Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1983, Blaðsíða 33
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MARS1983. 45 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Þessa Ijósm ynd tók Dagblaðið þegar Gisli Garðarsson, skipstjóri á Fylki NK afhenti Hróðnýju Huldarsdóttur ferðalangana fjóra sem settustáskip hans úti á rúmsjó. Myndina tók Bjarnleifur og birtist hún 29. júni 1979. FJÓRIR FERÐA- IAMfAD LANbAK 1 i Snemma sumars 1979 bar svo til aö fjórir feröalangar settust aö á tog- aranum Fylki, sem þá var á heimleið úr sölutúr til Bretlands. „Þær voru heldur illa tU reika og hraktar svo aö viö tókum þær inn og höföum í gang- inum hjá okkur,” sagöi Gísli Garöars- son, skipstjóri á Fylki, í samtali viö Dbl. þann 29. júní 1979. „Viö gáfum þeim mat og vatn og eftir um hálfan sólarhring voru þær orðnar hinar sprækustu”. Þetta voru breskar bréfdúfur og þær gátu happi hrósaö, því aö dúfa sem lendir í sjónum á sér ekki lengri líf- daga auöið. Er nú ekki aö orðlengja aö fyrir tUstUli Dagblaösins og góðra for- laga lentu þær um síðir í vinarhöndum Omars Runólfssonar, sem býr uppi í MosfeUsdal og er formaöur Dúfna- ræktarfélags Islands. Lesendur dægra- dvalar munu minnast þess aö í janúar- mánuöi síöastUönum áttum við skemmtUegt spjaU viö Omar um ræktun skrautfiska, en hann er frammámaöur í þeirri grein einnig og Og hór er svo einn ferðalanganna, Jarlað nafni, i höndum Ómars Run- ólfssonar nærri fjórum árum siðar. MyndBH. En jafnharðan verður hann fyrir árás. Egghvasst sprengjubrot nistir sundur fótlegg hans, þann hinn sama og heldur á skUaboðunum dýrmætu, og áfram heldur þessi voöalegi dauða- fleygur inn í ungt br jóst hans og skerst út úr því þegar á öðrum stað. Sársauk- inn læsir sig um Utlu hetjuna, heitt blóðið fossar úr henni, en áfram flýgur hún gegnum þétta skæðadrifu sprengjubrota og banvæna kúlnahríð áfram, áfram, áfram og ekki Unnir hún fluginu fyrr en augu hennar greina hlýlega dúfnakofann í herbúðum Bandaríkjamanna, þar sem ástfólginn makinn bíður hennar. Ormagna og aðframkomin lendir hún hjá kofanum, varðliðar hlaupa á vettvang, lesa skilaboðin sem lafa enn á örmjórri sin fótleggsins ónýta og samstundis fara óþreyttir, vel vopnaöir hermenn af stað til að bjarga löndum sínum. Týnda herdeildin fannst, lífi hundr- uða manna var bjargað úr klóm dauðans og Ukami Vildarvinar, hetj- unnar smáu, var stoppaöur upp og'er nú hafður frammi á þ jóðminjasafninu í Washington. Heiðurspeningar Dickins Frægasta afreksdúfa fyrr og síöar er trúlega hann Vildarvinur (Cher ami), en árið 1950 telur Osman upp 1569 sannanleg dæmi þess að bréfdúf ur hafi bjargað mannslifum. Honum er þó fýllilega ljóst að þessi tala er aöeins örlitiö brot af öllum þeim mikla fjölda sem sagan felur í rökkri gleymsk- unnar. I heimsstyrjöldinni síðari hlutu samtals 54 dýr heiðurspening Dickins fyrir björgun mannslífa og þar af voru 18 hundar, 3 hestar, einn köttur og 32 dúfur. Auk VUdarvinar mætti nefna hér miklu, miklu fleiri afreksdúfur, en við látum hér við sitja að sinni, hvað sem siðar verður. Vildarvinur, afreksdúfan, sem braust i gegnum sprengjuregn og kulnahrið