Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. mynduð og þið ættuð aðild að að íslenskar skipasmíðastöðvar sitji við sama borö í bönkum hérlendis og erlendar skipasmíðastöðvar? „Svarið við þinni spurningu um að íslensku skipasmiöastöðvarnar sitji við sama borð er alfariö og eindregiö já. Eg tel að þaö eigi að vera alveg afdráttarlaust að íslenskar skipa- smíðastöðvar búi ekki viö verri aðstööu en erlendir aöilar. Og ég tel að við eigum að vera með skipasmíðar á tslandi og þú manst kannski eftir því að ég stöðvaði inn- flutning á fiskiskipum. Og þá sagði ég sem svo, viö erum hér með svo og svo mikið af skipasmíöastöövum og ég veit að það er ekki hægt að stækka skipa- stólinn og þess vegna skulum við láta íslensku skipasmíðastöðvarnar um þau verkefni sem hér eru í endurnýjun, miðað við það að skipastóllinn eigi ekki aðstækka. En ég vil ítreka að við eigum að vera meö innlendar skipasmíöastöövar og þær eigi að njóta að minnsta kosti jafn- góðrar aðstööu eins og erlendar skipa- smíöastöðvar, ef ekki betri.” öfugmæli Alberts um stefnu- skrána? Ásgelr Sumarllðason, Hafnarfirði. Hvað segir þú um þú fullyrðingu Alberts Guðmundssonar á fundi í Sig- trúni í gærkvöldi að stefnuskrá Alþýðu- flokksins sé tekin upp úr stefnuskrá S jálfs tæðisf lokksins ? Bílskýli verka- mannabú- staða fráleit Sigríður Eiríksdóttir, Reykjavík. Hver er afstaða þín til verkamanna- bústaöanna í Reykjavík? „Eg hef talið að þaö eigi að reisa allverulegan fjölda af verkamanna- bústöðum. Þaö er skoðun okkar alþýðuf lokksmanna.” En hvað finnst þér um að byggja verkamannabústaði með bílskýlum, sem kosta svo og svo mikið og fólk þarf að borga þessi bílskýli út í hönd? „Mér finnst ekki að verkamanna- bústaðir eigi aö vera byggðir með bíl- skýlum, mér finnst það alveg fráleitt.” íslandsrall? Hermann Jóhannsson, Húsavik. Hvert er álit þitt á afgreiðslu dóms- málaráðuneytisins á beiðni Lands- sambands íslenskra akstursíþrótta- manna um Islandsrall? „Ja, nú lentiröu aldeilis með spumingu á manni sem ekki hefur hugsað mikið um þetta mál, ég verð að viðurkenna þaö. Ég vil þó segja að ég vil vera var- færinn, að því er varðar náttúru landsins. Og ef ég hefði lent í því aö úr- skurða svona hlut, þá hefði ég reynt að setja mig mjög nákvæmlega inn í það hvaða áhrif þetta heföi á náttúruna, hver spjöll mundu hugsanlega hafa orðið og hvemig væri hægt að fyrir- byggja það. Þar að auki væri Skipaútgerðin fram- sóknarfyrirtæki, sem flytti vömr fyrir kaupfélögin út á land fyrir ekki neitt. Kjartan sagði að þetta einstaka dæmi hefði farið fram hjá honum en sagðist skyldu kynna sér þetta nánar og þakkaði fyrir ábendinguna. Stef nan í kjaramálum? Daníel Ölafsson, Akranesi, spyr: Hver er stefna Alþýðuflokksins íkjara- málum og þá meðal annars varðandi vísitöluna? Kjartan: Við teljum aö þetta vísitölukerfi hafi greinilega gengið sér til húöar. Þess vegna teljum við nauðsynlegt að leitað sé nýrra leiða í þessu máli og leggjum til að vísitölukerfið verði leyst af hólmi með samningi um launaþróun, lágmarks- laun og afkomutryggingu, sem