Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. 11 Jakob í Gerðubergi Bílasmiðja Sturlu Snorrasonar Dugguvogi 23 Sími 86150 GREIÐSLUKJÖR Byggjum yfir Toyota pick-up bila. Fallegar og vandaöar innréttingar. ATH. Getum einnig afgreitt húsin óásett. Gerum föst tilboð. „Ég skemmtl mér konunglega, bæði vegna leikritsins, vegna leikaranna sem líklega skemmtu sér einna best og svo vegna áhorfenda; kennara og að- standenda” — segir Magdalena Schram í leikdómi um Jakob og hlýðn- ina. DV-mynd: Bj. Bj. in ástæða til þess eins — heldur var stefnan á leikritið Jakob og hlýðnin, sem Leiklistarklúbbur Fjölbrautaskðl- ans í Breiðholti, Aristofanes, flytur þar þessa dagana. Það var honum, sem sjónvarpiö tilheyrði. Jakob og hlýðnin er eftir Eugene Ionesco, rúmenskan að uppruna en Frakka að búsetu. Hann skrifaði m.a. Sköllóttu söngkonuna, hugmyndina að hverri hann fékk eftir lestur kennslubókar í ensku og fárán- legum samtölum, sem er að finna í slíkum bókum. önnur kunn leikrit Ion- escos eru Stólarnir og Nashymingam- ir. Verk hans bera merki fáránleikans, eru eins og leikskrá Aristofanesar orð- ar það, „stemingar fremur en hug- myndafræði, hugdettur en ekki skipu- lagður vefur.” Mótmæli gegn leikrit- um, skop að hefðum — bæöi leikrita- gerðar og svefngenglum vanans. Jakob og hlýðnin er næsta þráöiaust og kemur e.t.v. eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn á sjónarsvið þeirra, sem búast viö „huggulegri” leiksýningu. „Einstaklingur, sem er nauðbeygður undir lögmál samfélags- ins”, en hvers konar lögmál em það Póstsendum Blómabúðin IRIS Engihjalla 2 Kaupgarfli Kópavogi. Sími 46086. BREIÐHOLTSBLÓM Arnarbakka 2 Simi 79060. Tiisýnis iifandi ungar í báðum búðunum Opið skírdag kl. 8—21 Lokað f östudaginn langa Opið laugardag kl. 8—21 Lokað páskadag Opið annan í páskum kl. 8—21 AÖalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1983 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14:00, laugardaginn 9. apríl 1983. Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt ákvæðum 18. gr. samþykkta bankans. Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Aðalbanka að Lækjargötu 12, 3. hæð, dagana 5. apríl til 8. apríl, að báðum dögum meðtöldum. Reikningar bankans fyrir árið 1982, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega 7 dögum fyrirfundinn. Reykjavík, 25. febrúar 1983 Bankaráð IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS HF. Iðnaðarbankinn -------------------- Utankjörstaðakosning ( Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í ( i Valhöll, Háaleitisbraut 1 — símar 30866, 30734 og i 30962. i Sjálfstæðisfólk: Vinsamlega látið skrifstofuna 1 vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á 1 1 kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram í Mið- 1 1 bæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12,14—18 1 og 20—22, sunnudaga kl. 14—18. Menning Menning Aristofanes sýnir Jakob og hlýðnina eftir E. lonesco í Gerðubergi. Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Ljós: Snorri Freyr. Svið: Axel Guðmundsson. Þaö er reglulega gaman að koma í miöstöðina við Gerðuberg. Aldeilis ekki amalegt að hafa svona hús innan seilingar, ég vildi bara það væri eitt í mínu hverfi. Mátulega lítið og mátu- lega stórt, mátulega fínt og mátulega virðulegt. Kaffistofa, bamakrókar, kjaftakrókar, bækur og blöð, sýningar og samkomur. Svo hélt ég að sjón- varpið væri partur af tilverunni í Gerðubergi, en það reyndist tilheyra Aristofanes. (Væri annars ekki alvit- laust að hafa sjónvarpshorn til staöar svona öllu jöfnu.) Eini gallinn á öllu virtist vera fjarlægðin í þá staði sem fólk sækir annars, t.d. búöir o.þ.h., þá væri hægt að skreppa á stefnumót yfir kaffibollanum á leiðinni eftir mjólkinni og krakkarnir sallarólegir að leika sér á meðan! En þaö ku standa til aö verslunarmiðstöð verði í nágrenninu, alla vega er slíkt á skipulagi og þá er bara að standa við það. Menning er meira en bækur og leikhús og engin ástæða til að hafa þann geira aðskildan ööru mannlifi. Ekki var það nú svo gott að ég gerði mér sérstaka ferð upp í Gerðuberg til að skoða húsið — þó vissulega væri ær- eiginlega? Er ekki margt af því sem við tökum sem sjálfsagða hluti í raun- inni hjákátlegt? Ef viö bætum bara pínulitlu við, hljótum við ekki aö skammast okkar? Alla vega hlæja? Ef fegurð kvenna er mæld í tölum á annað borö, hvers vegna þá ekki telja auka- nef til góöa líka? Sá sem sat fyrir aftan mig sá eitthvað allt annað og sú fyrir aftan eitthvað enn annað til að velta vöngum yfir. Ég skemmti mér konung- lega, bæði vegna leikritsins, vegna leikaranna sem líklega skemmtu sér einna best og svo vegna áhorfenda; kennara og aðstandenda. Reyndin Leiklist Magdalena Schram varð svo sú að við öll gerðumst þátt- takendur í háðinu f yrir rest! Níu leikarar koma fram í sýning- unni. Auðvitað ýmsu ábótavant en hvaö gerir það til? Eitt gerði þó mikið til — linmælgin og málvillurnar. Orðin bróðir og móðir heyrðust aldrei í öðrum föllum en nefnifalli og einhver sagði „ég vill” oftar en einu sinni. Is- lenskukennarinn á verk að vinna! Lin- mælgin og of hröð framsögn skemmdi örlítið áhrif textans og hefði mátt laga með leikstjóm, trúi ég. Kristrún Gunn- ars í hlutverki móöur Jakobs og móðir- in Róbert, Bjamdís Arnardóttir, voru þó alveg skammlausar hvað þetta varðaöi og náðu fínum sprettum. Jakob var unglingurinn uppmálaður, einkum þó í fyrri hlutanum, þegar hann sat hljóður og þrælfúll undir skömmum fjölskyldunnar. Mesta leik- araefnið virtist mér vera Ellen Frey- dís Martin, sem lék Róbertu. Hún hélt uppi samleik Jakobs og Róbertu og náöiaöhalda sýningunni vel á lofti. Sviðsmyndin var vel úr garði gerð og engir hnökrar voru á lýsingu eða hljóðum. Leikstjórinn, Rúnar Guð- brandsson, hefur haft góða umsjón með uppfærslunni, en hefði þó e.t.v. átt að hlusta betur eftir málfarinu og reyna að koma í veg fyrir óeölilegar handahreyfingar, sem einatt hrjá áhugaleikara og eru e.t.v. ólæknandi. En sem sagt, ég þakka ágæta skemmtun og fróðleik. Og án efa á maður eftir að bregða sér í kaffi í Gerðuberg. Ég óska menningar- miðstöðinni alls hins besta og þaö þýðir auðvitað ekki annað en margra gesta og margvíslegra umsvifa, lífs og fjörs. Ms

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.