Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 30
42 DV, MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. FÉLAGSMÁLASTOFNUN óskar eftir aö komast í samband viö fjölskyldu sem getur tekið aö sér barn á skólaaldri 5 daga vikunnar til lengri tíma. Upplýsingar í síma 74544. Kaffiboð fyrir t VBf ö -o Q ^ g lc Iðjufélaga 65 ára og eldri veröur í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 10. apríl kl. 15. Miðar veröa afhentir á skrifstofu félagsins, Skólavöröustíg 16. IÐJA, FÉLAG VERKSMIÐJUFÓLKS. Laus staða Lektorsstaða í íslenskum bókmentum við heimspekideild Há- skóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj- enda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja- vík, fyrir 18. apríl nk. Um er að ræða sömu stöðu og auglýst var með auglýsingu dags. 18. þ.m., sem lektorsstaða í bókmenntum við heimspeki- deild Háskóla íslands. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 28. mars 1983. AUGLÝSING um rannsóknastyrki frá J.E.Fogarty International Research Foundation J.E.Fogarty-stofnunin í Bandaríkjunum býður fram styrki handa erlendum vísindamönnum til rannsóknastarfa við vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical scíence). Hver styrkur er veittur til 6 mánaða eða 1 árs á skólaárinu 1984—85. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa um- sækjendur að leggja fram rannsóknaáætlun í samráði viö stofnun þá í Bandaríkjunum sem þeir hyggjast starfa við. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um styrki þessa fást í menntamálaráðuneytinu. — Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 20. juli nk. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 24. mars 1983. BRÆÐ RAFÉLAG S DÓMKIRKJUNNAR íDómkirkjunni i Reykjavtk Skírdag 31. mars 1983 kl. 20.30 í umsjá KFUM og K. ORGEL Marlin Hunger Friðriksson, dómorganisú. ÁVARP Séra Pónr Stephensen, Dómktrkjuprestur. PAÐ BYRJAÐI í DÓMKIRKJUNNI. Sigurður Pálsson, form. KFUM í Reykjavik. FANSÖNGUR Jóhanna G. Möller með undirleik Martins H. Friðrikssonar. ÚR FÖSTURÆÐU \ejtir séra Friðrik Friðriksson, sem flutt var í Dómkirkjunni á jöstu /930. Lesari Einar Th. Magnússun. ALT ARISGANGA SÁLMUR Son Cuðs ertu með sunni. Menning Menning Menning JASSTÓNLEIKAR í IMINN- INGU GUNNARS ORMSLEV Jasstónleikar í minningu Gunnars Ormslev I Gamla bíói 22. mars. Hinn tuttugasta og annan mars á þessu ári hefði Gunnar Ormslev orðið fimmtíu og fimm ára. Eins og öllum mun kunnugt er Gunnar Ormslev ekki lengur meðal vor, en á fæðingardegi hans efndi Jazzvakn- ing til minningartónleika um hinn látna snilling. Tónleikamir hófust með leik Stór- hljómsveitar Tónlistarskóla FlH. Emie nokkur Wilkins hefur tekið þeim tak að undanfömu og árangur- inn gat að heyra. Stórefnileg hljóm- sveit með saxófónariðil sem ber af. Nú þurfa markaðsráðendur, þ.e.a.s. opinberir fjölmiðlar til heymar og sjónar, að opna faðminn víða, því allt stefnir í að hægt verði að halda úti stöðugri stórhljómsveit og fátt getur útvarp og sjónvarp keypt betra sem afþreyingarefni en stórhljómsveitar- leik- Big band áttatíuogeitt tók því næst við. Einstakir spilarar flutu á rútín- unni, en í heildina tekið reyndist skólahljómsveitin snöggtum betur saman hnoðuð. Er það að vonum, því það er svipað með ræktun big-banda og golfvalla, þar gildir gamia skoska aðferðin — rækta af alúð í „tvö hundruð ár” og spila síðan. Víst er þó, að fengi „áttatíuogeitt” fastan starfsgmndvöll, yrði úr því á skömmum tíma dúndurhljómsveit. Jassinn á Islandi býr við söngvara- fæð. Þó bera sumir fremstu dægur- söngvaranna og einstaka skólaður söngvari það við aö raula jass, en það fer ekki hátt. Oktavía Stefáns- dóttir var byrjuð að syngja sveifl- andi melódíur um það bil er hún lauk við leikmenntun sína. Hún gerir GunnarOrmslev. margt laglega, en mætti leggja meira upp úr