Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. 3 Dómur hæstaréttar um Þingvallastræti á Akureyri: MEINAÐIKONUNNI SLA TÚNBLETTINN — Hljómflutningstækjum komið fyrir við skáp til að valda ónæði Þingvallastræti 22 Akureyri, tveggja hæöa hús auk kjallara, hefur undan- farin átta ár verið vettvangur harðvít- ugra nágrannaerja. Ofriðarbál hefur logað í húsinu. V onandi hefur nýfallinn hæstaréttardómur slökkt það bál. Ljóst er að mikið hefur gengið á úr því að hæsti.réttur hefur orðið sam- mála um það aö ung hjón, Danielle Somers Jónsson og Olafur Rafn Jóns- son, verða að flytjast úr sinni eigin íbúö innan þriggja mánaða. Shkur út- burðardómur mun vera einstakur í ís- lenskri réttarsögu. Á efstu hæð hússins býr s jötug ekkja. Hún og eiginmaður hennar heitinn reistu húsið áriö 1950. Árið 1975 keyptu Daniella og Olafur Rafn miðhæðina. 1 kjallaraíbúð hefur undanfarin ár búið áttræðkona. Hjónin á miðhæðinni hafa aldrei get- að sætt sig við vegg í kjallara. Þau töldu vegginn reistan á eignarhluta þeirra, auk þess sem hann hindraði gagnveg að þvottahúsi. Fram til ársins 1977 var þetta þil- veggur. Það ár kom upp eldur í kjall- ara. I framhaldi af eldsvoðanum hugð- ist ekkjan á efstu hæð reisa steinvegg í staðinn, meöal annars að ósk bruna- málastjóra. Hjónin fengu lögbann sett á smíöi steinveggjarins en fylgdu því máli ekki eftir með staðfestingarkröfu. Lög- banniö rann út og veggurinn reis. Síðan hefur gengið á ýmsu og verið grunnt á því góða. Lögreglan hefur margoft verið kvödd að húsinu, klögu- málin hafa gengið og starfsmenn fógeta hafa haft ærinn starfa vegna samskiptavandamála í Þingvalla- stræti 22. Deilumar hafa nú gengið alla leið í gegnum íslenska dómskerfið. Til að gefa lesendum hugmynd um hvaö verið hefur að gerast í húsi þessu á Akureyri skal hér á eftir vitnað í ný- fallinn hæstaréttardóm. 1 dómnum kemur fram aö hjónin á miðhæðinni hafa í nóvember 1981 feng- ið tvo menn úr Reykjavík til að brjóta niður steinvegginn. Vegna veggrofsins hrökklaöist áttræða konan i kjallaran- um að heiman og leitaöi á náðir sonar síns. Veggurinn var endurreistur undir lögregluvernd þremur dögum síðar. Á árunum frá 1977 til 1981 gerðist margt undarlegt í húsi þessu. Marg- sinnis var reynt aö vinna spell á veggn- um og telur hæstiréttur sannað að h jónin beri ábyrgð áþeim.Ýmsufleiru var kvartað undan, til dæmis því þegar' síldarflökum var raðaö við rafmagns- töflu. „Stefnda Danielle viðurkenndi í Húsiö viö Þingvallastrœti 22. Hjónin búa á miðhæðinni. Meöai ftess sem /itla hrifningu nágrannanna vakti, voru gluggarnir, sem fólkið á miðhæð- inni fókk sór. DV-mvnd: Guðmundur Svansson. sakadómi að hafa komið flökunum fyrir. Skýringar hennar á þessu fram- ferði eru fráleitar og verkið sýnilega unniö til þess eins að valda áfrýjanda og leigjanda hennar vandræðum,” seg- ir í dómi hæstaréttar. Þar segir ennfremur að samkvæmt lögregluskýrslu frá apríl 1979 verði að telja sannaö að hávaðavaldi, útvarps- tæki eða öðru hljómflutningstæki, hafi verið komið fyrir við op að skáp í k jall- araíbúð í því skyni að valda ónæöi. „Sannað er með framburði vitna að stefnda Danielle meinaöi áfrýjanda að láta slá túnblett viö húsiö hinn 2. júli 1979 og réðst síðan á áfrýjanda, er áfrýjandiíkonan á efstu hæðinni) gerði tilraun til þess að færa til á túnblettin- um hindranir er stefnda hafði komið þarfyrir,” segir í dómnum. Síðansegir: „Þá liggja fyrir lögregluskýrslur út af kvörtunum um að vatni hafi verið sprautað á tröppur áfrýjanda í frosti, aö vatni hafi verið sprautaö eða skvett á rafmagnstöflu hússins og að vatns- leiösla hafi verið rofin, en eigi þykir fram komnar nægar sannanir um þess- arsakargiftir,” segirhæstiréttur. -KMU. Launagreiðslur: Flestir fá útborgað fyrir mánaðamót Margur maöurinn hefur að undan- förnu velt því fyrir sér hvort laun verði' greidd út fyrir páska eður ei, en svo illa stendur á að 1. apríl ber upp á föstudaginn langa. Einhlítt svar víð þessu er ekki að fá því að viö könnun hjá hinum ýmsu launþegasamtökum kemur í ljós að á þessu er allur gangur. Langalgengasta reglan er að laun skuli greidd fyrsta virka dag hvers mánaðar og gildir þá einu hvort hann ber upp á 1. eða 5. eins og nú. Atvinnu- rekendum er því fullkomlega heimilt aö greiða ekki út laun fyrr en eftir páska. Hins vegar hafa margir at- vinnurekendur það fyrir reglu þegar mánaðamót ber upp á stórhelgi eins og nú, að borga starfsfólki sínu út fyrir mánaðamótin. Þetta gerir til dæmis ríkiðnú. Sum f élög hafa aftur á móti varnagla í sínum samningum um launagreiðslur þegar mánaðamót ber upp á helgidag. Þar má nefna Verkamannafélagið Dagsbrún, en í samningum þess segir að laun skuli greidd næsta vinnudag á undan, beri mánaðamót upp á helgi- dag. Hjá Verkakvennafélaginu Fram- sókn fengust þær upplýsingar að reglan væri fyrsti virki dagur hvers mánaöar, en hjá öllum þeim atvinnu- rekendum, sem skrifstofa félagsins hafði haft samband við, var tekið vel í þá málaleitan að borga út fyrir páska. Það er því ljóst að obbinn af laun- þegum fær laun sín greidd út fyrir páska. -SþS. don cano Vind ATMAÐUR. ^ð/. * 0 i SK tsendum utiuf ÆSIBÆ SÍMI82922

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.