Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Sjúklingar á sjúkrahúsum: 10 til 20 prósent vegna áfengisneyslu — Of mikil áfengisneysla er talin vera veigamikil orsök ýmissa sjúk- dóma svo sem magabólgu, maga- sárs, skorpulifrar og heilarýrnunar. Talið er aö 10—20% innlagna á almenn sjúkrahús eigi rót sína aö rekja til áfengisnotkunar. Ur skýrslu sem kom frá land- læknisembættinu í desember sl. eru þessi orö tekin. Skýrslan er um neyslu áfengis, tóbaks, fíkniefna og ávanalyfja á Islandi. I formála skýrslunnar segir Olafur Olafsson landlæknir meðal annars eftirfar- andi: Þaö mun hafa verið meö þjóðhátíð- arávarpi forsætisráöherra sumarið 1981 aö umræöur fóru aö aukast um nauösyn nýrra aögeröa í ávana- og fíkniefnamálum á Islandi. I lok þess árs var landiæknisembættinu falið aö safna saman vitneskju um það hve víötækt þetta vandamál væri hérlendis. Var þegar hafist handa og hafa tveir til þrír tugir sérfróðra aðila lagt til efnivið í þá skýrslu sem hér birtist. Ekki er vitað um að áöur hafi verið reynt aö safna á einn stað svo marg- þættum upplýsingum um ástand þessara mála á íslandi. Verulegt vandamál I inngangi skýrslunnar er sagt að notkun tóbaks og vímuefna sé verulegt vandamál hér á landi. Efnin eru skaðleg og hafa áhrif á heilsufar notenda og eru einnig samverkandi orsök ýmissa félagslegra vanda- mála. Afleiðingar þessarar neyslu kosta þjóðfélagið gífurlega fjármuni á sviði félags-, heiibrigðis- og tryggingamála, menntamála, löggæslu- og dómsmála, svo að ekki sé minnst á fjarvistir frá vinnu, auk óhamingju einstaklinga og fjöl- skyldna sem ekki verður metin til fjár. Samfara aukinni sölu áfengis hafa áfengisneysluvenjur breyst, einkum meðal unglinga. Samkvæmt niður- stöðum kannana á áfengisneyslu unglinga neyta tiltölulega fleiri þeirra áfengis en áöur var, einnig oftar og meira hverju sinni. Aðrar niðurstöður eru þær að áfengisneytendum meðal stúlkna hefur fjölgað og að unglingarnir eru nú yngri en áður þegar þeir neyta áfengis í fyrsta skipti. Þá hafa áfengisvenjur fullorðins fólks einnig breyst, einkum meðal kvenna sem nú drekka oftar og meira en áður. Norrænar kannanir sýna svipaöa þróun. Margt bendir þó til að minna sé um stórdrykkjumenn en áður var. Síðustu árin hefur orðið breyting á viðhorfi manna til áfengis sem vandamáls. Nú er meira rætt um vandann og minna ber á fordómum gagnvart þeim sem þurfa meðferðar við. Líklegt er að starf SAÁ hafi haft mikil áhrif á afstööu almennings til þessa þjóðfélagsvandamáls. Fjárhagslegur ágóði? Vistrými fyrir áfengissjúka hefur aukist, segir í skýrslunni ennfremur, og talið er að 4—5% af heildarfjölda innlagöra sjúklinga dvelji á slíkum stofnunum. Þá má tengja mörg sjálfsmorð, slys og líkamsmeiðingar áfengis- neyslu. Á Islandi er rekin ríkiseinkasala á áfengi og er það athyglisvert að útsöluverð á áfengi hefur, að minnsta kosti síðastliðna tvo árabigi, fylgt kaupmætti. Ekki hefur verið lagt mat á þaö hér- lendis hvort fjárhagslegur ávinn- ingur er af sölu áfengis borið saman við það tjón er hlýst af áfengis- neyslu. Ýmsar erlendar kannanir benda til þess að gróði þjóðféiagsins sé lítill eða enginn ef tekið er tillit til útgjalda vegna heilbrigðisþjónustu við áfengissjúka, lögbrota og fjar- vista frá vinnu, en á móti reiknaöur f járhagslegur ágóði hins opinbera af söluáfengis. Tóbak, kannabis Talið er að 20—30% allra dauðs- falla af völdum krabbameins stafi af tóbaksreykingum, ýmsir lungna- sjúkdómar og hluti hjarta- og æða- sjúkdóma. Samkvæmt athugunum landlæknisembættisins, og með hliðsjón af erlendum rannsóknum, má ætla að 200—300 