Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 1
Markaðsverð á súráli 50prósent lægra en ísal greiðir Alusuisse: HUNDRUÐ MIUJÓNA í RÁNDÝRTSÚRÁL Islenska álfélagiö hf. borgar móöurfyrirtækinu, Alusuisse nálægt því 37,6 milljónir dollara fyrir hrá- efniö súrál á þessu ári. Sérfræðingar norska ríkisfyrirtækisins Ardal og Sunndal Verk fullyröa að núverandi markaðsverð sama súrálsmagns sé 25 milljónir dollara. Munurinn er 50.4%. Miðaö við mat norsku sérfræðing- anna var munurinn enn meiri í fyrra, 64,3%, og súrálsverðið 32,9 milljónir dollara í staðinn fyrir 20 milljónir. Munurinn í fyrra svarar til 271 milljónar króna á núviröi dollarans. En reikningslegt tap Isals í fyrra var 564 milljónir króna á áætluöu meðal- gengi í ár. 1 þessum dæmum er reiknað meö 70.000 tonna álframleiðslu Isals í fyrra og 1.100 dollurum fyrir tonnið en 80.000 tonnum í ár á 1.200 dollara tonnið. Næstum tvö tonn af súráli þarf í eitt tonn af áli. Ardal og Sunndal Verk á mikla hlutdeild að 350.000 tonna álframleiðslu á ári og sérfræðingar fyrirtækisins eru því innanbúðar í ál- heiminum. Þeir skiluðu nýverið, aö beiðni iðnaðarráðuneytisins, skýrslu um hagkvæmni nýrrar 130.000 tonna álverksmiðju hér á landi. Norðmenn- imir töldu hana arðbæra, þótt hún greiddi 17,5 US-mills fyrir kíló- wattstund í raforku, eða 36,7 aura á núvirði. Isalgreiðir 13,5 aura. I skýrslunni er reiknað með súráls- kaupum á langtímasamningi og að súrálið kosti heimflutt 14% af verði áls afhentu í skip hér. Þaö er fast hlutfall. Sérfræðingar Ardal og Sunndal hafa tjáð mönnum hér að hægt sé aö semja um 13% og hafi svo verið undanfarið. Það svaraði til 143 Kjartan Jóhannsson á beinni línu DV: Stækkun flotans erskemmdarverk Sjávarútvegurinn að fara í sama far og landbúnaðurinn „Nei, ég er nú frekar þekktur fyrir það að hafa verið nýskur á togarana,” svaraði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, spurningu eins af lesendum DV á beinni línu í gærkvöldi. Spurt var hvort Kjartan mundi auka f lotann frá því sem nú væri. Kjartan sagði einnig að hann teldi að þaö hefði verið unnið skemmdarverk með þeirri stækkun sem oröið hefði á flotanum frá því að hann lét af embætti s jávarútvegsráöherra. Kjartan var spurður hvort hann vildi að Islendingar eignuöust hlut í álverinu, hann var spuröur mikiö um raunvaxtastefnuna, stefnu í kjaramálum og afstöðu til málefna landbúnaðarins. Svörin viö þessum spurningum og öðrum sem lesendur DV beindu til Kjartans eru á blaðsiðu 14 og 15 í blaöinu í dag. -óm. aouara ar aitonni í tyrra a 1.100 dollara söluverði og 156 dollara af áltonni í ár á 1.200 dollara söluveröi, sem gildir um þessar mundir. Isal borgar 235 dollara fyrir súrálstonnið, óháð markaðsveröi á álinu. HEHB „Hægt að semja um lægra verð” — segir Ragnar Halldórsson, forstjóri ísals ,,Þaö er hægt aö semja um lægra súrálsverð en við borgum núna, á því er enginn vafi,” sagði Ragnar Halldórsson, forstjóri Isals, þegar DV bar undir hann álit sérfræðinga Ardal og Sunndal á súrálsmarkaðnum. „Við erum hins vegar með langtímasamning og höfum ekki viljað segja honum upp. Þótt nú sé nóg framboð af súráli er það ekki varanlegt ástand. Lengst af hefur ekki verið of mikið af því á markaðnum. Þetta er áhættusamur rekstur sem við stöndum í og ógerlegt aö stjórna honum frá degi til dags. Þess vegna getum við ekki hlaupið á útsölur eftir aðföngum. En ég reikna með að súrálsveröið komitilendurskoðunar.” HERB DV-mynd Bj. Bj. Meinaöi konunni að slá túnblettinn ^ -sjábis.3 Hetjan smáa sem bjargadi týndu herdeiidinni — sjá Dægradvöl á bls. 44 og 45 Tólfsíðna ítarteghelgardagbók fylgirDVí dag Atliundir smásjákjá frönsku félagi — sjá íþróttirá bls. 18 og 19 DV er 72 síöur f dag, páskablað fylgir — næsta blað kemur út þriðjudag eftirpáska

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.