Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSJR 1 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformaflurog útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.' Framkvæmdastjóriogútgáfustióri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI84611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstiórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19. Áskriftarverð á mánuöi 180 kr. Verö í lausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. Verkefni kirkjunnar Páskarnir eru fyrir flesta annaö lengsta frí ársins á eftir sumarleyfi. Tugþúsundir Islendinga veröa á faralds- fæti. Fólk lyftir sér upp, iðkar íþróttir og fagnar nálægö vorsins og lengri degi. Kannski hættir mönnum til aö gleyma inntaki hátíðarinnar, hvers vegna menn fá þetta langa leyfi. Upplyfting er af hinu góöa í sjálfu sér, en hún ætti að vera meö hófi. Kirkjan heyr stööuga baráttu fyrir því, aö hinn veraldlegi þáttur hátíða kafkeyri ekki hinn andlega. Þetta gildir um jólin, og það á ekki síður viö um páska og fermingarnar um þessar mundir. Kirkjan þarf aö rísa gegn óhófinu og íburðinum. Inntak kristindóms, svo sem friöur og kærleikur, eiga við ramman reip aö draga. Um þessar mundir munu margar fjölskyldur leggja í meiri íburð en þær geta undir risið vegna fermingarveizlna og -gjafa. Margir munu leggja mikið upp úr ofgnótt í mat og drykk. I þessu efni er ekki viö seljendur varanna aö sakast, eða hver vill banna þeim að kynna, hvað þeir hafa á boöstólum? Kirkjan þarf að sækja lengra til sigurs. Hún þarf beinlínis að breyta tíðarandanum, almenningsvið- horfinu. Öll vitum við raunar, hve mikla þörf við höfum fyrir boðskap kristinnar trúar einmitt um þessar mundir. Öttinn við tortímingu vegna kjarnorkustyrjaldar fer vax- andi. Daglega sjáum við af fréttum hættumerkin í þessum efnum. I friðarbaráttu er eðlilegt, að margir van- treysti stjórnmálamönnum. Hvert eiga menn þá að leita? Kirkjunnar mönnum er vafalaust best treystandi til heiðarlegrar og raunsærrar baráttu fyrir friði. I þessu efni bíður mikið starf kirkjunnar. Þar á hún einnig góð tækifæri til að safna þúsundunum undir sitt merki. Kærleiksboðskapur kirkjunnar á erindi til okkar allra. Einmitt á helgidögum gefst óvenju gott tækifæri og tóm til að treysta bönd vináttu og kærleika. Fjölskyldur og vinir koma saman. Unnt er að vinna upp ýmislegt, sem farizt hefur fyrir í önn dagsins hjá hinni sívinnandi íslenzku þjóð. Við höfum mörgum öðrum fremur brýna þörf fyrir slíkt. Málum er þannig komið, að flestir karlar og konur vinna úti, oft erfiðan og langan vinnudag. Sumpart er þetta til komið vegna brýnnar nauðsynjar, tekjurnar eru ekki meiri en þetta. Sumpart höfum við gengið of langt í lífskjaragræðgi og kunnum fótum okkar ekki forráð. Hér vinna flestir yfirvinnu, sem ekki tíðkast í sama mæli í nálægum löndum. Því meiri ástæða er til' að vanda sig, þegar við stöldrum við, og láta hin góðu tækifæri til að treysta vináttuböndin ekki fram hjá okkur fara. Við njótum á hinn bóginn kosta fámennisins. Einstakl- ingurinn hverfur hér ekki í fjöldann að sama skapi og víðast hvar. En yfir okkur dynur tölvuöld, hraðar tækni- legar framfarir og vaxandi þéttbýli. Þá verður hverjum einstaklingi enn ljósari smæð sín. Við væntum þess, að kirkjan hjálpi okkur að mæta þessum vanda, hún bjóöi okkur kosti, sem eyða í einhverju þeim hættum, sem á veginum verða. Við höfum á seinni hluta tuttugustu aldar jafnmikla þörf og áður var fyrir trú á guð og leiðsögn kirkjunnar. Að sumu leyti er þörf okkar brýnni en fyrri kynslóða. Kirkjunnar bíða sem jafnan feiknamikil verkefni. Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur. DV óskar öllum landsmönnum gieðilegra páska. Haukur Helgason. OLAFUR RAGNAR 0G ÍHALOIÐ Olafur Ragnar skrifar grein í DV sl. miövikudag sem er hugleiðingar um stjómarmyndun eftir kosningar. Fer hann heldur betur frjálslega með túlkun á ræðu, sem ég flutti í þinglokin um þá tillögu Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og sjálf- stæðismanna í stjórnarandstööu að kalla saman þing strax aö loknum kosningum, auðvitað til að keyra stjómarskrárbreytingu í gegn og stofna til kosninga í júlímánuði. Þar sem hann kemur víða viö vildi ég ræöa höfuöþætti þeirra mála hér á eftir. Samdráttur Pólitískur samdráttur Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Sjálf- stæöisflokks hefir verið mjög áber- Tómas Árnason Hin alþjóölega efnahagskreppa, sú versta síðan 1930, ásamt stórfelldum samdrætti í þjóðarframleiðslu, óraunhæfum kjarasamningum og kjarkleysi Alþýðubandalagsins hefir valdið aukinni verðbólgu á síðustu mánuðum, en verðbólgan veröur á þessu ári 60—70% aö mati Þjóðhags- stofnunar. Veröbólgan stofnar atvinnurekstri í hættu og eykur líkur á ótryggri at- vinnu. Full atvinna hefur verið besti árangur þessarar ríkisstjómar. Sterkst/órn Olafur Ragnar segir í umræddri grein, að ég hafi talið þörf á sterkri ríkisstjóm eftir kosningar til að taka á efnahagsmálunum. Það er rétt, að ég sagði þetta í Framsókn vill íhaldsstióm — aftur Ólaf og Geir A síðustu vikum hefur komið skyrt í liós, að ^Framsóknarflokkurinn ætlar sér að loknum kosningum ab mynda samstjórn með Sjalfstæðis- flokknum. Ráðherrar Framsóknar- flokksins hafa krafist þess, að nkis- . stjóm Gunnars segói strax af ser að | loknum kosningum. Síðan yrði hafist handa um að mynda „sterka stjorn , en slík nafngift hefur í Framsoknar- herbúðunum löngum venð notuð yfir samst jórn þeirra og íhaldsins. Á Alþingi hafa þingmenn Fram- sóknarflokksins hvað eftir annað »ð mynda ' fl “nn Það ér hins vegar mikil spumrng, hvort félagshyggjufólk og vinstri menn, unnendur efnahagslegs sjalf- stæðis og þjóðlegrar reLsnar, sem stutt hafa Framsóknarflokkinn a undanfömum árum, vllj® ve‘ta forystunni Uðsinni í þessan bónorðs- för. Fvrsta tilboö: Kjaia- skerðingarfrumvarpiö Þessi nýja opinbera bónorteKr Framsóknarflokkstns { ^. .....- a MþingJ||| tilhugalifið við Framsóknarflokkinn virtist enn um sinn vera nol*Wt j feimnismál í Geirs-herbuðmum . i Matthíasarnir voru þvi kallaðu- fral nefndarstörfum eftir fáeina daga.l MorgunWaðið tilkynnti framsóknar-1 ráðherrunum, að þingmenn Sjalf- stæðisflokksins væru að sinm ekk 1 rriðubúnir til að hjálpa þeim með i frumvarpið. Það væri betra að biða I mefsUkt þar til eft. kosmngar I Ákafi Framsóknar var hins ve6akl s^kur, að hún taldi nauðsynlegt, aðl samstarfsvilja sim^a&^jfltiil andi í stjórnarandstöðu í vetur. Hann hófst