yrði sérstaklega komiö á fót til að veFja hag þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu. Við teljum að með þessu móti eigi þar að auki að vera meiri möguleikar á að ná tökum á verðbólg- unni. Daníel spyr á ný: Eru þið sammála því að það þurfi að grípa til róttækra aðgerða 1. júní, svo sem eins og aö helminga verðbætur og að samningar verði til eins árs grunnkaupslausir? Kjartan: Mér þykir allt benda til þess aö viö munum lenda mjög fljót- lega í kröggum beinlinis meö atvinnuna hér í landinu ef ekki verður strax gripið til aðgerða. Þessar aðgerðir sem þú nefnir eru ekki í samræmi við þau sjónarmið sem viö höfum. Við viljum ekki að þrepin séu á- kveðin heilt ár fram í tímann en ekki bara að menn séu að horfa á eitt vísitölutímabil. hefur verið mjög leiðandi. Eg tel líka aö flokkurinn hafi haft mjög rík áhrif í þá átt að þrýsta á um aö nú á loksins að fara að reisa heilsugæslustöð og sund- laug í suöurbænum er að komast á teikniborðið. Allt eru þetta stefnumál sem Alþýðuflokkurinn hefur barist fyrir og eru nú loksins að komast fram, þrátt fyrir að hann sé ekki í meiri- hlutanum í bænum.” Meira greitt til baka en sem nemur láni Ómar Kristinsson í Hafnarfirði sagði að alþýðuflokksmönnum hefði orðið tíörætt um að hafa ekki fengið tæki- færi. Eitt gott tækifæri hefðu þeir þó fengiö árið 1979 og komið þá á verð- tryggingu lána. Sér virtist að hroð- virknislega hefði verið að því staöið. Ætlast hafi verið til að menn skiluöu jafnverðmikilli krónu til baka og þeir fengu að láni en raunin sé sú að meiru sé skilað. Kjartan: „Það eru okkur mikil von- brigöi hvemig sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur haldið á þessum málum. Við bentum alltaf á að ef við færum út í þessa verðtryggingu, sem við töldum sjálfsagða og rétta, þá yrði að lengja lánstímann þannig að það væri einhver möguleiki fyrir fólk að standa undir þeim lánum sem það væri að taka. I öðru lagi var það viö upphaf þingsins núna að Jóhanna Siguröardóttir flutti frumvarp fyrir hönd okkar alþýðu- flokksmanna um að afborganir af lánum mættu ekki fara fram úr launa- þróun. Menn þyrftu ekki að vinna „Það var enginn málefnaágreinlngur við Vilmund Gylfason.” Kjartan Jóhannsson á beinni línu hjá DV, Óskar Magnússon og Ólafur E. Friðriksson. DV-mynd Bj. Bj. Alþýðuflokk- urinn í Haf nar- „Sjaldan hef ég heyrt meiri fjar- stæðu en það. Eg held að það sjái það allir sem lesa báðar stefnuskrárnar að í öllum grundvallaratriðum þá er þetta sín hvor stefnan. I annan stað sé ég það að ýmislegt sem Sjálfstæðisflokkurinn er nú að bera á borð ber keim af því sem við vorum að tala um á flokks- þinginu í október. Frið og frelsi og framtíð, sem voru nú kjörorð flokks- þingsinshjá okkur. Og eins fór þar frani á þinginu í fyrsta skipti i langan tíma á Islandi, mikil umræða um ábyrgðina og það þyrfti að koma henni í öndvegi að nýju í íslensku þjóðfélagi, þannig að sér- hver aðili væri ábyrgur fyrir á- kvörðunum sínum. Að visu hafa sjálf- stæðismenn ekki kveikt almennilega á þessu, en þeir eru famir að nota sömu orð. Nú það er