og bjargaði hundruðum mannslifa. himins, svo skilur hann hvers kyns er , honum eftir meö augunum. Milli vonar sig nægilega á kringumstæöum og og hefur sig til flugs með sterklegum og ótta sjá þeir hann hnita hringi yfir beinir tafarlaust fluginu til herbúð- vængjatökum. Hermennimir fylgja þeim, og skyndilega hefur hann áttað anna. eru þó ekki allar upp taldar. Ömar tjáði okkur að bréfdúfur bærust iðulega yfir höfin til Islands; sumar villtust hreinlega en oftast væru þaö dúfur sem hefðu hreppt fárviöri og hrakistsvona illilega af leiö. Dúfumar vom allar merktar eins og vera ber, og gat því Omar fljótlega haft uppi á eigendum þeirra. Má nærri geta aö þeir uröu allshugar fegnir aö frétta um afdrif þeirra, aö þær skyldu lífinu halda, og gáfu þær eftir meö glöðu geði. Tvær þeirra era enn hjá Omari og birtum viö hér mynd af annarri þeirra, honum Jarli. Krummi krunkar úti Hrafnshjón nokkur hafa slegiö eign sinni á landið þar sem Omar hefur búsetu, og sjái þau velfeita bréfdúfu bregða sér á loft á fögrum vetrardegi, þá eru þau ekki sein á sér og hyggja þá gott til glóöarinnar. Dúfan er þung og stirð yfir veturinn en hrafnamir útsmognir og grimmúðgir. Þeir beita nú því herbragði að annar þeirra, sá sem stærri er og aflmeiri, eltir dúfuna á röndum og leitast við að granda henni. Hún flýr undan og reynir að komast í blessaðan kofann sinn, en þar er þá minni hrafninn fyrir og varnar henni heimf lugsins. Ef' svo leiðinlega tekst til, að hrafninn hefur betur þá er engrar vægðar von hjá þessum illa fugli — hann heggur veslings dúfuna, drepur hana og étur meö bestu lyst og er þó skömmfrá að segja. Þegar vora tekur og mófuglarnir koma heim í sveitina, þá fer krammi hinsvegar að sinna varplöndunum af alhug, ræna hreiöur og gleypa unga, og þá lætur hann dúfumar afskipta- iausar, enda era þær nú svo stæltar og rennilegar að hann heföi ekki roð viö þeim þótt hann reyndi. íslenskur stofn Dúfnaræktarfélag Islands vinnur aö þvi að efla íslenskan bréfdúfustofn og er þá margs að gæta. Belgar eiga meö afbrigðum hraðfleygar dúfur, enda er þaö nánast þjóðaríþrótt þar í landi að þjálfa og keppa með bréfdúfur, en skoskar dúfur hafa oft gefist betur þar sem land er hrjóstrugt og allra veðra von, en það má nærri geta, að íslenskar bréfdúfur verða að vera sér- lega þrautseigar og veöurharðar í betra lagi. Omar og aðrir félagar í Dúfna- ræktarfélaginu hafa látiö dúfur sínar fljúga austan úr Eyjum og allt frá Kirkjubæjarklaustri, en vel þjálfuð bréfdúfa telur ekki eftir sér að fljúga 1000—1500 kílómetra í striklotu. Heimsmetabók Guinness telur mesta hraða bréf dúfu sem mælst hefur 177 km/klst, en álítur þó aö þær nái trauðla meir en ca 100 km/klst, í logni. Lengsta flug bréf- dúfu, sem um er vitað, er nærri 11.000 kílómetram, en sú dúfa sprakk reyndar skammt frá heimkynnum sínum eftir 55 daga ferðalag. Dúfnaræktarfélag Islands hyggst koma á bréfdúfnakeppni hérlendis þegar fram líða stundir, en þess er aö geta aö keppnisreglur eru allar mjög strangar ef rétt er aö staðið og stofn- kostnaöur vegna keppnibúnaðar mun vera töluveröur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.