Islendingar deyi árlega af völdum reykinga. Þetta er mikU fórn fyrir ósið sem ætti að vera hægtaðútrýma. Notkun kannabisefna hefur aukist hér á landi og benda niðurstöður kannana til þess að hún sé nú svipuö hér og í Noregi. Könnun sem gerð var meöal 15 og 17 ára unglinga í skólum í Reykjavík árið 1980 sýndi þó að einungis 2—3% þessara unglinga nota hass reglulega (viku- lega). Kannabisnotkun er ólögleg og því er erfitt að meta hana út frá sölu- tölum líkt og áfengi, tóbak og lyf. Neyslan hefur hingað til mest byggst á smygli en lítill vafi er á því að ólögleg ræktun kannabisplantna fer vaxandi innanlands. Tiltölulega stutt er síðan kannabis- efni héldu innreið sína til Vestur- landa. Venjulega líða nokkurmisseri frá því að fólk byrjar reglulega neyslu kannabisefnis þar til heilsu- tjónkemuríljós. Ýmsir hafa því álitið að efnið væri hættuiaust. Nú er flestum ljóst að kannabis er hættulegt heilsu manna og hafa meöal annars sérfræöingar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar komist að þeirri niðurstöðu. Sala vanabindandi lyfja minnkað Um sniff er sagt í skýrslunni að — ekki virðist vera um að ræða aukn- ingu á misnotkun lífrænna leysiefna hér á landi. Notkun þessara efna í vímuskyni virðist vera bundin við 13—15 ára unglinga, sem í allflest- um tilfeilum vaxa upp úr þessu fikti. Hörmulegar undantekningar eru þó til þegar eitranir hafa valdið veru- legu heilsutjóni. Um neyslu annarra fíkniefna svo sem heróíns, morfíns, kókaíns, LSD og englaryks er lítið vitað með vissu en notkun þeirra virðist ekki aimenn meöal unglinga á Islandi. Lögleg sala vanabindandi lyfja, örvandi lyfja, svefnlyfja og róandi lyfja var fyrir 8—10 árum einna mest hér á landi af Norðurlöndunum. Þessi sala hefur minnkaö verulega á síðustu árum og er nú minni en almennt gerist í nágrannalöndunum. Samtímis hefur sala áfengis hins vegar aukist nokkuð. Svartari en sú svarta I skýrslunni, sem sumir leikmenn segja að sé svartari en „svarta skýrslan sjálf”, er getið um heildar- neyslu áfengis, neysluvenjur ungl- inga, fullorðinna svo og áfengissjúkl- inga sérstaklega. Greint er frá könnunum er voru gerðar 1972 og 1980. Þar voru unglingar m.a. spurðir um drykkju foreldra og hvort unglingarnir hefðu kynnst erfið- leikum vegna neyslu áfengis á heim- ilum sínum. Niðurstöður sýna að 16% unglinga kváðu svo vera árið 1972 en 26% árið 1980. Geysilegur fróðleikur er í umræddri skýrslu frá landlæknis- embætti, fróðleikur um fíkniefni og eiturlyf, hvaöa áhrif neysla efnanna hefur meðal annars á líkamsstarf- semi notenda og afleiðingar. Sama má segja um annað efni sem í skýrsl- unni er, bæði um áfengi og tóbak. Eflaust eiga þær upplýsingar sem þarna eru skráðar eftir að koma að miklu gagni. Koma öllum þeim áhugamönnum að gagni s.s. kenn- urum, foreldrum og öðrum, sem vilja kynna sér hver neysla áfengis, tókbaks, fíkniefna og ávanalyfja á Islandi raunverulega er, og leggja sitt af mörkum til úrbóta. -ÞG. NÝTT OG FALLEGT MATAR- OG KAFFISTF.il. Einstaklega fallegt og vandað postulíns- stell frá hinu þekkta v-þýska fyrirtæki TIRSCHENREUTH Verð: 12 manna matarsteil 27 hlutir kr. 7.472,- 6 manna matarstell 15 hlutir kr. 4.490,- 12 manna kaffistell 39 hlutir kr. 6.183,- 6 manna kaffistell 21 hlutur kl. 3.693, — Allt selt í stykkjatali Steliin er einnig hægt að fá með 24 karata gullskreytingu. — Mikið úrval af blómavösum, skálum og kertastjökum í ,,BARONESSU” stíln- um. Kynnið ykkur okkar fallega gjafavöru- úrval. — Gerið verðsamanburð TEKK- KRISTtLL Laugavegi 15 — Sími14320

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.