náttúrlega ágætt ef góðar hugmyndir hjá okkur eiga aðgang að hjörtum manna í öðrum flokkum, það verður þá kannski auðveldara að ná fram þessum stefn- um. En ég hef nú satt að segja ekki heyrt önnur eins öfugmæli, sem þú segir mér aö Albert hafi verið með þarna á fundinum.” Og ef ég hefði talið að ekki væri hægt að tryggja fyrirbyggingu náttúruspjalla, þá hefði ég sjálfsagt neitaö.” Erlend skip í flutningum Sveinn Jónsson i Kópavogi vildi vita hvort Kjartan myndi beita sér fyrir því ef hann kæmist í stjórn aö Skipaútgerð ríkisins hætti að flytja kísilgúr með erlendu skipi og erlendri áhöfn fyrir út- gerðarfélag Alberts Guðmundssonar. Kjartan: „Þetta var nú flókin spuming og ég verð að viöurkenna að ég þekki ekki þetta mál. En mér þykir þetta harla einkennilegt og snúið eins og þú lýsir því. Eg held samt að það ættu að vera íslensk skip með íslenskum áhöfnum, okkur veitir ekki af því til að treysta atvinnuna hérna.” Sveinn sagði þá að það væri vitað að Skipaútgeröin heföi látið skip liggja í Reykjavíkurhöfn í heilt ár á sama tíma og leigt hefði verið norskt skip, eingöngu til að flytja kísilgúr frá Húsa- vík til Reykjavíkur fyrir Hafskip. firði -sveppa- gróður? Guðmundur Jónsson, Reykjavík, sagði að i tíð Emils Jónssonar og Guðmundar I. hefði margt gerst innan Alþýðuflokksins og þeir hafi veriö harðfylgnir fyrir sitt byggðalag. Nú virðist Alþýðuflokkurinn ekkert gera í Hafnarfirði. Er hann orðinn að ein- hvers konar sveppagróðri sem er bara til en framkvæmir ekki neitt? Kjartan: „Það er náttúrlega mikill munur að vera með meirihluta, kannski 6 bæjarfulltrúa af 9, eins og þeir voru um tíma í Hafnarfiröi, eða að vera í miklum minnihluta, eins og við erum núna. En ég veit að Alþýðu- flokkurinn hefur haft mjög mikil áhrif í Hafnarfirði. Það varðar til dæmis Bæjarútgerðina þar sem Alþýðu- flokkurinn hefur haft mjög mikil ítök á undanförnum árum og hefur enn. Það varðar skólamálin, þar sem flokkurinn lengri tíma fyrir afborgunum og vöxt- um heldur en þeir gerðu ráð fyrir þegar þeir tóku lánið. Þetta frumvarp gátu menn ekki fengist til aö sam- þykkja í þinginu en það liggur þarna tilbúið.” Nískurá togarana Elísabet Aradóttir í Þorlákshöfn spurði hvort Kjartan vildi bæta meira í flotann, kaupa fleiri togara. Kjartan: „Nei, ég er nú frekar þekktur fyrir það að hafa verið nískur á togarana. Eins og þú kannski manst þá stöðvaði ég togarainnflutning á sín- um tíma og ég tel að það hafi verið unnið skemmdarverk með þeirri stækkun á flotanum sem síðan hefur átt sér stað. Eg mun áreiðanlega taka til hend- inni þegar ég kemst að við að hafa stjórn á stærð flotans og ekki skemma þennan atvinnuveg þannig að hann lendi í sama farið og landbúnaöurinn. En með þessum hætti sýnist mér það veraaðgerast.” 