með ákafri samstööu um breyt- ingu á stjómarskránni. Þótt Fram- sóknarflokkurinn tæki þátt í um- ræðum fór ekki á milli mála að þrí- flokkarnir höfðu myndað bandalag í málinu. Þetta kom þó ennþá betur fram, þegar þeir stóðu að dæmalaus- um fiutningi tillögu um að Alþingi samþykkti að kalla Alþingi saman eftir kosningar. Stjórnarskráin seg- ir: ..Forsetistefnirsaman Alþingiár hvert og ákveður hvenær því skuli slitið ...” I slíku grandvallarmáli sem stjómarskrármálinu er það einsdæmi að flokkar í ríkisstjóm semji við stjórnarandstöðuna um meðferð málsins. Þetta gerði Alþýöubandalagið og Olafur Ragnar var potturinn og pannan í þessu. Gengu þeir nafnar, þingflokksfor- menn, um sali Alþingis sem pólitískt kærustupar. Alþýðubandalagið og stjómarand- staðan tóku höndum saman um að stöðva vísitölufrumvarpið, sem gat afstýrt verðbólguflóði 1. mars sl. Einnig voru þessir aðilar samtaka um að leggjast gegn niöurgreiðslum um sinn til viðnáms verðbólgu. Það er öllum ljóst, að ef Alþýðubanda- lagið vildi ráða því hvenær þing kæmi saman eftir kosningar varð það að skapa nýjan forsætisráðherra sem gerir tillögu til forseta. Lengst af öilum alþýðubandalagsmönnum í þessum málum gekk einmitt Olafur Ragnar. Efnahagsmálin og Alþýðubandalagið Niðurtalning verðbólgu á átta mánuðum ársins 1981 lækkaði verð- bólgu úr 60% niöur í 40%. Þá „punkt- eraði” Alþýðubandalagið og vildi ekki haldaniðurtainingunniáfram. Sama geröist með vísitölufrum- varpið, þrátt fyrir samninga og að það mál var liður í margþættum ráð- stöfunum frá því í ágúst sl., svo sem lágia unabótum og lengingu orlofs. Alþýðubandalagiö léöi heldur ekki máls á að beita niðurgreiðslum fram yfir kosningar. Framsóknarflokkur- inn taldi skynsamlegt að samþykkja fyrst vísitölufrumvaipið og beita svo niðurgreiðslum 1. apríl nk. til við- náms gegn verðbólgu. þingræðu, án þess aö víkja einu orði að því hvemig slík stjórn ætti að vera. Væntanlega fer það eftir úrslit- um kosninganna h vemig mál skipast þá. En hvaö vill Olafur? Vill hann sterka stjóm eða e.t.v. veika stjórn? Það blandast áreiðanlega engum hugur umnauðsyn efnahagsaðgerða, þegar að loknum kosningum. Efnahagsaðgerðir þoia ekkibið Ágreiningurinn milli Framsóknar- flokksins og hinna flokkanna er ekki um það, hvenær þing verði kallað saman, heldur um það að strax eftir kosningar n jóti það forgangs að taka á efnahags- og atvinnumálum en stjómarskrárbreytingin verði látin bíða. Við teljum nauðsynlegra að sinna efnahagsmálunum fyrst og síöan geta menn fjölgað þingmönn- um um þrjá. Þríflokkarnir vilja kalla þing saman strax eftir kosning- ar til að fjalla um stjómarskrár- breytinguna og láta kjósa aftur í júlí- mánuði. Þá yrði ekki tekið á efna- hags- og atvinnumálum fyrr en með haustinu, en slíkur dráttur er stór- hættulegur. En til aö svo geti orðið verða þeir væntanlega að mynda stjórn eftir kosningar. Hver veit, nema þeir hafi þegar ákveðið það, og gert um það leyni- samkomulag. Sameiginleg tillaga þeirra um meðferð stjómarskrár- breytingarinnar bendir vissulega til Tómas Ámason viðskiptaráðherra. A „Gengu þeir nafnar, þingflokksformenn- imir, um sali Alþingis sem pólitískt kærustupar..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.