið sem félagsheimili en aörir aö þar verði, eins og áöur, veitingasala, gisting og aðstaða fyrir félags- og menningar- starfsemi. -KMU. Stjóm Styrktarfélags vangefinna, talið frá vinstri: Elisabet Kristinsdóttir, Hafliði Hjartarson, Davíð Kr. Jensson, Gunnlaug Emilsdóttir, Ragnheiður S. Jónsdóttir, Magnús Kristinsson formaður, Friðrik Friðriksson og Sigurður Garðarsson. Reisa raðhús fyrir vangefna Fyrsta skóflustunga aö fjórum raðhúsum í nýja Hlíðahverfinu í Reykjavík var tekin 23. mars síðast- liöinn i tengslum við 25 ára afmæli Styrktarfélags vangefinna. Þarhyggst félagiö koma upp sambýlum og skammtímaheimili fyrir vangefna. Reykjavíkurborg úthlutaði félaginu þessum lóðum í lok síöasta árs og gaf eftir gatnageröargjöld af húsunum. Félagið rekur nú þrjú dagvistar- heimili í eigin húsnæði, Lyngás, Bjarkarás og Lækjarás og dvelja um 100 vistmenn á þessum stofnunum. Þá á félagiö tvö sambýli og búa þar um 16 manns og þriöja sambýli félagsins tekur til starfa fyrri hluta þessa árs. -SBG/ÁÓ starfskynning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.