Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1983, Blaðsíða 40
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 MANUDAGUR 28. MARS 1983. Landleiðavagninn sem brann og slökkvistöðin i baksýn. DV-myndS. Bfllmnbrannvið hliðina á slökkvistöðinni Slökkviliöið í Reykja vík þurfti ekki aö fara langt til aö slökkva eld í bíl sem tilkynnt var að stæði í ljósum logum í gærmorgun. Stóð hann beint á móti slökkvistöðinni og var liðið því komið á staöinn á mettíma. Bíllinn var gamall strætisvagn frá Landleiðum sem stóð á svæði Land- leiða við Reykjanesbraut og var notaður þar sem geymsla fyrir gamla stóla úr strætisvögnum og aöra hluti. Þótt stutt væri í eldinn voru það samt ekki slökkviliðsmennimir sjálf- ir sem komu auga á hann. Kona í næsta húsi hringdi og tilkynnti að bíllinn væri að brenna. Vagninn gamli og allt sem í honum var gjör- eyðilagðist. Er talið að kveikt hafi veriöíhonum. -klp- Götumar ekki of glæsilegar - segirgatnamálastjóri „Það sem hef ur sést af götunum er núekkialit of glæsilegt,” sagði Ingi 0. Magnússon gatnamálastjóri um ástand gatnakerfis Reykjavikur- borgar um þessar mundir. „Ég veit ekki hvort þetta er miklu verra en áður. Það er fullsnemmt að spá í það núna enda eru götumar varia komnar undan snjónum. En við sjáum fram á að við þurfum að gera mikið í viðhaldi í sumar,” sagði Ingi. „Víða eru slæmar holur sem erfitt er að gera við núna þar sem við höf- um ekki malbikunarstöðina i gangi. Efniö sem við setjum í holurnar vill ekki tolla of vel. Malbikunar- stöðin fer ekki í gang fyrr en í lok apríl,” sagði gatnamálastjóri. -KMU. LOKI Mér finnst nú aö Aibert; hefði átt að fá að velja vopnin. VERÐBÓLGAN 74% FRÁ ÁRAMÓTUM —ný skríða framundan, kaupmáttur fer rýrnandi Á almennan verðbólgumæli seðla- bankamanna er verðbólgan, almenn- ar verðhækkanir, um 74%. Sama verðbólga mældist í desember. Hins vegar má búast við nýrri skriðu þar sem lánskjaravísitala mældist í síö- ustu viku vera 5,96% hærri nú í mars en í febrúar. Það jafngildir 100,6% hækkun á næstu tólf mánuðum. Lánskjaravísitalan er komin í 569 stig, en fyrir ári var hún 335 stig. Hún hefur því hækkaö um 69,85% á síöustu tólf mánuöum. Samkvæmt upplýsingum frá Kjararannsóknamefnd hefur almennt taxtakaup verkamanna hækkað á sama tíma um 60,96% og kaup samkvæmt 9. taxta A um 62,93%. Hvort tveggja er staðfesting á því að kaupmátturinn hefur farið rýrnandi undanfariö. HERB Myndina tók Valgeir Sigurðsson við komu DC—8 þotu Birkis Baldvinssonar, TF-BBA, tH Lúxemborgar aö morgni 19. mars síðastliðinn. Standandi frá vinstri eru: Björn Björnsson, starfsmaður Loftferðaeftirlits íslensku flugmálastjórnarinnar, Anna Kvaran, Ralf Rippinger, Birkir Baldvinsson, Ivette Poletto, Þórður Sæmundsson, Guðfinna Guðnadóttir, eiginkona Birkis, Paul Polette og Ómar, sonur Birkis. Fyrir framan er áhöfnin sem flaug þotunni frá Japan. Í miðju er Ragnar Kvaran flugstjóri en til hliðar við hann Teddy Moose og Bernhard Stein. Á innfelldu myndinni sést vélin öll. Yfirvinnubannið í álverinu: Engar viðræður Engar viðræður hafa farið fram milli fulltrúa verkamanna í álverinu og stjómar íslenska álfélagsins vegna yfirvinnubannsins sem gekk í gildi 20. þessa mánaðar. Ragnar Halldórsson, forstjóri Isals, sagði í samtali við DV í morgun að hugsanlegt væri að Isal leitaði eftir viðræðum við Verka- mannafélagið Hlíf, en einnig kæmi til greina að kæra yfirvinnubannið. I bréfi sem Isal sendi Hlíf eftir að yfir- vinnubannið hafði verið boðað, segir að Isal líti á það sem brot á kjara- samningum og lögum um stéttar- félög og vinnudeilur. Áskildi Isal sér rétt til að lóta Hlíf sæta fjárhags- ábyrgð ef bannið kæmi til framkvæmda. Ragnar sagði að þótt æskilegt væri að fá lausn á þessu máli vildi Isal ekki viðurkenna að það væri hlut- verk verkamanna að stjórna manna- ráðningumíálverinu. ÓEF. „Hefverið íhraskií fjögurár” „Ég gerði samning við Nígeríumann og nota þá peninga til að kaupa vélina. Ég fékk samninginn mikið til greiddan fyrirfram og það nægir til að redda málunum,” sagði Birkir Baldvinsson, Siglfirðingurinn í Lúxemborg, sem öllum að óvörum keypti sér DC-8 þotu á dögunum. Nígeríumaður að nafni Hames hefur leigt þotuna til sex mánaða, „til að byrja með, ” sagði Birkir. Hames þessi hyggst fljúga á milli Nígeríu og London í samvinnu við British Cale- donian. Ljóst er að Birkir hefur keypt þotuna á réttum tíma, þegar verð á þotum var í lágmarki. Nánast daginn eftir að hann gekk frá kaupunum fór verðið að stíga vegna lækkandi eldsneytis- verös og bjartari horfa í efnahagslífi á Vesturlöndum. „Ég gæti selt þessa vél núna á eina milljóndollara,” sagðiBirkir. En hvernig f ór hann að þessu ? „Ég er búinn að vera í þessum flug- viöskiptum eða braski, eins og menn kalla það, í fjögur ár og hef hagnast vel á því. Ég hef verið að kaupa og selja flugvélar og varahluti. Fyrirtækið hefir gengið mjög vel og ég hef náð upp mörkuðum um allan heim,” sagði þessi íslenski þotueigandi. -KMU. Einvígið íkvöld Einvígi þeirra Jóns Baldvins Hanni- balssonar og Alberts Guðmundssonar verður háð í Sigtúni í kvöld og hefst klukkan 20.30. Þar verður tekist á um hvað eigi að taka við að loknum kosn- ingum. Framsöguræður verða fluttar í byrjun en síðan fá f ramsögumenn hálf- tíma til að spyr ja hvor annan milliliða- laust og gefa svör. Þá mun hvor fram- sögumaður tilnefna þrjá menn sem spyrla til að spyrja hinn framsögu- manninn. Fyrirspumir úr salnum em heimilar. Einvíginu lýkur með lokaorðum beggja frambjóðenda. -PÁ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.