Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Opið bréf til starfsmanns orkusparnaðamefndar, Sigurðar G. Tómassonar: Allt er miðað við Reykiavík Hrafn Baldursson á Stöðvarfirði hefur sent blaðinu opið bréf til Sigurðar Tómassonar, starfsmanns orkusparnaðarnefndar. Fer bréfið hér á eftir, stytt með leyfi Hrafns: Þar sem þér hefur tekist að sjá af tíma þínum, Sigurður minn, til að senda frá þér í blað og láta heyra til þín í útvarpi, sjónarmiö sem þú hefur lagt yfir embættislegan blæ starfsmanns orkuspamaöamefndar er víst óhjákvæmilegt að láta snupr- umar bitna á þér. Vissulega er vel, að ráöist skyldi í aðgeröir til orkuspamaðar en það hefði verið heppilegra að segja í þeim efnum sannleikann, í staö þess að binda sig við órókstuddar fullyrðingar, hjúpaöar í verkfræðUegar umbúðir, sem meðal annars hafa leitt af sér vitlausar fjárfestingar í hitaveitum og jafnvel fjarvarmaveitum. Þessi vitleysisgangur þjakar þessa dagana þúsundir heimila í þorpum og sveitum landsins og svo kemur þú og telur upp stofnanir, ,,í Reykja- vík”, sem þú segir aö séu allar af vUja gerðar að veita nú fólkinu ráð og upplýsingar sem megi verða þeim að liði í þrengingum þess og kvartar beinUnis yfir því að sum sveitarfélög hafi ekki leitað eftir ráðgjöf þinni og þinna líka en dettur vitanlega ekki í hug að þessir hlutir hafi verið athugaöar þar sem eldurinn brann. Ekki tómt skens En tU þess nú, aö þiö hafiö þetta ekki bara sem skens eitt, er rétt að telja hér nokkuð til. Til þess að ná verulega niður hitunarkostnaöi þarf að setja þétti- lista bæöi í hurðarföls og á glugga, einkum á móti köldu áttunum, tvö- falda eöa þrefalda gler í gluggum, bæta einangrun í lofti og þá loftræst- ingu undir þaki, færa niður lofthæð, bæta einangrun á veggi og á raf- hituðum svæðum, þá aö koma upp næturhitun eða þUofnum. Endanlegt mat á þessum aðgerðum verður ekki gert af neinum öðrum en húseigendum, ekki vegna þess að það sé ekki hægt aö gera á þessum hlutum mælingar og útreikninga sem væru mjög nákvæmir, heldur einfaldlega vegna þess aö hagrænu forsendurnar eru svo reikular og vega svo þungt í dæminu aö þær tæknilegu skipta nánastengumáU. Aðeins nokkur atriði tU þess að skýra þessi mál, án þess að fara mjög grannt ofan í kjöUnn, vegna langlokus jónarmiða. Þó fólk gæti komist að niðurstöðu hvað varðar aðgerðir og greiðslu- getu, eins og forsendurnar eru í dag, er ekki víst aö þær verði þær sömu á morgun.Meira að segja oUuveröið er ekki stöðugt í hæð sinni. Stjórnvöld hringla í gjaldskrármálum Raf- magnsveitna ríkisins og stjóm Landsvirkjunar meö sína gjaldskrá, sem hún m.a. upplýsti landslýð um á dögunum, að heföi nánast gleymst aö láta fylgja byggingarvísitölunni, vísitölu sem Landsvirkjun hefur á umliðnum árum átt drjúgan þátt í að þrýsta upp fyrir almennt verðlag í landinu. Endalaust hringl með kyndingar- aðferðir, sem meðal annars bólar á í málflutningi þínum, þegar þú talar um stýriloka á vatnskerfi. Nú hefði það veriö einfalt aö fuilyrða hér eitthvað á þessa leiö. Sá húseigandi sem heföi efni á að kaupa sér stýrUoka á rafdrifið vatnskerfi, ætti