15 Flokksbrot og aukaframboð? Emil Thorarensen, Eskifirði, spyr: Væri ekki heppilegra fyrir þjóðina að Alþýðuflokkurinn og önnur flokksbrot og aukaframboð byðu ekki fram til Alþingis og hættu alfarið framboös- brölti, sem eykur á sundrung og á- byrgðarleysi við stjóm landsins? Kjartan: Eg held að Alþýðu- flokkurinn megi síst missa sig af þeim flokkum sem fyrir eru í landinu. Ástæðan er mjög einföld. Viö erum eini ;afnaðarmannaflokkurinn á Islandi. Þar að auki emm við eini flokkurinn sem ekki ber ábyrgö á því ástandi sem hér ríkir. Hinir flokkamir hafa setið í stjóm í tólf ár. Alþýðuflokkurinn er því eini valkostur þeirra sem vilja ein- hverjar breytingar í stjómarháttum. Alþýðuflokk- urinn og hús- næðismálin öra Karlsson í Reykjavík spurði hvort Alþýðuflokkurinn hefði eitthvað á takteinum í húsnæðismálum? Kjartan: „Það vill nú svo til að í því máli er tilbúið frumvarp sem við höfum flutt oftar en einu sinni á þinginu en ekki fengið samþykkt. Frumvarpið er um að bankakefiö veiti viðbótarlán til allra þeirra sem fá lán hjá Húsnæðismálastofnun upp á 300 þúsund krónur, gerðum við ráð fyrir um síðustu áramót. Það eru lán til 20— 25 ára. Við teljum að bankakerfiö eigi að koma til móts við húsbyggjendur, og geti það því að hluta til er svo mikiö fjármagn frá bankakerfinu í þessum lánum. Það er bara verið að láta fólk hlaupa á milli lánastofnana til að endumýja. I annan stað viljum við að sparifé verði verðtryggt og þaö mun auka sparnað og þess vegna gera þetta ennléttara fyrir bankana.” örn spurði líka um ákvarðanir þingsins um þátttöku ríkisins í greiðslu tannlæknaþjónustu? Kjartan sagði að Jóhanna Siguröar- dóttir hefði í fyrra flutt fmmvarp um þetta mál. „Þá benti Svavar Gestsson henni á að ekki væru til peningar fyrir því og réttara væri að gera það með skattaafslætti. Á núverandi þingi flutti hún frumvarp um skattaafslátt, þá stóð Svavar upp og sagði að hann ætlaði að láta ríkið gera þetta. Hann hefur þó ekki sýnt hvar hann ætlar að taka peninga til aö gera þetta, peninga semhannhafðiekkiífyrra.” Sjónarmið i stjórnar- samstarfi? Aðalheiður Halldórsdóttir í Reykja- vík spurði hvort Alþýðuflokkurinn væri ekki tilbúinn til að starfa meö öllum flokkum ef hann fengi góða kosningu? Því svaraði Kjartan afdráttarlaust ját- andi. I framhaldi af því spurði hún þá hvaöa sjónarmiö yrðu sett hæst? Kjartan: „Við teljum ákaflega mikilvægt við núverandi aðstæður að það verði strax gripið til aðgerða til að ekki komi til atvinnuleysis. Það verði tekin alveg ný atvinnustefna og gerbreytt efnahagsstefna þar sem ekki sé verið að sullast í þessu til einnar nætur,, ekki þetta bráðabirgðastúss. Það munum við leggja ríka áherslu á. Ef þetta tekst ekki er hætta á aö hægri öflin fái yfirhöndina og þá ráðast þau á trygginga- og velferðarkerfið. Viö höfum dæmi um það í Bretlandi og víðar hvernig fer.” — Aðalheiður spurði líka hvaða ráðuneyti Alþýðu- flokkurinn myndi leggja áherslu á aö fá? Kjartan sagði að ef litið væri á sögu Alþýöuflokksins þá hefði hann lagt áherslu á að fá málaflokka, eins og félagsmál og heilbrigðis- og tryggingamál. „Eg nefni þessa mála- flokka af því að þeir varða hag fólksins í landinu. Og við verðum að fá sterk áhrif í efnahagsmálum, húsnæðis- málum og heilbrigðis- og trygginga- málum. Auðvitað þyrftum viö í raun aö fá öll ráðuneytin.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.