Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 8
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. 8 • Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bardagar við skæruliða í Nicaragua Hermenn stjórnarinnar í Nicaragua eyöilögöu í gær flugvöll sem skæruliö- ar hægrisinna útlaga notuöu til stuðnings innrás sinni í Nicaragua frá Hondúras. Herþotur tóku þátt í árásinni á flug- völlinn. I bardögunum féllu þrír her- menn stjórnarinnar og þrír særðust en sagt var aö skæruliðar heföu hörfaö undan til f jalla. Stjórnarhermenn Nicaragua á hælum skæruliða útlaga samtakanna, en þeir eru sagðir á undanhaldi. Reagan undirbýr nýja tillögu um eldflaugamar Reagan Bandaríkjaforseti íhugar nýtt tilboð í viðleitni til þess aö ná samningaviöræöum Bandarikja- manna og Sovétmanna um kjarnorku- vopn í Evrópu úr þeirri sjálfheldu sem þær viröast komnar í meö því að Sovét- stjórnin hafnar alfariö núll-tillögu hans. Reaganfinnst eittkjörtíma- bil ekki nóg Reagan Bandaríkjaforseti, sem enn hefur ekki sagt af eða á um hvort hann hyggist stefna aö endur- kjöri 1984, sagöi í gær að forseta nægöi ekki eitt kjörtímabil í embætti til þess að koma stefnu sinnií verk. Hann aftók aö skoöa mætti þessi ummæli sem ábendingu um hugsanlegt framboð hans til endur- kjörs en sagði aö Bandaríkin heföu liðið fyrir þaö að hver forsetinn af öörum heföi aö undanförnu veriö aöeins eitt k jörtímabil. Hann hefur fylgt eftir hugmyndum sínum um háloftavarnir framtíðar- innar gegn kjamaeldflaugum með tilboði um aö aöstoða Sovétmenn við aö koma upp nákvæmlega eins eldflauga- varnarkerfi fyrirSovétríkin. I viðtali viö blaðamenn í gær sló hann því fram eins og í gamni aö ein- hver eftirmanna hans í forsetastóli gæti boðið Sovétmönnum slíkt vamar- kerfi, svo að bæöi risaveldin gætu eyði- lagt eldflaugar sínar án hræðslu við hitt. Nánustu aðstoðarmenn Reagans segja aö hann undirbúi nú aö leggja fyrir Sovétmenn nýja tillögu í stað núll-lausnarinnar svonefndu í viöleitni til þess að ná samkomulagi um tak- mörkun kjamaeldflauga Sovétmanna og Bandaríkjamanna í Evrópu. Reagan er sagður hafa í huga bráða- birgðasamkomulag um fækkun eld- flauga í Evrópu, uns endanlega náist síðan samkomulag um að fjarlægja þær allar. Kohl endurkjör- inn kanslari Helmut Kohl var endurkjörinn kanslari í atkvæðagreiðslu þingsins í Bonn í gær með 271 atkvæði gegn 214. Virðist sem sjö stjómarliðar hafi látið atkvæði sín vanta, en engin grein er gerð fyrir þeim. Ráðherrar nýju stjómarinnar sverja embættiseiða í dag, en Kohl sór sinn eið strax aö lokinni atkvæðagreiðsl- unni í gær. Einn græningja gaf Kohl kanslara fumgrein í hamingjuóskaskyni að lok- inni atkvæðagreiðslunni, en þingliðar græningja yfirgáfu þingsalinn á meðan Eitrunartilfellum á her- námssvæðinu fjölgar Talsmaður stjómarinnar í Managua segir að flugvöll þennan hafi skæruliðar notað til þess að fá send hergögn frá Hondúras. Fyrr í gær gaf stjórnin í Managua út frétt um að hermenn frá Hondúras hefðu ráðist inn yfir landamæri Nicar- agua en verið hraktir til baka. Sem fyrr var Hondúrasstjóm sökuð um að styðja útlagana, sem gerðir séu út af Bandaríkjamönnum. Skæraliðamir hafa í síðustu viku sótt langleiðina að höfuðborginni. 2 þúsund manna innrásarliö þeirra er nú sagt á undanhaldi. Síðustu fimm daga hafa fariö fram umræður í öryggisráði Sameinuðu þjóöanna um ásakanir Nicaragua á hendur Bandaríkjastjóm vegna sóknar útlaganna. Lauk þessum umræðum í gær án nokkurrar álykt- unar. Kohl vann embættiseiðinn til þess að sýna andúð þeirra á fylgispekt hans viðNATO. Græningjar gerðu kröfu til þess við setningu þingsins að umræður yrðu leyfðar um setningaræðuna, en það var fellt með atkvæðagreiðslu. 