sjálfstæði í stíl í stað þess aö láta uppáhaldssöngkonu sína skína í gegnum söng sinn. Að flytja jassinn inn í kirkjuna Hápunktur dagskrárinnar var opinber írumflutningur Að leiks- lokum, jasssónötu Gunnars Reynis Sveinssonar, saminni í minningu Gunnars Ormslev. Varla er hægt aö sýna minningu snillingsins meiri sóma en með svo frábærum saxófón- leik Sigurðar Flosasonar. Nú voru félagarnir með á nótunum, en voru það hreint ekki við óopinberan frum- flutning nokkrmn dögum áður og gerðu þeir Sigurði þá bjamargreiöa. Sónata Gunnars Reynis f lokkast með annarri trúarlegri tónlist hans og fáum lætur betur en Gunnari Reyni að flytja jassinn inn í íslenska kirkju- list'. Guömundur Ingólfsson og Reykja- víkurtríó hans lék nokkrar góðar rispur og í lokin bættust Bjöm Thor- oddsen, Ernie Wilkins og Rúnar Georgsson við. Áttu menn nú von á urrandi jam-session. Fyrir ein- hverra hluta sakir hljóp neistinn aldrei í púðrið svo aö ekki varö af þeirri höggorrustu, sem ég vil meina að flestir hafi vænst. En jammið var svosem ágætt þótt saklaust væri. -EM. Joseph Ognibene. Alexander Oliver. Nicolas Braithwait. FRÁBÆR BRITTEN-TÚLKUN Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands i Há- skólabíói 24. mars. Stjórnandi: Nicolas Braithwait. Einsöngvari: Alexander Oliver. Einleikari á horn: Joseph Ognibene. Efnisskrá: Wolfgang Amadeus Mozart: Forleikur að Don Giovanni; Benjamin Britten: Serenade fyrir tenór, horn og strengi op. 31, og Les llluminations fyrír tenór og strengi, op 18; Alexander Borodin: Polovetsadansar. Einhverjum vandræðum virtust þeir sinfóníumenn hafa lent í við undirbúning tónleikanna. Þegar til kastanna kom var bæði búiö aö skipta um söngvara og verk á efnis- skránni. En hvort vandræöin urðu til minnsta skaða að lokum er mér til efs. Eg get að vísu ekki sagst hafa orðið stórhrifinn af meðferðinni á Don Giovanni forieiknum. Hljóm- sveitin okkar hefur fyrr spilað hann betur. Nú var hann klára skylduverk og ekki of mikið í hann lagt. Einungis snillinga meðfæri En svo kom að Serenöðu Brittens. Alexander Oliver er frábær söngvari og virtist næsta lítið hafa fyrir sínu erfiða hlutverki. Og ekki var horn- leikur Josephs Suonabene- Ognibene síðri. Formáli og eftirmáli serenöð- unnar skulu leiknir á stopphorn, þ.e. náttúruhorn sem enga ventla hefur og því verður hornistinn að brúa bilið milii náttúrutónanna með flóknu og erfiðu samspili blástursstyrks og handarinnar inni í bjöllu hornsins. Svo erfið er þessi blásturstækni, að talið var á sinni tíð þriggja til fimm ára nám að læra að blása hálftóna- skrefin neðan við náttúrutónana. Tónheldni nútímahljóðfærisins fyrir- finnst ekki og nú er það ekki á færi annarra en snillinga að blása á stopphorn af einhverju viti, snillinga á borð við sólóhomleikarann í hljóm- sveitinni okkar. Himnasending Eitt sinn heyrði ég lærðan bók- menntafræöing segja að Les Dlu- Tónlist Eyjólfur Melsted minations væru einhver hugguleg- asta della, sem ort hefði verið, og raunar fáum öðrum en Rimbaud fært að yrkja þannig svo vel væri. Sá tónbúningur sem Britten ljær þeim eru dýrindis klæði. Líkt og í flestum söngverka hans þýðir lítið fyrir miðlungsmenn að belgja sig, þau eru aðeins góðsöngvara meöfæri. En aö menn fari jafnléttilega meö „Illúmínasjónirnar” og þessi skoski töframaður, eru hreinar undantekn- ingar. Það var sannkölluö himna- sending aö fá þennan makalausa tenór hingað. Hespað af Það heitir að hespa hlutina af, að spila Polovetsadansana eins og hljómsveitin okkar spilaði þá undir stjórn Nicolas Braithwait (Og var kannski ekki skaðinn skeður). Braithwait er hörku stjórnandi og náði miklu út úr okkar fámenna strengjaliði. öruggri stjórn hans, frábæmm sólistum og góöri hljóm- sveit ber að þakka frábæra Britten- túlkun. -EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.