annað tvegg ja að koma sér y fir á næturhitunartank eða fá sér þilofna og það væri ekki nokkur vandi að sýna fram á þetta með tölum, ekki bara gjaldskrártölum, heldur líka reynslutölum. En þetta er ekkert vit, vegna þess að á morgun getur það sem í dag er hagstætt verið hið mesta óráð, ekki vegna þess aö stýri- loki kostar eins mikið og rafmagns- ofn og ekki vegna þess að hægt er að sýna fram á 20% meiri eyðslu í vatnskerfum en í þilofnum að meðal- tali, heldur vegna þess að yfirvöld orkumála, sem öll búa viö Hitaveitu Reykjavíkur, hlaupa beinlínis eftir pípum verkfræðinga, sem líka búa við Hitaveitu Reykjavíkur. Og meira að segja yfirvöld húsnæðismála í landinu, sem líka búa viö Hitaveitu Reykjavíkur, hafa lagt sitt til mál- anna í þessum vitleysisgangi með kröfum um vatnskerfi í leiguíbúðar- byggingar og lán sem veitt voru til orkusparandi aðgerða og tengdust kyndingarþættinum voru bundin því, að væri skipt yfir í rafhitun, þá væru þaö sko ekki þilofnar. Getið þið ekki notað þekkingu ykkar betur? I stað þess að beita þekkingu ykkar til að smíða fjölhæft kynditæki sem hentaði til að brenna svartolíu og mör og rusli, fyrir þá sem ekki er hægt að koma yfir á rafhitun eða hitaveitur, þá sendið þiö tóninn út á land, þess efnis að fólk ætti ekki að vera að sækja á niðurgreiðslur. I staðinn fyrir að leggja lóð ykkar í metaskálamar til lagfæringar á raf- orkuverðinu svo ekki sé, eins og nú er, keyrðar dísilvélar í fiskimjöls- verksmiðjum og fiskiskipum í höfnum kringum landið, þá gasprið þiö um orkuspamað. Örlítið peningalegt Veistu það virkilega ekki að verðið á raforkunni og hitaveitunum, ekki þó í Reykjavík, er háð fjármagns- kostnaði og í flestum tilf ellum skiptir nýtingin miklu meira máli en sjálf notkunin, og það skýtur svo merkilega skökku við, að einmitt á sama tíma og var veriö aö koma á fót nefndinni þinni, var öllu aöhaldi að álagi heimabrúks á raforku í þorp- unum útrýmt úr gjaldskrá Rafmagnsveitna ríkisins. Hér er svo ein vinsamleg ábending. Rúmmál í fasteignamatsskrám er víða og kannski víðast ekki rétt og þar að auki er þetta rúmmál óbrúk- legt vegna þess aö það er mælt upp í þak, því eru útreikningar þínir kWst. ám’ááriútíhött. Að endingu þetta, þessar svo- kölluöu niðurgreiðslur á húshitun eru, hvað raforku snertir, ekkert nema dulbúningur á styrkjum til Landsvirkjunar og væru ekki greiddar í gegnum rafveitur nema vegna þess aö þaö hentar pólitíkinni, annars vegar aö dylja það skipbrot sem Þjórsárskelfingin hefur beðið, og það áður en öll kurl eru komin til grafar, hins vegar að iáta líta svo út sem þetta séu meiriháttar pólitískar umbætur. Þetta síðasta er nú bara svona svo þú vitir það, að þetta vita fleiri en þiö þarna hjá Orkustofnun. Athugasemdir frá Sigurði G. Tómassyni: Orkusóun og óeölileg orkunotkun túlkuð sem mismunur á orkuverði I DV 2. febr. sl. er grein um mismun- Orkunotkun og andi kostnað landsmanna við húshitun orsakir eyöslu sem nauðsynlegt er að gera nokkrar . , . .. attiugasemd við. Grein þessi ber Vlð ma a0 1,011 scu ægar upplýsitu Þórshöfn Þar fást tölur sea lalandi er utn. Maður