1 stefnuræðu, sem Kohl flutti í gær, lagði hann höfuðáherslu á að höfuðverkefni stjómar hans væra aö efla samstöðuna innan NATO, afvopnunarmálin og baráttan gegn at- vinnuleysinu, sem nú er komið yfir 10%. MissEllie komin af spítalanum Barbara Bel Geddes, sem fer með hlutverk Miss Ellie í sjónvarpsþáttunum Dallas, var út- skrifuð af sjúkrahúsi í gær eftir hjartaaðgerð. Leikkonan, sem er sextug að aldri, var lögð inn á spítala til hjartaaðgerðar fyrir 18 dögum. Yfirvöld í Israel vita ekki sitt rjúkandi ráð vegna eitranar hundi aða skólastúlkna Palestínuaraba á her- námssvæði vesturbakka Jórdan, en nú hafa 70 fullorðnir Palestínuarabar bæst í hóp þeirra sem kvarta undan eitrunareinkennum. Vísaö er á bug fullyrðingum þjóðfrelsishreyfingar Palestínuaraba (PLO) umaðlsraelareigisökáeitrun yfir 350 námsmeyja. sem lagðar hafa verið inná sjúkrahús. I gær bættust 70 fullorðnir arabar úr bænum Jenin í hóp þeirra sem kenna sama lasleika og skólastúlkumar um helgina. Þaö er höfuðverkur, svimi og ógleði. 24 arabar vora lagðir inn á sjúkrahús í Jenin og 20 voru fluttir á sjúkrahúsílsrael. Tveir ísraelskir lögreglumenn, sem stóðu vörð um sjúkrahúsið í Jenin, vora einnig lagðir inn á spítala eftir að þeir fundu fyrir sömu einkennum. Arabar í Jenin, Nablus, Tulkarm og Qalqiliya grýttu í gær bifreiðir Israela og hafa hvatt til allsherjarverkfalls til aö mótmæla eitraninni. Ný rannsókn á sjálfs- morði bankastjórans Leynifundur Einingar Stuðningsmenn Einingar, hinna óháðu verkalýðssamtaka Póllands, sem bönnuð voru eftir innleiðingu her- laga, efndu til fundar í suðurhluta landsins. Skora þeir á yfirvöld að náða alla pólitíska fanga í landinu fyrir páfaheimsóknina í júní í sumar. Þessari áskorun var komiö á framfæri opinberlega um leið og Einingarforingjar, sem fara huldu höföi, hvöttu verkalýð landsins til þess að endurtaka aðgerðirnar frá því 1. maí í fyrra, þegar þúsundir manna efndu til óformlegrar Einingarkröfu- gönguí Varsjá. Fundurinn mun hafa verið haldinn í Jasna Gora-klaustrinu fyrir viku og var sóttur af yfir 500 fyrrverandi föngum herlagayfirvalda. Var sambykkt að senda Jarazelski hers- böfðingja bréf með náðunaráskoran- inni, en það mun hafa verið afhent honum í fyrradag. Af rit af bréfinu vora send páfanum og Glemp kardinála og erkibiskupi. Einnig pólska þinginu. Hæátiréttur í Bretlandi hefur ákveðið að orðið skuli við beiðni aðstandenda ítalska bankastjórans Roberto Calvi um nýja rannsókn á dauða hans. Calvi, sem var forseti Ambrosiano- bankans, er síðan var lagður niður, fannst hengdur undir Blackfriars- brúnni í London í júní fyrra. Niður- staða rannsóknar var sú að hann hefði fyrirfarið sér. Banki hans var viðriöinn hneyksli vegna smygls á 20 milljónum dollara frá Italíu og taldi fjölskylda Calvi að hann hefði verið myrtur þegar hann hefði ætlað að nafngreina þá aðila sem viðriðnir voru gjaldeyrissmyglið. Hæstiréttur gagnrýndi í niðurstöðu sinni fyrri rannsókn og úrskuröaði að ný rannsókn skyldi fara fram undir nýjumdómara. Calvi var stundum uppnefndur „bankastjóri Guðs” vegna náinna tengsla við Páfagarð. Á meðan gjaldeyrissmyglið var í rannsókn á Italíu var Calvi látinn laus gegn tryggingu, en á honum hvíldi ákæra um gjaldeyrismisferli. Stakk hann af úr landi nokkrum dögum áður en hann átti að koma fyrir rétt. Fjölskylda hans lagði fram nýjar upplýsingar fyrir hæstarétti, þar sem sýnt var fram á að Carboni, fyrrum aðstoðarmaður Calvis, hefði tekið 20 milljónir dollara út af bankareikning- um í Sviss og skipt á milli ónafn- gréindra aöila eftir dauða Calvis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.