sem a 140 fermetra hús borjað' Aatiaður árfegur húshitunarkostnaður 400 • tftr? íeldhúsinu: Súkkulaðibúðingur Á hátíöis- og tyllidögum, eins og þeim sem nú fara í hönd, eru margir sem tilreiða ábætisrétt, ábót við allra aðra. Súkkulaðibúðingur er kannski ekkert nýnæmi en aftur á móti falla margir fyrir honum. Við látum koma hér eina uppskrift sem létt og leikandi er að koma saman í ágætis ábætisrétt. Súkkulaðibúðingur (fyrir 5—6 mannsllOO g suðusúkkulaöi 2 matsk. sterkt kaffi (kalt) 1/2 dl flórsykur 1 tesk. vanillusykur 2 egg jarauður 3 dl rjómi (þeyttur) Súkkulaöiö brotið í smábita og látið í skáL Síðan er skálin látin yfir pott með sjóðandi vatni þar til súkkulaðið er brætt. Kaffi, flórsykri, vanillusyrki og eggjarauðum hrært saman við súkkulaðibráðina. Látiðkólna. Þeyttum rjómanum blandað saman við súkkulaðimassann síðar. Þá er blöndunni hellt í eina stóra skál eða glas, einum skammti í hvert glas. Kælt áður en borið er fram og til skreytingar má strá kaffidufti yfir rétt áður en borið er á borð. -ÞG. SPURT UM ARKI- TEKTA VORLAUKAR HNÝÐI0G FJÖLÆRAR PLÖNTUR Begóníur, 3 í pk. kr. 63,8 litir. Hengibegóníur, 16 stk., 5 litir. Beognia Fimbriata, 4 litir, 16 kr. stk. Liljur, 10 teg., verö kr. 30. Gladiolur, 7kr. stk. Gloxinia, 6 litir, 18 kr. stk. Gloriosa — eiturlilja, 110 kr. Canna, 4 litir, 50 kr. stk. Kali, 3 litir, 90 kr. stk. Convallaria — dalalilja, 3 í pk., 30 kr. Lúpinur Russell Helleborus — jólarós, 60 kr. stk. Astible — musterisjurt, 3 litir, 60 kr. Gypsophylla — brúðarslör, 40 kr. stk. Phlow — glóöarblóm, 5 litir, 50 kr. stk. Iris Germanica, 6 litir, 60 kr. stk. Aconitum—venusarvagn Aster, 3 litir, 60 kr. stk. Helianthus, 40 kr. stk. Incarvillea — garðagloxenia, 35 kr. stk. Liatris — purpurafífill, 3 í pk., kr. 35. Fljúgandi diskur, 5 í pk., 50 kr. Heliopsis, 40 kr. stk. Physalges, 49 kr. stk. Daliur, 25 teg., 28 kr. stk. Bóndarós, 3 teg., 70 og 100 kr. stk. MARGAR TEGUNDIR SMÁLAUKA, ÚRVAL AF FRÆJUM, FRÁ KR. 3 STK., Blómabúðin SUMARBLÚMUM, IRIS MATJURTUM £££? OG STOFUBLÚMUM Kópavogi, sími 46086 SENDUM UM ALLT LAND BREIÐHOLTSBLÓM Arnarbakka 2. Sími 79060. reykjavIk. Kristján Gislason hringdi: Mig langar að spyrjast fyrir um innanhússarkitekta. Ef fenginn er arkitekt til að teikna, til dæmis eldhús, og eigandinn er ekki ánægður með teikninga, þarf hann þá að borga hana eigi að síður eða teiknar arktitektinnlaðraitil að gera manninn ánægðan? Eða getur hann leitað til annars arkitekts án þess að borga hinum fyrri? Stefðn Snæbjörnsson, formaður félags innanhússarkitekta, varð fyrlr svörum: „Það er ómögulegt að svara þessu svona út í loftið. Það er allur gangur á því með hvaða kjörum innanhússarkitektar eru ráðnir. Sumir fá fullt frelsi til aö teikna það sem þeir vilja, öðrum eru settar einhverjar skoröur. Best er fyrir menn aö semja um það fyrir- fram við arkitektinn hvemig hann vill hafa hlutina og hvernig leysa skal deilumál. Hvet ég fólk ein- dregið til þess að leita fremur til fagmanna en annarra í þessu efni. -DS. Allur akstur krefst varkárni yx“0AR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.